Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 52
KNATTSPYRNA 52 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Landsliðið náði ágætum árangri ífyrra og tapaði naumlega gegn Bandaríkjunum í febrúar, sem gæti verið gott veganesti. „Það skiptir engu máli þegar út í leikinn er komið en við höfum sýnt að við getum ótrú- lega margt svo að góð úrslit geta ekki annað en hjálpað okkur. Það myndaðist skemmtileg stemmning í síðustu keppni og við fengum áhorf- endur á völlinn, vonandi heldur það áfram og við munum auglýsa fyrir leikinn. Það er mikilvægt að áhorf- endur haldi áfram að fylgjast með okkur og komi á völlinn, við höfum trú á því sem við erum að gera og ætlum að standa okkur vel.“ Ásthildur er leikjahæst í liðinu með 51 leik, þar af 16 sem fyrirliði auk þess að hafa skorað 15 mörk. „Það eru auðvitað miklar breytingar á hópnum en við verðum að stilla strengina vel og ná góðri stemmn- ingu til að vinna þennan leik. Það er öðrvísi að vera í A-landsliðinu, meiri alvara og meiri gæði. Ábyrgðin fær- ist því á þær reyndari í hópnum svo að við verðum að vera duglegar að koma þessum ungu inn í leikinn og rífa þær með okkur. Það er gott að fá þær inn í liðið. Þetta eru sterkar stelpur,“ sagði Ásthildur. „Þurfum að vera klókar“ „VIÐ vitum nánast ekkert um ungverska liðið svo að við byrj- um eflaust rólega til að finna taktinn, sjáum svo hvað það gefur okkur. Við þurfum að vera klókar til að sjá hvort við þurfum að breyta um taktík en þjálf- arinn fylgist með og sér það ef- laust út,“ sagði Ásthildur Helga- dóttir, fyrirliði landsliðsins, um leikinn gegn Ungverjum. Helena er samt hvergi smeyk eft-ir gott gengi liðsins undanfarin ár. „Við höfum reynt að fá upplýs- ingar en það hefur því miður gengið mjög illa svo að við þurfum að ein- blína á eigin styrkleika. Við erum með konur með mikla reynslu og við munum byggja ofan á eigin getu svo að úrslit velta á okkur sjálfum. Við förum varlega inn í leikinn á meðan við erum að átta okkur á þeim en svo vona ég að við náum eitthvað að sækja. Við náum þremur æfingum saman, það er ekki mikið og maður ætlar að gera mikið á stuttum tíma en undirbúningurinn gengur bara vel held ég. Mér sýnist allar stelp- urnar tilbúnar líkamlega en árangur landsliðs byggist mikið á að ná upp stemningu í liðinu. Með gott sjálfstraust Það þarf líka sjálfstraust og mér sýnist þær margar hverjar hafa nóg af því. Við erum með ungan hóp og þá er gott að gangi vel að ná honum saman. Það er ákveðin endurnýjun því margir jaxlar eru ekki með í þetta sinn en það kemur maður í manns stað og ég treysti þessum átján stelpum til að ljúka verkefninu með sóma. Við heyrum mikið fjallað um karlalandsliðið og minna um okk- ur svo við höfum unnið rólega að þessum leik, það er jafnvel hið besta mál.“ Rússar og Frakkar góðir Með Íslandi í riðli eru Rússland, Frakkland, Ungverjaland og Pól- land. „Maður heyrir hitt og þetta um hvaða lið séu góð og hver slök, Ung- verjar og Pólverjar slakir en Rússar og Frakkar mjög góðir, en það er varla hægt að segja að eitthvert lið sé slakt. Ef hins vegar er miðað við árangur undanfarinna ára hlýtur að vera markmið okkar að halda öðru sætinu í riðlinum. Þetta eru allt stelpur með metnað, þær komust í tæri við góðan árangur í fyrra en auðvitað er hugsað um einn leik í einu. Svo eru Rússar og við eigum betra með að fá upplýsingar um þá og við ljúkum þessum leik fyrst, sagði Helena. Búin að bíða lengi Leikurinn gegn Ungverjum er frumraun hennar sem landsliðsþjálf- ara. „Ég er að kynnast nýrri hlið á fótboltanum en hlakka til, það er gott að byrja því ég er búin að bíða lengi eftir því.“ Morgunblaðið/Jim Smart Helena Ólafsdóttir þjálfari segist ekki vita mikið um Ungverja Rennum blint í sjóinn „VIÐ rennum svolítið blint í sjóinn með þennan leik því við vitum lít- ið um Ungverjana nema að þeir hafa tapað einum leik og unnið einn í riðlinum en ég held að stelpurnar séu tilbúnar og leikurinn leggst vel í mig,“ sagði Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari um leikinn við Ungverja, þar sem litlar upplýsingar er að fá um mótherjana. Með Íslandi í riðli er Rússland,Frakkland, Ungverjaland og Pólland. Fyrirfram er talið að Frakk- ar séu með gott lið, Rússar eins sprækir en Ungverjar og Pól- verjar slakari. Úrslit úr fyrstu þremur leikjunum undirstrika það, Frakkar unnu Ungverja 4:0, Rússar unnu Pól- verja 6:0 og síðan hafði Pólland betur gegn Ungverjalandi, 2:0. Þessar töl- ur duga hinsvegar skammt þegar komið er inná völlinn og það hefur Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari gert stúlkunum ljóst, ef það þá þurfti. Nokkuð er um meiðsli í liðinu, til dæmis eru Rósa Júlía Steinþórsdótt- ir, Rakel Logadóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir frá. Margar ungar stúlkur munu leika sinn fyrsta A- landsleik á laugardaginn. Af átján leikmönnum hafa sex leikið meira en tíu leiki og fjórar aldrei spreytt sig með A-landsliðinu. Það ætti samt ekki að koma að sök því flestar þeirra hafa fengið góða þjálfun frá unga aldri og spreytt sig með yngri lands- liðunum auk þess að fá góða reynslu úr efstu deild kvenna á Íslandi. Þar við bætist góður árangur, sem stælir sjálfstraustið og hleypur kappi í kinn. Sex leikmenn eru við háskóla- nám í Bandaríkjunum og spila með sínum skólaliðum, sem óneitalega gefur reynslu. Áhorfendur geta því búist við fjörugum leik og fylkt liði í Laugardalinn og miðað við gengi liðsins í fyrra eiga stúlkurnar það skilið. Ókeypis er á leikinn, sem verður kl. 16 á Laugardalsvellinum. Nú er komið að kvennalandsliðinu í Evrópurimmu Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari og Úlfar Hinriksson aðstoðarþjálfari. Á myndinni fyrir neðan er landsliðshópurinn. KVENNALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu stekkur fram á sviðið kl. 16 á laugardaginn – ætlar sér að fylgja eftir góðum árangri karlalands- liðsins með því að vinna Ungverjaland í fyrsta leik liðsins í und- ankeppni Evrópumótsins. Kvenfólkið náði góðum árangri í fyrra þegar það komst í umspil um laust sæti á úrslitakeppni heims- meistaramótsins. Þó svo að litlar upplýsingar sé að hafa um mót- herjana nú, er ljóst að íslensku stúlkurnar eira engu og eru fullar sjálfstrausts. Stefán Stefánsson skrifar Stúlkurnar etja kappi við Ungverja í Laugardal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.