Morgunblaðið - 26.06.2003, Page 12

Morgunblaðið - 26.06.2003, Page 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR bæjarins Majar al-Kabir í Írak sögðu í gær að breska herliðið í bænum hefði orðið fjórum óbreytt- um borgurum að bana í fyrradag og það hefði orðið til þess að reiðir bæj- arbúar hefðu skotið sex breska her- lögreglumenn til bana síðar um dag- inn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu að ef til vill mætti rekja árásina á her- lögreglumennina til vaxandi spennu milli breska herliðsins og Íraka sem eru tregir til að afvopnast. Lögreglumaður í Majar al-Kabir sagði að íbúar bæjarins hefðu verið ævareiðir yfir drápi á fjórum bæjar- búum sem tóku þátt í fjögurra klukkustunda mótmælum í bænum í fyrradag. Um 300 manns höfðu safn- ast saman við skrifstofu bæjarstjór- ans til að mótmæla vopnaleit breska herliðsins í húsum bæjarins. „Leitin vakti reiði fólksins vegna þess að hermennirnir fóru inn í herbergi kvenna,“ sagði einn bæjarbúanna. „Fólkið taldi þá hafa rofið friðhelgi einkalífsins.“ Annar bæjarbúi sagði að fólkið hefði einnig reiðst vegna þess að her- mennirnir hefðu notað hunda við vopnaleitina í húsunum. „Við erum múslímar og getum ekki sætt okkur við að Bretar fari inn á heimili okkar með hunda,“ sagði hann og bætti við að samkvæmt íslam væru hundar óhreinir. Forseti bæjarstjórnar Majar al- Kabir sagði í gær að breska herliðið hefði fallist á að hætta vopnaleitinni í húsum bæjarins. Skotið á mótmælendur Vopnaðir Írakar skutu tvo herlög- reglumenn til bana þar sem mótmæl- in fóru fram. Þeir réðust síðan inn í nálæga lögreglustöð og urðu fjórum herlögreglumönnum að bana eftir tveggja klukkustunda skotbardaga, að sögn íraska lögreglumannsins. Einn sjónarvottanna sagði að átökin hefðu hafist þegar hermenn hefðu hleypt af byssum á mótmæl- endur en bæjarbúunum bar ekki saman um hvar Írakarnir féllu. Nokkrir sögðu að breska herliðið hefði skotið þá alla til bana við skrif- stofu bæjarstjórans. Aðrir sögðu hins vegar að tveir óvopnaðir Írakar hefðu beðið bana á mótmælafundin- um og tveir hefðu fallið í skotbar- daga í lögreglustöðinni. Íraski lögreglumaðurinn sagði að mótmælendurnir hefðu farið heim til sín til að sækja vopn eftir skotárás bresku hermannanna. Þeir hefðu síðan safnast saman við lögreglu- stöðina og ráðist á herlögreglumenn- ina. Einn þeirra hefði verið skotinn til bana í inngangi stöðvarinnar og hinir í herbergi þar sem þeir hefðu verið króaðir af. Íraski lögreglumaðurinn sagði að yfir tuttugu íraskir lögreglumenn hefðu verið í stöðinni en flúið út um glugga eftir að skotbardaginn hófst. Tveir þeirra hefðu særst. Lögreglu- maðurinn sagði að félagar sínir hefðu hvatt bresku herlögreglu- mennina til að flýja en þeir hefðu viljað vera um kyrrt í lögreglustöð- inni. Fjögur börn á meðal hinna særðu Talsmaður breska hersins, Adam Marchant-Wincott höfuðsmaður, kvaðst ekki geta staðfest frásagnir írösku sjónarvottanna. Hann sagði að hefðu hermennirnir hleypt af byssum á fólkið hlytu þeir að hafa gert það í sjálfsvörn. Til bardaga kom einnig milli Íraka og breskra hermanna á öðrum stað í bænum í fyrradag. Írakarnir