Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is GÍSLI RÚNAR HJALTASON prófessor við Waterloo University í Kanada, lést fimmtudaginn 19. júní síðastliðinn. Eiginkona, foreldrar, systir og aðrir aðstandendur. ✝ Kristín Þ. Magn-úsdóttir fæddist í Viðey, 25. júlí 1913. Hún lést á Landspít- ala Háskólasjúkra- húsi í Fossvogi, 16. júní síðastliðinn. Hún var þriðja yngst sjö barna hjónanna Jón- ínu Guðmundsdóttur og Magnúsar Jóns- sonar. Magnús og elsta systirin, Guð- björt, létust úr spænsku veikinni 1918. Önnur systkini Kristínar voru þau Guðmundur, Margrét, Sigríður, Haraldur, Ragna og hálfsystkinin Ingvar sem lést á unga aldri og Pálína sem ein lifir systkini sín. Kristín giftist Vilhelm Davíðs- syni blikksmíðameistara 31. maí 1936. Hann lést langt fyrir aldur fram 1967. Synir þeirra hjóna eru: 1) Davíð, f. 1938, kvæntur Ursulu Eichenherr. Börn þeirra eru: Svala, gift Eric van Reem. Synir þeirra eru Dennis Ragnar og Nils Magnús. Kristján, kvæntur Man- uelu Renger og eru synir þeirra Eric og Henrik. 2) Guðbjartur, f. 1944, sem kvæntist Sigríði Birnu Guðmundsdóttur (lést 2000). Börn þeirra eru: Vilhelm, kvæntur Guðnýju Arnarsdóttur. Þeirra börn eru: Sandra Björk, Dór- othea Birna, Davíð Birkir og Kristín Björt. Guðmundur Örn, og er kona hans Ingifríður Ragna Skúladóttir. Börn Guðmundar eru Ás- dís Erna, Grétar Örn og sonur Guðmund- ar og Ingigerðar er Patrik. Eydís Erna, sem er gift Sigurbergi Loga Benediktssyni. Börn þeirra eru Guðbjartur Ingi og Birna Særós. 3) Hafsteinn, f. 1949, kvæntur Helgu Unni Georgsdóttur. Börn þeirra eru: Alma Björk, Elfa Ýr, Hafsteinn Már og Íris Björk, sem er dóttir Hafsteins frá fyrra hjónabandi. Íris er gift Vilhjálmi Andra Ein- arssyni. Börn Ölmu eru Helgi Mikael og Sara Líf og barn Írisar og Andra er Hekla Eir. Útför Kristínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku amma mín. Þó að maður vissi að hverju stefndi er samt svo sárt að þú skulir vera farin. Mér fannst alltaf svo gaman og notalegt að koma til þín og þú lést mig alveg finna hversu vænt þér þótti um mig. Ég mun sakna þín mikið og það er mjög sárt að hugsa til þess að ég muni aldrei aftur geta heimsótt þig á Laugarnesveginn. Nú hefurðu yfirgefið þennan heim, ert komin á nýjan stað og laus við allar þjáningar. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir í góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Elsku hjartans amma mín, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum. Minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu. Íris Björk. Elsku Stína amma. Núna ertu far- in til Guðs og Villa afa. Þú varst svo falleg og mikill friður yfir þér þegar ég kvaddi þig í síðasta skipti. Við höldum alltaf að við höfum endalaus- an tíma og ætlum alltaf að gera allt á morgun. Ég er ofsalega þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu og mest af öllu fyrir hann pabba minn. Guð er svo góður og veit alltaf nákvæmlega hvað það er sem við þurfum og svo sannarlega var hann með það á hreinu í mínu lífi. Það besta sem ég gat upplifað í mínu lífi var að kynnast ykkur. Og Guð vissi nákvæmlega hvaða engill skyldi vera mamma hans pabba og fyrir hann pabba minn verð ég þér ævinlega þakklát. Það koma ótal minnningar í huga minn þegar ég hugsa um þig. T.d. það þegar ég var niðursokkin í sápu- óperur og missti af nokkrum þáttum og í hvern var þá betra að hringja í en þig og þú sagðir mér allar nýjustu fréttirnar og við töluðum heillengi um þetta alveg eins og þetta væru vinir okkar. Þú varst alveg einstök og falleg kona og reyndist mér og börnunum mínu sönn amma og