Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 33 manns. Hvaða skilaboð erum við að gefa um hvað það felur í sér að vera bandamaður Bandaríkjamanna? Hvernig munu önnur lítil ríki, til dæmis löndin í hinni „nýju“ Austur-Evrópu, sem við munum af og til þurfa að reiða okkur á, túlka gerðir okkar? Öldungadeild- arþingmaður frá Idaho getur komið í veg fyrir að stöðuhækkanir eigi sér stað í flughernum þar til þjóð- varðlið ríkisins fær afhentar fjórar flutningavélar af gerðinni C-130. Lítil ríki hafa ekki slíka samningsstöðu þótt þau séu sjálfstæð. Þau hafa aðeins okkar orð. Þegar 50 ára afmælis varnarsamnings Bandaríkj- anna og Íslands var minnst í Reykjavík í maí 2001 tal- aði Davíð Oddsson opinskátt um það hvað það merkti í augum Íslendinga ef orrustuþoturnar yrðu kvaddar brott. Slík aðgerð þýddi að Bandaríkjamenn væru að- eins að hugsa um eigin hagsmuni þrátt fyrir fyrirheitin í varnarsamningnum. Hann bætti við að Ísland myndi þurfa að endurmeta öryggissamskipti sín ef þessi her- afli færi. Það var illur fyrirboði fyrir vini okkar á Ís- landi að yfirlýsingar, sem greinilega þurfti að toga upp úr bandarískum stjórnvöldum til að minnast þessa til- efnis, virtust vera lítið meira en til málamynda. Umheimurinn fylgist stöðugt með því, sem við ger- um. Hernaðaraðgerðir okkar í Afganistan og Írak hafa sýnt að það borgar sig ekki að vera óvinur Bandaríkja- manna. Aðgerðir okkar á Íslandi sýna að ef til vill borgar það sig ekki heldur að vera vinur Bandaríkja- manna. komu margra kynslóða stjórnmálaleiðtoga, sem hafa kallað yfir sig fordæmingar allt frá hörðum þjóðern- issinnum á hægri vængnum til hvers kyns sósíalista og Evrópusinna á þeim vinstri. Vinir okkar á Íslandi hafa löngum stutt mál sitt þeim rökum að treysta mætti því fyrirheiti Bandaríkjamanna, sem fram kemur í fororði sáttmálans frá 1951 að þeir muni láta sig varða jafnt varnir Íslands sem eigin varnir. Þetta hefur verið sýnt í verki með því að á Íslandi hafa verið sveitir, sem gætu varið landið, en gegndu ekki aðeins hlutverki útvarða í vörnum Bandaríkjamanna. Nú á þessi herafli, orr- ustuþoturnar, sem geta varið Ísland, að hverfa á braut vegna endurskipulagningar Bandaríkjahers rétt eins og gagnrýnendur Bandaríkjanna og NATO hafa alltaf sagt að hann myndi gera. Auðvitað verður varnarmálaráðuneytið stöðugt að endurskoða um allan heim skuldbindingar þess her- afla, sem staðsettur er erlendis. Það mætti jafnvel færa að því rök að Ísland sé á fremur öruggum stað á hnettinum. En það hefði einnig mátt segja um neðri hlutann á Manhattan fyrir 11. september. Erum við að taka þá áhættu að stefna öryggi Íslands í hættu með því að fjarlægja einu loftvarnir landsins þannig að næstu varnir séu í nokkurra klukkustunda fjarlægð? Það væri freistandi skotmark fyrir þá, sem vilja koma höggi á vestræn ríki; heilt NATO-ríki án tiltækra varna. Hér liggur meira við en það þunga högg, sem orðstír og trúverðugleika okkar mörgu vina á Íslandi yrði greitt. Þetta snýst ekki aðeins um það að verið er að virða að vettugi þarfir dyggs en ef til vill of lítils banda- her var vandi hefur aríkja- í upphafi. brutust á Al- ralegra ingar rið stærsti ddssonar, u banda- m það. num íska af- varnarsamningurinn Höfundur er aðstoðarprófessor við