beittu þá sprengjum, vélbyssum og rifflum í árás á hermennina úr launsátri. Þeir réðust einnig á skriðdreka og þyrlu sem komu hermönnunum til hjálpar. Átta breskir hermenn særð- ust, þar af þrír alvarlega, og hermt er að alls hafi sautján Írakar særst í bardögunum tveimur. Á meðal hinna særðu voru fjögur börn og kona sem fékk byssukúlu í höfuðið á mótmælafundinum. Hermönnunum ekki fjölgað að svo stöddu Majar al-Kabir er í suðurhluta Íraks þar sem flestir íbúanna eru sjía-múslímar. Mikil andstaða var þar við stjórn Saddams Husseins og þar til í fyrradag höfðu engar mann- skæðar árásir verið gerðar á breska hernámsliðið eftir að stríðinu lauk. Bresku hermennirnir í Basra höfðu reyndar talið sig svo örugga að þeir þyrftu ekki lengur að vera í fullum herklæðum og með hjálma. Stærstu samtök sjía-múslíma í Írak fordæmdu drápin á hermönn- unum en sögðu að hernámsliðið hefði ögrað íbúunum. Samtökin hafa hvatt til friðsamlegra mótmæla gegn her- námsliðinu. Alls hafa 42 breskir hermenn beð- ið bana í Írak, þar af nítján í slysum, frá því að stríðið hófst 20. mars. Mannfallið í fyrradag var hið mesta sem breska herliðið hefur orðið fyrir á einum degi í Írak. Um það bil 12.000 breskir her- menn eru í Írak og Geoff Hoon, varn- armálaráðherra Bretlands, sagði að verið væri að kanna til hvaða að- gerða ætti að grípa til að auka öryggi þeirra. Hann bætti við að breska stjórnin gæti sent þangað „þúsundir hermanna“ til viðbótar ef þörf krefði. Tony Blair sagði hins vegar að ekki væri þörf á að senda fleiri her- menn til Íraks að svo stöddu þar sem yfirmenn breska hersins teldu sig hafa nægan mannafla í landinu. Segja Breta hafa skotið fjóra bæjar- búa til bana Majar al-Kabir, London. AP, AFP. AP Írakar skoða breskan herbíl sem eyðilagðist í árás úr launsátri í bænum Majar al-Kabir í fyrradag. BREZKA stjórnin varðist í gær þrýstingi frá þeim sem vilja lög- leiða bann við flengingum í Bret- landi. Barnaverndarfulltrúar hafa varað við því að líkamlegar refsing- ar geti leitt til misþyrminga á börn- um. „Við teljum að þetta mál eigi að vera á hendi hvers foreldris að ákveða,“ sagði talsmaður Tonys Blairs, forsætisráðherra. „Ríkis- stjórnin telur að flestir foreldrar skilji að skýr mörk séu milli aga og misbeitingar og þeir viti hvar mörkin liggi.“ En í greinargerðum frá heilbrigðis- og mannréttinda- nefndum þingsins, sem birtar voru í gær, er tími sagður kominn til að banna líkamlegar refsingar barna. Ótti um að flengingar geti leitt til misþyrminga óx í Bretlandi eftir að í febrúar 2000 fréttist af andláti Victoriu Climbie, átta ára stúlku sem dó úr ofkælingu, vannæringu og með 128 áverka á líkamanum; af- leiðingar „smáskella“ sem umann- endur hennar höfðu veitt henni á nokkurra mánaða tímabili en þeir fengu lífstíðarfangelsisdóm. David Hinchliffe, formaður heilbrigðis- nefndar þingsins og fyrrverandi fé- lagsþjónustustarfsmaður, sagðist hafa ítrekað orðið vitni að þjáning- um barna sem sættu flengingum. „Við verðum að láta börn njóta sömu réttinda og fullorðna,“ sagði Hinchliffe. Hann sagði 80 börn hafa dáið í Englandi ár hvert vegna mis- þyrminga sl 30 ár. Til samanburðar