Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MA hátíð verður haldin mánudaginn 16. júní 2003 í Íþróttahöllinni á Akureyri Fordrykkur kl. 18.15 - 18.45 Borðhald hefst kl. 19.00 Afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Miðasala verður í Íþróttahöllinni sunnudaginn 15. júní frá kl. 16-18 og mánudag 16. júní frá kl. 14.00 Miðaverð kr. 5.500 Miðaverð fyrir eins árs stúdenta kr. 3.500 Miðar á dansleik verða seldir við innganginn Samkvæmisklæðnaður Hátíðarnefndin. LEIKFÉLAG Hólmavíkur sýnir gamanleikinn „Sex í sveit“ að Litla- Garði við Drottningarbraut mánu- daginn 16. júní kl. 20.00. Sýnt verður í gamalli hlöðu sem Skúli Gautason leikari og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona hafa innréttað á býli sínu. Skúli dvaldi ásamt fjölskyldu sinni á Hólmavík fyrir páska og leikstýrði verkinu og á sama tíma vann Þór- hildur að uppsetningu á söngleik með nemendum í 5. og 6. bekk í grunnskóla staðarins. Þórhildur og Skúli eignuðust Litla-Garð sumarið 2000 og búa þar ásamt börnum sín- um. Þórhildur sagði í samtali við Morgunblaðið að hlaðan sem fylgdi með hefði verið helsta ástæðan fyrir kaupunum. „Þetta bar allt mjög brátt að en við höfðum haft augastað á býlinu um tíma. Við bjuggum í Reykjavík en okkur var farið að langa að flytja til Akureyrar. Fjöl- skyldan kom öll norður í júlí til að líta á aðstæður en þá helgi brann of- an af okkur í Njörvasundi í Reykja- vík. Það má því segja að við höfum þá verið heimilislaus og við fórum ekki suður aftur, nema rétt til að ganga frá okkar málum. Við þurft- um ekki að pakka þar sem nánast allar eignir okkar skemmdust í brunaum.“ Þórhildur sagði að bæði hún og Skúli maður hennar hefðu strax séð mikla möguleika í hlöðunni. Hún var farin að setja upp óperusýningar í huganum og Skúli leiksýningar. „Hlaðan býður upp á mikla mögu- leika, hljómburðurinn er mjög góð- ur og hátt til lofts. Við horfum ekki eingöngu til þess að þarna verði sett- ar upp leiksýningar – heldur að í húsinu verði fjölnota salur, þar sem hægt verður að gera nánast hvað sem er.“ Í byrjun var mjög aðkallandi að gera íbúðarhúsið fyrst upp en frá síðasta sumri hefur verið unnið að endurbótum á hlöðunni. Á milli jóla og nýárs sl. settu Helgi og hljóð- færaleikararnir upp söngleik í hlöð- unni, sem gekk svo vel að sögn Þór- hildar að setja þurfti upp aukasýningar á verkinu. „Þetta var mikið ævintýri og það var virkilega hátíðleg stund þegar bílarnir fóru að renna hér í hlað fyrir sýningar.“ Hlaðan tekur nú tæplega 50 manns í sæti og því geta sýningarnar sem þar eru settar upp ekki verið mjög fyrirferðarmiklar eða dýrar. „Við erum ekki í samkeppni við Leikfélag Akureyrar og ég held að það sé mjög dýrmætt fyrir leikhúsið að stunduð sé grasrótarstarfsemi. Og það er einmitt við svona að- stæður sem grasrótin vinnur – þar sem rými er lítið en starfsemin keyrð áfram á viljastyrk og eld- móði,“ sagði Þórhildur. Hún sagði að í leikritinu „Sex í sveit“ væri gert góðlátlegt grín að Akureyringum og að þeir hefðu örugglega mjög gam- an af að sjá verkið. Endurbætur á hlöðunni er nokkuð fjárfrek framkvæmd en Þórhildur sagði að verkið væri unnið miðað við efni og aðstæður en framkvæmdum er hvergi nærri lokið. Hún sagði að gott væri að fá svona sýningu í heim- sókn til að sjá hvernig húsnæðið kemur út. „Skúli er mjög handlaginn og vinnur að mestu leyti sjálfur við verkið og öðruvísi væri þetta ekki hægt.