langamma og það var svo fallegt þegar Sara Líf kvaddi þig í síðasta sinn, kyssti þig á ennið í kveðjuskyni. Það var eins og englarnir hefðu sagt henni að nú værir þú að fara. Elsku Stína amma, ég bið til Guðs, að ég megi gefa börnunum mínum þó ekki væri nema helminginn af því sem þú gafst pabba, til að þau megi vera eins og afi. Nú veit ég að þú hvílir í friði hjá Drottni. Mig langar að kveðja þig með bæn sem er mér mjög kær: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þín sonardóttir, Alma Björk. Elsku Stína amma mín. Ég get varla ímyndað mér hversu erfiðir síðustu dagar hafa verið fyrir þig en nú er biðinni loksins lokið og þú ert komin heim til Guðs þar sem þú færð eilífa hvíld. Nú er ekki lengur myrk- ur hjá þér, heldur ljós, ljós Guðs sem þú þráðir svo heitt síðustu dagana þína. Ég er svo fullviss í hjarta mínu að Jesús tekur á móti þér með opnum örmum og býður þig velkomna í ríki sitt þar sem gleði, friður og fögnuður ríkir að eilífu. Amma, ég virkilega dáist að þér, styrk þínum, hugrekki og baráttu- vilja. Þú gafst aldrei upp og þú stóðst á eigin fótum allt til enda alveg eins og þú þráðir. Ég dáist einnig að því hversu þakklát þú varst öllum þeim sem hjálpuðu þér og voru þér góðir. Þú varst virkilega yndisleg og góð kona og þú hefur alltaf verið mér góð amma og ég elska þig ótrúlega heitt. Ég á mjög erfitt með að átta mig á því að þú skulir vera farin og að ég muni ekki fá að hitta þig oftar. Ég á virkilega eftir að sakna þín. Þú ert og munt alltaf vera dýrmæt perla í hjarta mínu. Ég sé þig og afa, hann Villa þinn, alveg fyrir mér í huga mínum leiðast inn í eilífa Paradís Guðs hamingju- samari en nokkru sinni fyrr. Ég þakka Guði fyrir þig og þakka þér fyrir allt og ég legg þig í Guðs hendur og bið hann að blessa þig og minningu þína að eilífu. Drottinn minn og Guð minn, þú gefur lífið og þú einn getur tekið það aftur. Þú hylur það eitt andartak í leyndardómi dauðans til að lyfta því upp í ljósið bjarta, sem eilífu lífi til eilífrar gleði með þér. Lít í náð til mín í sorg minni og söknuði. Lauga sorg mína friði þínum og blessa minningarnar, jafn þær björtu og þær sáru. Lát mig treysta því að öll börn þín séu óhult hjá þér. Í Jesú nafni. Amen. (Karl Sigurbjörnsson biskup.) Ömmustelpan þín Elfa Ýr. Nú er víst komið að kveðjustund- inni hjá okkur, Stína amma mín. En eitt gleður mig samt núna við þetta allt og það er að vita það að þessi kveðjustund er bara tímabundin, hún varir einungis þangað til við hitt- umst aftur á himninum hjá Jesú og verður það gaman að hitta þig aftur og að fá loksins að hitta Villa afa. Núna þegar ég sit hérna að skrifa þessa grein kemur ekkert annað í hug en það hvað þú varst æðisleg. Þú varst alltaf bara Stína amma. Þú varst ekki þessa „týpíska“ amma eins og þær eru í bíómyndunum, nei alls ekki, þú varst amma mín. Gæti ekki óskað mér betri ömmu en þig. Þegar ég rifja upp allar stundirn- ar sem við áttum saman koma stund- irnar sem við áttum síðustu vikurnar þínar fyrst í huga minn. Hvað þú náðir að vera glöð þegar ég kom til þín á spítalann. Þú varst meira að segja það jákvæð að þér þótti meira að segja spítalamaturinn góður. Mig langar að leyfa þér að hafa þessar fallegu línur í hjarta mínu til minn- ingar um þig og þær eru: Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. (Úr 23. Davíðssálmi.) Ég held að nú sért þú komin á þann stað þangað sem allir vilja komast, þú ert komin til Jesú. Þú hefur fundið ljósið sem þú varst að tala um um daginn þegar þú sagðir að þú værir að bíða eftir að hitta Guð, því þú sagðir að þú vissir að hann ætlaði að taka