Morgunblaðið - 04.06.2003, Page 37
AFMÆLI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 37
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
GRANÍT MORTEL
Tilboð 2.995
Stærð 15 cm.
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða kl.
13.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8.
Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr.
Kristján Valur Ingólfsson. Hugleiðing, alt-
arisganga, léttur morgunverður. Kirkju-
listahátíð: Tónlistarandakt kl. 12. Prestur
sr. María Ágústsdóttir. Unnur María Ing-
ólfsdóttir leikur einleik á fiðlu.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11.
Súpa og brauð borin fram í Setrinu kl. 12.
Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl.
18.
Laugarneskirkja. Gönguhópurinn Sólar-
megin leggur í hann kl. 10.30. Næstu vik-
ur mun hópurinn leggja upp frá kirkjunni
alla mið. og föst. kl. 10.30.
Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prest-
ur sr. Örn Bárður Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur hádegisverður eftir stundina.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Sumarguðsþjónusta eldri borg-
ara í Reykjavíkurprófastsdæmum kl. 14.
Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir
altari. Sönghópur leiðir söng undir stjórn
Sigrúnar Þórsteinsdóttur organista. Á eftir
verða kaffiveitingar í boði Breiðholtssókn-
ar. Allir velkomnir.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega
velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni í síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað-
arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt-
umst og spjöllum. Heitt á könnunni og
djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir
með eða án barna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós-
broti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og
brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er
að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests
eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borg-
ara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hitt-
ast, spjalla saman, spila og njóta góðra
veitinga. Verð velkomin.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í
Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur
og samvera. Allt ungt fólk velkomið.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður
Ragnar Gunnarsson. Kaffiveitingar eftir
samkomuna. Allir velkomnir.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. KL. 11
helgistund á Hraunbúðum. Allir velkomnir.
Kl. 20 opið hús í KFUM&K-heimilinu fyrir
unglinga í Æskulýðsfélagi Landakirkju og
KFUM&K.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21.
Safnaðarstarf
Kirkjustarf
FRÉTTIR
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ efnir í
sextánda sinn til heilsuhlaups á
morgun, fimmtudaginn 5. júní.
Í Reykjavík verður hlaupið frá
húsi Krabbameinsfélagsins að Skóg-
arhlíð 8 kl. 19. Kristján Þ. Ársælsson
þolfimimeistari annast upphitun og
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, ný-
kjörin fegurðardrottning Íslands,
ræsir hlauparana. Hægt er að velja
um 3 kílómetra skokk eða göngu frá
Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka
eða 10 kílómetra hlaup umhverfis
Reykjavíkurflugvöll. Tími verður
mældur hjá öllum og úrslit birt eftir
aldursflokkum, en þeir eru sex: 14
ára og yngri, 15-18 ára, 19-39 ára, 40-
49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri.
Fyrsti karl og fyrsta kona í öllum
aldursflokkum í 3 km og 10 km
hlaupum fá verðlaunagripi. Vegleg
útdráttarverðlaun eru í boði. Búnað-
arbankinn er aðalstyrktaraðili
hlaupsins.
Forskráning verður á Hlaupasíð-
unni (www.hlaup.is). Skráning er hjá
Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8
fimmtudaginn 5. júní kl. 8–18. Þátt-
tökugjald er 500 krónur fyrir 14 ára
og yngri en 800 krónur fyrir 15 ára
og eldri. Bolur er innifalinn í gjald-
inu. Allir sem ljúka hlaupinu fá við-
urkenningarpening. Nánari upplýs-
ingar á: krabb.is
Í Borgarnesi verður hlaupið frá
Íþróttamiðstöðinni kl. 19, á Húsavík
frá Skrúðgarðinum kl. 19, á Vopna-
firði frá Íþróttahúsinu kl. 16.30, á
Egilsstöðum frá Íþróttamiðstöðinni
kl. 19, á Borgarfirði eystri frá Fjarð-
arborg kl. 19, á Seyðisfirði frá
Herðubreið kl. 19 og í Keflavík frá
Sundmiðstöðinni kl. 19. Víðast hvar
er vegalengdin 2-3 km.
!"
#$
"!%&'
((
) *
+ , $+
%!
