Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María Jóhanns-dóttir fæddist í Hvammi í Þistilfirði 6. desember 1931. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Nausti á Þórs- höfn 9. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jóhann Ólafur Jónsson, f. 20.6. 1888 á Háv- arðsstöðum í Þistil- firði, d. 31.7. 1962, og Kristín Sigfús- dóttir, f. 2.11. 1894 í Hvammi í Þistilfirði, d. 18.3. 1969. Þau bjuggu í Hvammi í Þistilfirði. María ólst upp í stórum systkinahópi í Hvammi og var yngst átta systk- ina en þau eru Jón, f. 19.6. 1920, d. 7.4. 1923; Ragnheiður, f. 25.2. 1922, d. 19.9. 1978, maki Vigfús Jósefsson frá Kúðá í Þistilfirði; Jón Kristbjörn, f. 4.8. 1923, d. 6.3. 1993, maki Guðný María Jó- hannsdóttir frá Þórshöfn; Lárus Jóhann, f. 2.10. 1924, maki Aðal- björg Jónasdóttir frá Dalhúsum í Bakkafirði; Sigfús Aðalbergur, f. 5.6. 1926, maki Sigríður Jóhann- esdóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði; Ólöf, f. 2.11. 1927, maki Þórður G. Þórðarson frá Sauðanesi á Langanesi; Kristinn Hilmar, f. 19.4. 1929, maki Sig- ríður Árnadóttir frá Rauðuskriðu í Aðaldal. María ólst upp á æskuheimilinu í Hvammi í Þistilfirði og gekk í barnaskóla í sinni heimasveit og árið 1950–1951 var hún í Hús- mæðraskólanum á Akureyri. Hinn 21. desem- ber 1961 giftist María Vigfúsi Guð- björnssyni, bónda á Syðra-Álandi í Þist- ilfirði. Foreldrar hans voru Guðbjörn Grímsson frá Tunguseli og Ólöf Vigfúsdóttir frá Grímsstöðum í Þist- ilfirði. María og Vigfús bjuggu alla tíð á Syðra-Álandi ásamt kjörsyni sín- um, Ólafi Birgi, f. 5.5. 1971. Sam- býliskona hans er Karen Rut Konráðsdóttir frá Þórshöfn, f. 28.11. 1975 og dætur þeirra eru Anna María, f. 20.5. 2000, og Erla Rós, f. 30.3. 2003. María helgaði heimilinu á Syðra-Álandi starfskrafta sína. María valdist snemma til ýmissa trúnaðarstarfa í heimabyggðinni. María tók þátt í hvers kyns fé- lagsstörfum. Hún var heiðurs- félagi í Kvenfélagasambandi N- Þingeyjarsýslu og Kvenfélagi Þistilfjarðar en bæði félögin nutu starfskrafta hennar og hún gegndi formennsku þar í árarað- ir. Hún sat einnig í sóknarnefnd Svalbarðssóknar og var um tíma meðhjálpari í Svalbarðskirkju. María sinnti einnig leiklistinni og starfaði í Leikfélagi Þistil- fjarðar. Útför Maríu fer fram frá Sval- barðskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Minningin um æskuárin í sveit- inni hjá Maju er hennar syngjandi hlátur og hundrað bros á dag. Hún var með stóra verndarvængi og margar hendur. Alltaf á ferðinni, svífandi um að framkvæma marga hluti í einu, vinnugleðin svo mikil. Samt var hún alltaf með manni, allt- af tími fyrir svifaseinan krakka. Henni tókst alltaf að vekja áhuga á öllu sem hún gerði, vinnugleðin smitaði út frá sér. Svo bjó hún til ótrúlega góðan mat, það var alltaf veisla. Búrið hennar Maju var töfra- staður, hún bjó til smjörið, ostinn, skyrið, sultuna, saftina, hún bjó allt til. Úr skilvindunni kom gulur þykk- ur rjómi sem var það besta sem hægt var að hugsa sér. Á sumrin voru oft margir krakk- ar í sveit hjá Maju. Henni tókst allt- af að laða það besta fram í öllum, við urðum ráðsmenn, smalar eða meistarar í hinu og þessu. Allir fengu að njóta sín og sauðburð- urinn, heyskapurinn og réttirnar urðu að hátíð. Maja hélt mikið upp á gamlar hefðir og sveitin var hennar para- dís. Hún var félagsvera og hafði mikinn áhuga á fólki, alltaf að segja sögur af áhugaverðu og skemmti- legu fólki. Henni var annt um alla, bæði menn og málleysingja, og sýndi það í verki. Elsku fóstra, takk fyrir allt. Oddgeir. