Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 36
SKOÐUN 36 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT stefnu Reykjavík- urlistans er gert ráð fyrir starf- semi nokkurra einkaskóla í borg- inni til að auka fjölbreytni í grunnskólarekstri. Á liðnum árum hafa framlög borg- arinnar til svo- nefndra einkaskóla – miðað við hvern nemanda – aukist langt umfram al- mennar verðlagshækkanir, eða alls 115% frá haustinu 1997 til hausts- ins 2002. Og nú aukast þau enn um þriðjung. Reykjavíkurlistinn hefur því sýnt í verki að hann styður þessa starfsemi. Á árunum 1999–2002 hafa fram- lög Reykjavíkurborgar til fræðslu- mála stóraukist á föstu verðlagi, en minna en til einkaskóla. Síðan 1999 hafa framlög til fræðslumála hækkað að raungildi um 36,5%. Þetta þýðir að árið 1999 greiddi borgin 56.100 krónur á hvern íbúa til fræðslumála, fjárhagsáætlun þessa árs gerir ráð fyrir 76.600 kr. á íbúa – allt á föstu verðlagi. Fræðslumál taka til sín stóran hluta af skatttekjum borgarinnar, alls um ellefu milljarða króna, og sterk málefnaleg rök þurfa að liggja að baki auknum framlögum til einstakra þátta fræðslumála sem standa utan við lagalega skyldu borgarinnar. Fjölmargir þættir fræðslumála kalla á aukið fé. Einkaskólarnir eru aðeins einn. Lagalegur rammi er bágborinn Í lögum um grunnskóla er varla fjallað um einkaskóla og hinn laga- legi rammi um starfsemi þeirra óljós. Þar segir þó: „Einkaskólar eiga ekki kröfu til styrks af al- mannafé.“ Yfirvöld menntamála hafa ekki sýnt einkaskólum neinn áhuga. Reykjavíkurborg er því rúmt sniðinn stakkur til að efna til samstarfs við þá sem hún kýs um fræðslumál, eða hafna, á málefna- legum forsendum. Á móti er lagaleg skylda borg- arinnar vegna almenna kerfisins skýr: Reykjavíkurborg ber að bjóða öllum börnum á aldrinum 6– 16 ára skólavist án endurgjalds. Heimaskóli í hverfi er þungamiðjan í stefnunni Þungamiðjan í áherslum Reykja- víkurlistans í þeirri miklu sókn sem átt hefur sér stað ár í skóla- málum hefur verið á jafnrétti til náms, í skóla í heimahverfi hvers barns. Skattborgarar í Reykjavík vilja skóla fyrir öll börn, og þeir fá góða skóla sem skipa mikilvægan sess í grenndarsamfélaginu. Sem for- maður fræðsluráðs finn ég vel þann mikla þrýsting sem er á að hlúa vel að hverfisskólunum, sem í vaxandi mæli eru miðpunktur í grenndarvitund í hverju hverfi. Hvert er hlutverk einkaskóla? Svonefndir einkaskólar eiga að bæta við og fylla upp í ákveðnar þarfir sem hugsanlega er ekki hægt eða hagkvæmt að þjóna í al- menna skólakerfinu. Við viljum að þeir hafi rekstrar- grundvöll sem gerir þeim kleift að rækja hlutverk sitt, með hóflegu mótframlagi foreldra sem ekki kjósa að nýta sér lögboðna þjón- ustu borgarinnar. Um þetta hefur mér ekki virst vera mikill ágreiningur meðal borgarbúa. Það er þó nauðsynlegt að borgarbúar geri sér ljóst að hver nemandi í einkaskóla er mun dýrari fyrir skattgreiðendur en væri hann í almenna kerfinu. Skólinn er hluti af velferðarkerfi Rekstarkostnaður á hvern nem- anda í almenna skólakerfinu helg- ast að grunni til af þeirri skyldu borgarinnar að sjá öllum börnum fyrir námi á jafnræðisgrundvelli án endurgjalds. Þessi skylda borg- arinnar er innifalin í kostnaði við hvern nemanda. Það er sameiginlegt hluverk allra skattgreiðenda að standa undir þessari skyldu. Skólakerfið er hluti af velferðarkerfi borg- arinnar sem allir verða að taka þátt í að greiða fyrir: barnlausir eins og aðrir, líka þeir sem kjósa að senda barn sitt í skóla utan al- menna kerfisins. Við höfum ekki litið svo á að grundvallarþættir samfélagsins séu þess eðlis að hægt