! "
%
%
&
-
'
(
Fegurðardrottning-
in ræsir hlauparana
Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins
KÖRFUBÍLAÞJÓNUSTAN ehf. í
Hafnarfirði hefur keypt nýjan
körfubíl. Bíllinn er stærsti körfubíll
landsins og kemst í 36 metra vinnu-
hæð. Hægt er að vinna við hús upp
að 13 hæðum, hann getur teygt sig
20 metra út og snúa má körfunni og
lengja hana í fjóra metra.
Körfubíllinn var til sýnis fyrir ut-
an Sjóvá-Almennar á dögunum. Morgunblaðið/Árni Torfason
Stærsti
körfubíll
landsins
Í dag er áttræður
ljóðskáldið og heim-
spekingurinn Gunnar
Dal. Eftir hann liggja
milli 60–70 útgáfur
frumsamdra og þýddra
bóka. Fyrsta bók hans,
Vera, kom út 1949 og
vakti verulega athygli.
Það sama má segja um
næstu ljóð, Sfingsinn
og hamingjuna, 1953.
Á því ári kom líka út
hans fyrsta heimspeki-
rit, Rödd Indlands,
sem fékk mjög já-
kvæða gagnrýni. Á
næstu árum var eins og hellt væri
úr fötu, mjög margir neikvæðir
dómar um rit Gunnars birtust í
blöðum og tímaritum. En Gunnar
var ekki maður, sem leggur árar í
bát, þótt á móti blási:
Upp með sverðið, þér undankoma er eng-
in
og aftur ei snúið þú getur frá þessari
stund.
Með lífið að veði þú gengur á hólm við
heiminn
og hörfar ei þaðan – nema á dauðans fund.
Sem ljóðskáld er Gunnar fyrst og
síðast lærisveinn Davíðs Stefáns-
sonar og Tómasar Guðmundssonar.
Dæmi: ljóð eins og Hrynur lauf,
Jólanótt og Himinn. Hér áður var
sagt, að Rödd Indlands hafi komið
út 1953. Síðan hefur heimspekiskóli
Gunnars gefið út ellefu heimspekirit
í þremur köflum.
I: saga heimspekinnar: Indversk
heimspeki – Grískir heimspekingar
– Heimspekingar Vesturlanda.
II: Einn heimur – fimm heims-
myndir.
Hin trúarlega heimsmynd –
Heimsmynd listamanns – Heims-
mynd heimspekinnar – Hin vísinda-
lega heimsmynd – Heimsmynd
sagnfræðinnar.
III: Íslensk heimsmynd árið 2000.
Að elska er að lifa. Viðtöl við
Gunnar Dal, skrifuð af Hans Krist-
jáni Árnasyni. – Stefnumót við
Gunnar Dal. Baldur Óskarsson ræð-
ir við skáldið – Þriðja árþúsundið (á
Netinu).
Öll þessi rit hafa komið út nema
Þriðja árþúsundið og langflest oftar
en einu sinni. 1964 sagði ég í stuttri
grein um Gunnar: „Gunnar telur að
Aristóteles og flestir fræðimenn eft-
ir hans daga hafi rangtúlkað skoð-
anir og kenningar heimspekinganna
í Mílitos, en þeir lögðu grunninn að
grískri heimspeki. Álítur G.D. að
hinir grísku frumkvöðlar hafi orðið
fyrir austurlenskum og egypskum
áhrifum.“ Viðbót: Í Oriental Philo-
sophy eftir Will Durant, þekktasta
söguheimspeking samtímans, kem-
ur fram sama sjónarmið um heim-
spekingana í Mílitos og Gunnar Dal
hefur viðrað. Áður í ritum sínum
hafði Durant fylgt viðteknum sjón-
armiðum. Hér er Gunnar sem sagt
brautryðjandi.
Mörg ljóða Gunnars eru á hvers
manns vörum:
Kastið ekki steinum
í kyrran sjá.
Dvelur ógn í dimmunni
djúpunum frá.
Gárið ekki lognsæinn
en gleðjist yfir því
að himinninn getur speglast
hafinu í.
(fyrri gerð textans)
Kastið ekki steinum
í kyrra tjörn
Vekið ekki öldur
óvita börn.
Gárið ekki vatnið
en gleðjist yfir því
að himinninn speglast
hafinu í.
