Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.06.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI VARNARLIÐSMAÐUR var í gærkvöld í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna rann- sóknar á hnífstungumálinu í Hafnarstræti á sunnudagsmorgun. Hann er ekki einn af þeim sem voru handteknir í kjölfar árásarinnar. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn segir að lögreglan á Keflavíkurflugvelli og rannsóknarlögregla bandaríska sjóhersins hafi aðstoðað við rannsókn málsins og það hafi leitt til þess að einn varnarliðsmaður var kallaður til yfirheyrslu í gær. Lögregla hefur lagt hald á einn hníf vegna rannsóknar málsins en ekki er talið að um árásarvopnið sé að ræða. Í haldi vegna hnífstungna JÖKULL hf. á Raufarhöfn framseldi frá sér um 5.400 tonn af þorski á síðasta áratug, en þá var fyrirtækið í eigu sveitarfélagsins. Það er ríflega helmingur þeirra afla- heimilda í þorski sem félagið fékk úthlutað umrætt tímabil. Það er mjög mismikið sem leigt var á hverju ári, en tvö síðustu árin lét fyrirtækið frá sér allar þorskveiðiheimildir sínar. Fisk- veiðiárið 1997 til 1998 fékk Jökull tæplega 1.700 tonn af þorski og leigði frá sér ríflega 1.650 tonn. Árið eftir var úthlutaður þorsk- kvóti ríflega 1.000 tonn en 1.200 tonn voru leigð frá félaginu.      + + +         !" # $%%$  &"' (##)     !" # $%%$  &"' , , , , , ,( , ,) , , Helmingur þorskkvóta framseldur  Fastir samningar/4/ LANDLÆKNIR ýtti átaki gegn þunglyndi og sjálfsvígum úr vör í gær. Verkefninu, sem á að standa yfir í nokkur ár hið minnsta, er ætlað að vekja athygli á þunglyndi á Íslandi og koma af stað umræðu um afleiðingar þess. Vátryggingafélag Íslands (VÍS) er aðal- stuðningsaðili verkefnisins með samningi sem Sigurður Guðmundsson landlæknir og Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, undirrituðu í gær. Sigurður fagnaði því að verkefnið hefði fengið svo góðan stuðning sem raun bæri vitni frá fyrirtækjum og þakkaði VÍS sér- staklega góðan stuðning. Samningurinn er til þriggja ára og meta má verðmæti stuðnings- ins upp á alls um 12 milljónir kr. Átak gegn þunglyndi og sjálfsvígum  Auka fræðslu/ 24 STJÓRN Framsýnar sendi á dög- unum út fundarboð til átta lífeyris- sjóða á Suður-, Austur- og Vestur- landi þar sem þeim var boðið til viðræðna um hugmyndir Fram- sýnarmanna um að sameina alla lífeyrissjóðina í einn. Hjá sex af þeim átta sjóðum sem fengu fundarboðið reyndist hins vegar ekki vera áhugi á hugmynd- inni og fór svo að hinum fyrir- hugaða fundi sem fara átti fram 29. maí sl. á Þingvöllum var aflýst en lífeyrissjóðum Vestfjarða, Bolung- arvíkur, Vesturlands, Rangæinga, Suðurnesja, Suðurlands, Vest- mannaeyja og Austurlands hafði nægilega ávöxtun fyrir félagsmenn sína. Ekki áhugi að svo komnu máli Þorfinnur Valdimarsson, sjóðs- stjóri Lífeyrissjóðs Suðurlands, sagði að ekki hefði verið áhugi af hálfu sjóðsins á að ræða samein- ingarhugmyndir að svo komnu máli enda hefði ekki verið sýnt fram á það samspil ávöxtunar og stærðar sem Halldór talaði um og nefndi Þorfinnur Lífeyrissjóð verslunarmanna sem dæmi um það. Auk þess nefndi Þorfinnur að með aukinni stærð lífeyrissjóðs gæti dregið úr sveigjanleika hans. Hins vegar útilokaði hann ekki að sameining gæti komið til þegar fram liðu stundir. Í svipaðan streng tók Einar Karlsson, formaður Lífeyrissjóðs Vesturlands, og sagði að málið hefði verið afgreitt á aðalfundi fé- lagsins og að niðurstaðan hefði verið sú að ekki væri áhugi á sam- einingu þessa stundina en hann vildi ekki útiloka að til hennar gæti komið síðar og nefndi að viðræður hefðu eitt sinn átt sér stað milli Lífeyrissjóðs Vesturlands og Líf- eyrissjóðs Vestfjarða um sam- einingu þótt þær hefðu ekki borið árangur. verið boðið til fundarins. Halldór Björnsson, fyrrverandi stjórnarformaður í Framsýn og formaður Starfsgreinasambands- ins, sagði að hugmyndir um sam- einingu hefðu verið ræddar um nokkurt skeið innan stjórnar Framsýnar og stjórninni hefði fundist rétt að láta á það reyna hvort áhugi væri fyrir hendi og því ákveðið að bjóða öðrum sjóðum