sé að kaupa sig frá þátttöku í þeim með því að afþakka þjónustu þeirra. Jafnræði nemenda byggist ekki á upphæðinni sem „fylgir hverj- um“ heldur þeirri þjónustuskyldu sem borgin hefur gagnvart þeim öllum. Hvað sparast, hvað kostar? Ætla má að nú sparist rekstrar- kostnaður í almenna kerfinu þegar „meðal“ nemandi færir sig úr því yfir í einkaskóla um sem svarar 170–210 þúsund krónum. Þetta væri því eðlileg lágmarks- upphæð sem fylgdi nemandanum. Með því að auka greiðslur í 303 þúsund krónur á hvern nemanda á ári, eins og nú er gert, axla borg- arbúar byrði sem er meiri gagn- vart hverjum nemanda í einka- skóla, sem nemur að meðaltali um 100 þúsund krónum, en ef hann væri áfram í almenna skólakerfinu eins og öllum stendur til boða. Borgin samþykkir því að greiða meira á hvern nemanda í einka- skóla en nemur þeim sparnaði sem hlýst af því að hann fari úr kerf- inu, gegn því að forráðamenn barna í einkaskólum taki á sig hluta aukins kostnaðar með skóla- gjöldum. Það gera þeir vegna þess að þeir kjósa að nýta ekki þjónustu sem borginni er skylt að bjóða og hefur af fastan kostnað samkvæmt lagalegri skyldu. Samanburður einkaskóla og grunnskóla Í almenna kerfinu er bilið á milli kostnaðar á hvern nemanda allt frá 367 þúsund krónum ári til 530 þúsund kr. Hámarkstekjumöguleikar einka- skólanna samkvæmt stefnu borg- arinnar verða nú 498.000 kr. á nemanda. Þetta eru 303.000 kr. í framlag borgarinnar að viðbættum 196.000 kr. sem er hámark skóla- gjalda. Meðalkostnaður í almennu skól- unum í ár er um 427 þúsund krón- ur. Munurinn er um 70 þúsund krónur sem einkaskólarnir geta hækkað sig yfir meðalskóla borgarinnar, ef þeir nýta skóla- gjaldtöku að fullu. Stakkurinn er rúmt sniðinn. Valfrelsi foreldra og barna Í nýútkominni skýrslu Versl- unarráðs er fjallað um kröfuna um fleiri einkaskóla án þess að gerð sé grein fyrir því „vandamáli“ sem þar með á að leysa. Þá er mikið gert úr nauðsyn á valfrelsi. Ekki var þó haft fyrir því að kynna sér hvernig þeim málum er háttað í Reykjavík. Valfrelsi milli skóla einskorðast ekki við að velja milli skóla í almenna kerfinu annars vegar eða einkaskóla. Innan al- menna kerfisins er rétturinn til að velja skóla líka nýttur. Í ár stunda alls 1.626 reykvískir grunnskóla- nemendur, eða tæp 11%, nám í öðrum almennum grunnskólum en sínum hverfisskóla, auk þeirra sem stunda nám í öðrum sveitarfélög- um, einkaskólum og sérskólum. Samtals má gera ráð fyrir að um 2.000 börn af 15.000 grunnskóla- börnum kjósi annan skóla en hverfisskóla sinn. Einkaskólarnir fimm sem nú starfa eru því hluti af möguleika til valfrelsis, og það valfrelsi hefur vissulega í för með sér kostnað sem borgin tekur þátt í að stórum hluta. Einkarekstur í menntun Við höfum litið á svonefnda einkaskóla sem viðbót við almenna kerfið, en viljum ekki búa til tvö- falt grunnskólakerfi í borginni, eitt almennt og annað einkarekið (en að stórum hluta á kostnað skatt- borgaranna). Það er í raun mjög gamaldags að horfa einungis á einkarekstur í menntakerfinu út frá skólanum sem hinni gömlu stofnun. Einkarekstur getur nefnilega mjög bætt upp skólakerfið og auk- ið valfrelsi eins og við höfum skýr dæmi um. Tónlistarskólarnir eru nánast allir einkaskólar. Nefnum listaskóla með dans, myndlist og annað, að ógleymdri íþrótta- fræðslu félaganna í bænum. Tök- um námskeiðahald og þá blasir við að borgarbúar eiga mikið valfrelsi um kaup á aukinni menntun fyrir börn sín utan almenna skólakerf- isins, og borgin styður einka- og félagsrekstur í menntun með gríðarlegum fjármunum, langt um- fram þá sem hér um ræðir í tengslum við fimm