Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 21 VINNA við nýtt aðalskipulag Sel- tjarnarness er hafin og um þessar mundir er unnið að gagnöflun um öll helstu mál er varða náttúrufar og byggð á Seltjarnarnesi. Áætlað er að vinnunni, sem er á áætlun, ljúki vorið 2004 og verður gildistími skipulagsins frá 2004 til 2024. „Gerð nýs aðalskipulags er einnig sprottin af íbúðaþinginu sem haldið var í nóvember þannig að við erum að fá afskaplega mikið út úr því. Aðalskipulaginu er ætlað að taka til bæjarins í heild og til náinnar framtíðar,“ segir Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri Seltjarnar- ness. Hann bendir á að ein megin- gagnsemi íbúðaþingsins hafi verið að tekist hafi að skapa vettvang öfl- ugrar umræðu og umfjöllunar um skipulagsmálefni Seltjarnarness í heild í stað þess að einblína ef til vill um of á afmarkaða staði. „Þeg- ar maður sér hlutina heildstætt þá á maður auðveldara með að skipa hverjum þætti á ákjósanlegan stað. Af þeim sökum var ákveðið að fara út í það að gera aðalskipulag. Sel- tjarnarnes er lagt undir í heild sinni til að ná fram þekkilegu fram- tíðarskipulagi bæjarins fyrir íbúa og bæinn til framtíðar.“ Hið nýja skipulag unnið fyrir opnum tjöldum Alta ehf. vinnur að aðalskipulag- inu ásamt skipulags- og mann- virkjanefnd bæjarins. Jónmundur segir að lagt sé á ráðin langt fram í tímann. „Við erum þá að gera okk- ar besta til að átta okkur á því hvernig bæjarfélagið er núna, hvað er það sem gerir það sterkt, hvað getum við gert betur og hvernig náum við þá til framtíðar litið að efla bæinn og þjónusta íbúanna með góðum hætti. Hvort heldur það eru náttúrugæði, þjónusta við hina ýmsu aldurshópa, frekari upp- bygging og svo framvegis,“ bætir hann við. Að Jónmundar sögn hefur hið nýja skipulag Seltjarnarness verið unnið fyrir opnum tjöldum og íbúðaþingið hafi verið mikilvægt skref í því. Hann segir að þar hafi fólki gefist einkar gott tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og ræða þessi mál á op- inberan og mjög heildstæðan hátt. Í framhaldinu hafi verið unnið úr upplýsingunum og gerir vinnan við aðalskipulagið ráð fyrir að staldrað verði við með reglulegu millibili og staða mála kynnt fyrir íbúunum. Jónmundur bendir á að upplýsing- ar séu aðgengilegar á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is og á www.ibuathing.is, en þar geti íbúar jafnframt komið ábendingum á framfæri. Honum finnst bæjarbúar sýna skipulagsmálum mjög mikinn áhuga og segir það ekki undarlegt í kjölfar fjölmennasta íbúaþings sem haldið hefur verið á Íslandi til þessa. Vinna við nýtt aðalskipulag 2004–2024 er hafin Ætlað að taka til bæjarins í heild og til náinnar framtíðar Seltjarnarnes NÝIR íbúar bættust í hópinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um í vikunni er tveir kópar litu dagsins ljós og eru þeir nú komnir undir bert loft. Urtan Kobba kæpti á sunnudag og urtan Særún degi síðar. Urt- urnar tvær hafa verið nokkuð samtaka í gegnum árin og kæpt með nokkurra daga millibili eða nánast sama sólarhringinn. Hver og ein urta eignast eitt af- kvæmi og hafa þær kópana að- eins á spena í um fjórar vikur, en þá venja þær þá af sér. Eftir það þurfa kóparnir að læra að bjarga sér sjálfir sem getur orðið þeim erfitt. Faðir beggja kópanna er brimillinn Snorri. Kópum og urtum heilsast vel og synda nú um í selalauginni með tilheyr- andi móðurást, þar sem þær eru duglegar að snúast í kring- um þá. Ekki er vitað um kynin að svo stöddu enda erfitt að sjá það fyrr en þeir eldast. Kóparn- ir vega um 15 kíló við fæðingu en geta tvöfaldað þyngd sína á þremur vikum. Þeir eru mjög duglegir að synda strax fyrstu dagana og fylgja mæðrum sín- um eftir. Yngstu íbúarnir Laugardalur Til sölu glæsilegur 75 fm sumarbústaður, sem stendur á 5.850 fm kjarrivöxnu eignarlandi. 3 svefnherbergi. Sólstofa. Ca 100 fm verönd. Í bústaðnum er raf- magn og kalt vatn, einnig heitt vatn hitað með hitatúpu. Bústaðurinn er á mjög fallegum stað í Borgarfirði. Glæsilegt útsýni til allra átta. Aðeins 12 km frá Borgarnesi. Stutt í sund, golf og veiði. Húsið er allt hið vandaðsta. Verð 8,5 millj. Kristín Davíðsdóttir í síma 695 2105 vísar veginn og sýnir.Sími 568 5556 SUMARBÚSTAÐUR VIÐ LANGÁ OPIÐ HÚS Í DAG LAUGARDAG OG Á MORGUN SUNNUDAG MILLI KL. 14 OG 18 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.