Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                         ! ! " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ er alveg merkilegt hvernig fréttaflutningurinn í hinum vest- ræna heimi fer fram. Allar hörm- ungar í þróunarlöndunum eru af- skrifaðar sem „ættbálkaerjur“ en minniháttar atvik í Evrópulöndum eða Norður-Ameríku eru blásin upp og gerð að stórmálum. T.d. hefur geisað stríð í Kongó seinustu sex ár. Þar hafa látist 3,3 milljónir manna, sem er mannskæðasta stríð síðan í seinni heimsstyrjöld- inni. Þetta stríð hefur næstum al- gjörlega farið fram hjá stærstu fjölmiðlunum og það er aðeins ný- lega sem fréttir af þessari hrika- legu styrjöld hafa borist hingað. Um daginn var gerð uppreisn í Máritaníu. Síðan 1984 hefur Maa- ouiya Ould Sid’Ahmed Taya ráðið þar ríkjum, en hann komst til valda í kjölfar uppreisnar hersins. Hann er mári, en mikill rígur hef- ur verið milli mára og svartra íbúa þessarar fyrrverandi frönsku ný- lendu og svart fólk hefur verið drepið í tugþúsunda tali. Pólitískir andstæðingar hans hafa verið fangelsaðir og hann hefur svindlað sér í gegnum þær fáu kosningar sem haldnar hafa verið síðan hann tók við völdum. Þessi maður er einn versti einræðisherra sem ríkir núna á jörðinni, en merkilegt nokk, hans er aldrei getið í fjölmiðlum. Engar líkur eru á því að honum verði vikið frá völdum (a la Sadd- am Hussein) því að hann er einn „besti vinur“ Bandaríkjastjórnar og hefur lýst yfir stuðningi við Ísr- ael í átökunum þar – enda fær Máritanía mikla efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Í þau fáu skipti sem maður hefur heyrt um byltinguna í Máritaníu (sem síðustu fréttir herma að hafi verið bæld niður) hefur verið talað um uppreisnarmennina sem „óánægða yfirmenn í hernum“. Raunin er sú, að ungir hermenn og stjórnarandstæðingar, sem sakaðir eru um að hafa verið stuðnings- menn Saddams Husseins, gerðu uppreisnina. Þetta minnir svolítið á mótmælendurna í Írak sem hafa verið drepnir í stórum stíl eða fangelsaðir og síðan verið kallaðir stuðningsmenn Saddams í fjölmiðl- um. Málið er það að fjölmiðlarnir virðast sjá málin í svörtu og hvítu. Þeir halda að ef þú mótmælir stríðinu í Írak hljótirðu að vilja Saddam Hussein aftur. Bandarísk- ir og breskir hermenn í Írak hafa beitt innfædda hörku og jafnvel handtekið 6 ára börn fyrir það eitt að mótmæla því að vera enn í sömu aðstöðu og fyrir stríðið, undir ólýð- ræðislegri herstjórn. En til að ein- falda málið segja fjölmiðlar að þau þrái Saddam aftur og hati vesa- lings frelsarana. Ég efast stórlega um að mótmælendurnir hafi skil- greint sig sem stuðningsmenn Saddams. Þess vegna skora ég á fjölmiðla landsins að flytja víðtækari og hlutlausari fréttir. Það geisa fleiri stríð en í Írak og það eru til mik- ilvægari fréttir en hvaða Holly- wood-par var að skilja og að ævi- saga Hillary Clinton skuli loksins vera komin í búðirnar. Það er upp- reisnarher í Mexíkó, fjöldamorð í Namibíu og mótmæli gegn alþjóða- væðingu sem fjölmiðlar hunsa nær algjörlega. Því skora ég á fjölmiðla að hætta að horfa á heiminn í svart/hvítu og flytja líka fréttir af fjarlægari og fátækari löndum. STEINDÓR GRÉTAR JÓNSSON, nemi, Brávallagötu 14, 101 Reykjavík. Svart/hvítir fjölmiðlar Frá Steindóri Grétari Jónssyni: LAUGARDAGINN 28. júní birtist hér grein eftir Bjarna Jónsson undir fyrirsögninni: Jónína Ben. á botnin- um. Höfundur er trúleysingi og finnst að sér vegið með ummælum Jónínu Benediktsdóttur um barna- níðinga: „Trúleysi, siðleysi og ill- mennska einkennir alla þá sem við- hafa og geta framkvæmt slík ódæðisverk, þ.e. að svipta börn sak- leysinu og sjálfsvirðingunni eða rétt- ara sagt að taka börn af lífi.“ Þetta segir Jónína trúlega m.a. vegna þess að það samræmist ekki siðferðisboðskap trúarbragða að mis- nota börn; að barnaníðingur geti ekki með réttu kallað sig t.a.m. kristinn mann. Undanfarið hafa svokallaðir kristniboðar víða um heim einmitt orðið uppvísir að þessum glæpum. Bjarni lítur aftur á móti á lýsingu hennar sem einhvers konar jafngild- isvensl. Þetta er hugsanavilla sem veldur því væntanlega að Bjarni tek- ur ýmislegt nærri sér að ástæðu- lausu. Það má segja ýmislegt um barna- níðinga. Ef ég slæ því fram að þeir séu veikir og uppátækjasamir, móðga ég þá berklasjúklinga og upp- finningamenn? Ég tek ekki áhættuna en fullyrði þess í stað að það einkenn- ir banana að þeir eru gulir og bognir. Ég bið samt ekki sólina og gúrkurnar afsökunar á að hafa uppnefnt þau banana. ÞORVALDUR BLÖNDAL, Laugarnesvegi 84, Reykjavík. Trúleysingjar og barnaníðingar Frá Þorvaldi Blöndal: www.fotur.net

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.