nefndi hann að í Svíþjóð, þar sem flengingar voru bannaðar 1979, hefði ekkert barn verið skráð með dánarorsökina misþyrmingar af hálfu umannenda. Í umfjöllun blaðsins The Guardi- an um málið segir að Ísland sé með- al landa, þar sem líkamlegar refs- ingar barna eru bannaðar í lögum. Brezka stjórnin verst banni við flengingum Lundúnum. AFP. STJÓRNVÖLD á Indlandi og í Kína hafa náð samkomulagi um að opna aftur þann hluta landamæra ríkjanna þar sem þau háðu stríð árið 1962. Er samkomulagið álitið mikilvægt skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna eftir áratuga fjandskap þeirra í kalda stríðinu. Samningurinn um að opna landa- mærin milli Tíbets og indverska rík- isins Sikkim er talinn marka tímamót í þeirri viðleitni ríkjanna að auka við- skiptin og pólitíska samstarfið milli sín. Skýrt var frá samningnum í fyrradag þegar Atal Bihari Vajpa- yee, forsætisráðherra Indlands, var í heimsókn í Kína. Er þetta í fyrsta sinn í áratug sem indverskur for- sætisráðherra heimsækir landið. „Ég tel að við höfum tekið mjög mikilvægt skref fram á við og ég hef ástæðu til að ætla að fleiri verði tek- in,“ sagði Yashw- ant Sinha, utan- ríkisráðherra Ind- lands. Samskipti ríkjanna hafa batnað á síðustu árum þar sem þau hafa einbeitt sér að því að auka viðskiptin milli sín og gert lítið úr landamæradeilunum. Viðskiptin milli Kína og Indlands námu sem svarar 375 milljörðum króna í fyrra og búist er við að þau tvöfaldist á næstu árum. Samningurinn kveður á um að opn- uð verði flutningaleið yfir fjallaskarð milli Tíbets og Sikkim. Ríkin hafa lengi deilt um Sikkim, sem er á milli Nepals og Bhutans og var sjálfstætt furstadæmi þar til það var innlimað í Indland árið 1975. Kínverjar hafa aldrei viðurkennt innlimunina og gera tilkall til hluta landsvæðisins. Stjórnin í Nýju Delhí áréttaði að hún myndi ekki heimila „pólitískt andóf gegn Kína“ á Indlandi en Sinha sagði að það hefði ekki áhrif á stöðu Dalai Lama, trúarlegs leiðtoga Tíb- eta, sem er í útlegð á Indlandi. „Ég tel ekki að svo stöddu að Dalai Lama fari frá Indlandi eða verði beðinn að fara þaðan,“ sagði indverski utanrík- isráðherrann. Útlagastjórn Dalai Lama í indverska bænum Dharmsala kvaðst fagna bættum samskiptum Indverja og Kínverja og telja þau auka líkurnar á því að Kínverjar hæfu viðræður við hana um Tíbet- deiluna. Tímamótasamkomulag milli Indlands og Kína Peking. AP, AFP. Yashwant Sinha YU JUN, sjálfmenntaður, kínversk- ur uppfinningamaður, prófar heimasmíðaða þyrlu sína fyrir utan heimili sitt í Peking í gær, en þyrl- una hyggst hann nota til að leita hins svonefnda Stórfóts, eða Jeti, í þjóðgarði í miðhluta Kína. Fetar hann þar í fótspor yngri bróður síns, er lést eftir að hafa varið 20 árum í leit að þessu loðna, þjóð- sagnakennda fyrirbæri sem ein- arðir vísindamenn efast um að sé til. Yu hefur enga menntun í flugeðl- isfræði, en þyrluna smíðaði hann úr Löduflakinu sem glittir í á bak við hann á stærri myndinni. Á þeirri minni heldur hann á gifsafsteypu af fótspori sem hann segir vera eftir Jeta. Á heimasmíðaðri þyrlu í leit að Stórfæti Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.