Morgunblaðið - 15.06.2003, Qupperneq 21
hér ærnu fé saman í viðskiptum við
oss, og þá væri ekkert líkara, en þeir
stykkju með það, þegar minnst
varði, burt úr landinu. Eg held því,
að það sé ekki vert, að bjóða Gyð-
íngum híngað, og eg sé ekki, að það
bæti neitt um, þó þeir hefðu hér
samkundur sínar; því vér mundum
naumast sækja þær, eða uppbyggj-
ast mikið af þeim. En eg held og, að,
ef verzlunin yrði frjáls, þá muni þeir
einnig koma, og ætla eg það nægja,
þó vér bjóðum þeim ekki híngað
fyrri, með því að biðja um, að lög-
gilda þetta lagaboð um útkomu Gyð-
ínga og rétt þeirra, að setjast hér
að.“
„Gyðingar eru ávallt
auðþekktir á málrómnum“
Sé horft til fyrri tíðar og leitað
frekari heimilda um afstöðu Íslend-
inga til gyðinga verður ljóst að fyrsti
rektor Háskóla Íslands, Björn M.
Olsen, hafði megna óbeit á gyðing-
um og birti (bækling) árásargreinar
á kynþátt þeirra undir dulnefninu
„Húnrauður Másson“.
Þorsteinn Thorarensen blaða-
maður og bókaútgefandi hefir ritað
ítarlega og fróðlega bókarkafla um
þátt Björns M. Olsen í stjórnmálum.
Björn var fréttaritari Þjóðólfs í
Kaupmannahöfn. Hann ritar um
„Gyðingasamkundu kaupmanna“.
„Það er merkilegt, að félag þetta
hefir valið sér hebreskt nafn, enda
hefir gyðingahátturinn skinið út úr
öllum aðgerðum þess.“ Ennfremur:
„Þetta félag hefur borið fyrir sig
ýmsar grímur, en „gyðingar eru
ávallt auðþekktir á málrómnum“.“
Björn M. Olsen ritar Eiríki Magn-
ússyni meistara í Cambridge bréf og
segir þar: „Jeg hef inter nos skrifað
ritgjörð um Húnvetnska verzlun-
arfjelagið, sem jeg ímynda mér að
dönsku kaupmönnunum muni ekki
verða svo vel við, en jeg er „inter-
esseraður fyrir því fjelagi sem Hún-
vetningur. Ritgjörð þessari verður
útbýtt gratis heima og er nú verið að
prenta hana“.
Björn hefur góð orð um að senda
Eiríki eintak.“
Páll Eggert Ólason telur engum
vafa bundið að Björn Olsen hafi
skrifað ritgjörðina vegna áhrifa
Jóns Sigurðssonar. Jón sendir vini
sínum Guðmundi Ólafssyni jarð-
ræktarmanni eintak, sem hann
þakkar fyrir.
Þá má finna í skjalasafni Jóns Sig-
urðssonar blað, sem sýnir tengsl
Jóns við útgáfu bæklingsins. Hér
fylgir ljósrit því til staðfestingar.
„2. Lagaboðið frá 5. apríl 1850 um,
að Gyðíngar mættu koma til Íslands
og taka sér hér samastað, fann þíng-
ið ekki ástæðu til að biðja yðar kon-
únglegu hátign um að leiða hér í lög,
bæði af þeirri ástæðu, að þíngið
hlaut að álíta, að Gyðíngar ekki
mundu verða landi þessu, eins og
hér hagar til, til uppbyggíngar, og
líka þess vegna, að ýmislegar
ákvarðanir Gyðíngum viðkomandi,
sem út komnar eru í Danmörku,
ekki hafa hér lagagildi, og þar af
gæti leitt í uppákomandi tilfellum,
vanda og vafa. Með 13 atkvæðum
gegn 6 ályktaði því þíngið, allra-
þegnsamlegast að ráða frá því, að
þetta lagaboð yrði að sinni lögleitt
hér á landi.“
Hvort Alþingi hefur hér brotið
blað í sögu sinni, eða hvort nefna má
mörg dæmi þess að löggjafarsam-
kundan hafi neitað að staðfesta til-
skipanir konungs er greinarhöfundi
ei kunnugt. Sérfræðingar í sögu Al-
þingis ættu að geta greint frá því.
