Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 20
ÞJÓNUSTUVER fyrir bæjarskrif- stofur Mosfellsbæjar í Kjarna voru opnaðar í upphafi mánaðarins og segir í tilkynningu frá bænum að markmiðið með opnun sérstaks þjónustuvers sé að auka og bæta þjónustu bæjarfélagsins við hinn al- menna viðskiptavin bæjarins sem og starfsmenn hans. Breytingin frá fyrra þjónustufyr- irkomulagi, sem að mestu leyti fólst í að sinna almennri símsvörun og vísa fyrirspurnum áfram í bæjarkerfinu, er sú að núna er lögð áhersla á að vinna úr fyrirspurnum viðskiptavina strax í sjálfu þjónustuverinu, þannig að þeir fái sem fyrst unnið úr fyr- irspurnum sínum. Þá segir að þeim markmiðum þjónustuversins að auka og bæta þjónustuna ætli þjón- ustufulltrúar að ná m.a. með notkun sérstaks gagnagrunns, sem unninn hefur verið af þjónustufulltrúunum sjálfum með aðstoð allra sviða bæj- arins, það er fjármála- og stjórn- sýslusviðs, félagsmálasviðs, fræðslu- sviðs og tækni- og umhverfissviðs. Í þeirri vinnu var leitast við að kort- leggja helstu þjónustuþætti bæjar- félagsins og yfirfara verklagsreglur. Nýtt þjón- ustuver Mosfellsbær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri undirritaði í gær í Fræðslumiðstöð Reykjavíkur viðamikinn samstarfs- samning um flokkun úrgangs í grunnskólum Reykjavíkur. Það er Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sem stendur að samstarfinu, ásamt fjórum grunnskólum í Reykjavík, Gámaþjónustunni, Sorpu og sam- tökunum Gróður fyrir fólk í land- námi Ingólfs. Ætlunin er að þróa heildarlausn í úrgangsmálum grunnskóla í Reykjavík og er markmiðið að auðvelda öllum skólum að flokka og minnka úr- gang með virkri þátttöku nem- enda. Í tilkynningu frá Fræðslu- miðstöð segir að með samstarfinu bjóðist skólunum mun víðtækari þjónusta en hingað til hafi verið möguleg. Í fyrsta sinn sé sá mögu- leiki fyrir hendi að lífrænn úr- gangur, til dæmis matarleifar, sé sóttur og jarðgerður fyrir skólana. Einnig bjóðist þeim að flokka úr- gang í alla þá flokka sem þeir sjálfir óski og komi í viðeigandi endurvinnslu. Þá segir að skól- unum bjóðist þátttaka í gróð- ursetningarverkefni þar sem molt- an sem myndast við jarðgerðina sé notuð. Það er Gámaþjónustan sem sér um sorphirðu og jarðgerð fyrir skólana. Sorpa sér um að veita skólunum skýrar upplýsingar um allt sem tengist flokkun sorpsins og loks er gróðursetningarverk- efnið í umsjón samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Í til- kynningunni segir að verkefnið sé liður í að þróa aðferðir þessara aðila sem stuðli að framþróun í flokkun og meðhöndlun sorps á Ís- landi. Með samstarfinu er einnig lögð áhersla á mikilvægi samvinnu til að finna lausnir í sorpmálum sem allir geta verið ánægðir með. Skólarnir sem þátt taka í sam- starfsverkefninu eru Fossvogs- skóli, Hólabrekkuskóli, Laug- arnesskóli og Selásskóli, en þetta eru allt skólar sem leggja áherslu á að flétta umhverfismál inn í skólastarfið. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þessi viðamikli samstarfssamningur Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, fjögurra grunnskóla, Gámaþjónustunnar, Sorpu og samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs var undirritaður í gær. Ætlunin að þróa heildar- lausn Reykjavík Undirritun samstarfssamnings um flokkun úrgangs í grunnskólum FRIÐARHÚS sendi erindi til Garðabæjar á dögunum þar sem óskað var eftir leyfi til reksturs leikskóla í Garðabæ og hefur bæj- arráð falið Ásdísi Höllu Bragadótt- ur bæjarstjóra að ræða við Frið- arhús um það hvort forsendur séu fyrir einhvers konar samstarfi. Að sögn Ásdísar Höllu var málinu vís- að til athugunar í skipulagsnefnd og sömuleiðis í leikskólanefnd. „Þau eru með ákveðið hús í huga, Kirkjulund 17, miðsvæðis í Garða- bæ. Þau meta það sem svo að þetta hús sé heppilegt til leik- skólastarfsemi,“ segir hún og bæt- ir við að viðræðurnar hafi enn ekki átt sér stað. Hún segir að Friðarhús lýsi leik- skólanum í mjög ítarlegum gögn- um sem fylgdu með erindinu, þar sem þau leggja meðal annars áherslu á að um sé að ræða leik- skóla sem leitast við að þroska all- ar hliðar barnanna. „Þetta er skóli sem þau myndu reka alfarið. Það hefur engin afstaða verið tekin til erindisins því við eigum eftir að hittast og ræða þetta. Ég hitti þau væntanlega í næstu viku en síðan verður að koma í ljós hvort það séu forsendur fyrir samstarfi og hvernig málin þróast áfram,“ bæt- ir hún við. Friðarhús óskar eftir að reka leikskóla Garðabær ÁFORM eru uppi um að reisa nýja IKEA-verslun á