Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                              ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í STÆRSTA dagblaði Finnlands, Helsingi Sanomat, birtist heilsíðu- grein 15.6. sl. um það að Íslendingar íhugi hvalveiðar að nýju á næst- unni, eftir margra ára hlé. En með greininni birtist stór ljósmynd af hvalveiðiskipun- um við höfnina í Reykjavík, sem legið hafa þar við bryggju frá árinu 1989. Það kom fram að viðhaldið á skipunum hefur verið gott öll árin, og þau séu tilbúin í slaginn hvenær sem er. Í greininni spjallar Mari Manninen bæði við fylgjendur nýrra hvalveiða, sem og andstæðinga þeirra. Fyrirsögn greinarinnar hljóðar svona: „Hval- veiðimenn bíða eftir brottfararleyfi í Reykjavík. Íhugað er hvort eigi að drepa hvalina eða sýna ferðamönn- um“. Ég er mjög fylgjandi seinni kost- inum, og tel að Íslendingar eigi að láta af dæmalausri þrjósku í þessu máli. Það trúir enginn rökum ís- lenskra stjórnvalda að hugsanlegar veiðar á 250 hvölum geti stuðlað að verndun fiskistofnanna, og enn síður að slíkar veiðar séu í vísindalegum tilgangi. Þess í stað væri skynsam- legast að einbeita sér að áframhald- andi hvalaskoðunarferðum fyrir ferðamenn, og ef til vill væri hægt að nýta hvalveiðiskipin í slíkar ferðir, eða gera þau að fljótandi sjóminja- söfnum. Í grein Helsingi Sanomat er Guð- mundur Gestsson með heilbrigð sjónarmið í þessu máli. Hann benti m.a. á að hvalaskoðunarferðir gæfu nú þegar af sér helmingi meiri tekjur, heldur en hvalveiðarnar um árið. Og að hvalveiðar og hvalaskoð- un ættu alls ekki saman, eins og sumir reyndu að halda fram. Núorð- ið væru hvalirnir óhræddir í ná- munda við ferðamenn, sérstaklega ungir hvalir, t.d. ungar hrefnur sem af forvitni syntu alveg að hvalaskoð- unarskipunum og hefðu ekkert að óttast. En nýjar hvalveiðar settu styggð að hvölunum og þar með heyrðu hvalaskoðunarferðir líklega sögunni til. Ég get alveg tekið undir orð Guðmundar í sambandi við for- vitni hvalanna, enda upplifði ég slíkt sjálfur með finnskum ferðahóp, er ég fór með hópinn í hvalaskoðunarferð út frá Arnarstapa á Snæfellsnesinu sumarið 1999. Ég mæli eindregið með því að Ís- lendingar láti af dæmalausri þrjósku sinni í hvalveiðimálunum, enda lítur umheimurinn Ísland hornauga, hefj- ist veiðarnar að nýju. Ef skynsemin fær að ráða ferðinni þá velja Íslendingar auðvitað betri kostinn, sem er áframhaldandi hvalaskoðunarferðir í stað hvalveiða, og viðhalda um leið jákvæðri ímynd landsins. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Hvalveiðar eða hvalaskoðun? Frá Björgvini Björgvinssyni: Björgvin Björgvinsson EINS og landsmenn vita hafa lands- liðskonur okkar í knattspyrnu staðið í ströngu undanfarin ár við að aug- lýsa upp kvennaknattspyrnu með óhefðbundnum auglýsingum auk þess sem það er ókeypis inn á lands- leiki kvenna. Ef Íslendingar væru sjálfum sér samkvæmir myndu þeir eflaust flykkjast á leiki kvennaliðs- ins því að þær eru drjúgar að hala inn stig í undankeppnum og hafa komist í umspil um sæti í lokakeppn- um landsliða. Stuðningsmenn knattspyrnuliða vilja að sín lið hali inn stig í þeim keppnum sem tekið er þátt í. Þeir vita sem er að ekki er spurt um leik- skipulag, hvernig liðið lék, hvort það var gróft eður ei eða hvort það lék varnarleik eða sóknarleik þegar upp er staðið. Spurt er hvort liðið varð meistari, hvort því gekk vel, þ.e.a.s. hvar varð það í röðinni þegar upp er staðið. Þessu er vert að velta fyrir sér með kvennaknattspyrnuna. Landsliðið hefur staðið sig mjög vel en fær einhverra hluta vegna ekki sömu umfjöllun og karlaliðið í fjöl- miðlum. Í deildarkeppninni er þetta sama uppi á borðinu. Það eru t.d. ekki gefnar einkunnir í Landsbanka- deild kvenna og það er ekki einu sinni boðið upp á úrslitaþjónustu í 1. deild kvenna á textavarpinu. Þar er þó boðið upp á úrslitaþjónustu í öll- um deildum karla auk þess sem flestar erlendar deildir karla eiga þar vísan stað. Hverju svarar texta- varpið? Jú það er svo erfitt að fá upplýsingar um stöðu mála í þessari deild en það er samt svo að sama símanúmer er í vallarhúsum félag- anna hvort heldur konur eða karlar eru að spila. Kannski eiga konur þetta skilið! Æfa þær minna en karlar? Nei. Skora þær færri mörk en karlar (en það er eitt þeirra atriða sem áhorf- endur koma til að sjá)? Nei þær skora yfirleitt í hverjum leik. Hvern- ig stendur þá á þessum mismun á milli kvennaknattspyrnu og karlak- nattspyrnu? Það skyldi þó ekki vera vegna þess að í stjórnum knatt- spyrnudeilda eru karlar í meirihluta og í blaðamannastétt sem fjallar um íþróttir eru karlar í meirihluta og þegar ég hringdi í textavarpið þá svaraði karlmaður. Í dag er kvennadagurinn 19. júní og jafnrétti mikið rætt í útvarpi og sjónvarpi. Hvernig væri að íþrótta- fréttamenn tækju nú aðra frétta- menn í bakaríið og fjölluðu ekki um íþróttir kvenna 19. júní heldur alla daga til jafns við íþróttir karla. SIGURÐUR F. SIGURÐARSON, Tjarnarlöndum 13, Egilsstöðum. Kvennaknattspyrna Frá Sigurði F. Sigurðarsyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.