Auk þess sem að framan er getið
um gyðinga og samskipti við þá má
segja frá því að eiginkona Þórðar
Sveinbjörnssonar dómstjóra og
móðir Sveinbjörns tónskálds Svein-
björnssonar sendi eftir skipslækni á
dönsku skipi sem lá á Reykjavíkur-
höfn. Læknirinn var gyðingur að
nafni Marcus. Hann kvað upp þann
úrskurð að Þórður dómstjóri mætti
ekki dveljast degi lengur í húsi sínu
Nesstofu, landlæknisbústaðnum,
sem var eitt þeirra steinhúsa, sem
reist voru af stjórnvöldum á sinni
tíð. Skipslæknirinn kvað húsið
hættulegt heilsu manna. Var Þórður
fluttur á kviktrjám til Reykjavíkur
og bjó síðan til æviloka við Túngötu,
þar sem ættingjar hans bjuggu síðar
mann fram af manni og lengi heið-
urskona, sem enn lifir háöldruð,
Guðrún Einarson, móðir Magnúsar
Finnssonar ritstjórnarfulltrúa
Morgunblaðsins. Við það hús var
einn fegursti garður Reykjavíkur.
Þar var skógarilmur og blómaang-
an. Konungsgráni sem borið hafði
Friðrik áttunda árið 1907 undi sér
vel á grasblettinum austan við húsið
en bifreiðar keyrðu síðar allan gróð-
ur í kaf og blésu eimyrju og olíu-
brælu að blanda vorvindum.
Margar sögur eru sagðar um
óvinsældir gyðinga og ofsóknir á
hendur þeim. Fræg eru ummæli
Palmerstons lávarðar á breska
þinginu til varnar enskum borgara
af gyðingaættum. Grískur múgur
réðst að húsi hans í Aþenu og
brenndi það til ösku í hefndarskyni
vegna okurs og harðýðgi. Pacificio
hét gyðingurinn og var breskur
borgari. Bretar kröfðust bóta en
Grikkir neituðu. Þá lokaði breski
flotinn höfninni í Piræus og Palm-
erston sagði í ræðu á breska þinginu
„að líkt og rómverskir borgarar
nutu verndar þannig getur jafnvel
hinn aumasti meðal breskra þegna
verið þess fullviss að hann nýtur
verndar ríkisstjórnarinnar hvar sem
hann kann að vera staddur í veröld-
inni“.
Höfundur er þulur.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 21
www.NIVEA.com
L ASH DESIGNER
Fyrsti tvíhliða maskaraburstinn
sem gefur tvöfalt lengri
og þykkari augnhár.
LENGD
ÞYKKT
Stutta hliðin
fyrir takmarkalausa þykkt.
Langa hliðin
fyrir óendanlega lengd.
NYTT!
LASH DESIGNER
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
vikuferð, 16. og 25. júní, 9. júlí.
M.v. 2 í íbúð, vikuferð,
16. og 25. júní, 9. júlí.
Snyrtistofan NEROLI
er tveggja ára mánudaginn 16 júní.
….og við höldum
upp á afmælið og
bjóðum viðskipta-
vinum okkar vel-
komna á GUERLAIN
dag með tilboðum og
kynningum á spenn-
andi nýungum.
Divinore Expert
Confort - algjör nýjung
í púðurfarða, þekjandi
en léttur.
Divinora Tendre Mat - nýr
mattur fljótandi farði fyrir
allar húðgerðir.
GUERLAIN gjöf fylgir öllum
GUERLAIN andlitsböðum.
Skólavörðustíg 6 B, sími 551 7505