alþjóðastjórnmáladeild Boston University.. gan- kkar gar nur T ÓNLISTARMENN, Icelandair og Reykja- víkurborg hafa efnt til samstarfs um stuðn- ing við framsækið tón- listarfólk sem hyggur á landvinn- inga á erlendri grundu. Í þessu skyni hefur verið stofnaður sjóður, Reykjavík Loftbrú. Eins og nafnið gefur til kynna er loftbrúnni ætlað að upphefja áhrif Atlantshafsins með því að standa undir kostnaði af ferðum yfir til meginlandanna öðru hvorum megin Atlantshafs- ins. Markmið styrkveitinga er að auka tækifæri íslenskra tónlistar- manna til að sækja á erlenda markaði. Með tilkomu sjóðsins má vonandi segja að íslenskir lista- menn hafi færst nær því að standa jafnfætis erlendum keppinautum um athygli og þar með atvinnu af list sinni. Í Reykjavík Loftbrú felst við- urkenning á hlut tónlistar og fram- sækinna lista í kynningu á Reykja- vík sem nútímalegrar menningarborgar og spennandi viðkomustaðar ferðamanna. Segja má að samstarf Icelandair og tón- listarfólks á undanförnum árum hafi varðað leiðina að þessu leyti. Íslensk tónlist og samstarf við ís- lenska tónlistarmenn hefur um nokkurt skeið verið einn lykilþátta í landkynningarstarfi félagsins er- lendis. Alþjóðlega tónlistarhátíðin Iceland Airwaves, sem sett var á laggirnar fyrir fjórum árum og er árlegur viðburður, hefur í senn vakið mikla athygli á landi og þjóð, og um leið skapað íslenskum tón- listarmönnum ný og spennandi tækifæri. Loftbrúin mun að vonum styrkja enn frekar við þetta mik- ilvæga verkefni sem byggir raunar þegar á samstarfi sömu aðila. Tónlistarmenn hafa lengi kallað eftir samstarfi um að koma list sinni á framfæri erlendis. Við kynningu Loftbrúar kom enda fram að samtök þeirra líta á stofn- un sjóðsins sem gríðarlega lyfti- stöng fyrir íslenskt tónlistarfólk og án efa langsamlega stærsta skref sem tekið hefur verið hér á landi í átt að stuðningskerfi fyrir framsækna tónlist svo vitnað sé beint til orða þeirra. Er vonandi að verkefnið muni standa undir þess- um væntingum. Í því sambandi er vert að geta þess að Björn Árna- son, formaður FÍH, og Magnús Kjartansson, formaður FTT, áttu stóran hlut í að veita málinu fram- gang innan þeirra raða. Enginn á þó líklega meiri hlut að máli en Einar Bárðarson sem leiddi hið þríhliða samstarf áfram eftir að hugmyndin var fyrst sett fram að hálfu Reykjavíkurborgar. Tónlist- armenn eiga óeigingjarnan atorkumann í Einari. Í þessu sambandi er vert að vekja athygli á því að tónlist- armenn koma ekki til samstarfsins með betlistaf í hendi. Þvert á móti leggja þeir bæði til fjármagn og bera vitanlega allan annan kostnað af markaðssókinni. Í því sambandi er í raun rétt að undirstrika að bæði Reykjavíkurborg og Ice- landair líta á verkefnið sem mark- visst markaðssamstarf miklu hefð- bundna styrki til menningarstarfsemi. Guðjón Arn- grímsson, blaðafulltrúi Icelandair, hefur raunar kveðið skýrt upp úr þetta eins og tekið var til umfjöll- unar í leiðara Morgunblaðsins. Styrkir til listamanna geta nefni- lega verið góð viðskipti. Ekki er gert upp á milli stíls eða stefnu tónlistar við úthlutun úr Loftbrú Reykjavík. Ekki er heldur gerð sú krafa að tónlistarmenn séu búsettir í Reykjavík. Sjóðurinn er því landamæralaus í þessum skiln- ingi. Til að tryggja að verkefnið nái markmiðum sínum eru