vel á móti þér. Ó, hvað ég væri til í að heyra frá þér hvað þú ert að gera núna. Ég geri ráð fyrir að þú sért búin að hitta hann Villa afa og alla hina. Það gleður mig líka að vita að þú fékkst það sem þú alltaf þráðir og það var að sjá fyrir þér sjálfri alla ævi þína og það gerðir þú með stakri prýði alveg þangað til þú fórst til Paradísar. Elsku Stína amma, þú veist að ég hef og mun alltaf elska þig af öllu mínu hjarta og þú átt risastóran stað í hjarta mínu. Lof sé Guði fyrir þig, amma, því án þín væri ekkert eins. Takk fyrir að hafa verið þú. Ég elska þig, amma. Þinn ömmustrákur, Hafsteinn Már. KRISTÍN Þ. MAGNÚSDÓTTIR ✝ Sigurður Guð-mundsson fædd- ist í Selárdal í Hörðudalshreppi í Dalasýslu 8. febrúar 1909. Hann andaðist á hjartadeild Land- spítala við Hring- braut fimmtudaginn 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Sigríður Sigurðardóttir frá Arnarstapa á Snæ- fellsnesi, f. l6. mars 1879, d. 9. nóvember 1968, og Guðmundur Jónasson, kennari frá Stóra- Skógi í Dalasýslu, f. 6. júlí 1873, d. 12. nóvember 1952. Systkini Sigurðar eru: Margrét Sigrún, f. 1. ágúst 1907, d. 16. maí 1997; Una f. 3. júlí 1910, d. 13. mars 2003; Ólöf, f. 17. mars 1913; og Ragnheiður, f. 28. nóvember 1919, d. 5. janúar 2003. Hinn 2. júní 1934 kvæntist Sigurður Huldu G. K. Sigurð- ardóttur, f. 17. júní 1910, d. 3. maí 1999. Hulda og Sigurður bjuggu á Langholts- vegi 59 frá 1942 eða í sextíu ár. Dóttir þeirra er Björk Sig- urðardóttir hjúkr- unarfræðingur, gift Einari H. Jónmunds- syni lækni og eiga þau tvö börn, Sigurð Einarsson rafeindavirkja og Ey- rúnu Einarsdóttur, BA í mann- fræði, hennar maður er Carlos Cardoza, iðnaðarverkfræðingur frá Kostaríku í Mið-Ameríku. Útför Sigurðar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kvaddur er nú vinur til fjörutíu ára. Sigurði kynntist ég 1964 er ég kvæntist dóttur hans, Björk, og tengdist honum þar með fjölskyldu- böndum. Bjuggum við ungu hjónin á Langholtsveginum í húsi Sigurðar og Huldu fyrstu búskaparárin okkar í kærleiksríku umhverfi. Tókst strax með okkur góður vinskapur sem hélst alla tíð og mér tekið sem syni og veitt- ur allur sá stuðningur sem tekjulítill námsmaður þurfti á að halda. Sigurður sleit barnsskónum í Geirshlíð í Miðdölum. Var hann um tíma vinnumaður hjá Ólafi á Fells- enda og vann þá meðal annars við vegagerðina frá Norðurárdal og yfir Bröttubrekku. Um tvítugt fluttist hann til Reykjavíkur, settist í Iðn- skólann og lærði húsasmíði og tók síð- an meistarapróf í þeirri grein. Ól hann þá ósk í brjósti að læra arkitekt- úr en ekki voru fjárráð til þess. Sigurður vann lengst af við húsa- smíðar, síðar innréttingasmíði á verk- stæði en þoldi þá vinnu illa vegna astma. Gerðist þá húsvörður og um- sjónarmaður í Iðnskólanum í Reykja- vík þar sem hann starfaði í nær fimm- tán ár eða til sjötíu og fjögurra ára aldurs. Á þeim árum keypti ég fokhelt rað- hús. Naut ég þá fagkunnáttu Sigurð- ar við að fullgera það hús, vinnu hans og tilsagnar svo lítið var um aðkeypta trésmíðavinnu. Sigurður var meðlimur í Oddfell- ow-reglunni, en sótti lítið fundi á seinni árum eftir að vinur hans í þeirri reglu, Stefán Bachmann, féll frá. Sig- urður var glaðvær í vinahópi, hafði fallega söngrödd og næmt tóneyra. Hann var vel hagmæltur og liggja eft- ir hann margar vísur og hann kunni utanað fjölda vísna og ljóða. Á yngri árum lærði hann að leika á fiðlu en ekki hélt hann þeirri kunnáttu við. Sigurður missti konu sína fyrir fjórum árum. Hafði hún lengi átt við vanheilsu að stríða. Sigurður var henni stoð og stytta og hjúkraði henni svo aðdáunarvert var. Að