Morgunblaðið - 04.06.2003, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.Sýnd kl. 6.
Einn
óvæntasti
spennu-
tryllir
ársins!
Hrikalega
mögnuð
mynd sem
kemur
óhugnarlega
á óvart!
Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum!
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10.
Kvikmyndir.com
X-ið 977
HJ MBL
HK DV
Í FYRRASUMAR kom út geisladisk-
urinn Eldhúspartí FM957. Inniheld-
ur hann lög vinsælla íslenskra popp-
sveita í nýjum og órafmögnuðum
búningi. Flestar fóru upptökurnar
fram á svokölluðum Eldhúspartí-
kvöldum útvarpsstöðvarinnar FM957
sem haldin voru haustið 2001.
Diskur þessi mæltist vel fyrir, enda
afslappað og berstrípað andrúmsloft-
ið nokk heillandi. Eldhúspartíkvöldin
voru endurtekin liðið haust og nú er
kominn út nýr diskur, Eldhúspartí
FM957 – 2003, þar sem vandað er vel
til verka. Umbúðir eru glæsilegar en
helsta nýjungin er falin í mynddiski
sem fylgir útgáfunni, auk venjulegs
hljómdisks. Lög eiga sveitir eins og
Land og synir, Írafár, Í svörtum föt-
um, Á móti sól, Jet Black Joe og Day-
sleeper.
Útlönd
Þegar tónlist er leikin órafmögnuð
förum við nútímamenn, sem vanir er-
um blessuðu rafmagninu, strax að
hugsa um eitthvað „alvöru“, eitthvað
„einlægt“. Og þó að menn hafi leikið
órafmagnað, allt síðan frummenn
blésu í bein, hefur sú aðkoma að hlut-
unum – sérstaklega hvað popptónlist
varðar – notið lítillar hylli. Um og upp
úr 1990 fóru hinir svokölluðu „un-
plugged“ tónleikar á MTV hins vegar
að rúlla og má segja að þar hafi „fjöld-
inn“ loks farið að gefa þessum vinnu-
aðferðum nánari gaum. Í fyrstu var
aðallega um óþekkta tónlistarmenn
að ræða en í dag er varla til sá tónlist-
armaður – sem nýtur frægðar í ein-
hverju magni – sem ekki hefur tekið
upp órafmagnað. Tónleikar þessir
hafa getið af sér framúrskarandi tón-
leika (Nirvana, Eric Clapton, Neil
Young) þar sem listamenn hafa notað
tækifærið; breytt, bjagað og túlkað
upp á nýtt. Hörmungar hafa einnig
átt sér stað (Noel Gallagher neyddist
til að syngja allt Oasis-settið þar sem
Liam lilli bró var með hálsbólgu) og
síðan hafa sumir ósmekkvísir aðilar
einvörðungu notað tónleikana sem
auglýsingu (nefni engin nöfn en fyrsti
stafurinn er Rod Stewart).
Ísland
Eldhúspartíröðin er kannski
gleggsta dæmið um þreifingar Ís-
lendinga í þessar áttir í dag. Skemmst
er þó að minnast gríðarvinsællar
plötu Sálarinnar hans Jóns míns, 12.
ágúst ’99, sem naut og nýtur mikilla
vinsælda, enda kjörgripur þar á ferð.
Um svipað leyti og „unplugged“ var
sem mest erlendis vöktu Jet Black
Joe ennfremur athygli fyrir vaska
framgöngu á þessu sviði, og í blábyrj-
un ferilsins gerðu þeir mikið af því að
leika þannig á tónleikum. Slógu líka
hér um bil í gegn með frábærri útgáfu
af „Starlight“ Gunnars Þórðarsonar
sem tekið var upp fyrir Sjónvarp.
Hinir einu sönnu Greifar gáfu þá út
safnplötu á dögunum, Uppi á palli,
þar sem annar diskurinn inniheldur
órafmagnaðar útgáfur af helstu
smellum sveitarinnar.
Það er því fullt að gerast í þessum
órafmögnuðu efnum greinilega og
maður freistast hér í lokin til að snúa
létt út úr frægu lagi Skriðjökla og
segja „Er ekki tími til kominn að af-
tengja?“
Eldhúspartí FM957 er komið út
„Er ekki
tími til
kominn
að af-
tengja?“
arnart@mbl.is
Eldhúspartí FM957 er komið
í verslanir.
Sú lenska í poppheimum að flytja tónlist án rafmagnstóla hefur verið vinsæl undanfarin ár. Arnar Eggert Thor-
oddsen kynnti sér nýjan Eldhúspartídisk FM957 og velti vöngum yfir þessu fyrirbæri.
Morgunblaðið/Arnaldur
Írafár á þrjú afslöppuð lög á Eld-
húspartíplötunni nýju; „Ég sjálf“,
„Stórir hringir“ og „Fingur“.
Morgunblaðið/KristinnDaysleeper kemur gjarnan fram órafmögnuð.
Morgunblaðið/Golli
Jet Black Joe var með þeim fyrstu sem döðruðu
við rafmagnsleysið eftir að bylgja sú fór af stað.
Eftirtaldar plötur eru skínandi
gott dæmi um gildi þess að kippa
úr sambandi endrum og eins.