stofn- endur sjóðsins hins vegar sam- mála um að skilyrði fyrir styrk- hæfi er að umsækjendur hafi komið fram á Iceland Airwaves og/ eða gætu lagt fram gögn um fram- sækin verkefni á erlendri grundu sem talin eru líkleg til að geta styrkt ímynd Íslands eða Reykja- víkur. Jafnframt þurfa umsækj- endur að geta lagt fram staðfest gögn frá tónleikahaldara, fram- leiðanda eða hljómplötufyrirtæki sem sýna fram á fyrirhugað tón- leikahald, aðra framkomu á er- lendum vettvangi, og/eða raun- hæfa möguleika á útgáfu- eða dreifingarsamningi sem styrkveit- ing geti stuðlað að. Umsóknum á að koma á framfæri við Höf- uðborgarstofu. Reykjavík Loftbrú verður starf- rækt í reynslu í þrjú ár. Icelandair leggja loftbrúnni til stuðnings að andvirði fimm og hálfa milljón króna á ári. Félög tónlistarmanna, STEF og FÍH, þrjár milljónir og Reykjavíkurborg tvær og hálfa milljón króna. Sjóðurinn hefur því árlega til ráðstöfunar 11 milljónir króna. Vonast er til þess að hundr- uð íslenskra tónlistarmanna geti nýtt sér stuðning á starfstíma sjóðsins til tónleikahalds og kynn- ingarstarfs erlendis. Þetta þýðir þó ekki að strangar skorður séu á því hvað einstakir listamenn geti fengið mikinn stuðning. Í því efni eiga verkefnin sem aflað er á er- lendum vettvangi að ráða úrslit- um. Faglegt mat verður lagt á það hvernig þau uppfylla þær kröfur að nýtast listamönnunum og þar með kynningu á Reykjavík og Ís- landi í spennandi ljósi. Vöxturinn í straumi ferðamanna til Íslands hefur verið ævintýra- legur á undanförnum árum. Ef enn frekari uppbygging á að verða í þessari kraftmiklu grein þarf hins vegar ekki síst að efla straum ferðamanna yfir vetrartímann. Þar verða ráðstefnuferðir og stutt- ar borgarferðir helsta tromp landsins. Þess vegna eru spenn- andi tímar fram undan í ferðaþjón- ustu í Reykjavík. Fjölmörg tæki- færi eru í augsýn og þau verður að grípa. Reykjavík getur blómstrað sem ung og kraftmikil heimsborg í norðri. Í farvatninu eru metnaðarfull verkefni sem geta veitt auknum krafti í ferðaþjónustuna og atvinnulífið í borg- inni. Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina, sýningarhöll og heilsuparadís í Laugardal, land- námsskáli í Austurstræti og lang- þráð opnun Þjóðminjasafnsins eru aðeins nokkur af fjölmörgum dæmum sem nefna mætti. Sund- laugarnar, ylströndin í Nauthóls- vík og Bláa lónið eiga að geta veitt okkur forskot á marga aðra hvað varðar heilsutengda ferðaþjón- ustu. Göngustígakerfi borg- arinnar, fögur útvistarsvæði í Laugardal, Elliðaárdal og hrein strandlengja eru allt ómissandi þættir í þeirri heildarmynd sem við viljum draga upp af borginni okkar. Þegar horft er fram á veg- inn má hins vegar ekki gleyma því að ef sóknin á að halda áfram verð- ur að hlú að þeim krafti sem býr í skapandi fólki, listamönnum og hugviti sem er betur fært en flest annað um að bera hróður lands og þjóðar um heiminn. Hver veit nema fleiri loftbrýr verði að veru- leika áður en langt um líður? Reykjavík Loftbrú Eftir Dag B. Eggertsson „Skapandi fólki, listamönnum og hugviti er betur fært en flestu öðru að bera hróður lands og þjóðar um heiminn.“ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. ama ðar breyt- enslu í kæmi of- irkj- r austan yfirveg- n efna- anni bankans varar rðbólga nginn sem hlutfalli. rðar at- rmagn í sama tíma ru flestar s en skuld- um 200% rra. Er þá uleg a um 130% á 4 árum, geti valdið því að féð fari ekki allt til húsnæðiskaupa heldur til almennrar neyslu. Einnig er vert að halda til haga athugasemdum Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, sem lúta að því að stjórnvöld eigi frekar að huga að mark- aðsvæðingu íbúðalánakerfisins en að ráðast í hækkun lánshlut- falls og hámarkslána. Í ná- grannalöndum okkar eru lán til húsnæðiskaupa tekin á al- mennum markaði en að sjálfsögðu innan þess lagaramma sem stjórn- völd í hverju landi setja. Í Noregi nemur hlutur norska Húsbankans um 12% af þarlendum húsnæð- islánamarkaði og í Svíþjóð tekur ríkið lítinn sem engan þátt í fjár- mögnun húsnæðislána, svo að dæmi séu nefnd. Hugmyndir Framsókn- arflokksins ganga hins vegar enn lengra en orðið er við að auka um- svif ríkisins í lánaþjónustu við ein- staklinga og þá um leið ábyrgðir ríkisins á þeirri útlánastarfsemi. Spyrja má hvort Sjálfstæðisflokk- urinn styðji þessa fyrirætlan mögl- unarlaust? Í átta ára ráðherratíð sinni gerði Páll Pétursson margar atlögur að því húsnæðiskerfi sem Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félags- málaráðherra, á að öðrum ólöst- uðum mestan heiður að. Hús- bréfakerfið fékk þó að halda sér og einnig húsaleigubæturnar. Fé- lagslega eignaríbúðakerfið var í raun lagt niður með húsnæðislög- unum sem samþykkt voru á Alþingi árið 1998. Breytingarnar, þar með taldar vaxtahækkanir úr 1% í 4,9%, sem þá voru gerðar hafa svo sann- arlega ekki nýst tekjulægstu hóp- unum hér á landi, eins og fram kem- ur í skýrslu starfshóps Alþýðusambands Íslands sem kom út fyrr á þessu ári. Viðbótarlánin svokölluðu hafa nýst ákveðnum hópum vel, t.d. þeim sem eru ný- komnir úr námi og þeim sem nýlega hafa sest að hér á landi. Stórir hóp- ar tekjulágra hafa hins vegar setið eftir í 5 ára gömlu húsnæðiskerfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Í áliti starfshóps ASÍ segir m.a. að stórlega hafi dregið úr framlögum til byggingar á nýju félagslegu-, eignar- og leiguhúsnæði. Ég hygg að flestir landsmenn séu því samþykkir að gera eigi fyrstu kaup á húsnæði eins létt og að- gengileg og unnt er. Ungt fólk þarf að geta komið sér þaki yfir höfuðið á viðunandi kjörum, ekki síst í ljósi þess að önnur greiðslubyrði, t.d. af námslánum og framfærslu barna, er þung. 90% lán við kaup á fyrstu íbúð er eðlileg og sanngjörn ráð- stöfun. En það er að sjálfsögðu ekki hlutverk ríkisins að veita fólki há- markslán að upphæð 18 m.kr. Lán sem beinlínis gera það að verkum að maður getur flutt beint í einbýlishús að loknu háskólanámi! Nær væri að efla leigumarkað, t.d. með því að ríkið veiti stofnstyrki til byggingar leiguíbúða og með því að hækka húsaleigubætur til almennings. Engum blandast hugur um að fé- lagsmálaráðherranum unga gengur gott eitt til með tillögugerð sinni um hækkað lánshlutfall og hækkun há- markslána hjá Íbúðalánasjóði. En í upphafi skyldi endinn skoða. Ætla stjórnvöld að skella skollaeyrum við athugasemdum og ábendingum sér- fræðinga um efnahags- og húsnæð- ismál? Nú síðast, í áliti Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, þar sem varað er við hugmyndum um aukin útlán Íbúðalánasjóðs vegna þensluáhrif- anna