Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 YFIR 17.000 GESTIR! Martröðin er raunveruleg! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16  sv MBL Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! T H E Y Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. YFIR 17.000GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 4, 6 og 10. www.laugarasbio.is Spennutryllir af bestu gerð. Fór beint á toppinn í USA. Frábær mynd sem heldur áhorfendum í heljar greipum! i i i í í j iFRUMSÝND 27. JÚNÍ COLIN FARRELL VERÐUR ÞÚ HEPPINN ÁSKRIFANDI? Í tilefni frumsýningar á spennutryllinum Phone Booth efnir Morgunblaðið til netleiks á mbl.is. Taktu þátt og þú gætir unnið! 200 heppnir áskrifendur fá miða fyrir tvo á myndina. ÞAÐ er sko ekki á færi hvers sem er að fara vel með dægurflugurnar sem ein allra dáðasta dægurlaga- söngkona okkar hún Elly Vilhjálms gerði að sínum hér á sínum tíma. Þetta hefur henni Guðrúnu Gunnars- dóttur tekist. Hún lagði líka allt und- ir, hóaði í nokkra af færustu tónlist- armönnum landsins, söngvara og hljóðfæraleikara, sló upp veglegum tónleikum í Salnum í Kópavogi og flutti Elly óð, söng með sínu nefi valin lög frá glæstum ferli hennar. Og tónleikarnir slógu í gegn og þá sérstaklega Guðrún, sem þótti sanna enn einu sinni hversu einstök söngkona hún er. Blessunarlega voru þessir róm- uðu tónleikar hljóðritaðir og það svona líka glimrandi vel. Óður til Ellyjar – fyrsta sólóplata Guðrúnar, ótrúlegt en satt – inniheldur þessar vönduðu upptökur og er aldeilis fín plata fyrir vikið. Lögin eru vel valin, útsetningar Eyþórs Gunnarssonar ákaflega smekklegar og flutningur hljóm- sveitar til fyrirmyndar. Söngurinn er svo í algjörum sérflokki. Borg- ardætur einkar viðeigandi í bak- röddum og gestasöngvarinn Stefán Hilmarsson á stórleik í undurfal- legum dúettum tveimur með Guð- rúnu, þar sem hann sýnir hversu mikla breidd hann hefur öðlast af því að synga, eða skulum við segja krónera, með Milljónamæringunum. Það var sannarlega kominn tími til að maður fengi að njóta söng- raddar Guðrúnar Gunnarsdóttur í forgrunni því alltof oft hefur maður þurft að sætta sig við að hlýða á hana sem bakrödd eða öðrum til stuðnings á einn eða annan hátt. En eins og Guðrún sannar á þessari plötu/þessum tónleikum þá á hún hvergi annars staðar heima en í að- alhlutverki, með þessa líka áberandi tæru, kröftugu en umfram allt hljómfögru rödd. Og það sem meira er þá hefur Guðrún svo sígilda rödd, ef þannig mætti að orði komast, rödd sem einmitt er sniðin fyrir dægurflugur eins og átrúnaðargoðið hennar hún Elly flutti. Enda hefur hún líka fullt vald á öllum þessum tólf lögum sem valin voru á plötuna. Gallinn, ef finna á einhvern, liggur mun fremur í gæðum laganna sjálfra en túlkun Guðrúnar. Þannig hef ég aldrei fellt mig við „Hugsaðu heim“, hentaði í það minnsta hvorki Elly né Guðrúnu. En eins og áður segir eru lagavalið yfirhöfuð vel- heppnað og túlkun Guðrúnar á þeim hver annarri betri, og hún reynir réttilega aldrei að herma eftir Elly heldur gerir þau að sínum. Þannig fer hún glæsilega með „Hvers kon- ar bjálfi er ég?