(seinni gerð textans)
Stundum minnir Gunnar á Einar
Ben.:
Ég er útsær af myrkri á sökkvandi söndum
GUNNAR
DAL
særoki hrapandi á rjúk-
andi ströndum.
Ást mín þar brotnar í
brimhvítu löðri
við brjóst þín og ólgandi
sogast í djúpið.
Og myrkur þess fyllist af
minningum sárum.
Síðan koma harð-
skeytt baráttuljóð (úr
ljóðinu um herinn):
Hvar er stolt þitt, íslensk
æska?
Skal Ísland falt á þinni tíð?
Hin aldna sveit er einskis
virði,
ykkar bíður þetta stríð.
Hvert afrek, bróðir, ætlar þú að vinna?
Íslendingur lít til fjalla þinna.
1958 kom út hjá Almenna bóka-
félaginu þýðing eftir Gunnar Dal á
Spámanninum eftir Gibran, einu
þekktasta og mest lesna ljóði fyrri
aldar. Þessi þýðing vakti í fyrstu
ekki mikla athygli en hefur síðan
komið út í 14 eða 15 endurútgáfum
og sennilega er í enga bók eins oft
vitnað í minningargreinum á Íslandi
og Spámanninn. 1986 bætti Gunnar
öðru meistarastykki við eftir Gibr-
an, þýðingu á Mannssyninum.
1964 kom út byltingarkenndasta
ljóðabók Gunnars, Raddir morguns-
ins. Ólafur Jónsson, sem þá var
áhrifamesti bókmenntagagnrýnand-
inn, skrifaði mergjaða níðgrein und-
ir fyrirsögninni: Á Guðs vegum, sem
að hans dómi var hámark heims-
kunnar. Séra Árelíus Níelsson var
yfir sig hrifinn og það voru fleiri,
sem tóku í þann streng. Ég tek
nokkrar glefsur úr þeirri bók: Í 5.
kafla segir:
Í hvað munu mennirnir breyta manninum?
Úr þessu forna grjóti
reistu sumir musteri
og aðrir kauphöll.
Úr þessu hvíta blómi
vann býflugan hunang
og köngulóin eitur.
Og ávextir skilningstrésins
urðu sumum nýtt líf
og öðrum dauði.
Í hvað munu mennirnir breyta manninum?
9 kafli:
Nútíminn er leyndardómur sem enginn skil-
ur
hann er voldugur sannleikur
í leit að staðreyndum.
Hann er skapandi máttur
í leit að nýju formi.
Hann er nakin fegurð í leit að orði.
Það skilur enginn augnablikið, fyrr en það er
farið.
Það skilur enginn nýja sköpun, fyrr en henni
er lokið.
Og enginn þekkir stund hamingj-
unnar, fyrr en hún er liðin.
Nútímann þekkir enginn
– nema sá einn sem lifir í eilífð-
inni.
28. kafli: Litlir menn.
Litlir menn blása í básúnur.
Litlir menn hreykja sér í hásætum.
Litlir menn skreyta brjóst sín orðum
En hugrekkið blæs ekki í herlúðra,
og sannleikurinn klæðist ekki sparifötum
Hið stóra þarf ekki að upphefja.
Hið sanna þarf ekki að auglýsa.
Hið fagra þarf ekki að skreyta.
Hið bjarta þarf ekki að upplýsa.
En hégómi lítilla manna
hreykir sér í hásætum og skreytir brjóst
sitt orðum.
Höfundur Radda morgunsins
hafði ekki mikið fé handa á milli,
þegar hann skrifaði þessa innblásnu
bók á Spáni eða Tenerife. Á sumrin
bjuggu þau Gunnar og María í lé-
legu húsi á Arnarstapa. Þar var oft
gestkvæmt: Kristmann og Hólm-
fríður, Þorsteinn poppari, Stein-
grímur málari, Oddur leikritaskáld,
guðspekingar og fleiri og fleiri.
Svo gerðist það að Gunnar fór aft-
ur að kenna. Hann kom til Keflavík-
ur og kenndi í Holtaskóla og þau
Maja leigðu hjá Kjartani lækni og
Ásdísi. Síðar flutti Gunnar til
Reykjavíkur og þá hitti hann El-
ísabetu Linnet, stórgáfaða konu,
sem ég kannaðist við frá því, þegar
ég bjó hjá móðursystur minni á
Hringbrautinni.