Bruce Springsteen –
Nebraska (1982)
Springsteen
var búinn að
gefast upp á að
kenna E-Street
Band nýju lögin
sín. Tók þau því
bara upp sjálfur
með kassagítar
og kassettutæki. Ef einhver efast
um listræn heilindi Brúsa frænda
ætti sá hinn sami að verða sér úti
um þennan grip. Sterkari myndir af
lánlausu líferni í krummaskuðum
Bandaríkjanna hafa sjaldan verið
málaðar.
með hans allra bestu – ef þetta er
ekki bara besta platan hans. Naktar
útsetningarnar og nálægðin lyfta
Clapton og lögum hans hreinlega
upp og sýna að hann á ýmislegt inni
– bæði sem hljóðfæraleikari og laga-
smiður.
Nirvana – MTV Unplugged
in New York (1994)
Þessi skilaboð
Kurts handan
grafar (platan
var gefin út eftir
dauða hans) eru
ekkert minna en
mögnuð upplif-
un. Platan nötr-
ar af alvöruþrungnum, tilfinninga-
ríkum flutningi og Kurt er hreinlega
andsetinn þar sem hann mótar
hvern gimsteininn á fætur öðrum.
upp á Border-
line-klúbbnum í
London, er Eit-
zel óvenju ber-
skjaldaður og
viðkvæmur,
nokkuð sem ger-
ir lögin sem
hann flytur enn fallegri en ella. Á
einum stað, á milli laga, má greini-
lega heyra ekkasog í okkar manni.
Rosalegt.
Eric Clapton –
Unplugged
(1992)
Ein helsta gít-
arhetja samtím-
ans hefur ávallt
gert það fremur
skítt á hljóðvers-
plötum. Þessi tónleikaplata telst því
Paul McCartney – Unplugged
(The Official Bootleg) (1991)
Afslappað
andrúmsloftið
hér skín sterkt í
gegn. Sæll og
glaður McCartn-
ey rúllar sér í
gegnum gull-
mola frá Bítla-
tímabilinu eins og „Here, There,
and Everywhere“, „I’ve Just Seen a
Face“ og „Blackbird“ auk þess að
spila gömul eftirlætislög.
Mark Eitzel –
Songs of Love (1991)
Eitzel er fyrrverandi forvígis-
maður bestu óþekktu hljómsveitar
heims, American Music Club. Á
þessum tónleikum, sem voru teknir
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr.
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 5 og 8. B.i. 12
500
kr
kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i.16
Einn óvæntasti
spennutryllir ársins!
Hrikalega mögnuð
mynd sem kemur
óhugnarlega á
óvart!
Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum!
Frá framleiðanda
the Others og
Mission Impossible
kemur magnaður
þriller með
Ray Liotta og
Jason Patrik
Athyglisverðasta spennumynd ársins.
Missið ekki af þessari
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16.
„Hrottalegasta
mynd
síðari ára!“
HK DV
SV MBL
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára
Kvikmyndir.com
X-ið 977
HJ MBL
HK DV
Sýnd kl. 4, 8 og 10.
SÁLIN hans
Jóns míns hélt
órafmagnaða
tónleika 12.
ágúst 1999 í
Loftkast-
alanum. Þeir
voru hljóðrit-
aðir, svona til
vonar og vara,
en svo vel tókst
til að ekki var
nóg með að þeir væru gefnir út
heldur sló platan auk þess óforvar-
andis í gegn, hefur í dag selst í vel
yfir 10.000 eintökum, auk þess sem
mynddiskur var gefinn út síðar.
Guðmundur Jónsson, höfuðlaga-
smiður og gítarleikari, lýsir þessu
sem svo að þegar Sálin hafi verið
að koma í viðtöl á árum áður,
hvort sem var í sjónvarpi eða út-
varpi, hafi hann einatt verið beð-
inn að „grípa með sér kassagít-
arinn“.
„En síðan voru hinir strákarnir
alltaf með rafmagn og mér fannst
það heldur slæm býti!“
Hann segir að þegar þeir hafi
svo ákveðið að halda téða tónleika
hafi þeir reynt að haga málum á
dálítið annan hátt en venjulega.
„Við reyndum að hafa trommu-
settið í algjöru lágmarki og ein-
beita okkur að því að hafa þetta al-
gerlega „lífrænt“. Okkur fannst
líka fremur þunnt að spila lögin
bara eins og venjulega þar sem
eini munurinn væri sá að við vær-
um ekki rafmagnaðir. Þannig að
við tókum lögin algerlega í gegn,
rifum þau sundur og saman – hröð
lög urðu hæg og öfugt. Það var
ennfremur gott að við vorum
komnir í talsverða fjarlægð frá
efninu þannig að við fórum frjáls-
legar með en oft áður.“
Guðmundur segir einn höf-
uðmuninn á því að vera „í sam-
bandi“ eður ei þann að listamenn-
irnir verði til muna berskjaldaðri.
„Þá er ekki lengur hægt að fela
sig á bakvið vegg af hávaða. Þetta
reynir meira á tónlistarmanninn.
Við þessar aðstæður kemur líka
skýrt í ljós hvort lagið er gott eða
ekki. Allar hljóðversbrellur eru á
bak og burt. Gott lag á að geta
haldið vatni hvort sem er í raf-
magni, með strengjum eða óraf-
magnað.“
Aðspurður hvort einhver óraf-
magnaður diskur, innlendur eða
erlendur, hafi vakið hjá honum
sérstaka athygli nefnir hann Nirv-
ana-diskinn sérstaklega til sög-
unnar.
„Clapton er líka góður á sínum
Unplugged-diski. Hvernig hann
setur rokklag eins og „Layla“ í
„swing“-búning er t.d. mjög flott.“
Guðmundur
Jónsson