Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HJÓNIN Karen Björgvinsdóttir og Adam Reeve unnu heimsmeistarakeppnina í tíu dönsum atvinnumanna í Tókýó í Japan um helgina. Þau báru sigurorð af 22 pörum alls staðar að úr heiminum, en þau keppa fyrir hönd Íslands. Í keppni í tíu dönsum gildir samanlagður árangur í suður- amerískum dönsum og standard-dönsum. „Þetta er eitthvað sem maður trúir ekki ennþá. Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segir Karen. Þrotlausar æfingar liggja að baki árangri sem þessum og segir hún að síðustu tveir mánuðir hafi sérstaklega ver- ið undirlagðir af æfingum. Kara Arngrímsdóttir, varaforseti Dans- ráðs Íslands og annar eigenda Dansskóla Jóns Péturs og Köru, segir að þessi árang- ur Karenar og Adams sé mjög mikil við- urkenning fyrir dansinn á Íslandi. „Þetta auglýsir okkur mjög vel og kemur Íslandi enn betur á kortið í dansheiminum,“ segir hún. Íslendingar heimsmeist- arar í sam- kvæmisdansi  Lífið/6 fulltrúar ráðuneytisins sjálfs og aðilar úr hernum,“ segir Gunnar. Ekki óvenjulegt að senda svo fjölmenna sendinefnd Í gærkvöldi hafði endanlegur þátttakendalisti Bandaríkjamanna ekki borist og ekki var ljóst hvort fulltrúar varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli yrðu í sendinefndinni. Aðspurður sagðist Gunnar Snorri ekki telja óvenjulegt að Bandaríkjamenn sendu svo fjöl- menna sendinefnd til Reykjavíkur. Hann sagði hins vegar að þátttaka fulltrúa Hvíta hússins væri að nokkru leyti óvenjuleg. Fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af bréfaskiptum Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna. Gunnar Snorri segir að á fund- inum muni fulltrúar ríkjanna gera grein fyrir afstöðu ríkisstjórna sinna. Í sendinefnd Bandaríkjanna verða fulltrúar frá bæði utanríkis- ráðuneyti og varnarmálaráðuneyti auk þess sem fulltrúi þjóðarörygg- isráðsins, sem heyrir beint undir forsetann í Hvíta húsinu, verður með í för. „Frá bandaríska varn- armálaráðuneytinu koma bæði Í DAG klukkan níu hefst fundur í utanríkisráðuneytinu við Rauðar- árstíg um framkvæmd tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, fer fyrir samningaliði Ís- lands. Aðrir í hópnum eru m.a. Al- bert Jónsson, forsætisráðuneyti, Sturla Sigurjónsson, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, og Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Washington. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um eða eftir há- degi. Fundur um varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna Hvíta húsið send- ir fulltrúa hingað SUMARSÓLSTÖÐUR voru um helgina en laugardagur var lengsti dagur ársins. Miklar stillur voru um land allt en að sögn Sigrúnar Karlsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Ís- lands, var besta veðrið á norðanverðu land- inu, þar var logn og víða jafnvel heiðskírt. „Það var hið ágætasta veður á sumarsól- stöðum. Það var hægviðri á öllu landinu, létt- skýjað norðantil, það var svolítið súldarloft með austur- og suðausturströndinni. Annars staðar var hálfskýjað eða skýjað,“ segir hún. Í dag er spáð fínu veðri en hún bendir þó á að líkur séu á síðdegisskúrum á vest- anverðu landinu. Hún segir að von sé á suð- austlægum áttum frá þriðjudegi og fram á laugardag. „Á þriðjudag verður komin aust- an- og suðaustanátt og verður dálítil rigning sunnantil á landinu. Á miðvikudag verður rigning víða, þó síst norðaustanlands. Það verður milt áfram en vætusamt sunnan- og vestantil næstu daga, frá og með þriðjudeg- inum. Hitinn verður ágætur, 11–17 stig,“ segir Sigrún. Margir nýttu sumarsólstöðurnar