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt. Þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. Hún Maja okkar er farin gegnum tjaldið sem skilur milli lífs og dauða. Mig langar að minnast hennar með fáeinum orðum. Maja var sönn hús- móðir í sveit. Hún lagði alúð við öll störf sem hún vann, sama hvort það var fyrir kvenfélagið, kirkjuna eða heimili sitt, sem var henni svo kært. Ég ætla ekki að reyna að telja upp öll þau störf sem hún kom að en ég veit að hún lagðist oft þreytt til hvílu að kvöldi. Kannski er það ein af bestu tilfinningunum að hvílast að loknu góðu dagsverki. Það var ekki bara vinnusemin sem gerði hana að góðri manneskju heldur var það líka hlýjan og góða viðmótið, gestrisnin, hjálpsemi hennar og skemmtilegheitin sem hún átti í svo ríkum mæli. Það var gaman að koma til Maju í jólaboð eftir messu í Svalbarðskirkju þar sem hún söng í kór og var með- hjálpari. Það var líka gaman að heimsækja hana á sumrin og heyra hana kalla á kusu sína til mjalta, langt utan af túni. Maja bjó sjálf til allar mjólkurvörur úr mjólkinni og það var ekki þunnur rjómi á borð- um þar. Ég held að öll sveitin hafi misst mikið þegar heilsu Maju hrakaði og hún gat ekki lengur unnið sín störf. Í þessum erfiðu veikindum átti hún góðan eiginmann sem studdi hana sem best hann mátti og soninn Ólaf Birgi og hans fjölskyldu. Þau reyndu af öllum mætti að gera það sem hægt var fyrir hana til að létta henni lífið. Kæra Maja. Þakka þér fyrir kynnin góðu. Ég bið góðan Guð að gæta þín og styrkja Vigfús bónda þinn eins og þú kallaðir hann stund- um. Einnig bið ég Guð að blessa Ólaf Birgi og hans fjölskyldu. Þín mágkona, Sigríður. Það var björt sumarnótt við Þist- ilfjörð þegar elskuleg frænka mín, María Jóhannsdóttir á Syðra- Álandi, kvaddi eftir erfið veikindi. Við systkinin á Sólvöllum vorum svo lánsöm að eiga tvær móðursystur í sveitinni, þær Rögnu frænku á Sæt- úni og Maju frænku, eins og við kölluðum oftast Maríu á Álandi sem nú er kvödd. Í æskuminningum okkar er mynd þessara kvenna sterk og eru þær stór partur af henni. Heimili þeirra stóðu okkur alltaf opin og þar dvöldum við í skemmri eða lengri tíma alla okkar æsku. Þau eldri oft- ast hjá frænku á Sætúni, en við yngri hjá Maju frænku á Álandi. Fyrsta minning mín um dvöl hjá Maríu fræknu er þegar ég grét í kodda því ég gat ekki sofnað, en frænka kom inn og strauk mér um vangann og söng. Síðan þá hefur hún verið mér ákaflega kær. Og aldrei var aftur erfitt að sofna hjá henni. Það var alltaf sól og gott veð- ur eða var það kannski þetta góða fólk er þar bjó er skapaði þessa birtu og yl, sem yfir minningunni er? Á Álandi áttu einnig heima Grímur og Kristveig, systkini Vigga. Maja frænka var svo sannarlega drottning í sveit sinni. Hún var bóndakona af lífi og sál sem bjó alla sína tíð glæsilegu búi á Syðra- Álandi með Vigfúsi eiginmanni sín- um. Hjá henni var alltaf veisla og hún dansaði um og stjórnaði sínu búi eins og sannri drottningu sæm- ir. Hún var stór og glæsileg kona með stórt hjarta, sem hafði rúm fyrir alla. Það var eftir henni tekið. Hún var félagslynd og tók virkan