Urriðaholti næst Reykjanesbraut en á fundi bæjarráðs Garðabæjar 3. júní síðastliðinn var samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í skipu- lagsnefnd. Ásdís Halla Braga- dóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að bæjaryfirvöld taki mál- inu af mikilli alvöru og ætlunin sé að skoða það mjög vel. Hún segir að enn sé of snemmt að gefa formleg viðbrögð við umsókninni því málið hafi ekki fengið neina formlega umfjöllun. „Málið er núna til meðferðar hjá skipulags- nefnd Garðabæjar og skipulags- nefndin mun taka það fyrir á næstunni. Okkur finnst jákvætt að svona stórt fyrirtæki hafi áhuga á að flytja starfsemi sína í Garðabæ og við fögnum því. Núna þurfum hins vegar við að meta það hvernig við teljum best að nýta þetta svæði,“ bætir hún við. Hún leggur áherslu á að stað- setningin sé mjög góð, miðsvæðis við Reykjanesbrautina. Svæðið sé aðgengilegt og það sé ekki óeðlilegt að það verði einhver svona starfsemi við eina mestu umferðaræð höfuðborgarsvæðis- ins. Hún ítrekar þó að málið þurfi að skoða betur. Jákvæð áhrif á upp- byggingu í bæjarfélaginu Ásdís Halla bendir á að starf- semi af þessu tagi fylgi ávallt mjög mikil atvinna og fólk hafi tilhneigingu til að vilja starfa í næsta nágrenni við heimili sitt. „Auðvitað hlýtur svona verkefni að stuðla að almennri uppbygg- ingu í bæjarfélaginu. Það er líka svo að verslunarstarfsemi eins og IKEA laðar að sér ýmsa annars konar þjónustu og starfsemi vegna þess mikla mannfjölda sem fer um þessa verslun. Þetta getur því haft mjög jákvæð áhrif á uppbyggingu í bæjarfélaginu,“ undirstrikar hún. Gert ráð fyrir tæknigarði Hún segir að fyrir liggi sam- þykkt skipulag fyrir Urriðaholtið þar sem sé gert ráð fyrir tækni- garði. Þekkingarhúsið, sem hef- ur forgang um þennan tæknigarð í samvinnu við eiganda landsins, Oddfellow-regluna, hafi haft stórar hugmyndir um uppbygg- ingu á tæknisvæði, skrifstofu- byggingum, skólastarfsemi og svo framvegis. Beiðni þeirra byggist meðal annars á því að styrkja uppbygginguna á því svæði með því að stækka það og fá þar svigrúm fyrir IKEA-versl- un. Ásdís Halla segist ekki geta sagt til um það á þessum tíma- punkti hvenær ákvörðun bæjar- yfirvalda liggi fyrir. „Mér finnst eðlilegt að skipulagsnefnd fái svigrúm til þess að fjalla um þetta fyrst en ég þori ekki að segja til um hvenær ákvörðun liggur fyrir. Þetta er stórt mál og við þurfum að vanda okkur vel en um leið reynum við auðvitað að bregðast við eins hratt og hægt er,“ segir hún. Fyrirhuguð IKEA-verslun á Urriðaholti næst Reykjanesbraut Bæjaryfirvöld taka málinu af mikilli alvöru Garðabær FJÓRTÁN börn á aldrinum 8–12 ára lásu upp úr bókum sínum fyrir gesti og gangandi í Borg- arbókasafninu í Gerðubergi í gær. Tilefnið var útgáfuteiti rit- smiðju en þau hafa numið skap- andi skrif og myndskreytingar á safninu í viku. Hólmfríður Gunn- laugsdóttir, barnabókavörður í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, segir að ritsmiðja Borg- arbókasafnsins hafi verið haldin árlega frá árinu 1994, en börn- unum er boðið í ókeypis rit- smiðju í eina viku er skóla lýkur á vorin. „Þetta er í gangi á öllum söfn- um Borgarbókasafns og á hverju safni er rithöfundur og myndlist- armaður. Hjá okkur var það Margrét Lóa Jónsdóttir rithöf- undur sem hjálpaði til við skrifin og Anna Vilborg Dyrset mynd- listarkona sem aðstoðaði við myndskreytingarnar, en hún vinnur að auki á bókasafninu,“ segir hún. Hólmfríður segir áherslur ritsmiðjunnar mismun- andi, en þemað í Gerðubergi í þetta sinn var hafið og himinninn. „Þau bjuggu til ljóðin og gerðu bækurnar í tengslum við þau. Bækurnar litu út eins og skjald- baka, sæhestur, krossfiskur, öld- ur og ský. Þau bjuggu til bókina í tvíformi þannig það kom mjög skemmtilega út hjá þeim, en þær voru í stíl við ljóðin.“ Að hennar sögn voru börnin fjórtán í Gerðubergi en í kringum áttatíu á öllum söfnum Borg- arbókasafnsins. Hún segir að vel hafi tekist til og að börnin hafi verið ánægð. „Mörg þeirra koma alltaf aftur og aftur sem segir manni að þau hafa gaman af þessu. Námskeiðið stendur yfir í tvo tíma á dag og yfirleitt er það í heila viku. Krakkarnir voru mjög skapandi, auk þess sem bækurnar voru svo ólíkar hjá þeim,“ segir Hólmfríður. Morgunblaðið/Jim SmartNokkur barnanna ásamt leiðbeinendum ritsmiðjunnar í Gerðubergi, Mar- gréti Lóu Jónsdóttur rithöfundi, Önnu Vilborgu Dyrset myndlistarkonu, og Hólmfríði Gunnlaugsdóttur barnabókaverði. Ljóð um hafið og himininn Breiðholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.