Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 19 SPRENGJA fannst um borð í flugvél ítalska flugfélagsins Alitalia í borginni Ancona í fyrrakvöld. Sprengjan leit út eins og vindlingapakki og var fest undir eitt sæta vélarinnar með límbandi. Lögreglumenn fengu símtal frá óþekktum manni sem var- aði við sprengjunni en hún var sprengd á öruggu svæði undir eftirliti lögreglu eftir að hún fannst. Vélin var að koma frá Flórens og var á leiðinni til Rómar. Grunur leikur á að brasilísk- ur farþegi hafi komið sprengj- unni fyrir en hann hafði ekki fundist í gær. Konur fá ör- yggisbúnað LÖGREGLAN í Stokkhólmi hefur dreift farsímum með sér- stökum öryggisbúnaði til kvenna sem eru í stöðugri hættu, t.d. vegna hótana frá of- beldisfullum fyrrverandi mök- um. Með því að ýta á takka á símanum geta þær undir eins gert lögreglu viðvart ef eitt- hvað er að, auk þess sem sím- arnir eru búnir GPS-staðsetn- ingartæki sem gefur lögreglu nákvæmar upplýsingar um hvar þær eru staddar. Um hundrað konur í Stokk- hólmi, sem taldar eru eiga á hættu að verða fyrir alvarlegu ofbeldi, fá slíkan síma fyrst um sinn. Sami öryggisbúnaður hef- ur þegar verið tekinn í notkun í Noregi og Þýskalandi. Tékkar kjósa um aðild að ESB EF marka má skoðanakannan- ir er líklegt að Tékkar sam- þykki að ganga í Evrópusam- bandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hófst í gær og lýkur í dag, laugardag. Í könnun sem gerð var í vikunni segjast 63% vilja inngöngu en aðrir eru mótfalln- ir henni eða óákveðnir. Stjórnvöld og nokkrir af helstu fjölmiðlum landsins hafa hvatt landsmenn til að segja „já“ á kjördag, og segja inn- göngu í ESB vera einu leiðina til að ná jafnvægi í efnahagslíf- inu og verða hluti af Evrópu. Trúlofaðist 50 konum UPP hefur komist um liðsfor- ingja í bandaríska hernum sem trúlofaður var 50 konum í einu, að því er fram kemur í New York Times. Hann komst í kynni við flestar þeirra á Net- inu þegar hann við störf í Afg- anistan og fór mestur frítími hans þar í að skrifa ástarbréf til þeirra, stundum tugi á dag. Upp komst um málið þegar sjónvarpsstöð birti viðtal við eina „unnustuna“ þar sem hún kvaðst bíða spennt eftir að hann kæmi heim frá Afganistan en þar sáu aðrar „unnustur“ að um þeirra mann var að ræða. Margar þeirra höfðu þegar haf- ið undirbúning að brúðkaupi og eru nú sárar og reiðar. Herinn skoðar nú málið en ekki er ljóst hvort hegðun mannsins telst refsiverð. STUTT Sprengja í ítalskri flugvél UPPRUNI veirunnar sem olli alnæmisfaraldr- inum hefur verið rakinn til tveggja veirustofna sem finnast í öpum í Afríku. Líklegt er talið að veirurnar hafi borist í simpansa er þeir hafi étið sýkt apakjöt, að sögn vísindamanna. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að HIV1, veiran sem veldur algengustu gerð alnæmis í mönn- um, á rætur að rekja til ónæmisbrestsveiru í öpum (SIV), sem er að finna í simpönsum. En ekki hefur verið vitað hvernig SIV barst í simpansana. Bandarískir, breskir og franskir vísinda- menn greindu genamynstur nokkurra SIV- stofna í afrískum öpum og komust að þeirri niðurstöðu að að minnsta kosti tveir stofnar sem fundust í rauðhöfða mangabey-öpum og stórum nefdoppuöpum um miðbik suðurhluta Afríku hafi saman myndað þá gerð SIV sem nú finnst í afrískum simpönsum. Það var þessi gerð SIV sem breiddist út meðal manna og olli HIV1-faraldrinum sem orðið hefur milljónum manna að bana, segja vísindamennirnir í grein í tímaritinu Science í gær. Barst líklega úr simpönsum í menn fyrir 1930 „Samruni þessara apaveira varð í simp- önsum og þaðan bárust þær í menn í að minnsta kosti þrem tilvikum,“ sagði Frederic Bibollet-Ruche, veirufræðingur við Háskólann í Alabama, Birmingham, og einn höfunda rannsóknarinnar. „Líklega hefur veiran borist úr simpönsum í menn fyrir 1930.“ Líklegast er að veirurnar berist á milli dýra- tegunda með þeim hætti að simpansarnir éta apakjöt og veiðimenn í Afríku leggja sér simp- ansakjöt til munns segir Bibollet-Ruche. „Simpansar veiða og éta hvaða tegundir af öpum sem þeir geta náð.“ Vitað er að önnur tegund alnæmisveiru, HIV2, barst úr dökkum mangabey-apa í Vest- ur-Afríku beint í menn án viðkomu í simp- önsum. Bibollet-Ruche segir að genarannsóknir bendi til þess að frumstæðar apategundir hafi fyrst sýkst af SIV fyrir um 100 þúsund árum, eða jafnvel fyrr. Þótt simpansar og frumstæð- ari apategundir geti sýkst af veirunni gerir það apana ekki veika eða veldur fækkun hvítra blóðkorna í þeim, eins og HIV gerir í mönnum. Uppruni HIV-veirunnar rakinn Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.