Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKI gátu menn kvartað undan veiðiskapnum í Haffjarðará og Grímsá er þær voru opnaðar um helgina. Alls komu sex laxar úr Grímsá og heilir sextán fiskar úr Haffjarðará, þar sem aðeins var veitt með fjórum stöngum. Líklega besta opnun sumarsins til þessa. Einar Sigfússon, annar eigenda Haffjarðarár, sagði menn hæst- ánægða með veiðina í ljósi aðstæðna. „Það er svo sem aldrei mjög mikill fiskur í ánni á þessum tíma, en hann var vel dreifður og við sáum fiska á hraðri göngu. Sextán fiskar í opnun er mjög góð útkoma, sérstaklega þar sem aðstæður voru ekki góðar, áin mjög vatnslítil. En fiskurinn er að koma og þessi afli var blandaður, smálax og vænni fiskar, allt að 15 pund,“ sagði Einar. Í Grímsá var sömu sögu að segja, fiskurinn búinn að dreifa sér og veiddist allt upp í Strengi. Leirvogsá var opnuð í gærmorg- un og veiddust sjö laxar fyrir hádeg- ið. Flestir veiddust í pyttum við brú yfir Vesturlandsveg og tóku maðk. Steinunn Ásmundsdóttir veiddi annan stærsta laxinn sem enn hefur frést af úr íslenskri á í sumar er hún landaði 19 punda hæng, 96 cm, í Laxá í Aðaldal 23. júní. Laxinn tók maðk í Kistukvísl að austan og tók tryllingslegar rokur. Þurfti að elta hann á báti niður á Kistuhyl þar sem honum var loks landað eftir æsilega baráttu. Fyrstu laxarnir eru komnir úr Ytri-Rangá sem nýverið var opnuð, sá fyrsti var boltafiskur sem veiddist í Djúpósi. Lítið eða ekkert hefur veiðst á mið- og neðstu svæðum Stóru-Laxár þrátt fyrir góða opnun á efsta svæð- inu. Aftur á móti hefur verið drjúg- ur reytingur á Iðu. Hjaltadalsá og Kolka voru opn- aðar í vikubyrjun. Alls komu fjórtán bleikjur á land á tvær stangir, stærst var 5 punda bleikja, en einnig veidd- ust fimm 4 punda fiskar og engin bleikja var undir 2 pundum. Líflegar opnanir í Haffjarðará og Grímsá Steinunn Ásmundsdóttir með ann- an stærsta lax sumarsins. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Stefán Bjarnason BANDARÍKJAMAÐURINN sem var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla sex Kínverjum til landsins losnaði úr fangelsi upp úr hádegi í gær, um þremur mánuðum eftir að hann var handtekinn og fimm dögum eftir að dómur var kveðinn upp. Síðdegis flaug hann í áætlunarflugi áleiðis til New York, skv. upplýsingum frá embætti sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í sex mánaða fangelsi en það þótti sannað að hann hefði vís- vitandi og í auðgunarskyni aðstoðað sexmenningana við að komast til landsins. Áfangastaður fólksins var Bandaríkin en aðeins einn komst alla leið, fjórir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli og einn á Log- an-flugvelli í Boston í Bandaríkj- unum. Dómnum var ekki áfrýjað. Maðurinn hafði lokið afplánun á helmingi refsitímans og var að hans ósk veitt reynslulausn en sömuleið- is vísað úr landi. Með úrskurði Út- lendingastofnunar var honum bannað að koma aftur til Íslands næstu tíu árin. Ellisif Tinna Víð- isdóttir, fulltrúi sýslumanns, segir að bandarísk innflytjendayfirvöld hafi óskað eftir upplýsingum um manninn og búist var við að fulltrú- ar stjórnvalda tækju á móti honum í New York. Smyglarinn má koma aftur árið 2013 SAMÞYKKT var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á þriðjudaginn að leggja niður starf jafnréttis- ráðgjafa, skipulagsstjóra, byggingafulltrúa og bæjarverkfræðings. Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri segir ákvörðunina hluta af víðtækum stjórnsýslubreytingum. Reynt verði að færa fólk til í starfi en tveimur starfsmönnum, jafn- réttisráðgjafa og skipulagsstjóra, hafi verið sagt upp störfum. Bæjarstjórn hafi upphaf- lega tekið ákvörðun um ráðningu þessara starfsmanna og því var ákvörðun um uppsögn samninganna tekin á þeim vettvangi. Minnihluti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn mótmælti þessum breytingum. Samkvæmt Lúðvík eiga skipulagsbreytingarnar að ganga yfir á löngum tíma og stórfelldar uppsagnir eru ekki fyrirséðar. Lúðvík segir að breytingarnar feli það með- al annars í sér að vera með sameiginlega rekstrarstjórnun á einum stað undir rekstr- arsviði. Þá fækki afgreiðslum úr 5–6 við Strandgötuna í eitt allsherjar þjónustuver. „Það mun fylgja þessu fyrst og fremst til- færslur starfsmanna í þessar miðstöðvar.“ Eflir lýðræðisumræðu Á tæknisviði segir Lúðvík að verið sé að leggja niður þrjár lykilstöður; starf bæjar- verkfræðings, byggingarfulltrúa og skipulags- stjóra. Í staðinn verður auglýst í starf sviðs- stjóra á umhverfis- og tæknisviði sem mun taka yfir þessi verkefni. „Við erum að leggja niður jafnréttisnefnd- ina í þeirri mynd sem hún hefur verið en sam- þykktum [í fyrradag] að skipa í staðinn lýð- ræðis- og jafnréttisnefnd. Það er í anda þeirrar stefnuyfirlýsingar sem Samfylkingin hér í Hafnarfirði, sem og á landsvísu, hefur lagt mikla áherslu á, að gera lýðræðisumræð- una og -málin virkari í stjórnsýslunni,“ segir Lúðvík. Auglýst verður fljótlega eftir starfs- manni í starf lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa. Spurður um af hverju skipulagsstjóra og jafnréttisráðgjafa er sagt upp en ekki öðrum vegna þessara breytinga segir Lúðvík reynt að færa fólk frekar til í starfi en segja því upp. Núverandi bæjarverkfræðingur muni taka við stjórn fráveitu Hafnarfjarðar, sem er nýtt fyr- irtæki. Með þessu náist fram hagræðing og sparn- aður í rekstri. Líka fáist betri þjónusta innan stjórnsýslunnar og gagnvart íbúum Hafnar- fjarðar. Lúðvík var spurður hvort núverandi meiri- hluti væri að segja upp starfsfólki sem meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks réð á síðasta kjörtímabili. „Ég vísa því alfarið á bug. Hér er ekki um neinar pólitískar hreinsanir að ræða,“ sagði bæjarstjórinn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði með þessum tillögum. Sjálfstæðismenn bókuðu mótmæli í bæjar- stjórn við þessar skipulagsbreytingar. Magn- ús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, segir byrjað á öfugum enda. Búið sé að ákveða einhverjar breytingar en ekki liggi fyrir hvernig eigi raunverulega að vinna úr þeim. Unnið sé eftir stöðumati sem ráðgjafarfyrirtæki lagði fram sem drög. Sára- lítil umræða hafi verið um breytingar á stjórn- sýslunni. Magnús segir að nýtt skipulag á tæknisviði, þar sem ný staða framkvæmdastjóra á að taka yfir starf byggingarfulltrúa, skipulagsstjóra og bæjarverkfræðings, sé óheppilegt. Betra hefði verið að ráða strax framkvæmdastjóra yfir þessu sviði og láta hann vinna að skipu- lagsbreytingum og nýta þar starfsfólk sem býr yfir mikilli reynslu. Ekki leiðarstika að hagræðingu „Við teljum ekki skynsamlega að þessu staðið,“ segir Magnús þótt Sjálfstæðisflokk- urinn sé ekki á móti því að stjórnsýslan sé sí- fellt í endurskoðun. Enn og aftur geri Sam- fylkingin miklar breytingar sem hafi í för með sér mikið rót hjá starfsmönnum. „Það er ekki gott ef starfsfólk hreinlega missir fótanna því það finnur sig varla öruggt á milli mánaða þegar verið er að gera eilífar breytingar.