sem slík ráðstöfun myndi hafa. Er það vilji ríkisstjórnarinnar að auka þenslu í efnahagslífinu með að- gerðum sínum, stuðla að hækkuðu verði fasteigna, jafnvel kveikja nýtt verðbólgubál á Íslandi? Ef svo er, þætti mér fengur í því að einhver röskur blaðamaður tæki að sér að rifja upp heimsendaspár stjórn- arflokkanna um kollsteypur í efna- hagsmálum ef aðrir stjórn- málaflokkar en þeir tveir kæmust til valda hér á landi. r Höfundur er alþingiskona. ð geta fir höfuðið um, ekki ð önnur d. af náms- rslu t og við ngar á að skapa ækifæri, ndingar mörg ál. sar tvær r leiðir í kunnugt n í ríkja- ó að á axið ás- að Fær- ríki. vegar usam- bandið og eiga af þeim sökum ekki að- ild að Evrópska efna- hagssvæðinu. Af þeim sökum eru Færeyjar ekki hluti af innri markaði ESB, ólíkt okkur Ís- lendingum. Þetta hefur leitt til þeirrar þversagnar að ís- lensk fyrirtæki geta ekki átt jafn greið viðskipti við þessa nálægu og náskyldu grann- þjóð okkar eins og við flestar aðr- ar þjóðir Evrópu fyrr en nú. Með hinum nýja fríversl- unarsamningi er að mörgu leyti brotið blað í samskiptum Fær- eyinga og Íslendinga. Um leið eru brotnir niður þeir múrar sem verið hafa á viðskiptum milli landanna og snertir það mikla og víðtæka viðskiptahagsmuni beggja þjóða, eins og nærri má geta. Á tímum hnattvæðingar og vaxandi alþjóðlegra samskipta má hins vegar ekki gleyma að rækta af natni sambandið við okkar nánustu og bestu grann- þjóðir. Við eigum ekki aðeins að sameiginlega sögu og menningu heldur eru hagsmunir þjóðanna samofnir að flestu leyti. Nánari samvinna og aukin viðskipti milli þessara tveggja þjóða er því beggja hagur. Aukið samstarf við þjóðir Norðvestur-Evrópu Vonandi er upphafið að nýjum fríverslunarsamningi okkar við Færeyinga mikilvægur áfangi á þeirri leið að skapa sameiginlegt fríverslunarsvæði á norðanverðu Atlantshafi. Samningurinn gæti jafnframt orðið fyrsta skrefið að nánari samvinnu okkar Íslend- inga við fleiri þjóðir í Norð- vestur-Evrópu. Þar má nefna Grænlendinga, íbúa Norður- og Vestur-Noregs, Hjaltlandseyja, Orkneyja, Suðureyja og Háland- anna í Skotlandi. Íbúar á þessu svæði eiga það sameiginlegt að byggja afkomu sína að miklu leyti á auðlindum hafsins, auk þess að eiga sér sameiginlega sögu og menningarlegar rætur. Stjórnvöld þessara landa gætu tekið höndum saman um að efla atvinnulíf og stuðla að nánari innbyrðis viðskiptum á þessu svæði og tryggt þannig stoðir at- vinnulífs á þessu jaðarsvæði í Evrópu. Nánari samvinnu þess- ara landa gæti jafnframt styrkt rödd þeirra sem búa á þessu svæði á alþjóðlegum vettvangi. Við Íslendingar höfum tekið virkan þátt í þeirri alþjóðavæð- ingu viðskipta sem átt hefur sér stað á síðustu árum. En al- þjóðavæðingin má ekki vera á kostnað þess nána og góða sam- starfs sem við höfum átt við grannþjóðir okkar í gegnum ald- irnar. Í raun kallar alþjóðavæð- ingin á enn nánari samvinnu milli þessara þjóða. Við Íslendingar eigum því að taka frumkvæðið að nánari samvinnu og samskiptum þessara þjóða í norðvestanverðri Evrópu. granna í norðri Höfundur er skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. n má ekki vera nána og góða ið höfum átt við ar í gegnum ald- r alþjóðavæð- ri samvinnu...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.