þátt í því samfélagi sem hún bjó í. Kosin til margra trúnaðarstarfa fyr- ir sveitunga sína. Og þau eru mörg sumarbörnin sem verið hafa á Álandi og tengst því heimili tryggðaböndum. Oft hef- ur vinnudagurinn verið langur hjá frænku minni. Það er sárt að frænka mín náði ekki að njóta ungra sonardætra sinna. Því hún var með afbrigðum barngóð kona. Ég minnist hennar þar sem hún stóð í bæjardyrunum með bros á vör takandi á móti gestum eða að kveðja aðra, en á Álandi hefur alltaf verið mjög gestkvæmt. Þangað sem gott er að koma leitar fólk aftur. Elsku Viggi, Óli, Karen, Anna María og Erla Rós. Við Höskuldur, Sveinn Skorri og Sólveig Lóa send- um ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um Maju frænku er björt og fögur, eins og hún sjálf var – björt og fögur. Helena. Elsku Maja frænka. Það er kom- ið að kveðjustund. Þú varst einstök kona, góð, traust og skemmtileg. Þú skilur eftir margar minningar og allar góðar. Það var ómissandi að koma í heimsókn til ykkar í Áland í sumar- og jólafríum á Þórshöfn. Þegar rennt var í hlað stóðst þú oft- ast brosandi á hlaðinu og síðan fylgdu hlý faðmlög. Þú varst mjög gestrisin og aldrei var matarlaus bærinn. Það var kaffihlaðborð á sumrin og jólahlað- borð á jóladag. Þar var á borðum matur sem þú útbjóst sjálf að göml- um íslenskum sið, laufabrauð, flat- brauð, heimasoðinn mysuostur, hangikjöt og súrmatur úr tunnunni í búrinu. Þú viðhélst gömlum hefð- um við verkun matvæla. Síðan var það blessuð kýrin. Það var ekki bjargarlaus bærinn með kúna í fjós- inu. Þú talaðir fallega um kúna og nýttir vel afurðir hennar og fannst gaman að bjóða hnausþykkan rjóma og smjör sem þú hafðir sjálf búið til. Gott var að borða hjá þér en ekki síður skemmtilegt að heyra þig segja frá og oft var mikið hlegið við eldhúsborðið. Þú fylgdist vel með öllu, þjóðmálum, mönnum og mál- efnum í sveitinni og fjölskyldunni. Þér fylgdi ferskur gustur og glæsileg varstu þegar þú varst komin í íslenska þjóðbúninginn. Síðustu árin voru þér erfið og þú hefur verið að kveðja hægt og hljótt. Við þökkum þér samfylgdina sem var góð og gefandi. Við biðjum Guð að styrkja Vigga, Óla Bigga, Karenu og dætur þeirra. Berglind, Árni og Guðni. Okkur langar að minnast Maju okkar á Álandi með nokkrum orð- um en hún hefur nú kvatt hinsta sinni. Minningarnar eru margar sem við fjölskyldan eigum úr sveit- inni á Álandi og allar eru þær ynd- islegar. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru í þeim tilgangi að heimsækja Maju og Vigga og ræða um lífið í sveitinni. Mikið var spjall- að og spekúlerað og stundum tekið í spil því hún hafði gaman af því að spila. Aldrei var það svo að fólk færi svangt heim því að Maja hugsaði svo sannarlega vel um að allir fengju nóg að borða. Hún var alltaf hress og hafði yfirleitt lítinn tíma til að setjast niður og slappa af. Þegar Maja og Viggi komu út á Þórshöfn var sjaldnast tími fyrir meira en einn kaffibolla því að alltaf var nóg að gera í sveitinni. Maja tók virkan þátt í öllum sveitastörfum jafnt úti sem inni, og var orka hennar og þrek nánast ótrúlegt á stundum. Maja var yndisleg manneskja, hlý og gjöful, með sterkan persónu- leika. Hún gaf sér alltaf nægan tíma fyrir alla og ekki síst voru það börn- in sem fengu óskipta athygli henn- ar. Hvíta fallega hárið hennar og stóru hendurnar gerðu hana