Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Norrænt þing meinatækna Samræma kröf- ur um menntun SAMSTARF nor-rænna meinatæknaer öflugt og þeir láta einnig að sér kveða á vettvangi Evrópusamtaka meinatækna. Á nýafstað- inni ráðstefnu norrænna meinatækna í Tromsö í Noregi var rætt hvernig samræma megi kröfur til meinatækna í Evrópu, til að tryggja eitt vinnusvæði. Kristín Hafsteinsdóttir, formaður Meinatækna- félags Íslands, er jafn- framt nýkjörinn formaður Norðurlandasamtaka meinatækna, NML. Nor- rænir meinatæknar halda þing á tveggja ára fresti og næst verður það haldið hér á landi 2005. – Hvert var viðfangsefni þingsins í Noregi? „Þessi þing eru alltaf tvískipt. Annars vegar ræðum við fagið, nýjustu rannsóknir og rannsókn- araðferðir. Hins vegar ræðum við mótun stéttarinnar, enda eru meinatæknar enn að skapa sér ímynd og koma sér betur fyrir í kerfinu. Þetta gerum við bæði á vettvangi NML og á vettvangi Evrópusamtakanna, EPPS. Verk- efni EPPS undanfarið hefur verið að samræma þær kröfur sem gerðar eru til meinatækna hvað varðar menntun og starfsskyldur, þannig að meinatæknar geti flust til innan sameiginlegs vinnumark- aðar í Evrópu, án þess að þurfa að afla sér starfsréttinda að nýju í því landi þar sem þeir kjósa að setjast að. Þetta hefur verið tölu- verður vandi, því mikill munur er á milli menntunar og starfs- skyldna meinatækna eftir lönd- um.“ – Getur þú nefnt dæmi um slík- an mun? „Í Portúgal er málum til dæmis allt öðru vísi háttað en hér. Fagið er eingöngu karlafag, menntun þeirra er lengri en meinatækna víðast annars staðar og flestir reka þeir eigin rannsóknarstofur. Hér á landi eru meinatæknar með BS-próf, að vísu BS-honors gráðu, sem þýðir að 120 einingar eru að baki. Í Þýskalandi hins vegar eru meinatæknar með minni menntun en víðast annars staðar. Og svo hefur öll Austurblokkin komið inn í Evrópusamtökin og þar koma enn ný sjónarmið sem þarf að huga að. Bakgrunnur meina- tækna er því mjög ólíkur. Námið er allt frá 3 árum upp í 6 ár. Sumir kunna bara að raða upp sýnum og undirbúa rannsóknir, en læknar vinna verkið. Hér á landi hefur það aldrei tíðkast, meinatæknar fullvinna allar rannsóknir. Í Eng- landi hafa þeir þann háttinn á, að hafa starfshluta námsins langan, enda hentar rannsóknarstofum vel að hafa meinatækna lengi á nemakaupi. Meinatæknar í Norð- ur-Evrópu eru tvímælalaust með hátt menntunarstig og meira sjálfstæði í starfi en víða þekkist.“ – Er samræming þá óyfirstíg- anlegt verkefni? „Nei, nei, ekkert er óyfirstíganlegt. Við höfum þegar fundið lágmarkssamnefnara meinatækna, sem er 3–4 ára nám. Þar fyrir ofan kemur svo sérfræðistig, sem er byltingin. Okkur hefur ekki tekist að fá því framgengt hér á landi að meina- tæknar teljist sérfræðingar, þótt þeir séu með masters-gráðu eða jafnvel doktorsgráðu í faginu. Þetta er erfitt, en það mun tak- ast.“ – Hvað áttu við með að þeir telj- ist sérfræðingar? „Núna er það svo, að þeir meinatæknar sem sækja sér masters- eða doktorsgráðu njóta þess í launum, en ekki í stöðu. Samkvæmt lögum um meina- tækna ber okkur að starfa undir handleiðslu og á ábyrgð sérfræð- inga. Þetta ákvæði hefur alltaf verið túlkað á þann veg, að meina- tæknar skuli starfa undir hand- leiðslu lækna. Hvers vegna geta meinatæknar ekki starfað undir handleiðslu og á ábyrgð sérfróðra, sérmenntaðra meinatækna, sem eru með masters-gráðu eða dokt- orspróf?“ – Hvað kemur í veg fyrir að þessi breyting gangi í gegn hér á landi? „Í hvert skipti sem við leitum til heilbrigðisráðuneytisins með hug- myndir af þessu tagi, og það höf- um við gert margoft, er erindi okkar sent til Læknafélagsins og þar er því hafnað.“ – Hversu mikilvægt er fyrir ykkur að sækja ráðstefnur um faglegan þátt starfsins? „Mjög mikilvægt. Meinatæknar eru hvorki læknar né líffræðing- ar, heldur rannsóknarfólk. Við þurfum að hittast til að deila þekkingu á góðum vinnubrögðum, fá að skoða rannsóknarstofur hvert hjá öðru og fleira af því tagi.“ – Hvernig er aðstaðan hér á landi? „Hún er mjög góð. Íslenskir meinatæknar standa framarlega í faginu. Á þinginu í Tromsö kynntum við íslenskar rannsóknir, sem sýndu sérstaka kristalla sem geta fallið út í nýrum. Það vakti mikla athygli að við hefðum sjálf- ar unnið slíkar rannsóknir. Meinatæknafélag Íslands er líka mjög öflugt félag og samstaðan innan þess er heimsfræg. Starfs- aldur íslenskra meinatækna er hár, hann er nú 32–33 ár á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Á hverju ári útskrifast 9 meina- tæknar, en atvinnuleysi er óþekkt í okkar röðum.“ Kristín Hafsteinsdóttir  Kristín Hafsteinsdóttir, for- maður Meinatæknafélags Ís- lands, er fædd 23. febrúar 1951 í Reykjavík, en alin upp í Keflavík og Grindavík. Stúdent frá nátt- úrufræðideild MR 1971 og fór síðan í nám í meinatækni í Tækniskóla Íslands. Sérgreinar voru meinefnafræði og lífeðl- isfræði. BA í ensku frá HÍ og M.Phil. í bókmenntafræði við Sydney-háskóla í Ástralíu. Krist- ín hefur unnið sem meinatæknir á Íslandi og í Englandi, starfað við greinaskrif, kennslu og við söfn. Hún á þrjú börn, Gísla Jök- ul, Hafstein og Þorbjörgu. Meinatæknar teljist sér- fræðingar ÞEIR halda sínu striki strákarnir á Goðaborg NK þótt meðalaldur áhafnarinnar sé rúm áttatíu ár. Það eru þeir mágarnir Haukur Ólafsson 86 ára og Björgvin Jónsson 75 ára sem stunda handfæraveiðar á Goða- borg, sem er fjögurra tonna trilla, í dagakerfinu. Frek- ar leiðinleg tíð hefur verið til sjósóknar fyrir þá félaga og smábáta almennt að undanförnu, en oft hefur aflast þokkalega þegar á sjó hefur gefið. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hár meðalaldur á Goðaborginni Neskaupstað. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.