Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 15.06.2003, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 15 w w w .ic el an da ir .is gerðir eru á fyrrihluta hvers árs. Fermetraverð í tveggja herbergja íbúð 136 þúsund krónur Þegar þetta er skoðað nánar kem- ur í ljós að staðgreitt fermetraverð fyrir tveggja herbergja íbúð var tæpar 80 þúsund krónur á fyrrihluta árs 1997, fyrir sex árum. Fermetra- verð í tveggja herbergja íbúð í dag er hins vegar 136 þúsund kr. eða 56 þúsund kr. hærra en það var fyrir sex árum. Fermetraverð fer lækkandi eftir því sem eignirnar stækka, en verð- hækkunin er engu að síður sambæri- leg. Þannig kostaði fermetrinn í þriggja herbergja íbúð rúmar 75 þús. kr. 1997 en rúm 126 þús. á fyrri hluta árs í ár eða um 50 þúsund kr. meira. Fermetrinn í fjögurra her- bergja íbúðum hækkaði úr 70 þús- und kr. í 118 þúsund kr. á sama tíma og í fimm herbergja íbúðum úr 64 þúsund kr. í 110 þúsund kr. Fer- metraverð í fjölbýlishúsum hefur á þessu tímabili hækkað að meðaltali úr 73 þúsund kr. í tæpar 124 þúsund kr., eða um 70% eins og fyrr sagði. Þegar sérbýlið er hins vegar skoð- að sérstaklega kemur í ljós að sér- býli 150–210 fermetrar að stærð hef- ur hækkað um 82% á tímabilinu. Fermetraverðið hefur hækkað úr 64 þúsund kr. í tæplega 117 þúsund kr., eða um 53 þúsund kr. Stærra sérbýli 270–370 fermetrar að stærð hefur hins vegar hækkað mun minna eða um 64% á þessu tímabili, úr 52 þús- und kr. á fermetra í 86 þúsund kr. á fyrrihluta ársins í ár. Mælingar Hagstofu Íslands á verðþróun á húsnæði á ofangreindu tímabili eru mjög í sama anda og ofangreindar tölur bera með sér. Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hefur hækkað um rúm 65% frá því í marsmánuði 1997 eða ívið minna en ofangreindar tölur bera með sér, en þess ber að gæta að þar er húsnæð- isverð á öllu landinu undir. Tvöfalt fleiri kaupsamningar Verðþróun undanfarinna ára má greinilega merkja í auknum umsvif- um á fasteignamarkaði, hvort sem litið er til fjárhæðar eða fjölda þeirra kaupsamninga um íbúðarhúsnæði sem gerðir eru árlega. Þannig eru nálega tvöfalt fleiri kaupsamningar gerðir að meðaltali árin 1998–2000 en á árunum 1990–1995 þegar við- varandi sölutregða var á markaðn- um. Á þessu árabili voru fæstir kaupsamningar gerðir árið 1993, eða 5.277, en flestir voru þeir 1999, eða 11.572 talsins. Vegna verðhækkunar á húsnæði hefur veltan aukist enn meira. Hún hefur meira en þre- faldast frá árinu 1990 þegar hún nam tæpum 34 milljörðum króna, en veltan í fasteignaviðskiptum á árinu 2001 var tæpir 114 milljarðar króna. enn Morgunblaðið/Arnaldur Þjóð gegn þunglyndi – fækkum sjálfsvígum Landlæknisembættið gengst fyrir almennum borg- arafundi í Vetrargarðinum í Smára- lind á morgun, mánudaginn 16. júní kl. 17.17. Til fundarins er boðað til að kynna fræðslu- og forvarnaverk- efnið Þjóð gegn þunglyndi – fækkum sjálfsvígum, sem er samstarfsverk- efni á vegum Landlæknisembætt- isins. Það nýtur stuðnings op- inberrra aðila og fyrirtækja, m.a.: VÍS, Símans, Kaupþings Bún- aðarbanka og SPRON. Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir setur fundinn en síðan flytur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ávarp. Einar Már Guðmundssson rithöfundar verður með upplestur. Erindi halda: Ellý A. Þorsteins- dóttir, framkvæmdastjóri ráðgjaf- arsviðs Félagsþjónustunnar í Reykjavík, og Högni Óskarsson geð- læknir. Fundarstjóri verður Óttar Guðmundsson, yfirlæknir á geðdeild LSH, og mun hann einnig flytja lokaorð. Í fundarlok, kl. 18, fer fram uppboð á fornbíl, Mercedes Benz af árgerð 1958, sem VÍS, aðalstyrktaraðili verkefnisins, stendur fyrir. Mun andvirði bílsins renna óskipt til verkefnisins. Með verkefninu Þjóð gegn þung- lyndi verður sjónum beint að þung- lyndi, sem er stærsti áhættuþáttur sjálfsvíga, í því skyni að reyna að fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstil- raunum eins og kostur er. Verður það gert með margvíslegu upplýs- inga- og kynningarstarfi um allt land á næstu árum, s.s með útgáfu vegg- spjalda og bæklinga sem beint verð- ur til almennings og fagfólks. Samtökin Styrkur úr hlekkjum til frelsis, sem eru samtök þolenda heimilisofbeldis og aðstandenda þeirra halda aðalfund á morgun, mánudaginn 16. júní, kl. 21 í húsi Geðhjálpar að Túngötu 7, Reykja- vík. Fyrirlestur hjá Íslenska stærð- fræðafélaginu verður haldinn á morgun, mánudaginn 16. júní, kl. 16.15, í stofu V157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda Háskólans, (VR-II). Sigurður Helgason, pró- fessor í stærðfræði við MIT háskól- ann í Boston, flytur erindi sem hann nefnir: Óevklíðsk greining. Hann lýsir erindinu svo: Hið óevklíðska plan Bolyais og Lobatschevskys leysti hið 2000 ára gamla vandamál Evklíðs að samsíðufrumsendan er ekki afleiðing hinna. Síðan hefur þetta plan haft grundvallarþýðingu í diffurrúmfræði og Lie-grúpufræð- um. Í erindinu verður lýst sérstakri Fourier-greiningu í þessu plani og ýmsum nýjum setningum, bæði í óevklíðskri Fourier-greiningu og um Radon-vörpunina. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.