Morgunblaðið - 04.06.2003, Síða 44

Morgunblaðið - 04.06.2003, Síða 44
HRÓARSKELDUHÁTÍÐIN er ein allra vinsælasta tónlistarhátíð heims en ár hvert flykkjast þangað tugþús- undir manna til að hlýða á vinsælustu hljómsveitir samtímans. En Hróars- kelduhátíðin er engin venjuleg tón- listarhátíð. Fyrir margt löngu hóf að hún að verða að sjálfbæru fyrirbæri sem tekur inn marga aðra þætti en þá sem tengjast hreinum og klárum tónleikum. Í dag eru t.d. rekn- ar þónokkrar aðdáendasíður, hátíð- inni til handa, og fyrir marga er þetta einn af föstu punktum tilverunnar. Þeir sem komið hafa á hátíðinni geta ennfremur staðfest þann sérstaka anda rósemis og friðar sem umleikur hátíðarsvæðið. Setningin „rokk og ró- legheit“ lýsir Skeldunni nefnilega vel. Fyrir hljómsveitir, og þá sem hafa sótt hátíðina, er það sláandi hversu vel haldið er á spöðunum þar sem heilu bæjarfélagi (í Hróarskeldu eru um 100.000 íbúar) er snúið á haus í u.þ.b. viku eða svo. Þjónusta og ör- yggisatriði eru öðrum hátíðum til eft- irbreytni en sérstaklega er þessara hluta gætt í dag, eftir að hið voveif- lega slys átti sér stað árið 2000, er níu manns létust í troðningi. Hátíðin hefur í gegnum árin verið fjölsótt af Íslendingum, eins og reyndar fleiri Norðurlandabúum, og fara nokkur hundruð okkar utan í ár. Tilefnið í ár er auk þess ærið, en Björk, Sigur Rós, Ske og Gus Gus (plötusnúðar) munu öll troða upp. Betri hátíð Hátíðin í ár er mun holdmeiri og safaríkari en sú sem var í fyrra. Aðal- númerin verða Björk, Blur, Coldplay, Dave Gahan, Metallica, Iron Maiden, Queens of the Stone Age og Zwan. Rokk verður nokkuð áberandi í ár eins og sjá má og bíða flestir tónleika Metallica með eftirvæntingu, því auk þess að vera heimkomutónleikar miklir (Lars Ulrich, trymbill Metall- ica er danskur) munu þeir leika lög af nýju hljóðversplötunni sinni, St. Ang- er, þeirra fyrsta síðan Reload kom út 1997. Iron Maiden munu þá og leika lög af væntanlegri plötu. Q.O.T.S.A. er eitt heitasta rokkband dagsins í dag og Zwan er stýrt af fyrrum Smashing Pumpkins leiðtoganum Billy Corgan. Og þetta verða með fyrstu einleikstónleikum Dave Gah- an, söngvara Depeche Mode. Hróarskelduhátíðin er víðfeðm há- tíð tónlistar og allir stílar eiga þar að- gang. Í ár mun t.d. ein helsta rapp- sveit sögunnar, Gang Starr, troða upp, fremsta svartþungarokksveit heims í dag, hinir ógurlegu Immortal leika og hinn breski Eminem, Mike Skinner í The Streets kemur fram. Allar helstu sveitirnar í nýju „pönk- rokk“ bylgjunni eða „The“ bylgjunni eins og gárungarnir kalla hana koma fram, sveitir eins og The Datsuns, The Hellacopters, The Kills, The Raveonettes, The Sounds og The Thrills. Önnur nöfn sem sannarlega er vert að minnast á eru Squarepusher, Suic- ide, Yo La Tengo, Beth Gibbons, Bonnie Prince Billy, Doves, Dirty Vegas, David Holmes, Interpol, Salif Keita, Los Lobos, Massive Attack, Cardigans og The Polyphonic Spree. Auk þess verður þarna fullt af danstónlist, jaðarrappi, heimstónlist og bara öllu og öllu og öllu. Hróarskelduhátíðin fer fram 26.–29. júní Virtasta tónlist- arhátíð heims Hróarskelduhátíðin fer fram í enda júní- mánaðar. Arnar Eggert Thoroddsen greinir hér frá hátíðinni og spáir í spilin. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.roskilde-festival.dk James Hetfield, söngvari Metallica. Corgan á sviði með Zwan. Roskilde hefur lengi beðið Bjarkar. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir 44 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Yeah yeah yeahs – Fever to tell Uppgötvun ársins, segja margir, og eftir að hafa legið yfir fyrstu stóru plötu þessa kröftuga New York-tríós, þá dettur mér ekki í hug að mótmæla því. Með ólík- indum ferskt og hressilegt. Ein- hverskonar töfrablanda af PJ Harvey, Elasticu og Blondie og ætti sannarlega að gleðja alla þá er fallið hafa fyrir nýju glys-listrokk- bylgju „The-sveitanna“. En mikið eiga þær allar Blonde Redhead að þakka. Sú sveit hefur aldeilis verið rifin upp úr neðanmáli rokksög- unnar. White stripes – Elephant Ég veit að það þykir ekki par fínt að kunna ekki að meta White Stripes, en hér hafið þið það; ég kann ekki að meta White Stripes. Eins og gefur að skilja virkar því allt lofið sem hlaðið hefur verið á tvíeykið á mig sem oflof – það er eðlilegt. Á með- an hinir ofurseldu heyra