Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SLÖKKVILIÐSMENN í Arizona reyna að bjarga húsi sem er í þann mund að verða kjarreldi að bráð. Eldarnir hafa á liðnum fimm dög- um grandað 250 heimilum í smá- bænum Summerhaven, vinsælum ferðamannastað í Arizona. Eitt þús- und manna slökkvilið er komið til bæjarins til að berjast við eldana sem þegar hafa eyðilagt um 3.000 hektara lands. Heitir vindar auka kraft eldanna sem óttast er að muni eyðileggja tugi þúsunda hektara lands til viðbótar áður en yfir lýk- ur. Embættismenn á staðnum gera ráð fyrir að tvær til þrjár vikur taki að vinna bug á eldsvoðanum. Eldar í Arizona granda 250 heimilum AP ÍSRAELAR skutu á laugardags- kvöld háttsettan meðlim Hamas, heittrúarsamtaka Palestínumanna, Abdullah Qawasmeh. Ísraelar telja hann hafa verið ábyrgan fyrir minnst fimm sjálfsmorðsárásum sem gerðar voru í Ísrael, þar á meðal mann- skæðri árás sem gerð var 11. júní sl. í strætisvagni í vesturhluta Jerúsal- ems. Er vígið talið eiga eftir að hrinda af stað nýrri öldu ofbeldis í Mið-Austurlöndum. Úrvalssveit ísraelskra landa- mæravarða skutu Qawasmeh í borg- inni Hebron á Vesturbakkanum en að sögn vitna reyndi hann að flýja hermennina. Árásin á Qawasmeh var gerð aðeins degi eftir fund Colins Po- wells, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Ariels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels, og Mahmud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna. Fundur ráðherranna þriggja var til- raun til að koma hinum svokallað Vegvísi til friðar í framkvæmd. Háttsettur embættismaður Ham- as-samtakanna, Abdulaziz al-Rant- issi, sem sjálfur var skotmark Ísr- aelsmanna fyrr í þessum mánuði, tjáði fréttastofu AFP í gær að morðsins yrði hefnt. „Við munum refsa fyrir hryðjuverkaðaðgerðir síonista,“ sagði hann og bætti við að Hamas myndi bregðast við „þessum nýja glæp“. Abbas á um þessar mundir í við- ræðum við Hamas-liða og önnur hryðjuverkasamtök til að reyna að komast að samkomulagi um að þau hætti árásum á Ísrael. Viðræðurnar eru á viðkvæmu stigi og því gerir morðið á Qawasmeh Abbas erfitt fyrir. „Við myndum berjast á móti hryðjuverkum síonista þótt engar viðræður stæðu yfir og við munum halda viðræðum áfram líkt og síon- istar væru ekki að fremja hryðju- verk,“ sagði Rantissi í gær. Þá lýstu talsmenn Hamas því yfir að morðið á Qawasmeh myndi ekki setja vopnahlésviðræður við Abbas úr skorðum. Að þeirra sögn munu samtökin fallast á vopnahlé ef Ísrael- ar hverfa frá Gaza og láta af þeirri umdeildu stefnu sinni að ráða niður- lögum Hamas með því að drepa alla háttsetta meðlimi samtakanna. Ariel Sharon fagnaði í gær morð- inu á Qawasmeh og kallaði það „vel heppnaða aðgerð“. Þá sagði hann að háttsettir meðlimir Hamas myndu áfram verða skotmörk Ísraelshers meðan Palestínumenn upprættu ekki samtökin og aðra harðlínuhópa. Kom þetta fram í opinberri yfirlýs- ingu sem send var fréttastofu AFP. Háttsettur Hamas-liði skotinn í Hebronborg Sharon kallar vígið „vel heppnaða aðgerð“ og hrósar sérsveit Ísraelshers Jerúsalem. AFP. Reuters Hanin, 10 ára dóttir Abdullah Qawasmeh, meðlims Hamas-samtakanna heldur á mynd af föður sínum sem var myrtur á laugardagskvöld. STJÓRNVÖLD í Belgíu ætla að þrengja en ekki afnema um- deild lög, sem heimila máls- höfðun gegn þeim, sem sakaðir eru um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Höfða má mál- ið gegn hverjum sem er og án tillits til þjóðernis eða þess hvar glæpurinn var framinn. Megintilgangur breytinganna verður að koma í veg fyrir til- efnislitla lögsókn gegn frammámönnum í öðrum ríkj- um. Lögin umdeildu, sem eru frá árinu 1993, verða hins vegar ekki afnumin eins og Banda- ríkjastjórn hefur krafist en George W. Bush Bandaríkja- forseti og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hafa verið ákærðir fyrir belgískum dóm- stóli fyrir stríðsglæpi í Írak. Finnar vilja fremur ESB-varnir UM 51% Finna vill, að þjóðin taki þátt í að móta sameigin- lega varnarstefnu Evrópusam- bandsins en aðeins 16% vilja gerast aðilar að Atlantshafs- bandalginu, NATO. Kemur það fram í nýrri skoðanakönnun. Mikill meirihluti var þeirrar skoðunar, að hvorki ESB né NATO myndi tryggja að fullu öryggi landsins en 31% taldi þó ESB líklegra til þess en aðeins 17% NATO. Sjónvarps- stöð lokað ALLUR sjónvarpsrekstur í Rússlandi er nú í höndum rík- isins eða fyrirtækja, sem ríkið á meirihluta í, en síðustu óháðu sjónvarpsstöðinni, TVS, var lokað í