“, syngur það hærra en Elly og gerir gott lag að alveg frábæru. Einnig ná þau Stefán ein- staklega vel saman í fallegri túlkun á „Ramónu“ og mættu vel athuga að gera meira af því að syngja sam- an. Ástsælustu lög Ellyjar, þessar heilögu og ódauðlegu perlur á borð við „Ég veit þú kemur“, „Vegir liggja til allra átta“ og „Lítill fugl“, leika og í höndum Guðrúnar, eða skulum við segja hálsi og tekst henni og sveitinni að gæða lögin þeim ferskleika sem þurfti til að leysa þau úr mögulegum lummu- fjötrum. Óður til Ellyjar er glæsilegur og löngu tímabær frumburður hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur. Það er vonandi að við þetta hafi flóðgáttir opnast, að platan sé einungis upp- hafið að löngum og viðlíka glæstum útgáfuferli. Og í ljósi þeirrar kenn- ingar Önnu Pálínu Árnadóttur í káputexta, að Guðrún vilji vera „farvegur tónlistarinnar fremur en uppspretta hennar, að hún sjálf sé ekki aðalatriðið heldur lag og ljóð“ þá væri ekki úr vegi fyrir hana að halda áfram á sömu braut, feta enn í fótspor átrúnaðargoðs síns Ellyjar með því að gera falleg lög og ljóð ennþá fallegri með því að ljá þeim rödd sína. Tónlist Guðrún Gunnarsdóttir Óður til Ellyjar Dimma Fyrsta sólóplata Guðrúnar Gunnarsdóttur er úrval laga sem hljóðrituð voru á tón- leikum sem hún hélt í Salnum 14. nóv- ember 2002. Öll lögin voru áður flutt af Elly Vilhjálmsdóttur. Fram komu á tón- leikunum auk Guðrúnar: Eyþór Gunn- arsson stjórnaði hljómsveit, útsetti lögin og lék á píanó, Stefán Hilmarsson söng í „Ramónu“ og „Ástarsorg“, Sigurður Flosason, saxófónar, þverflauta, klarin- ett og slagverk, Birgir Bragason, kontra- bassi, Erik Qvick trommur, Eyjólfur Krist- jánsson gítar, Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Krist- jánsdóttir, bakraddir. Sveinn Kjartansson annaðist upptökur fyrir Stafræna hljóð- upptökufélagið. Gunnar Smári Helgason sá um eftirvinnslu. Morgunblaðið/Kristinn Vonandi að Óður til Ellyjar sé að- eins upphafið að löngum og glæsi- legum útgáfuferli. Skarphéðinn Guðmundsson Verðugur virðingarvottur SÖNGVARINN Lionel Richie bros- ir hér út að eyrum og hampar platta til marks um það að hafa á föstudag fengið stjörnu með nafni sínu á Frægðartröðina í Holly- wood þar sem nöfn margra af skærustu stjörnum skemmt- anabransans prýða gangstétt- arnar. Richie var hvað vinsælastur á árunum 1981 til 1987 og hefur skilið eftir sig ótal smelli á borð við Say You, Say Me og Hello. Richie kominn með stjörnu Reuters Bekkjarafmælið (Klassfesten/The Reunion) Gamanmynd Svíþjóð 2001. Skífan. VHS (108 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórar: Mans Herngren, Hannes Holm. Aðalleikendur: Bjorn Kjellman, Inday Ba, Cecilia Frode, Oskar Taxen, Malena Engstrom. nauðu og innantómu lífi er honum er boðið á bekkjarafmæli með gömlu skólasystkinunum. Hjóna- band hans er tekið að skrælna og ástin að þverra svo Magnus, sem ætlar hvergi, ákveður um síðir að fara – til þess eins að kanna hvort enn lifir í gömlum glæðum milli hans og Hillevi (Ba), blökkustúlku sem hann hafði ekki þor til að stinga af með til Hollands þegar þau voru 16 … Þeir Herngren og Holm fara snyrtilega með kunnuglegt efni um endurfundi, eftirsjá og fornar ástir í huga miðaldra fólks, rykfallnar til- finningar sem oftar en ekki eru haldlitlir draumar þegar á reynir. Slíkar minningar er sjálfsagt best að geyma og orna sér við ef blæs á móti frekar en að reyna að lífga þær við ef tilefni gefst. Bekkjar- afmælið kemst ekki að neinum stórasannleik um tilfinningakreppu miðaldursins og afgreiðir viðfangs- efnið í óþarflega löngu máli. Nið- urstaðan er þó viðunandi og Kjell- man trúverðugur í burðarhlutverkinu.  ÞAR er fyrst til að taka að The Reunion er sænska myndin Klassfesten í felu- búningi en slíkar blekkingar gerast æ tíðari á mynd- bandamarkaðnum. Bekkjarafmælið fjallar því þegar á hólminn er komið um frændur vora Svía. Þar er Magnus (Kjellman) í aðalhlutverki, maður kominn á miðjan aldur, sem hristir upp í heldur tilbreytingars- Myndbönd Eftirsjá og niðurstöður Sæbjörn Valdimarsson ATVINNA mbl.is Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.