til umræðna um málið. Halldór sagði að viðbrögð hinna sjóðanna hefðu verið honum per- sónuleg vonbrigði enda teldi hann að vegna smæðar sinnar gætu margir þeirra ekki boðið upp á Ekki reyndist áhugi á sameiningu lífeyrissjóða MIKIL ólga var meðal um hundrað fundar- manna á borgarafundi í Garðabæ með Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra í gærkvöld. Boðað var til fundarins eftir hörð mótmæli íbúa vegna gerðar hljóðmanar á milli Silf- urtúns og Hafnarfjarðarvegar. „Mörgum var brugðið þegar þessar fram- kvæmdir hófust. Íbúar við Silfurtún fengu engar upplýsingar um þetta fyrirfram. Ég biðst afsökunar á því. Upplýsingastreymið hefði mátt vera betra,“ sagði Ásdís Halla á fundinum. Hún sagði að nauðsynlegt hefði verið að Ítrekað þurfti Ásdís Halla að biðja fundar- menn að sýna sérfræðingi, sem kynnti skýrslu um hljóðmengun á svæðinu, þá sjálfsögðu kurt- eisi að hafa hljótt meðan hann kláraði mál sitt. „Við skulum ekki vera ókurteis þótt okkur hafi verið sýnd ókurteisi svo við skulum leyfa manninum að klára sitt mál,“ kallaði einn yfir hópinn þegar háreystin var sem mest. Íbúi við Aratún 1 sagðist ekki hafa sofið fyrir hávaða í fimm ár og að skelfilegt væri að búa við svo mikinn hávaða. Þakkaði viðkomandi Ásdísi fyrir þessar framkvæmdir en sagði að fyrst hefði átt að gera íbúunum viðvart. grípa til þessara aðgerða þar sem mælingar sýndu að hljóðmengun frá Hafnarfjarðarvegi við Silfurtún og Aratún væri yfir leyfilegu há- marki. Bæjarráð og bæjarstjórn hefðu sam- þykkt að nýta tækifærið og losa sig við jarðveg sem til féll vegna stækkunar Flataskóla, á tún- fletinum meðfram Hafnarfjarðarvegi. Íbúar á svæðinu virtust mjög óhressir með þessa ákvörðun og töldu það vanvirðingu að ekkert samráð var haft við þá áður en bíl- hlössum af jarðvegi var sturtað fyrir utan hús þeirra. Mönin væri allt of há og skyggði á út- sýni yfir voginn og á Bessastaði. Baðst afsökunar á upplýsingaskorti Morgunblaðið/Árni Torfason FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Íslandsmiðill hefur gert samkomulag við Norðurljós sem felur í sér tilraun á stafrænni útsendingu á Stöð tvö, PoppTíví og úrvali erlendra sjón- varpsrása í Fjölvarpi Norðurljósa á dreifisvæði Íslandsmiðils. Hvorir tveggja hafa einnig lýst yfir vilja til frekara samstarfs á sviði staf- rænnar dreifingar á sjónvarpsefni á Íslandi. Auk þess hefur Íslandsmiðill gert samkomulag við RÚV og Skjá einn um tilraunaútsendingu á rásum beggja miðla. Móttökubúnaður verður á næstu dögum settur upp í þessu skyni á fjölda valinna húsa á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suður- landi, Vesturlandi, í Vestmannaeyjum og á Akureyri. líka miklu meiri og hægt að fjölga sjónvarps- rásum um tugi og jafnvel hundruð án þess að breyta búnaði viðskiptavinarins.“ Hagkvæmni stafræna dreifikerfisins er einn- ig meiri. „Það þarf mjög fáa senda til að ná öllu þessu dreifisvæði og síðan endurvarpssenda frá einstaka svæðum til að varpa þangað sem skyggir á. Þetta er því mjög einfalt í uppbygg- ingu og ódýrt og hentar geysilega vel á dreif- býlu landi eins og Íslandi,“ segir Magnús. Íslandsmiðill var stofnaður árið 2000 af Davíð Blöndal og Gylfa Aðalsteinssyni til að þróa og byggja upp stafrænt dreifikerfi fyrir sjónvarp á Íslandi. Síðar komu Fjarski ehf., dótturfyrirtæki Landsvirkjunar á fjarskipta- sviði, og VÍS að fjármögnun fyrirtækisins. „Útsendingar eru þegar í gangi og ná til þessara landsvæða,“ segir Magnús Hauksson, framkvæmdastjóri Íslandsmiðils. „Þetta er sama tæknin og byggist á venjulegri gervi- hnattamóttöku.“ Í stað þess að vera með stóran gervihnattadisk þurfi einungis lítinn disk sem sé minni en matardiskur. „Hann er svo tengdur við viðtökubox inni í húsinu og svo við venju- legt loftnetskerfi. Þetta er allt sem þarf til.“ Stafrænar útsendingar eru sagðar skarpari og myndin þar af leiðandi skýrari. „Í fyrsta lagi eru meiri gæði á myndinni. Flutningsgetan er Samkomulag um stafrænar útsendingar sjónvarpsstöðva Móttökudiskur á stærð við matardisk ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.