Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 51
HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 5494 Hinn þekkti orkuheilari RAHUL PATEL mun halda námskeið laugardaginn 21. júní nk. frá kl. 11:30-16:30 í Jógastöð Guðjóns Bergmann í Ármúla 38. Námskeiðsgjald er 100 USD. Rahul hef- ur um árabil helgað sig heilun og leitinni að andlegri visku og heldur hann reglulega námskeið víða um heim. Meðal bóka sem Rahul hefur gefið út er metsöluhljóðbók hans Energy Healing. Rahul mun að auki bjóða upp á einkatíma. Tímapantanir í síma 892 0724. Leitin að bættri heilsu, hamingju og velgengni STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert mikill mannvinur og þér er ekkert mannlegt óvið- komandi. Þú hefur mörg járn í eldinum og kýst að hafa mikið fyrir stafni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú skalt ekki búast við því að þetta verði venjulegur dagur. Óvæntir atburðir, tengdir vinum, gætu átt sér stað. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óvænt atvinnutilboð eða að- ferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Hafðu augun opin fyrir nýj- um leiðum til þess að þéna peninga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Frelsi er ávallt mikilvægt fyrir þig. Í dag má enginn segja þér fyrir verkum! Þér finnst sjálfstæði þínu vera ógnað. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fréttir úr fjarska gætu kom- ið þér úr jafnvægi í dag. Sýndu sveigjanleika og taktu breytingum fagnandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinur gæti boðist til þess að taka málstað þinn eða gefa þér eitthvað í dag. Ekki láta stoltið ráða för. Þú skalt þiggja þá aðstoð sem þér býðst. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti ganga ekki sem skyldi í dag. Það er líkt og all- ir séu að ganga af göflunum. Sökum þessa skaltu sýna þol- inmæði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Margt gæti farið úrskeiðis í dag. Þú verður að láta berast með straumnum vegna þess að þú hefur ekki stjórn á hlutunum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu það eins og heitan eldinn að kaupa einhvern óþarfa. Tilhneiging þín til þess að eyða of miklu fé má ekki bera skynsemina of- urliði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tunglstaðan gerir það að verkum að allt er á hvolfi í dag. Samskipti þín við maka og nána vini eru þvinguð. Þetta ástand mun þó ekki vara lengi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óvænt upphlaup samstarfs- fólks eða ættingja ganga fram af þér. Ekki svara í sömu mynt. Reyndu heldur að komast að því hvað veldur þessari hegðan. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu varkár gagnvart börn- um í dag. Börn, líkt og ástin, eiga það til að laumast á brott þegar síst varir. Sýndu því þolinmæði gagnvart hvoru tveggja. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ósætti í fjölskyldu þinni kem- ur sem þruma úr heiðskíru lofti. Reyndu eftir fremsta megni að miðla málum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. IÐJUVÍSA BJARNAR Í FLÖGU Nú þó höldar heysafn lítið fái, Björn í Flögu berst sem tröll bæði við þurrk og harðan völl. Kemur hann enn með kolatösku og ljái. En þó gras í gröfunum varla sjái, slátturinn ekki slær honum feil, slæmir hann allt úr hvörri geil. Kemur hann enn með kolatösku og ljái. Í vinnu enginn vona ég Birni nái, eins og svalan upp á fót er hann strax fyrir dægramót. Kemur hann enn með kolatösku og ljái. – – – Bjarni Gissurarson LJÓÐABROT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 51 DAGBÓK 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7 8. e3 d6 9. f3 Rbd7 10. Bd3 c5 11. Re2 He8 12. Db3 h6 13. Bh4 d5 14. 0-0 Ba6 15. Hfc1 – Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti ein- staklinga sem senn fer að ljúka í Ist- anbúl í Tyrklandi. Helgi Ólafsson (2.473) hafði svart og sneri laglega á rússneska stór- meistarann Vla- dimir Burmakin (2.569). 15. – b5! 16. cxb5?! Illskárra var að leika 16. Dd1 þótt eigi væri staðan fögur með peði minna eftir 16. – bxc4. 16. – c4 17. Bxc4 17. Da4 hefði einnig tapað manni eftir 17. – cxd3 18. bxa6 dxe2. 17. – dxc4 18. Dxc4 Bb7 og hvítur gafst upp enda vonlítil bar- átta framundan. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FYRSTA opna Evrópu- mótið hefst í dag í Menton í Frakklandi. Spilað verður í mörgum flokkum, bæði sveitakeppni og tvímenn- ingur. Mótið hefst með parakeppni og eru tvö ís- lensk pör meðal keppenda í tvímenningnum, þau Val- gerður Kristjónsdóttir/ Björn Theódórsson og Anna Ívarsdóttir/Þorlákur Jónsson. Á föstudaginn (20. júní) hefst sveitakeppnin og þar keppir ein íslensk sveit í opna flokknum undir forystu Jóns Baldurssonar. Makker Jóns er Þorlákur Jónsson, en með þeim spila Þröstur Ingimarsson/ Bjarni Einarsson og Stefán Jóhannsson/Steinar Jóns- son. Þessi pör, ásamt þeim Helga Jónssyni og Helga Sigurðssyni, munu enn- fremur taka þátt í tvímenn- ingskeppninni, sem hefst á þriðjudaginn í næstu viku (24. júní). Þátttaka virðist vera mjög góð þegar á heildina er litið, til dæmis eru 144 sveitir skráðar til leiks í opna flokknum. Norður ♠ 98 ♥ Á952 ♦ ÁK5 ♣ÁD104 Vestur Austur ♠ D1065 ♠ G7432 ♥ 107 ♥ D ♦ 432 ♦ DG6 ♣G862 ♣K975 Suður ♠ ÁK ♥ KG8643 ♦ 10987 ♣3 Íslensku pörin eru að hita sig upp fyrir komandi átök og spiluðu meðal annars æfingaleik á miðvikudag- inn þar sem notuð voru sömu spil og í tvímenningi Sumarbrids. Spilið að ofan er þaðan komið. Hálf- slemma í hjarta er hinn rétti staður og sú varð nið- urstaðan á fjórum borðum af átta. Þrjú pör létu geim duga, en Þröstur og Bjarni gengu feti framar. Bjarni var í norður, en Þröstur í suður: Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 5 grönd Pass 6 tíglar Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass Grunnkerfið er Stand- ard og þegar Bjarni stekk- ur í fjögur hjörtu sýnir hann 17–18 góða punkta og jafna skiptingu (en þó ekki 3-4-3-3). Þröstur meldar spaðafyrirstöðuna og Bjarni segir frá fyrirstöðu í laufi með fimm laufum, sem lofar jafnframt stakri tölu lykilspila (með 2 eða 4 lykilspil hefði hann sagt fjögur grönd). Þröstur sá þá að allir ásar voru til staðar og spurði um til- tekna kónga með fimm gröndum. Bjarni sýndi tíg- ulkónginn og Þröstur sá fyrir sér uppteiknaða al- slemmu. Hann taldi líklegt að að Bjarni ætti 4–4 í hjarta og laufi, og senni- lega 3–2 á annan hvorn veginn í spaða og tígli. Al- slemman var borðleggjandi ef Bjarni átti skiptinguna 3-4-2-4 (eða 4-4-2-3), en svo var líka til í dæminu að Bjarni ætti tíguldrottn- ingu, eða alltént gosann. Ef allt um þryti átti Þröstur þó 1098 í tígli og gat djúp- svínað fyrir DG. Hann skaut því á sjö, en skaut sig í fótinn, því djúpsvíningin misheppnaðist. En þetta var vel ígrundað voðaskot. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Morgunblaðið/Arnaldur Morgunblaðið/Arnaldur Þessir duglegu strákar söfnuðu dósum til styrktar Krafti, styrktarfélagi, að upphæð 3.700 kr. Þeir eru Daníel Ingi Gottskálksson og Valur Snær Gottskálksson. HLUTAVELTA 50 ÁRA afmæli. Í dag, laug- ardaginn 14. júní, er fimm- tug Birna Sigmundsdóttir, blómaskreytir, Grettisgötu 73, Reykjavík. ÁRNAÐ HEILLA Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Krafti, styrktarfélagi, og söfnuðu þau 7.506 kr. Þau eru: Jón Kon- ráð Guðbergsson, Ingunn Haraldsdóttir, Daníel Ingi Gott- skálksson, Elín Metta Jensen, Valur Snær Gottskálksson og Unnur Björk Elíasdóttir. Á myndina vantar Gunnlaug Berg Sverrisson. HALLDÓR Ásgrímsson, utanrík- isráðherra, afhenti fyrir skömmu Fjölbrautaskólanum í Breiðholti að gjöf afsteypu af bronsstyttu af Guðmundi Sveinssyni, fyrsta skólameistara skólans. Frum- myndina gerði Ragnar Kjartans- son og gáfu nemendur Samvinnu- skólans á Bifröst skólanum hana, en Guðmundur var eins og kunn- ugt er skólastjóri Samvinnuskól- ans á Bifröst áður en hann varð skólameistari FB. Á myndinni eru frá vinstri: Stef- án Benediktsson, aðstoðarskóla- meistari FB, Kristín Arnalds, skólameistari FB og Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra. Á milli Kristínar og Halldórs er styttan. Afhenti afsteypu af bronsstyttu FRÉTTIR FYRSTI formlegi samningur um rannsóknir við Tækniháskóla Ís- lands var undirritaður 4. júní sl. Það voru rektor Tækniháskóla Ís- lands, Stefanía Katrín Karlsdóttir og forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Sjöfn Sigurgísladótt- ir sem undirrituðu samstarfssamn- inginn. Samstarfið felur í sér að nem- endur og kennarar við THÍ koma að rannsóknar- og þróunarverkefn- um með sérfræðingum hjá RF. Jafnframt munu starfsmenn RF koma að kennslu við THÍ og þá sérstaklega sem leiðbeinendur í nemendaverkefnum og rannsókna- verkefnum. Einnig er gert ráð fyrir að ráðinn verði sérfræðingur til starfa á sviði reiknitækni. Sérfræð- ingurinn verður í hálfu stöðugildi hjá hvorum aðila og mun kenna og sinna rannsóknum, segir í frétta- tilkynningu. Sjöfn Sigurgísladóttir t.v. og Stefanía Katrín Karlsdóttir. Tímamót hjá Tækniháskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.