“ Hlaðan er nánast í upp- runalegri mynd innandyra, þar sem gamla bárujárnið í boganum og gafl- arnir halda sér. Einangrun var sett ofan á gamla bárujárnið og klætt yf- ir með nýju bárujárni og gaflarnir voru einnig einangraðir að utan. Þá er komin hitaveita í hlöðuna. Ábúendur í Litla-Garði eru þegar farnir að huga að næstu verkefnum í hlöðunni. Þórhildur sagði að fólk hefði sýnt því áhuga að setja þar upp listviðburði og er stefnt að því að næstu uppákomur verði settar upp nú í sumar eða haust. Leikritið fengið frábærar viðtökur Leikritið „Sex í sveit“ var frum- sýnt á Hólmavík á skírdag og hafa viðtökur verið frábærar á þeim tíu sýningum sem þegar eru að baki. Auk Hólmavíkur hefur verkið verið sýnt á Drangsnesi, í Trékyllisvík, Bolungarvík, Borgarnesi og Reykja- vík. Í dag, laugardag, verður verkið sýnt að Ketilási í Fljótum en sýn- ingin í Litla-Garði verður líklega sú síðasta á verkinu. Sex leikarar taka þátt í uppfærsl- unni og annar eins fjöldi aðstoð- arfólks hefur komið að uppfærsl- unni. Segja má að persónurnar verði á heimavelli í hlöðunni í Litla-Garði, því leikritið gerist eitt laugardags- kvöld í sumarbústað við Eyjafjörð, þar sem húsráðendur eru hin vel stæðu og huggulegu hjón Þórunn og Benedikt. Þau eru ekki við eina fjöl- ina felld og brátt drífur að viðhöld þeirra beggja ásamt matsveinum frá veisluþjónustu Saxbautans á Ak- ureyri. Eins og venja er í góðum farsa gerast hlutirnir hratt og leys- ast upp í eina allsherjar ringulreið áður en kvöldið er úti. Höfundur verksins er Marc Camo- letti en Gísli Rúnar Jónsson þýddi það og staðfærði. Þetta leikrit var sett upp í Borgarleikhúsinu fyrir fá- einum árum og naut mikilla vin- sælda, sem og hjá Leikfélagi Dalvík- ur, sem setti verkið upp á síðasta ári. Hægt er að tryggja sér miða á sýn- inguna í Litla-Garði í síma 865-3838. Morgunblaðið/Kristján Þórhildur Örvarsdóttir og Æsa, dóttir hennar, fyrir utan hlöðuna í Litla-Garði. Leikfélag Hólmavíkur sýnir „Sex í sveit“ á Akureyri Hlaðan í Litla-Garði orðin menningarhús RUNNINN er út frestur til að sækja um skólavist í framhaldsskól- um landsins. MA hafa borist á þriðja hundrað umsókna, en það eru tals- vert fleiri en áður. Um 300 umsóknir hafa borist til VMA og þar af eru um 200 frá þeim sem eru að koma beint úr grunnskóla. Um er að ræða ein- hverja aukningu frá fyrra ári. Ná- kvæm tala er þó ekki ljós þar sem enn kunna að vera allmargar um- sóknir í pósti. Umsóknir um heimavist eru mjög margar og að sögn fjármálastjóra MA lítur út fyrir að Menntaskólinn fullnýti það rými sem hann hefur í Nemendagörðunum. Hálfdán Örn- ólfsson, aðstoðarskólameistari VMA hefur sömu sögu að segja en hann segir að skólinn sé kominn með um- sóknir um þau rými sem hann hafi yfir að ráða og ríflega það. Góð aðsókn nýnema í MA og VMA ♦ ♦ ♦ AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn nýlega og kom þar fram að rekstur síðasta árs hefði gengið vel. Hagnaður ársins var 3,1 milljón króna og stjórnunar- kostnaður um 12%. Sölutekjur gróðrarstöðvarinnar jukust um tæp 16% frá fyrra ári og var hagnaður af rekstri hennar um 1,5 m. kr. Aðrir þættir í rekstri félagsins voru með hefðbundnum hætti og gengu að mestu samkvæmt áætlun. Jólatrjáa- sala dróst þó nokkuð saman vegna aukinnar samkeppni. Heildartekjur félagsins hækkuðu um 20% á milli ára á meðan gjöld lækkuðu um 2%, eftir að tekið hafði verið tillit til birgða. Veltufé frá