Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VARMÁ rennur ofan úr Gufudal og niður í Hveragerði. Aftan við Frið- arstaði, sem eru beint á móti hvern- um Grýlu, rennur Varmá hjá. Þar er hylur sem hefur mikið aðdrátt- arafl fyrir unga fólkið hér í Hvera- gerði. Þessi hylur hefur fengið nafnið Baula og við hann eru klett- ar sem krakkarnir klifra upp á og láta sig svo vaða beint ofan í hylinn. Að sjálfsögðu er vatnið kalt, en hiti er við bakkann aðeins neðar og þangað er gott að fara annað slagið og hlýja sér. Sérfræðingar í dýfingum í Baulu segja að gott sé að vera í fötum, stuttbuxur og bolur passa vel. Einn- ig segja þeir að annaðhvort verði maður að vera í skóm eða sokkum, því að botninn sé svo hrjúfur að auðvelt sé að rispa sig og jafnvel skera ef maður ver sig ekki. Það var ekki mikið hægt að tala við hetj- urnar ungu þegar þær komu upp úr og voru að klæða sig eftir stung- urnar, því tennurnar glömruðu svo mikið í munni þeirra að þær komu ekki upp orði. Sannkallaðar hetjur þetta að láta kalt vatn ekki hindra sig í að stunda dýfingar. Hylur- inn hefur aðdrátt- arafl Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Ein af hetjunum, Ívar Örn Guðjónsson, í frjálsu falli. „KOMI til þess að Kjötmjöl verði að hætta starfsemi þá eykst óhjákvæmi- lega kostnaður á urðunarstöðunum í Kirkjuferju í Ölfusi, Strönd í Rang- árvallasýslu og hjá Sorpu. Það kallar á hærri urðunargjöld sem lenda á sláturleyfishöfum og svo áfram á bændum og neytendum,“ segir Torfi Áskelsson, framkvæmdastjóri Kjöt- mjöls hf. í Hraungerðishreppi, en fyr- irtækið fékk greiðslustöðvun síðast- liðinn fimmtudag. Greiðslustöðvunin er fengin á grundvelli bréfs frá landbúnaðar- ráðuneytinu þar sem sagt er að ríkið muni setja upp starfshóp til að vinna að lausn á rekstrarvanda Kjötmjöls. „Það þarf að setja úrvinnslugjald á sláturúrgang til þess að standa undir eyðingu hans. Við höfum bent á þessa lausn með úrvinnslugjaldið sem er sami framgangsmáti og úrvinnslu- gjald sem lagt er á bifreiðar og dekk svo dæmi sé tekið. Þetta gjald á slát- urúrgang yrði innifalið í sláturkostn- aði og því inni í kjötverðinu. Gjaldið færi í ákveðinn úrvinnslusjóð slátur- úrgangs. Kjötmjöl myndi síðan senda reikning til sjóðsins fyrir þann kílóa- fjölda sem til úrvinnslu kemur,“ segir Torfi og leggur áherslu á að þetta fyr- irkomulag hafi verið í umræðunni í langan tíma og sé þekkt erlendis. Það sé liðin tíð að urða sláturúrgang. Hann segir að það verði mikil afturför þurfi að taka upp urðun á ný og bend- ir á að í reglum um urðun sé ákvæði um að allan úrgang þurfi að hita upp í 80 gráður áður en hann er urðaður en það eitt kalli á mikinn kostnaðarauka hjá sláturleyfishöfum. Miklar vonir bundnar við starfshóp ráðuneytisins Við eyðingu á sláturúrgangi í verk- smiðju Kjötmjöls er ferlið þannig að til verður mjölsalli sem mögulegt er að brenna en orkugildi mjölsins er 50% miðað við olíu í bruna. Einnig verður til fita sem verksmiðjan brennir sjálf að hluta en hægt er að selja fituna sem eldsneyti. Þannig eyðist sláturúrgangurinn án þess að urðun þurfi að koma til. Þetta ferli miðast við að verksmiðjunni verði breytt í eyðingarverksmiðju. „Það er vilji stjórnar Kjötmjöls að verksmiðjan verði eyðingarverk- smiðja. Við munum vinna að því í samstarfi við starfshóp landbúnaðar- ráðuneytisins,“ segir Torfi og bendir á að sótt hafi verið um það til Byggða- stofnunar að hún komi að verksmiðj- unni með kaupum á hlutafé. „Það eru miklar vonir bundnar við starfshóp- inn frá ráðuneytinu sem við vonum að skili sem fyrst jákvæðri niðurstöðu varðandi úrvinnslugjaldið en það er lykilatriði varðandi framtíð verk- smiðjunnar. Við fengum greiðslu- stöðvunina til að brúa bilið þar til nið- urstaða kemur frá starfshópnum. Það er lykilatriði að sett verði reglugerð eða lög um úrvinnslugjald á