Morgunblaðið - 04.06.2003, Síða 41
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 41
HUGLEIKUR sýndi á laugardag hina samanþjöppuðu
og glettnislegu óperu Bíbí og blökuna.
Hér er á ferð íslensk smíð þeirra Þorgeirs Tryggva-
sonar, Sævars Sigurgeirssonar og Ármanns Guð-
mundssonar og segir verkið frá einmana íslenskri snót
sem bíður ástarinnar þegar dularfullur Rúmeni stingur
upp kollinum og stígur í vænginn við hana. Hann er þó
ekki fyrr kominn en annar fylgir á eftir, og sá heldur
því fram að Rúmeninn sé stórhættuleg vampýra – og
verður einnig hugfanginn af snótinni örvingluðu.
Verkið hefur ekki verið sýnt hér á landi um langt
skeið en fengið mjög góðar viðtökur á leikhátíðum er-
lendis. Margir mættu því til að sjá þessa rómuðu sýn-
ingu, eða rifja upp fyrri kynni af vafasömum vampýr-
um og ástsjúkum íslenskum snótum, sem að sjálfsögðu
eru í öngum sínum eins og í öllum góðum óperum.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Brosmild eftir blóðsuguóperu: Þröstur
Jensson, Hanna Hallgrímsdóttir, Adda
Steina Björnsdóttir og Þórir Guðmundsson
virtust ekki skelfd þó vampýrur væru á
sveimi í Borgarleikhúsinu.
Blóðheitar
blóðsugur
Það er ekki auðvelt að
elska vampýru: Þorgeir
Tryggvason reynir að róa
Silju Björk Huldudóttur en
Hulda B. Hákonardóttir og
Þórunn Guðmundsdóttir
standa álengdar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Blátt áfram
(Full Frontal)
Gamandrama
Bandaríkin 2002. Skífan VHS. (106
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn
Steven Soderbergh. Aðalhlutverk Julia
Roberts, Catherine Keener, Blair Under-
wood, David Duchovny, David Hyde
Piece.
GUÐI sé lof að þeir eru enn til
áhrifamennirnir í kvikmyndaheimin-
um vestra, menn á borð við Steven
Soderbergh, sem spenntir eru fyrir
því að reyna eitt-
hvað nýtt, eitthvað
öðruvísi. Vandinn
er sá að mynd eins
og þessi stórundar-
lega tilraunarmynd
hans Soderberghs
kemur óorði á það
sem öðruvísi getur
talist.
Hugmyndin er góðra gjalda verð.
Mynd tekin upp á stafrænan búnað á
18 dögum fyrir lágmarksfé (kostaði
víst 2 milljónir dala þrátt fyrir allan
stjörnufansinn, sem greinilega hefur
gefið vinnu sín). Leikararlið ku líka
hafa haft frjálsar hendur til að
spinna af fingrum fram persónur
sínar. En af þessari mynd af dæma
ættu þessir annars hæfileikaríku
leikarar að halda sig við línurnar
sem aðrir vinna við að skrifa fyrir þá
því þeir hafa greinilega ekkert að
segja annað en að velta sér upp úr
eigin sjálfhverfa lífi.
Tilraunastarfsemi Soderbergh
gengur heldur engan veginn upp, er
út og suður, og skortir alveg heild-
armynd. Engin furða að þessi annars
stjörnum prýdda mynd hafi farið
fyrir ofan garð á neðan því hún sann-
ar það eitt að einu gildir hversu
stjarnan er stór, enginn nennir að
horfa á hana ef hún hefur bara ein-
tóm leiðindi fram að færa.
Skarphéðinn Guðmundsson
Steypustöð
Soder-
berghs
Á barmi brjálæðisins
(Edge of Madness)
Drama
Kanada 2002. Myndform VHS. (90 mín.)
Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Anne
Wheeler. Aðalhlutverk Caroline D’Hav-
ernas, Paul Johansson, Corey Sevier.
LANDNÁMI í vestri hefur í gegn-
um tíðina verið lýst í kvikmyndum
sem björtu blómaskeiði þar sem
ríkjandi hefur verið iðjagrænn litur
ósnortinnar slétt-
unnar. Í kanad-
ísku myndinni
Landnámsraun-
um eru dregin
upp önnur og öllu
myrkari mynd af
þessum tíma, sem
er vel, því ekki
voru jú allir svo
lánsamir að geta numið gósenland.
Sumir urðu að gera sér að góðu
hrjóstruga og frostsára bala, sér í
lagi norðarlega í Ameríkuálfunni,
eins og t.d. þar sem Íslendingar
komu sér fyrir í Manitoba, en þar
gerist einmitt þetta raunsæja en um
leið heldur þunglamalega drama.
Hún er þó ágætasta afþreying.
Ekki allra, en ætti þó að höfða til
þeirra sem kjósa raunsæi framyfir
síróp. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Landnema-
raunir
♦ ♦ ♦
KÓPAL STEINTEX
Hörkutilboð
10 lítrar
aðeins 5.990 kr.
KÓPAL STEINTEX er frábær málning til notkunar á múr og
steinsteypta fleti þar sem krafist er mikils veðrunarþols.
KÓPAL STEINTEX er fáanleg í þúsundum lita.
Hentar einkar vel til endurmálunar
4 litir, hvítt, marmarahvítt, hrímhvítt og antikhvítt
Útimálning fyrir íslenskar aðstæður
Útsölustaðir Málningar:
Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi •
Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði •
Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl.
Vík, Neskaupstað • Byko Reyðarfirði • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík.
Við erum sérfræðingar í útimálningu
fyrir íslenskar aðstæður.