Morgunblaðið - 04.06.2003, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 25
ánægð með námið við MÍ og finnst gott að
búa á Ísafirði. Fríða Bjarnadóttir hlaut verð-
laun fyrir besta árangur á stúdentsprófi við
Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hún var á nátt-
úru- og hagfræðabraut og útskrifaðist með
9,3 í meðaleinkunn. Fríða telur mikilvægt að
fólk velji sér braut eftir áhugasviði og að eina
leiðin til góðs námsárangurs sé að vinna jafnt
og þétt yfir önnina.
Fríða hefur verið virk í félagslífinu við
skólann og lagt áherslu á að taka þátt í þeim
leikuppfærslum sem skólinn hefur staðið fyr-
ir. „Gott félagslíf er mjög mikilvægt svo að
nemendur geti lyft sér upp. Það er leiðinlegt
fyrir andann í skólanum ef félagslífið dettur
niður.“
Fríða er ánægð með FVA og telur að lítið
samfélag bjóði upp á gott og öflugt félagslíf.
En hvað tekur svo við í haust? „Ég stefni á
verkfræðinám við Háskóla Íslands og þá lík-
legast iðnverkfræði. Þar eru spennandi náms-
greinar og opnir atvinnumöguleikar að námi
loknu.“
Það sem Fríðu finnst hagnýtast við fram-
haldsskólanámið er að hafa lært að skipu-
leggja sig og nýta tímann vel. Engu að síður
telur hún mikilvægt að nemendur geri líka
eitthvað annað en að læra og njóti þess að
vera í framhaldsskóla.
góðan námsárangur
þétt“
Laufey H. Guðmundsdóttir
„Framhaldsskólinn kennir manni
mest að sitja, þegja og mæta.“
/Kristján
„Langar
tungu-
um.“
sínu. Í öllum framhalds-
rófs. Halla Gunnarsdóttir
rangurs.
hallag@mbl.is
LANDLÆKNIR ýtti átakigegn þunglyndi og sjálfs-vígum úr vör í gær. Verk-efninu, sem á að standa yf-
ir í nokkur ár í hið minnsta, er ætlað
að vekja athygli á þunglyndi á Ís-
landi og koma af stað umræðu um
afleiðingar þess.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir sagði á fréttamannafundi að
þunglyndi væri vandamál sem brýn
þörf væri á að vinna í þó að þung-
lyndi væri í sjálfu sér ekkert nýtt í
okkar samfélagi. Hann vakti athygli
á því að mun fleiri fremdu sjálfsvíg
ár hvert en létu lífið í umferðarslys-
um. Þegar væri mikið gert til að
sporna við umferðarslysum, og nú
væri kominn tími til að taka á sjálfs-
vígum og þunglyndinu sem ræki fólk
oft til þeirra.
Þakkaði VÍS góðan stuðning
Sigurður fagnaði því sérstaklega
að verkefnið hefði fengið svo góðan
stuðning sem raun bæri vitni frá fyr-
irtækjum og þakkaði hann Vátrygg-
ingafélagi Íslands (VÍS) sérstaklega
góðan stuðning, sem metinn er á tólf
milljónir kr.
Að meðaltali reyna um 600 til 700
einstaklingar að fremja sjálfsvíg á
hverju ári. Árið 2000 framdi 51 ein-
staklingur sjálfsvíg á Íslandi, 43
karlmenn og 8 konur, að sögn
Högna Óskarssonar, geðlæknis og
formanns fagráðs Landlæknisemb-
ættisins um þunglyndi og sjálfsvígs-
forvarnir. Meðalaldur karlanna var
34 ár en heldur hærri, eða 43 ár, hjá
konum. Sérstaka athygli vekur að
fimmti hver karlmaður sem framdi
sjálfsvíg það ár var 19 ára eða yngri.
Högni segir það mikið áhyggju-
efni að missa svona ungt fólk og seg-
ir að þó að tölurnar virðist kannski
ekki háar hafi þessi sjálfsvíg mikil
áhrif í samfélaginu. Þannig skilur
hver einstaklingur sem fremur
sjálfsvíg eftir sig fjölskyldu og vini
sem sitja uppi með spurningar og
sjálfsásakanir. Einnig segir Högni
að kostnaður samfélagsins af hverju
sjálfsvígi sé mikill, sér í lagi hjá svo
ungu fólki, sem sé jafnvel búið að
mennta sig og stofna fjölskyldu. Þar
tapast ekki bara vinur og ættingi
heldur einstaklingur sem hefði ef-
laust afrekað ýmislegt í sínu lífi.
„Tilgangur verkefnisins er að
auka fræðslu og draga úr fordómum
gagnvart þeim sem greinast með
þunglyndi eða aðra sjúkdóma sem
draga lífskraft úr fólki,“ segir Sal-
björg Bjarnadóttir, geðhjúkrunar-
fræðingur og verkefnisstjóri.
Aðaláherslan í verkefninu verður
að auka upplýsingaflæði til fagfólks í
skólum, heilsugæslu, presta, lög-
reglu og félagsþjónustu sveitarfé-
laga. Verður það gert með nám-
skeiðahaldi og fyrirlestrum þar sem
farið verður í helstu atriði sem geta
hjálpað við að þekkja þunglyndi og
bregðast rétt við því áður en það er
um seinan.