svo sérstaka og hvort sem að hún var í sveitagallanum eða íslenska bún- ingnum var hún alltaf jafn tignarleg þannig að eftir henni var tekið. Þeg- ar Maja, Jónsi og Arnþór voru yngri fóru þau í Syðra Áland í pöss- un. Maja og Viggi tóku svo sann- arlega vel á móti þeim og gerðu þeim kleift að kynnast því besta sem sveitalífið hefur upp á að bjóða. Hjartans þakkir fyrir okkur. Fyrir fáum árum greindist Maja með Alzheimer. Það var þyngra en tárum taki að sætta sig við að þessi sterki persónuleiki væri að breyt- ast. Við minnumst Maju með mikl- um söknuði og trúum því að henni hafi verið ætlað annað hlutverk á nýjum stað og að þar muni henni líða vel. Elsku Viggi, Óli Birgir og Karen, við vottum ykkur innilega samúð okkar. Megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Jóhann, Rósa, Jón Kr., Arnþór og María. Hún var gestrisin með afbrigð- um, stóð í bæjardyrum með bros á vör, heilsaði og kvaddi með hlýju faðmlagi og sagði: „Gangið í bæinn, elskurnar.“ Ein minning frá bernsku minni er mjög sterk. Það er jóladagur - þá var farið vestur í Áland eins og amma Kristín sagði, gengið í kringum jóltréð og sungið. Þá fékk maður heimagerðan brúnan ost og annað góðgæti sem frænka hafði búið til. Það var aldrei logn- molla í kringum hana - alltaf nóg að gera. Hún var stór kona og ekki var hjartað hennar minna. Það var eftir henni tekið þar sem hún fór, hún hafði sterka útgeislun. Maja frænka hafði góða frásagnarhæfileika og var gaman að hlusta á hana segja sögur og fylgjast með leiftrandi augnarráði hennar. Maja frænka var kvenskörungur, og hún unni sveitinni sinni. Frænku minni þakka ég samfylgdina. Hvíli hún í friði. Ragnheiður. Kær vinkona, María Jóhanns- dóttir, er nú kvödd hinstu kveðju. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Á sorgar- og saknaðarstundu koma margar minningar upp í hug- ann. Það var mér og fjölskyldu minni mikil gæfa að kynnast Maríu og eiga hana að vini og nágranna í gegnum árin. Strax við fyrstu kynni hreifst ég af hennar sterka per- sónuleika. Hún var mjög heilsteypt manneskja, hjálpsöm og raungóð. Hún var mjög hvetjandi fyrir því að við myndum hefja búskap hér í ná- grenni við hana. Móttökurnar þegar við svo fluttum hingað eru mér ógleymanlegar. Strax á fyrsta degi mætti fjölskyldan á Syðra-Álandi prúðbúin, Maja með fulla bauka af kökum og sló upp veislu til að sam- fagna okkur og bjóða okkur vel- komin í nágrennið. Hún kenndi mér að mjólka, gera skyr og útbúa haustmatinn. Hún hvatti mig til þátttöku í félagsstarfi, ég yrði að kynnast hennar góðu sveitungum sem fyrst. Hún hringdi reglulega til að fylgjast með gangi mála hjá okk- ur, og það gerði hún reyndar í gegnum árin. Ein minning kemur oft upp í hug- ann. Það er þegar ég kom heim með son okkar nýfæddan, með flugi frá Reykjavík. Þá var Maja búin að fegra allt og pússa hér heima, elda fullan pott af saltkjöti, stóð svo him- insæl og brosandi á tröppunum með hamingjuóskir og bar ungabarnið í bæinn. Samstarfið var alltaf mikið og gott á milli bæjanna, við smala- mennsku, fjárrag og fleiri bústörf. