Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 45 ROLLING Stones velta fyrir sér hvort þeir eigi að banna þýsku sveit- inni Böhse Onk- elz að hita upp fyrir sig á tón- leikum í Þýska- landi. Ástæðan er sú að textar sem þýska hljóm- sveitin hefur sam- ið hafa að geyma kynþáttahatur. Rokksveitin Böhse Onkelz, sem er ein söluhæsta hljóm- sveitin í Þýskalandi, hugðist spila á tónleikum Rolling Stones í Hannover 8. ágúst. Á heimasvæði þeirra viður- kenna liðsmenn sveitarinnar tengsl við hægri öfgamenn á níunda áratug 20. aldar, en segjast hafna hug- myndum þeirra nú. Þá hefur Böhse Onkelz samið lag, sem nefnist á ensku „Turks Out“ eða „Burt með Tyrkina“ og er frá fyrstu árum sveit- arinnar. Í laginu er að finna laglínuna „Hunskist til Ankara … mér býður við ykkur.“ Sveitin hefur frá 1984 breytt tónlist- aráherslum sínum og er nú sögð spila hefðbundið rokk. Þá hafa liðsmenn Böhse Onkelz lýst opinberalega yfir andúð á þeim sem ala á kynþáttahatri og nasisma. Þýskur tónleikahaldari valdi sveitina til þess að spila með Rolling Stones í Hannover, en liðs- menn Rolling Stones segjast nú íhuga næstu skref, að sögn BBC. Talsmenn Böhse Onkelz hafa vísað ásökunum um hatur í garð innflytjenda á bug og fullyrða að allar slíkar vísanir hjá sér heyri fortíðinni til, enda sé umrætt lag 20 ára gamalt. …Jude Law og Nicole Kidman snæddu saman á veitingastaðnum Brydges Place, sem er einkaklúbbur við Trafalgar-torg í London, á föstudagskvöld en þau hafa ítrekað vís- að á bug sögusögn- um um að þau eigi í ástarsambandi. Sögusagnir hafa verið á kreiki um samband þeirra frá því þau léku sam- an í myndinni Cold Mountain en þau neita því að vera nokkuð meira en vinir og að samband þeirra eigi nokk- urn þátt í skilnaði Law og eiginkonu hans Sadie Frost. Vinir Law segja hann hins vegar hafa fallið fyrir henni við gerð mynd- arinnar en að hún hafi hafnað honum þar sem hún hafi talið að það gæti skaðað feril hennar að taka saman við giftan mann og þriggja barna föð- ur … Ekkert verður úr réttarhöldum yfir fimm mönnum, fjórum Rúmen- um og einum Kósóvó-Albana, sem sakaðir voru um að hafa lagt á ráðin um að ræna Victoriu Beckham, fyrrum Kryddpíu og eiginkonu fót- boltakappans David Beckhams. Saksóknari hefur komist að þeirri niðurstöðu að vitnisburður aðalvitn- isins í málinu sé óáreiðanlegur og ótrúverðugur eftir að hann hafi selt söguna til götublaðsins News of the World og fengið rúmlega eina milljón íslenskra króna fyrir hana. Blaðið var fyrst til að birta fréttir um að fimmmenningarnir hafi ætlað að ræna Victoriu í nóvember sl. FÓLK Ífréttum EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05, 10.10 og 11.15. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40 og 10. B.i.12. Allt sem hann þurfti að vita um lífið lærði hún í fangelsi! Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi! „Einn mesti grínsmellur ársins!“  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.