gær. Hafði rekstur hennar gengið illa og var henni lokað er dómstólar ákváðu, að gengið skyldi að henni. Starfs- mennirnir halda því þó fram, að ákvörðunin hafi fremur verið af pólitískum rótum runnin en fjárhagslegum. Samtöl forsætis- ráðherrans voru hleruð ÍTALSKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gær, að Bandaríkja- menn hefðu hlerað samtöl milli Giuliano Amatos, sem var for- sætisráðherra Ítalíu 1992, og Salvo Ando, sem þá var varn- armálaráðherra landsins. Kem- ur það fram í skjölum, sem gerð hafa verið opinber að hluta samkvæmt bandarísku upplýs- ingalögunum. Raunar hefur út- skrift af samtalinu ekki verið birt en það snerist um rann- sókn á hrapi DC-9-farþegaþotu ítalska flugfélagsins Itavia 27. júní 1980 en með henni fórust allir um borð, 81 maður. Nú, 23 árum síðar, eru níu háttsettir foringjar í hernum fyrir rétti en þeir eru sakaðir um samsæri og svik, að hafa tekið þátt í að hylma yfir það, sem raunveru- lega gerðist. Nú er vitað, að það kom til átaka milli líbýskrar Mig-þotu og NATO-þotu og allt bendir til, að ítalska farþega- þotan hafi lent í skothríðinni. STUTT Umdeild- um lögum breytt LEIÐTOGAR Evrópusambandsins, ESB, vilja að tengsl þess og Banda- ríkjanna verði endurskoðuð með það fyrir augum að treysta þau enn frek- ar. Kom þetta fram í máli flestra á leiðtogafundi sambandsins í Grikk- landi um helgina og er fyrirhugað að ræða málin frekar á fundi ESB og Bandaríkjanna í Washington á mið- vikudag. Þar munu talsmenn ESB leggja áherslu á að samskiptin verði á jafnréttisgrundvelli. Í lokayfirlýsingu ESB-fundarins sagði, að það væri ekki aðeins mik- ilvægt fyrir ESB og Bandaríkin að samskipti þeirra væru á jafnréttis- grundvelli, heldur einnig fyrir alla heimsbyggðina. Kváðust leiðtogarnir vona að ný, evrópsk öryggisstefna, sem unnið hefur verið að eftir ágrein- inginn um Íraksstríðið, gæti lagt sitt af mörkum til að ná því markmiði. Samskipti Bandaríkjanna og ým- issa Evrópuríkja, ekki síst Frakk- lands og Þýskalands, hafa verið mjög stirð vegna Íraksdeilunnar en innan ESB hefur verið lögð mikil áhersla á að bæta úr því. Hefur stækkun sam- bandsins úr 15 í 25 aðildarríki rekið mjög eftir því enda telja mörg komm- únistaríkjanna fyrrverandi sig eiga Bandaríkjunum skuld að gjalda. „Ef Evrópusambandið og Banda- ríkin standa saman, geta þau látið mikið gott af sér leiða um allan heim,“ sagði Javier Solana, sem fer með ut- anríkismál innan ESB. Ekkert kemur í stað NATO Í nýrri öryggisstefnu ESB, sem unnið er að í nokkurri samvinnu við Bandaríkin, verður lögð áhersla á stuðninginn við Atlantshafsbandalag- ið, NATO, og ætti það að draga nokk- uð úr ótta Bandaríkjamanna við að ESB hyggist fara sínar eigin leiðir í varnarmálum. „Það getur ekkert komið í stað Atlantshafssamstarfs- ins,“ sagði Solana. Talsmenn ESB í Brussel segja að á Washingtonfundinum verði rætt um nýja skilgreiningu á samstarfsgrund- velli ESB og Bandaríkjanna eða eins og einn ESB-fulltrúinn orðaði það: „Bandaríkjastjórn verður að vera al- þjóðlegri í hugsun og ESB verður að auka skilvirknina.“ Ágreiningur þrátt fyrir aukinn sáttahug ESB og Bandaríkin hafa á síðustu dögum nálgast mjög hvað varðar af- stöðuna til gereyðingarvopna en ESB hefur nú skilgreint þá hættu sem af þeim stafar og segist tilbúið til að beita valdi ef þörf krefur. Telja marg- ir það sýna að ESB hafi fallist á skoð- anir Bandaríkjamanna að þessu leyti en einnig vera til marks um vilja ESB til að ná sáttum. Þrátt fyrir augljósan sáttahug er ekki víst að hann dugi til að leysa ágreining ESB og Bandaríkjanna um Alþjóðasakamáladómstólinn. Banda- ríkjastjórn hefur áhyggjur af því, að hermenn hennar á erlendri grund kunni að verða bornir sökum fyrir dómstólnum en í lokaályktun ESB- fundarins ítrekuðu leiðtogarnir og lögðu áherslu á, að hann ætti að ná til allra ríkja. Litið er á það sem áminn- ingu til sumra ESB-ríkja en Banda- ríkjastjórn hefur nú gert tvíhliða samninga, suma leynilega, við 39 ríki. Annað augljóst ágreiningsmál ESB og Bandaríkjanna er afstaðan til Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar ESB vilja veg þeirra sem mestan, meðal annars í Írak, en ýmsar yfirlýsingar frammámanna í Bandaríkjunum benda ekki til mikils stuðnings þeirra við samtökin. ESB vill endurskoða og treysta samskiptin við Bandaríkin Meginmarkmiðið að Atlantshafs- tengslin verði á jafnréttisgrundvelli Porto Carras. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.