einhvern ógurlegan ferskleika, þá virkar þetta á mig sem einhver óspenn- andi og ókláruð demó, eitthvað sem Lennon hefði getað gert í svefni (hér spilaði ég örugglega rassinn endanlega úr buxunum). White Blood Cells slapp reyndar fyrir horn, en Elephant finnst mér hreinlega vera hálfbökuð. Skortir reyndar ekki kraftinn, en lögin eru bara svo skrambi keimlík og svip- lítil. Audiobullys – Ego war Hér er komin platan sem Ste- reo MC’s ætlaði sér að gera en gat ekki. Dans- pönk sem slær fullkomlega í takt við skröltið í neðanjarðarlestum Lundúna. Eðli- legt framhald bresku götutónlist- arinnar sem The Streets og So Sol- id Crew hefur loksins tekist að hífa upp á yfirborðið. Svo innilega svalt, algjörlega nýmóðins – svolítið eins og The Specials virkuðu fyrir 24 árum. Skarphéðinn Guðmundsson Erlend tónlist ÚTGÁFU fyrstu hljóðversplötu Metallicu í 6 ár hefur verið flýtt um fjóra daga. Til stóð að platan St. Anger kæmi út næstkomandi mánudag, en vegna ótta við að ólöglegar útgáfur fari í umferð fyrir þann tíma hefur verið ákveðið að hraða útgáfunni til morgundags- ins. Formlegur útgáfudagur plöt- unnar er því fimmtudagurinn 5. júní. Af sömu ástæðu var útgáfu á plötum Eminem og 50 Cent flýtt. Með fyrstu eintökum St. Anger mun fylgja mynddiskur með upptökum af sveitinni leika lög af plötunni. Einnig munu kaupendur plötunnar fá aðgang að fágætum lögum sveitarinnar á Me- tallicavault.com. Titillag plötunnar var fyrst flutt í bandarísku útvarpi í gær, samtímis á fjölda stöðva um gervalt landið, með aðstoð gervi- hnattar. Búist er við að lagið, líkt og platan, rjúki hátt á vinsælda- lista … Chester Bennington söngvari Linkin Park var lagður inn á spítala síð- asta föstudag eftir að fundið fyrir heiftarlegum sársauka í baki og maga. Bennington liggur enn á spítala því læknar hafa enn ekki greint hvað amar að honum. Af þessum völdum hefur yfirstand- andi tónleikaferð og áformum um að gera myndbönd verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Þeir sem vilja óska söngvaranum skjóts bata geta sent honum tölvupóst en netfang hans er chester@linkinp- ark.com … Bassaleikari grímu- grallaranna í Slipknot, Paul Gray, var handtekinn á sunnudag eftir að hafa valdið bílslysi. Gray rauk á ofsahraða yfir á rauðu ljósi og lenti í árekstri við annað öku- tæki. Þegar lögregla mætti á stað- inn var rokkarinn í annarlegu ástandi og við leit í Porsche bif- reið hans fundust nokkrar teg- undir ólöglegra vímuefna. Gray var þegar ákærður fyrir þrjú atr- iði; fyrir glæfraakstur, að hafa ek- ið undir áhrifum og að hafa haft eiturlyf undur höndum …Lag R. Kellys, „Ignition“ fór í toppsæti listans yfir sölu- hæstu lög í Bret- landi fjórðu vik- una í röð. Meira að segja kveðju- lagi S Club 7 „Say Goodbye“ tókst ekki að velta því úr sessi … POPPkorn Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8. B.i.14.Sýnd kl. 10.05. B.i.12 Sýnd kl.7, 8 og 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  KVIKMYNDIR.COM Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Kvikmyndir.is Sýnd í stóra salnum kl. 8. Sýnd kl. 6. Síðasta sýning ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 14 ára KRINGLAN kl. 5.30. Ísl. tal. ÁLFABAKKI kl. 4. ísl. tal. Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi! Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. KRINGLAN Sýnd kl. 7. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8. KEFLAVÍK kl. 8. AKUREYRI kl. 8. Kvikmyndir.is GAMLA BÓKASAFNIÐ, Hafnarfirði Órafmagnaðir tónleikar með hafn- firsku sveitinni Sign. Tónleikarnir eru liður í hátíðinni Bjartir dagar. Tónleikarnir fara fram í endurnýj- uðum húsakynnum gamla bókasafns- ins, Mjóasundi 12, þar sem búinn hef- ur verið til samkomuaðstaða fyrir ungt fólk, menningar- og kaffihús. HALLGRÍMSKIRKJA Trúlega Berg- man. Málþing um trúarstef í kvik- myndum Ingmars Bergmans, fyrri hluti. Fyrirlesarar: Árni Svanur Daníelsson: Bílferð með Bergman og Allen. Haukur Hauksson: Bach og Bergman - um tónlist í kvikmyndum Ingmars Bergmans. Pétur Pét- ursson: Þáttur kristinnar trúar í list- sköpun Ingmars Bergmans. Þorkell Ágúst Óttarsson: Sjöunda innsiglið sem dómsdagsmynd meðal dóms- dagsmynda. Miðaverð: 500 kr. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.iswww.solidea.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.