Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 29 DAGBÓK HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 5494 STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú kannt að njóta lífsins og kannt vel að meta fagra hluti. Hugmyndavinna með öðrum á vel við þig. Ástarlíf þitt skipar veigamikinn sess í þínu lífi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hafðu hemil á skapi þínu í dag. Ágreiningur vegna stjórnmálaskoðana, trúmála eða fjölmiðla gæti átt sér stað. Slappaðu af. Naut (20. apríl - 20. maí)  Valdabarátta vegna eigna er yfirvofandi. Nú er ekki rétti tíminn til þess að sýna festu. Leystu málin með yfirvegun að leiðarljósi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Án nokkurs vafa verður þú að forðast samræður um við- kvæm málefni í dag. Enginn árangur fæst með rökræðum eins og staðan er nú. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ákjósanlegt að kryfja málin til mergjar í dag. Ekki gefast upp fyrr en þú hefur fengið svör við þeim spurn- ingum sem brenna á þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ráðfærðu þig við einhvern sérfræðing séu vandamál til staðar. Hulin vitneskja gæti komið í ljós. Samræður gætu svipt hulunni af leynd- armálum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér reynist auðvelt að lenda mitt á milli tveggja deiluaðila í dag. Þú skalt eftir fremsta megni reyna að miðla málum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Enginn ávinningur er í því fólginn að þröngva skoðunum sínum upp á aðra. Þetta veist þú og skalt því ekki reyna um of að tala um fyrir öðrum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Áróður og dylgjur af ýmsum toga kunna að koma upp á yf- irborðið í dag. Ekki láta sannfæra þig um eitthvað sem þú í raun trúir ekki á. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Mikill tilfinningahiti getur orðið þess valdandi að sam- ræður fari úr böndunum í dag. Forðastu af öllum mætti að taka þátt í þess konar samskiptum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Frekja og yfirgangur kemur þér ekki áleiðis í dag. Notaðu heldur vitsmuni þína og stál- minni til þess að leysa erfið viðfangsefni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Forðastu deilur við börn. Kenndu þeim heldur að leysa úr ágreiningi á rökréttan hátt með uppbyggilegum sam- ræðum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þráhyggja varðandi ákveðna hugmynd gæti orðið þess valdandi að fátt annað kemst að. Þetta gæti komið sér vel – en gæti einnig verið til traf- ala. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. AUSTURFARARVÍSUR Hugstóra bið eg heyra, hressfær jöfur – þessar – þoldi eg vos – hve vísur – verðung – um för gerðag. Sendr var eg upp af öndrum austr – svaf eg fátt í hausti – til Svíþjóðar – síðan – svanvangs í för langa. Kátr var eg oft, þá er úti örðugt veðr á fjörðum vísa segl í vosi vindblásið skóf Strinda. Hestr óð kafs að kostum. Kilir hristu men Lista, út þar er eisa létum undan skeiðr að sundi. – – – Sighvatur Þórðarson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 23. júní, er fimmtugur Páll Bald- ursson, útibússtjóri Olís á Akureyri. Páll og eiginkona hans, Erla Hrund Frið- finnsdóttir, taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu, Sjafnarstíg 3, Akureyri, í dag frá kl. 18–21. 80 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 23. júní, er áttræður Ásvaldur Bjarnason frá Hvamms- tanga, Álagranda 27, Reykjavík. Eiginkona hans er Debóra Þórðardóttir. Þau eru stödd á Mallorca um þessar mundir. REGLUR eru nauðsyn- legar í vörn, en það þýðir ekki að alltaf þurfi að fylgja þeim í blindni. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G4 ♥ Á75 ♦ K976 ♣ÁD65 Vestur Austur ♠ D10763 ♠ K52 ♥ 982 ♥ KG104 ♦ D52 ♦ G83 ♣G7 ♣1083 Suður ♠ Á98 ♥ D63 ♦ Á104 ♣K942 Zia Mahmood og Michael Rosenberg voru með spil AV í vörn gegn þremur gröndum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 lauf Pass 1 tígull Pass 1 grand * Pass 3 grönd Allir pass * neitar hálit Með allar hendur uppi eru tvær einfaldar leiðir til vinn- ings, jafnvel þótt út komi spaði. Sagnhafi dúkkar spað- ann tvisvar og getur svo byggt upp níunda slaginn með því að spila tígli á níuna eða hjarta á drottningu. Hvort tveggja gengur upp. En sagnhafi sér ekki allar hendur og hann tekur tillit til þess hvernig vörnin spilast. Rosenberg var í vestur og kom heiðarlega út með spaðasexuna, fjórða hæsta. Zia lét kónginn og suður dúkkaði. Samkvæmt varn- arfræðum er „rétt“ að spila fimmunni til baka frá 52 (hærra með tvíspil), en lægsta spilinu frá þrílit (til dæmis 532). Þetta er gert til að upplýsa makker um lengd litarins. Ef ekkert er vitað um lengd sagnhafa í litnum er farsælt að fylgja regl- unum og halda makker upp- lýstum, en hér er ljóst að suður getur ekki átt fjórlit í spaða. Vestur getur því varla misstigið sig í spaðanum og Zia ákvað að spila tvistinum til baka eins og hann hefði byrjað með fjórlit (K532). Suður gleypti beituna og fór upp með ásinn, og Rosen- berg fylgdi óhikað lit með sjöunni! Suður tók nú fjóra slagi á lauf og spilaði sér út á spaða. Hann bjóst við að vörnin gæti aðeins tekið þar tvo slagi og vildi fá hjálp í rauðu litunum. Það kom hon- um óþægilega á óvart þegar Rosenberg dró fram fimmta spaðann, en það var þó að- eins fjórði slagur varn- arinnar. Rosenberg hafði hent tígli í fjórða laufið og þegar hann spilaði fimmta spaðanum var Zia illa klemmdur með hjartakóng og Gxx í tígli. Sagnhafi náði því í níunda slaginn, þrátt fyrir allt, en Rosenberg fékk gúmoren á latínu eða öðru framandi máli. Það er annars undarlegt samhengi á milli reglna og blekkinga: Sá sem engum reglum fylgir getur ekki blekkt og sá sem alltaf blekk- ir fylgir engum reglum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0–0 5. Rge2 d5 6. a3 Be7 7. cxd5 Rxd5 8. Bd2 Rd7 9. g3 R5f6 10. Bg2 e5 11. 0–0 c6 12. Dc2 exd4 13. Rxd4 Rb6 14. Had1 Bc5 15. Re4 Bxd4 16. Bb4 He8 17. Hxd4 Rbd5 18. Rd6 He5 19. Rc4 He8 20. Dc1 Dc7 21. Bd6 Dd7 22. e4 Rb6 23. Bc5 Dc7 24. Rd6 Hd8 Staðan kom upp á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í Istanbúl. Vladimir Malakhov (2.672) hafði hvítt gegn sterkasta skákmanni Norðurlanda, Peter Heine Nielsen (2.625). 25. Rb5! cxb5 26. Df4 og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 26 … Dxf4 27. Hxd8+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.411 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Kamilla Guðmundsdóttir, Lena Mjöll Ámundadóttir, Rakel Lind Ragnarsdóttir og Kristín Nanna Einarsdóttir.      LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 FRÉTTIR Hallgrímskirkja. Miðnæturmessa á Jónsmessu kl. 23. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Sig- urður Pálsson. Neskirkja. Leikja- námskeið Neskirkju kl. 13–17. Upplýs- ingar og skráning á www.neskirkja.is eða í síma 511 1560. Lágafellskirkja. Al- Anon fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Sverrir Lágafellskirkja. MÍMISKÓRINN, blandaður kór eldri borgara á Dalvík, heimsótti Grímseyinga ásamt kórstjóranum séra Magnúsi Gunnarssyni, sem þjónar bæði Dalvíkurkirkju og Mið- garðakirkju í Grímsey. Kórinn kom siglandi með ferjunni Sæfara sem stoppaði að þessu sinni í fjórar og hálfa klukkustund. Mímiskórinn, sem dregur nafn sitt af æf- ingastaðnum Mímisbrunni á Dalvík, bauð öllum Grímseyingum á tón- leika í Félgsheimilinu Múla. Kórinn hóf sönginn á góðum gömlum lögum eins og „Hafið bláa hafið“ og hvatti fólk í salnum til að taka undir. Síðan tók við hvert fal- lega sönglagið á fætur öðru, flest þýsk úr Fjárlögunum. Mímiskórinn endaði tónleikana á laginu Gríms- ey, við ljóð Hreiðars Geirdals, en lagið samdi langafi séra Magnúsar, Helgi Helgason. Grímseyingar fögnuðu kórnum innilega. Mím- iskórinn hefur starfað síðan 1991 en séra Magnús tók við kórstjórn þar 1998. Kórinn syngur mikið á Dalbæ og í nágrannasveitunum. Eins hefur kórinn tekið þátt í kóra- móti. Tónleikarnir í Múla voru sam- tengdir dagsferð félags aldraðra í Dalvíkurbyggð og Hrísey. Kórstjórinn, séra Magnús Gunn- arsson, kvaddi svo kórinn sinn þeg- ar Sæfari sigldi til Dalvíkur á ný. Sjálfur fór hann í hempuna og fermdi tvo sveina í Miðgarðakirkju – þá Sigfús Heiðarsson og Ragnar Guðmundsson. Morgunblaðið/Helga Mattína Mímiskórinn og kórstjórinn, séra Magnús Gunnarsson, lengst t.v. Mímiskórinn bauð öllum á tónleika Grímsey. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.