“ Þetta er ekki góð stjórnsýsla að mati Magn- úsar. „Við höfum ekki trú á því að þetta sé leiðar- stikan að hagræðingu og sparnaði í bæjarkerf- inu. Þess vegna vorum við á móti og ábyrgðin er að sjálfsögðu þá Samfylkingarinnar.“ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir stjórnsýslubreytingar og segir upp starfsmönnum Engar stórfelldar upp- sagnir eru fyrirséðar Engar pólitískar hreinsanir segir bæjarstjóri SVALA Jónsdóttir, fráfarandi jafnréttis- ráðgjafi Hafnarfjarðarbæjar, segir að þessar skipulagsbreytingar hafi ekki komið á óvart. Henni hafi verið tilkynnt að starfið yrði lagt niður og annað stofn- að í staðinn. „Þetta mál er í skoðun hjá starfsmannafélaginu og lögfræðingi,“ segir Svala. „Það er augljóslega verið að draga úr vægi jafnréttismála hjá bænum. Þetta var fullt starf í jafnréttismálum og heyrði á síðasta kjörtímabili beint undir bæjarstjóra,“ segir Svala. Nú snúi starfið bæði að jafnréttis- og lýðræðismálum og verði undir bæjarlögmanni. Hún geti því ekki séð annað en verið sé að draga úr vægi málaflokksins. Hafdís Hafliðadóttir, fráfarandi skipu- lagsstjóri, líkir breytingum á sínu sviði við að framkvæmdavald og löggjafar- vald yrði sett undir sama aðilann. Það sé miður. Með stofnun stöðu skipulags- og byggingarfulltrúa sé þetta fyrir bí. Auk þess séu verkefnin sem falli á þann aðila sem sinni nýju stöðunni of víðfeðm til að vel sé hægt að sinna þeim. Hún segir að mikill gangur hafi verið í skipulagsmálum innan Hafnarfjarðar- bæjar undanfarið, sem sýni að unnið hafi verið vel að áætlunum. Svala telur erfitt að fullyrða hvort ver- ið sé að segja upp starfsfólki vegna þess að það var ráðið í tíð meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún og Hafdís séu ekki þær fyrstu til að vera sagt upp því í fyrra var tveimur ein- staklingum sagt upp, sem ráðnir voru af fyrrverandi meirihluta. Lögfræðingur skoðar málið BJÖRGUNARSVEITARMENN fundu villtan ferðalang á fólksbíl suður af Dyngjufjöllum í gærmorg- un, sem hafði villst á leið sinni suður yfir Sprengisand um helgina. Hann var einn á ferð á bíl sínum, sem fest- ist á grjóti suður af Dyngjufjöllum í afleitri færð. Hófst skipulögð leit að manninum á þriðjudag þegar ekkert hafði spurst til hans síðan á föstu- dag. Björgunarsveitarmenn úr Mý- vatnssveit fóru í fyrrinótt suður fyrir Dyngjufjöll og fóru eftir vísbending- um frá bílaslóð sem sést hafði austan Skjálfandafljóts. Maðurinn var heill á húfi þegar hann fannst en ban- hungraður. Týndur ferðalangur fannst ÞESSI litli sandlóuungi lét sér vel líka vistin í heitum lófa en hann var nýskriðinn úr eggi sínu þegar myndin var tekin á Siglufirði í gær. Nú þegar liðið er á sumar, fólk er á faraldsfæti og ungar að skríða úr eggjum sínum, ættu þeir fyrrnefndu að stíga varlegar til jarðar en venjulega. Fugla- hreiður geta leynst á ótrúlegustu stöðum og láta ekki mikið yfir sér. Nýskriðinn úr eggi Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.