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Virðuleg var hún í allri fram- göngu, talaði kjarngott mál, lá ekki á skoðunum sínum en var alltaf málefnaleg og sanngjörn. Hún var ein af þessum ramm- íslensku sveitakonum, hagsýn og myndarleg húsmóðir. Matargerðin var öll á þjóðlegum nótum, hún vildi búa að sínu og nýta það sem til féll heima. Alltaf hafði hún kýr til heim- ilis og vann mikið úr mjólkinni, reykti kjötið sjálf, útbjó mikinn haustmat, súrsaði og saltaði. Maja hafði glöggt auga fyrir vel gerðu fé og gladdist þegar fallegar dilkær komu til réttar á Álands- tungu á haustin. Fram eftir árum tók hún virkan þátt í flestum bú- störfum. Þeir dagar sem unnið var við smalamennsku og fjárrag voru hátíðisdagar í hennar augum. Þá var alltaf veisluborð hjá Maju fyrir gangnamenn og aðra sem að fjár- raginu komu. Veitingarnar hafði hún ávallt útbúið fyrirfram, því hún tók jafnan fullan þátt í fjárraginu. Brosmild og áköf laumaði hún oft mörgum fallegum gimbrum með hennar marki, heilrifumarkinu, í líf- dilkinn. Hún var búkona af lífi og sál og fullkomlega sátt við sitt hlut- skipti. Hún var mjög gestrisin og þau hjón skemmtileg heim að sækja. María var fróð um menn og mál- efni, unni góðum bókmenntum, ljóð- um og söng. Glæsileg var hún í upphlutnum sínum og hvatti okkur konurnar eindregið til að koma okkur upp ís- lenskum þjóðbúningi. Hún var einkar góður upplesari, hafði góða framsögn og ræðu- mennska var henni í blóð borin. María var mjög félagslynd og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samfélagið. Hún var meðhjálp- ari í Svalbarðskirkju, formaður Kvenfélagasambands N-Þingeyinga og formaður Kvenfélags Þistilfjarð- ar til margra ára. Hún var drif- fjöður í starfi leikfélags Þistilfjarð- ar, tók þátt í uppfærslu á mörgum leikritum og lék þá oftast aðalhlut- verk, t.d. í Manni og konu og Skugga-Sveini. Vigfús maður henn- ar smíðaði og málaði flest leiktjöld. Allt var þetta starf unnið í sjálf- boðavinnu. Framlag þeirra til menningarmála í byggðarlaginu er því mikið. Hún hafði brennandi áhuga á samfélaginu. Sérstaklega fylgdist hún vel með unga fólkinu í heima- byggðinni og sýndi menntun þess og störfum mikinn áhuga. Málefni dvalarheimilisins Nausts voru henni ofarlega í huga og lagði hún mikla áherslu á mikilvægi þess að fólk gæti eytt ævikvöldinu í heimabyggð. Síðustu mánuðina dvaldi hún á Nausti þar sem hún naut mjög góðrar umönnunar, virð- ingar og umhyggju starfsfólksins. Þrátt fyrir hennar mikla framlag til samfélagsins var það fyrst og fremst fjölskyldan sem stóð hjarta hennar næst. Það var mikil ham- ingja hjá þeim hjónum Maríu og Vigfúsi þegar einkasonurinn Ólafur Birgir kom inn í líf þeirra. Hún naut sín í móðurhlutverkinu og hef- ur hann verið umvafinn ást og hlýju foreldra sinna allt frá fyrsta degi. Það hefði sannarlega verið ánægju- legt ef Maju hefði auðnast heilsa til að fylgjast með sonardætrunum vaxa úr grasi en í ömmuhlutverkinu hefði hún sannarlega notið sín. Það var ánægð og stolt amma sem hélt Önnu Maríu nöfnu sinni undir skírn fyrir þremur árum og mikil ham- ingja eins og hún sagði að vera búin að fá barn í bæinn. Því miður gat hún ekki vegna heilsubrests notið samvista við yngri sonardótturina, Erlu Rós. Fáar manneskjur hafa haft jafn- mikil áhrif á mig á lífsleiðinni, það var yndislegt að eiga þig að, elsku Maja. Samfylgdina í gegnum árin þökk- um við Skúli og fjölskyldan öll. Elsku Viggi, Ólafur, Karen, Anna María og Erla Rós, hjartanlegar samúðarkveðjur. Bjarnveig Skaftfeld. MARÍA JÓHANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.