sláturúr- gang. Verði af því þá auðveldar það Byggðastofnun og fleiri aðilum að- komu að verksmiðjunni með kaupum á hlutafé,“ segir Torfi Áskelsson, framkvæmdastjóri Kjötmjöls hf. Stjórn Kjötmjöls hf. vill að verksmiðjunni verði breytt í eyðingarverksmiðju Sett verði úrvinnslugjald á sláturúrgang Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Torfi Áskelsson, framkvæmdastjóri Kjötmjöls hf. í Hraungerðishreppi. Selfoss SIGURÐUR Sigursveinsson skóla- meistari og Einar Njálsson, bæjar- stjóri Árborgar, skrifuðu undir samninga við Keflavíkurverktaka um byggingu nýs íþróttahúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands föstu- daginn 6. júní. Að lokinni undirskrift samninga tók skólameistari fyrstu skóflustunguna að hinu nýja íþrótta- húsi og markaði með henni upphaf framkvæmda. Húsið, sem er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga á Suðurlandi, verður 2.425 fermetrar á einni hæð. Í húsinu er gert ráð fyrir íþróttasal með löglegum handboltavelli, út- draganlegum áhorfendapöllum fyrir um 300 manns, þrekmiðstöð og slök- unarherbergi. Bókleg kennslustofa verður í tengslum við salinn ásamt vinnuaðstöðu íþróttakennara. Þá verða í byggingunni þrjár almennar kennslustofur sem skólinn mun sam- nýta með Fræðsluneti Suðurlands. Íþróttafélögin á Selfossi og í Árborg fagna mjög hinu nýja húsi en mikil þörf hefur verið undanfarin ár fyrir þá aðstöðu sem húsið mun bjóða upp á. Verkið verður unnið í alverktöku á grundvelli þarfagreiningar sem unn- in var af heimamönnum og lögð til grundvallar samningi milli ríkisins og sveitarfélaganna á Suðurlandi en hann var undirritaður í skólanum 24. janúar sl. Gert er ráð fyrir að alverk- takinn, Keflavíkurverktakar hf., skili húsinu tilbúnu til notkunar um miðj- an júlí 2004. Verksamningurinn hljóðar upp á 337.878.000 kr. en auk þess kemur til kostnaður vegna eft- irlits. Þá er laus búnaður (borð, stól- ar og ýmis tæki) ekki innifalinn í verksamningnum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Upphaf framkvæmda markað með gullsleginni skóflu, Sigurður Sigur- sveinsson skólameistari, Einar Njálsson bæjarstjóri, Þórarinn Ingólfsson aðstoðarskólameistari og Kári Arngrímsson, forstjóri Keflavíkurverktaka. Nýtt íþróttahús við Fjölbrautaskóla Suðurlands verður tilbúið 2004 Um 338 milljóna króna framkvæmd Selfoss FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Skjálfta- skjól efndi nýlega til danskeppni, þar sem keppt var í freestyle. Þátttak- endur voru á aldrinum tíu til tólf ára. Sex danshópar tóku þátt í keppninni og voru dansarnir vel útfærðir. Dómarar í keppninni voru krakkar úr unglingaráði félagsmiðstöðvar- innar og var þeirra hlutverk erfitt. Dómararnir voru þau Sunna, Reyn- ir, Karen og Guðbjörg og komust þau að þeirri niðurstöðu að í þriðja sæti urðu stúlkur úr 5. bekk, þær Ásta, Chrissie og Izabele. Í öðru sæti urðu stelpur úr 6. bekk, þær Edda Kolbrún, Guðrún Gísla, Guðrún Sig- urbjörns og Marta. Sigurvegarar keppninnar voru þær Hafrún, Harpa og Sóley úr 7. bekk. Keppt í frjálsum dansi Hveragerði Hópurinn sem tók þátt í keppninni, dómarar og sigurvegarar keppninnar, Hafrún, Harpa og Sóley fremst. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir PÁLL Leó Jónsson hefur verið ráðinn skólastjóri til eins árs við Barnaskólann á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Skólanefnd grunnskóla Ár- borgar fjallaði um umsóknirnar um stöðuna og mælti með ráðn- ingu Páls Leós Jónssonar til að gegna stöðunni í eitt ár á meðan núverandi skólastjóri, Arndís Harpa Erlingsdóttir, er í leyfi. Páll var áður skólastjóri Sandvíkurskóla á Selfossi en hætti störfum þar þegar grunn- skólarnir á Selfossi voru sam- einaðir í einn skóla. Ráðinn skólastjóri við Barna- skólann til eins árs Selfoss Stokkseyri og Eyrarbakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.