rekstri nam rúm- um 7 m. kr. Eigið fé í árslok var 27 milljónir og hafði hækkað um 12,7%. Skógræktarfélag Eyfirðinga Hagnaður 3,1 milljón ♦ ♦ ♦ FLUGSAFNIÐ á Akureyri verður opið þrjá daga í viku í sumar, á fimmtudögum, föstudögum og laug- ardögum frá kl. 14–17 og einnig eftir samkomulagi. Flugsafnið er til húsa á Akureyrarflugvelli og þar er margt að sjá sem tengist flugsögu landsins frá upphafi. Fjölmargar ljósmyndir og ítarlegur texti draga upp lifandi og skemmtilega mynd af flugmönn- um í erli dagsins. Einnig er að finna flugvélar af mörgum gerðum á safn- inu og forsvarsmenn þess vinna að því að fjölga vélum enn frekar. Flugsafnið opið í sumar Á SÍÐASTA fundi menningarmála- nefndar Akureyrar var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að teknar yrðu frá a.m.k. 3 milljónir kr. á ári á þessu kjörtímabili til þess að reisa mætti eitt útilistaverk á kjörtíma- bilinu, eins og stefnt hefur verið að, fyrir 12 milljónir hið minnsta. Að auki skipaði nefndin Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, Hannes Sig- urðsson og Jón Erlendsson í starfs- hóp um útfærslur á verkefninu og einnig var óskað eftir því að tækni- og umhverfissvið skipaði einn full- trúa í hópinn. Hópurinn skal kynna sér með hvaða hætti sé mögulegt að standa að vali á listamönnum og hvernig verkunum verði best fyrir komið í framtíðinni. Vinnuhópurinn skal kanna sérstaklega kosti og galla þeirrar hugmyndar að útlistaverkin rísi meðfram Drottningarbrautinni og skili fyrstu niðurstöðum fyrir lok október nk. Þrjár millj- ónir á ári í útilistaverk ♦ ♦ ♦ UNDIRBÚNINGUR kúasýningar- innar Kýr 2003 stendur nú yfir. Það er Búnaðarsamband Eyjafjarðar sem stendur að sýningunni í sam- starfi við m.a. Búnaðarsambönd á Norðvesturlandi, Landsamband kúabænda og Norðurmjólk. Sýning- in verður 8. ágúst í samstarfi við hina árlegu Handverkshátíð að Hrafna- gili í Eyjafirði. Nokkur áhersla verð- ur lögð á þátttöku yngri kynslóðar- innar þar sem keppt verður í barna og unglingaflokki og sýna keppend- ur í þessum flokkum kálfa. Einnig verður keppt í flokki mjólkurkúa og fyrstakálfskvígna. Áhugasamir geta haft samband við Gunnfríði á Bú- garði, netfang gunnfr@bugardur.is. Kúasýningin Kýr 2003 á Hrafnagili í sumar Keppt í flokkum mjólkurkúa, kvígna og kálfa Heimildakvikmyndin Hrein og bein verður sýnd í Nýja bíói á Akureyri í dag klukkan 14.00, myndin verður aðeins sýnd hér í þetta eina sinn. Myndin er byggð á viðtölum við um það bil tíu unga samkynhneigða Ís- lendinga sem hafa ákveðið að koma úr felum. Myndina gerðu Hrafnhild- ur Gunnarsdóttir kvikmyndagerð- armaður og Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna 78. Það er Norðurlandshópur Samtakanna sem stendur að sýningunni með tilstyrk Nýja bíós og er aðgangur ókeypis. Í DAG Þrjár athyglisverðar sýningar verða opnaðar í dag kl. 14 í Safnasafninu – Alþýðulistasafni Íslands á Sval- barðsströnd í Eyjafirði. Í Hornstofu er sýning á málverkum eftir Sigurð Einarsson í Hveragerði sem draga fram fjölbreytileg andlit náttúrunn- ar. Í garðinum er sýning á trjákött- um eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Akureyri og samsýning 11 og 12 ára barna í Valsárskóla en þau bjuggu til kynjadýr úr efniviði sem til féll við grisjun og hreinsun í gróðurreitum. Ennfremur eru í gangi aðrar sýn- ingar í safninu, sem er opið alla daga frá kl. 10–18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.