Þegar hér var komið sögu kenndi
Gunnar í Fjölbraut í Breiðholti.
Hann var afburða kennari og mjög
vinsæll af nemendum. Menntunar
sinnar hafði Gunnar aflað sér úr
ýmsum áttum: Tvö ár í háskóla í
Reykjavík, þaðan lá leiðin til Ed-
inborgar og Kalkútta. Upp úr 1955
bregður hann sér til Wisconsin-há-
skóla í Bandaríkjunum. Bókmennta-
og heimspekiþekking Gunnars var
mikil og minnið ótrúlegt. Enginn
getur endurútgefið verk sín trekk í
trekk nema þau standi á traustum
grunni. Hins vegar hefur hið feiki-
sterka trúboð kommúnista á Íslandi
ætíð verið Gunnari andvígt. Allt sem
heitir trú, mannúð eða speki er eitur
í þeirra beinum. Sem dæmi um hatr-
ið ætla ég að nefna nokkur dæmi:
Þegar ég var bæjarbókavörður við
bókasafnið í Keflavík 1958–92 þá
komu oft nemendur úr menntaskól-
um og háskóla og báðu um und-
irstöðurit í heimspeki á íslensku. Ég
benti á Gunnar Dal eða Ágúst H.
Bjarnason. Þeir sögðu: Ágúst er úr-
eltur en Gunnar er ekki tekinn gild-
ur. „Þá er bara ein leið fær, drengir.
Stelið úr verkum Gunnars eins mik-
ið og þið getið. Það er ekki víst að
kennarar ykkar þekki það sem þeir
eru að fordæma.“ Þá uppgötvuðu
þeir fáfræði lærifeðra sinna.
Nú er Mál og menning gjaldþrota
og rauði páfinn þar rekinn. Launa-
sjóður rithöfunda var okkur and-
kommúnistum að mestu lokaður,
enda ráðgjafar þar Sigurður A.
Magnússon og fleiri gáfumenn. Jó-
hannes Helgi fékk 13 sinnum nei,
Ingimar Erlendur oftar. Tilgangur-
inn að koma fyrir kattarnef sem
flestum sjálfstæðum listamönnum.
Hjá pólitíkusum hvort heldur til
vinstri eða hægri var og er enga
hjálp eða vinsemd að fá. Þeir sem
byggðu listamannaskálann voru
reknir úr samtökum málara – menn
eins og Guðmundur frá Miðdal og
Finnur Jónsson. Kjartan Guðjóns-
son fær í dag ekki að sýna á Kjar-
valsstöðum eða annars staðar. Einar
Hákonarson gerður gjaldþrota.
Enginn maður hefur á seinni ár-
um ráðist á vinstrisinnaða gáfumenn
eða frjálshyggjupostula af eins mik-
illi hörku og háði og Gunnar Dal.
Gluggið í ljóðabækurnar: Öld fífls-
ins, Hundrað ljóð um Lækjartorg,
Hús Evrópu eða formálann að Ís-
lenskir myndlistarmenn. Og stund-
um hefur Gunnar sannarlega ekki
talað fyrir daufum eyrum. Mér er
t.d. sagt að viðtalsbók Hans Krist-
jáns við skáldið og heimspekinginn,
Að elska er að lifa, hafi komið út í 10
þúsund eintökum. Og Gunnar er
enn í fullu fjöri. Fyrir nokkrum dög-
um sá ég á borði hans mjög athygl-
isvert handrit um starfsár Krists.
Ég fullyrði að á seinni hluta síð-
ustu aldar sé Gunnar í hópi bestu
ljóðskálda: á bekk með Ólafi Jó-
hanni Sigurðssyni, Snorra Hjartar-
syni og Þorsteini Valdimarssyni.
Sem heimspekingur hefur hann sér-
stöðu hér á Íslandi og þó víðar væri
leitað. Þá má geta að Gunnar hefur
skrifað frambærilegar skáldsögur.
Dæmi: Orðstír og auður.
Megir þú enn um hríð lifa góðu
lífi. Kveðjur frá mér og Elísabetu.
Hilmar Jónsson.