frátöldum astma var Sigurður mjög heilsugóður alla tíð og sérlega ern. Fyrir tæpum fimm árum fór að bera á hjartsláttaróreglu. Fékk hann þá gangráð til hjartans og varð eins og nýr maður. Andlegur styrkur var alltaf óskertur. Fram á það síðasta fylgdist hann vel með gangi þjóðmála bæði hér heima og erlendis og las mikið. Má segja að ellin hafi lagt hann að velli 94 ára gamlan eftir stutta glímu. Einar H. Jónmundsson. Á einum fegursta degi þessa sum- ars kvaddi aldinn fjölskylduvinur þennan heim. Upp kemur söknuður og minningar leita á hugann. Sigurð- ur tilheyrði þeirri kynslóð er nú er smám saman að hverfa og hafði svo sannarlega lifað miklar þjóðfélags- breytingar. Hann var af bændafólki kominn, en fór ungur að heiman til náms í trésmíði, eins og það hét þá. Námsárin voru ólík því sem iðnnemar búa við í dag. Launalaus ár, en fæði og húsnæði hjá meistaranum og síðan skóli að kvöldi að vinnudegi loknum. Húsasmíði varð lífsstarf Sigurðar, en hann vann sem húsasmíðameistari til margra ára. Kynni foreldra okkar og þeirra Sigurðar og Huldu, konu hans, hófust skömmu eftir að Sigurður og Hulda fluttu ásamt ungri dóttur sinni í ný- byggða húsið við Langholtsveg 59. Sigurður hafði byggt húsið af elju og dugnaði, að mestu í helgar- og kvöld- tímum að loknum vinnudegi. Heimili okkar stóðu sitt hvorum megin göt- unnar. Kynnin urðu að vináttu er stóð í 40 ár og hélt áfram milli þeirra og okkar systra eftir lát foreldra okkar. Sigurður og Hulda voru góðir og trygglyndir vinir og eftir lát foreldra okkar var missir þeirra og söknuður mikill. Þegar foreldrar okkar ákváðu að byggja sumarbústað við Hafravatn á árum áður var Sigurður sjálfkjörinn til þessa verks. Margar eru minning- arnar frá þessum árum er báðar fjöl- skyldurnar dvöldu þarna um helgar en móðir okkar og Hulda ásamt Björk, dóttur þeirra, og oft önnur hvor okkar systra mest allt sumarið. Í gömlum myndaalbúmum frá þessum árum eru myndir af pabba og Sigurði á bátnum á Hafravatni með veiðistangir. Lítil var veiðin, nokkrar smámurtur, en samveran var veiðinni dýrmætari. Þessi ár eru svo minnisstæð enda oft um þau rætt. Í minningunni eru þessi ár ætíð sólrík og yndisleg. Sumarbústaðurinn var seldur en við tóku ýmsar sameiginlegar ferðir þeirra. Afmælisdagur Huldu var á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní. Þá var hefð til margra ára að þau fóru alltaf saman fjögur í afmæliskaffi og jafnan á sama veitingahúsið. Sigurður gerðist félagi í Oddfellow- reglunni og varð félagi í sömu stúku og faðir okkar. Samfylgd þeirra í regl- unni stóð í 35 ár. Ávallt urðu þeir sam- ferða og ekkert breyttist þótt foreldr- ar okkar flyttu af Langholtsveginum. Sigurður söðlaði um, hætti hús- byggingum og starfaði sem húsvörð- ur í Iðnskólanum í Reykjavík síðustu starfsárin. Hann var vinsæll í því starfi, var bæði samviskusamur og lipur í samstarfi. Sigurður missti lífsförunaut sinn hana Huldu fyrir fjórum árum. Hulda missti sjónina og varð að dvelja á Hjúkrunarheimilinu Skjóli síðustu æviárin. Trygglyndi og umhyggja Sigurðar var aðdáunarverð. Hvern dag fór hann í heimsókn til konu sinn- ar, las dagblöðin eða annað lesefni og stytti henni þannig stundirnar. Eftir fráfall Huldu fór hann oftast vikulega í heimsókn á Skjól og hélt tengslum við það ágæta fólk er annast hafði Huldu. Hann mat það og störf þess mikils. Nú er Sigurður allur. Blessuð sé minning hans. Við systur og fjölskyld- ur okkar sendum einkadótturinni, Björk, eiginmanni og börnum innileg- ustu samúðarkveðjur. Susie og Greta Bachmann. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.