litla skóla. Frumskyldan er á jafnrétti til náms án skólagjalda Megináhersla Reykjavíkurlist- ans er skýr: Hún er á hverfisskóla þar sem börn í hverju hverfi borg- arinnar eiga heimaskóla sem þau sækja. Þessir skólar njóti síaukins sjálfstæðis, faglega og fjárhags- lega, eftir því sem lög og fjárhags- rammi leyfa. Hvatt sé til fjöl- breytni innan almenna skóla- kerfisins, framtak og nýsköpunar- vilji skólafólks nýtt. Kerfisbundið sé gefinn kostur á vali forráða- manna barna til að hafa áhrif á hverfisskóla með þátttöku í mótun skólastefnu, eða velja skóla innan almenna kerfisins sem hentar bet- ur þörfum nemenda en stendur til boða í heimahverfi. Það er stefna borgarinnar í að- alskipulagi að félagsleg blöndun og samþætting eigi sér stað í hverju hverfi. Skólinn endurspegli fjöl- breytta samfélagsgerð og geri þar með auknar kröfur til nemenda um samfélagsvitund og ábyrgð- artilfinningu gagnvart meðborg- urum. Grunneining fræðslukerfsisins er því skóli þar sem yfirvöld svara skyldu sinni um að veita menntun á jafnræðisforsendum, skóli sem er virkur þátttakandi í samfélag- inu og endurspeglar gerð þess. Einkaskólar í Reykjavík Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fræðsluráðs. Morgunblaðið/Brynjar GautiE ins og menn muna var ein af ástæðunum fyrir því að ráðist var inn í Írak sú, að talið var að stjórn- völd þar í landi byggju yfir gereyð- ingarvopnum og væru vís með að beita þeim, eins og þau höfðu sýnt í verki. Aðrar ástæður vógu einnig þungt, svo sem stuðningur stjórn- valda í Írak við hryðjuverka- starfsemi og harðræði sem þegnar landsins höfðu lengi mátt sæta af hendi þessara stjórnvalda. Með þessum rökum fóru herir Banda- ríkjanna og Bretlands inn í Írak og náðu á skömmum tíma völdum í landinu. Hrakspár um gífurlegt mannfall og enn meiri fólksflótta gengu ekki eftir. Íraskur almenn- ingur fagnaði falli harðstjórans í Bagdad og fréttir sem fluttar höfðu verið um harðræðið fengust stað- festar; pynt- ingarklefar og fjölda- grafir segja allt sem segja þarf um hrylling- inn sem viðgekkst í Írak. Þessu til viðbótar hafa fundist vagnar sem innihalda búnað sem nota má til að framleiða gereyðingarvopn. Það sem þrátt fyrir þetta hefur valdið nokkrum titringi á Vest- urlöndum er að enn hafa ekki fund- ist gereyðingarvopn í Írak þótt margar vikur séu frá því banda- menn náðu völdum í landinu og hafi leitað vopnanna síðan. Ýmsir hafa orðið til að lýsa þeirri skoðun sinni að með þessu kunni réttlæting stríðsins gegn Íraksstjórn að vera horfin og jafnvel að gereyðing- arvopnin hafi aðeins verið átylla forseta Bandaríkjanna og forsætis- ráðherra Bretlands til að ráðast gegn óvini sínum í Írak. Manni sem hafi alls ekkert átt gereyðing- arvopn og þess vegna hafi engin ástæða verið til aðgerða gegn hon- um. Sumir ganga jafnvel svo langt að halda því fram að leiðtogar Bret- lands og Bandaríkjanna hafi falsað gögn til að ná fram vilja sínum. Ekki verður farið hérna út í þær hóflega nákvæmu vísbendingar sem sumir af andstæðingum leið- toga Bretlands og Bandaríkjanna hafa framleitt til að koma á þá höggi. Slíkar vangaveltur eru ekki meginatriði þessa máls. Meg- inatriðið er það, hvort það breytir einhverju hvort gereyðingarvopn finnast í Írak eða ekki. Lítum á staðreyndir málsins: Stjórnvöld í Írak hafa lengi verið talin búa yfir gereyðingarvopnum – hafa raunar beitt þeim – og nú eru tólf ár liðin frá samkomulagi Sam- einuðu þjóðanna um að þau skyldu losa sig við þessi vopn. Allan þann tíma og allt þar til Saddam Hussein var hrakinn frá völdum komu stjórnvöld í Írak sér undan því að fylgja ályktunum