Salbjörg segir að þegar hafi verið
hafist handa við hluta verkefnisins,
og tilraunir um samvinnu á heilsu-
gæslustöðvum, í skólum, hjá prest-
um og lögreglu á þremur stöðum á
landinu séu hafnar. Það er á Húsa-
vík, Selfossi og í Grafarvogi. „Mark-
miðið er að ná til allra heilsugæslu-
umdæmanna með þverfaglegri
vinnu á næstu mánuðum,“ segir Sal-
björg.
Einnig verður almenningi kynnt
verkefnið með veggspjöldum og
bæklingum af ýmsu tagi. Sérstak-
lega verður unnið í því að kynna
hjálparsíma Rauða krossins, 1717,
sem er gjaldfrjálst númer úr öllum
símum. Auk þess verður skráning á
sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum
bætt.
Bjóða upp fornbíl
Hluti af stuðningi VÍS við verk-
efnið verður að bjóða upp fornbíl,
Mercedes Benz árgerð 1958, að sögn
Finns Ingólfssonar, forstjóra VÍS.
Bíllinn verður til sýnis í Smáralind
fram að uppboðinu hinn 16. júní.
Andvirði bifreiðarinnar mun renna
óskert til verkefnisins.
Morgunblaðið/Arnaldur
Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur, Sigurður Guðmundsson landlæknir, Finnur Ingólfsson, forstjóri
VÍS, og Högni Óskarsson geðlæknir kynntu átakið gegn þunglyndi og sjálfsvígum á fréttamannafundi í gær.
Auka fræðslu og
draga úr fordómum
Bifreiðin sem sem VÍS leggur fram verður boðin upp til styrktar átakinu.
Landlæknir ýtir úr vör átaki gegn þunglyndi og sjálfsvígum
Í VOR eru liðin 25 ár frá því að Há-skóli Íslands útskrifaði fyrstu nem-endur sína í tölvunarfræði og í tilefniaf því stóð tölvunarfræðiskor Háskól-
ans í samstarfi við Félag tölvunarfræðinga
fyrir ráðstefnu sl. mánudag um nýjustu
strauma í hugbúnaðargerð.
Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni voru þeir
Darren Dalcher frá Middelsex University
og Steve Freeman frá Thomson Financial
en auk þeirra héldu átta íslenskir fræði-
menn erindi. Ráðstefnan fór fram í Lög-
bergi og stóð allan daginn en endaði svo
með pallborðsumræðum.
Miklar breytingar
Helgi Þorbergsson, dósent við tölv-
unarfræðideild, stýrði ráðstefnunni. Helgi
sagði að tölvunarfræðinámið hefði verið
frekar fásótt fyrstu árin en samhliða því að
heimilistölvan kom fram, um miðjan níunda
áratuginn, hafi nemendum fjölgað. Í vor út-
skrifast um 50 nemendur frá tölvunar-
fræðideild en alls eru skráðir nemendur nú
um 180. Helgi sagði að nemendum færi þó
fækkandi um þessar mundir, en það er í
samræmi við alþjóðlega þróun á þessu sviði.
Fyrst um sinn heyrði tölvunarfræði undir
stærðfræðideild en árið 1988 var því breytt
og tilheyrði fagið raungreinadeild til ársins
1999. Í dag er tölvunarfræði undir verk-
fræðiskor.
Á þeim 25 árum sem deildin hefur starf-
að hefur hún stækkað mjög og fjöldi nem-
enda og kennara við deildina aukist veru-
lega. Fyrst um sinn starfaði þar aðeins einn
kennari, Oddur Benediktsson, og starfar
hann þar enn, en í dag eru níu kennarar
starfandi við deildina. Aukin áhersla er nú
lögð á á rannsóknarstarf og alþjóða-
samskipti í samræmi við breyttar áherslur
innan Háskóla Íslands. Frá 1998 hefur tölv-
unarfræðiskor boðið upp á meistaranám
hér heima en deildin sér einnig um kennslu
í hugbúnaðarverkfræði.
Mikið vatn hefur því runnið til sjávar á
þeim 25 árum sem liðin eru síðan fyrstu
nemendurnir voru útskrifaðir. Tölvurnar
sjálfar hafa einnig tekið miklum breyt-
ingum. Fyrstu tölvurnar sem unnið var með
voru margfalt stærri en þær sem tíðkast í
dag. Fyrsta tölvan kom til Íslands árið
1964. Hún var af gerðinni IBM 1620 og tók
undir sig heilt herbergi. Engu að síður var
minni tölvunnar aðeins 40 kílóbæti (Kb)
sem þykir ekki mikið í dag.
Háskóli Íslands fékk tölvuna að gjöf en
hún var fjármögnuð af Framkvæmdabanka
Íslands. Tölvan hefur nú verið tekin úr
notkun og er í vörslu Þjóðminjasafnsins.
Tölvunarfræði í 25 ár
Morgunblaðið/Arnaldur
Góð mæting var á ráðstefnuna sem var haldin í Lögbergi.