til útiveru og lögðu meðal annars fjölmargir leið sína að Garðskagavita til að fylgjast með sólsetr- inu. Sólin settist bakvið Snæfellsnesfjallgarð- inn fjórum mínútum eftir miðnætti og var þá fagurt um að litast, eins og myndin ber með sér. Stillur á sumarsólstöðum um allt land Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðar ÍSLENSK auglýsing um Thule-bjór var tilnefnd til verðlauna á auglýs- ingahátíð sem lauk í Cannes á laug- ardaginn. Tilnefningin er talin mikil viðurkenning enda er þessi hátíð í Cannes talin ein sú mikilvægasta í auglýsingaheiminum. Auglýsingin vann ekki til verðlauna á hátíðinni. Reynir Lyngdal, leikstjóri auglýs- ingarinnar, segist telja að þótt Thule- auglýsingin hafi ekki unnið til verð- launa þá sé tilnefningin mikill heiður. Reynir hafði ekki gert ráð fyrir til- nefningunni áður en hann hélt til Frakklands og var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna þar sem hann hafði í nógu að snúast, mikil örtröð var við athöfnina, miði á herlegheitin kostaði um 200 þúsund íslenskar krónur og hann vildi ekki leggja í þann kostnað. Leikstjórinn var ekki viðstaddur í Cannes Aðgöngu- miðinn kostaði 200 þúsund VEGNA tvöföldunar á Reykjanes- braut hafa verktakar tekið efni í gömlum námum í Afstapahrauni við Kúagerði. Þessi aukni námu- gröftur hefur gengið mjög nærri forn- og náttúruminjum á svæðinu. Á laugardag höfðu vinnuvélar grafið mjög nálægt fornum hlöðn- um garði og svonefndum tóustíg sem liggur austan við námuna. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, ötuls áhugamanns um náttúru og sögu Reykjanessins, er tóustígur- inn náttúrufyrirbrigði en var fyrr á öldum notaður af mönnum sem fluttu hrís. Garðurinn, sem liggur þvert á stíginn, er að öllum líkind- um yfir 100 ára gamall og telst því til fornminja. Ómar segir að jafnvel þó að stígurinn og garðurinn verði ekki eyðilagðir af stórvirkum vinnuvélum sé nú þegar búið að ganga svo nálægt þessum minjum að þær fái engan veginn að njóta sín. „Það er algjör óþarfi að fara svo nálægt þessum minjum því það er nóg af hentugu efni á svæðinu,“ segir hann. Námugröfturinn lýsi virðingarleysi fyrir landi og nátt- úru. Tvöföldun Reykjanesbrautar er í fullum gangi Segir námugröft ganga nærri fornminjum FJALLGÖNGUMAÐUR fannst lát- inn í hlíðum Kirkjubólsfjalls við Skut- ulsfjörð í gær. Hinn látni hét Hjálmar Steinþór Björnsson, fæddur 14. októ- ber 1959, til heimilis á Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Ísafirði var síðast vitað af ferðum Hjálmars seinnipartinn á laugardag en þá stefndi hann upp í Naustahvilft í Kirkjubólsfjalli, sem er við austanverðan Skutulsfjörð. Veg- farandi hafði samband við lögreglu aðfaranótt sunnudags upp úr mið- nætti og benti á að mannlaus bíll væri við fjallið og hóf lögregla þá eftir- grennslan. Rétt fyrir klukkan þrjú á sunnudag var allt tiltækt björgunarlið á Ísafirði kallað út til leitar, þar á meðal björgunarsveitarmaður með leitarhund sem fann Hjálmar um klukkustund síðar. Hafði hann hrap- að alllangt niður hlíðar fjallsins og tal- ið er að hann hafi látist samstundis. Banaslys í Kirkju- bólsfjalli LÖGREGLAN á Egilsstöðum stöðvaði tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur á þremur klukku- tímum þegar hún var við hraða- mælingar á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Umferð var ekki ýkja mikil en lögreglumaður sem Morgun- blaðið ræddi við sagði greinilegt að menn ækju greitt þarna um. Sá sem hraðast ók var á tæplega 140 km hraða. Hratt ekið á Háreks- staðaleið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.