Sameinuðu þjóð- anna, sem urðu hátt á annan tug áður en yfir lauk. Stjórnvöld í Írak lögðu ekki fram staðfestingu þess að hafa eytt ger- eyðingarvopnum sínum, en þeim bar að sýna fram á að þau hefðu þessi vopn ekki undir höndum og þar með að þau hefðu eytt þeim vopnum sem þau áttu. Af þessum ástæðum höfðu ríki heims fulla ástæðu til að ætla að gereyðingarvopn væru enn í Írak áður en ráðist var inn í landið. Þetta kom meðal annars fram í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1441, sem sam- þykkt var síðla árs í fyrra. Þetta kom einnig fram hjá vopnaeftirlits- mönnum sem Íraksstjórn átti að starfa með en gerði ekki. Það var í raun enginn ágreiningur um það að allar líkur væru á að Íraksstjórn réði yfir gereyðingarvopnum, en ágreiningur var um hvaða aðferð- um ætti að beita við að afvopna hana. Þegar þetta liggur fyrir, breytir þá einhverju fyrir réttmæti aðgerð- anna gegn Íraksstjórn hvort ger- eyðingarvopn finnast í Írak? Nei, réttmæti aðgerðanna er ekki háð því að slík vopn finnist. Ef gereyð- ingarvopn finnast í Írak verða hernaðaraðgerðirnar þá ekki rétt- mætar? Jú, samkvæmt þeim for- sendum sem lagt var upp með má ef til vill líta svo á. Það er að segja ef menn fallast á að vopnabeiting geti verið réttlætanleg gegn hættu- legum harðstjórnum sem talið er að búi yfir gereyðingarvopnum. Eru aðgerðirnar þá ekki þar með óréttmætar ef engin gereyðing- arvopn finnast? Nei, með þeim hætti er ekki hægt að gagnálykta. Þótt gagnályktanir eigi oft við er ekki svo í þessu tilviki. Ef gereyðingarvopn finnast ekki í Írak kann það að verða þeim sem stóðu fyrir innrásinni, forseta Bandaríkjanna og forsætisráð- herra Bretlands, erfitt pólitískt. Ástæðan er aðallega sú að þá verð- ur auðvelt fyrir pólitíska andstæð- inga að gera innrásina tor- tryggilega. Það að málið kann að verða erfitt pólitískt segir hins veg- ar lítið annað en það að pólitísk um- ræða er iðulega á villigötum og að auðvelt er að valda mönnum póli- tískum erfiðleikum með ósann- gjörnum málflutningi. Nú mun út af fyrir sig aldrei sannast svo óyggjandi sé að engin gereyðingarvopn hafi verið í Írak fyrir innrásina. Slíkt er ekki unnt að sanna og má í besta falli afsanna. En jafnvel þótt menn gefi sér, rök- ræðunnar vegna, að það muni ein- hvern tímann verða staðfest að engin gereyðingarvopn hafi verið í Írak fyrir stríðið, þá breytir það ekki þeirri staðreynd að menn höfðu ástæðu til að ætla að þau væru þar. Það er meginatriðið. Hafi menn haft ástæðu til að ætla að vopnin væru í Írak þá breytir engu þótt síðar komi í ljós að þau hafi ekki verið þar. Hægt er að vera vitur eftir á í þessu eins og öðru, en það breytir ekki því að menn verða hverju sinni að ganga út frá þeim upplýsingum sem þeir hafa en ekki þeim upplýsingum sem þeir kunna að búa yfir síðar. Hitt er svo annað mál að þótt engin gereyðingarvopn finnist hafa þegar fundist tæki til að framleiða slík vopn. Það eitt ætti að duga þeim sem vildu kosta miklu til að koma í veg fyrir að Saddam Huss- ein hefði undir höndum gereyðing- arvopn, en þá munu einhverjir sennilega segja að þetta hafi ekki verið stórvirkar verksmiðjur og að ef til vill hafi alls ekki átt að nota tækin til að framleiða efnavopn. Allt er þetta hugsanlegt, en ef marka má reynsluna er lítil ástæða til að láta fyrrverandi stjórnvöld í Írak njóta vafans. Vopnin í Írak „Þegar þetta liggur fyrir, breytir þá ein- hverju fyrir réttmæti aðgerðanna gegn Íraksstjórn hvort gereyðingarvopn finn- ast í Írak? Nei, réttmæti aðgerðanna er ekki háð því að slík vopn finnist.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.