Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 18
HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur hefur samþykkt beiðni Eimskipafélags Ís- lands um að fá að reisa viðbyggingu við Sundaklett og íhugar félagið nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr Pósthús- stræti 2 niður í Sundahöfn. Að sögn Þorkels Sigurlaugs- sonar, fram- kvæmdastjóra þró- unarsviðs Eimskipafélagsins, hefur ákvörðun um það hvort ráðist verði í framkvæmd- ina ekki verið tekin en málið er í skoðun. „Við vorum að fá leyfi Reykjavíkurhafnar til að byggja við húsið vegna þess að okk- ar hugmynd er sú að vera með alla skrifstofustarfsemina á einum stað. Skipulagsyfirvöld eiga eftir að fjalla um málið. Nú er talsvert mikið af starfseminni í Pósthússtræti, bæði sem tengist flutningastarfseminni og móðurfélaginu Eimskipafélagi Íslands. Nú höldum við áfram að meta það hvort og hvenær við byggjum þarna við og flytjum starf- semina á einn stað,“ segir hann. Hann telur að ákvörðun verði væntanlega tekin á þessu ári, en gerir ráð fyrir að undirbúningur taki nokkra mánuði, auk þess sem fyrirhugaður flutningur hangi sam- an við nýtingu á húsinu í Pósthús- stræti. „Þetta fer líka eftir því hvernig við myndum nýta húsið í Pósthússtræti 2, hvort það verður selt, leigt eða nýtt áfram í eitthvað annað á okkar vegum.“ Hann telur að viðbygging við Sundaklett geti orðið 1500–2000 fermetrar að stærð, en Eimskipafélagshúsið í Pósthús- stræti er liðlega 3000 fermetrar. Fundir bæjarstjórnar í húsinu Höfuðstöðvar Eimskipafélagsins hafa verið í Pósthússtræti 2 frá árinu 1921 og bendir Þorkell á að það sé eitt af eldri skrifstofuhúsum hér í borg. „Í fyrstu nýtti Eimskip aðeins lítinn hluta hússins. Þá var félagið lítið og starfsmenn fáir,“ seg- ir hann og bætir við að í Kaupþings- salnum á efstu hæð hafi kaupsýslu- menn haft fyrsta vísi að Kaupþingi, auk þess sem borgarráðsfundir voru lengi haldnir í salnum. Í ritinu Reykjavík – sögustaður við sund kemur fram að farið var að halda fundi bæjarstjórnar í salnum eftir Gúttóslaginn árið 1932 og hélst það allt til ársins 1958. Þorkell gerir ráð fyrir að einhver önnur góð starfsemi haldi áfram í húsinu ef kemur til þess að starf- semin verði öll flutt í Sundahöfn. „Það verður mikið hagræði í því að flytja alla starfsemina á einn stað.“ Eimskip íhug- ar flutning höfuðstöðva Miðborg Eimskipafélagið hefur haft starfsemi sína í Pósthús- stræti 2 frá árinu 1921, en nú gæti það breyst. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Sérstakt blað um miðborgina fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 5. júlí. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 þriðjudaginn 1. júlí. Skilafrestur er til kl. 12 miðvikudaginn 2. júlí. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Blaðið á að endurspegla sérstöðu miðborgar Reykjavíkur og hið fjölskrúðuga mannlíf sem í henni er alla daga. Verslun - kaffihús - heilsurækt - veitingar - listmunir - þjónusta ÞAÐ var níu ára stúlka, Klara Rún Hilmarsdóttir, er varð hlutskörp- ust í keppninni um dorgveiðimeist- ara Hafnarfjarðar þetta árið. Hún veiddi 22 fiska á þeim 70 mínútum sem keppnin stóð. Annar í röðinni varð bróðir Klöru Rúnar, Baldur Freyr Hilmarsson, og tókst honum að landa 13 fiskum. Álfheiður Guð- mundsdóttir veiddi 11 fiska og hreppti þriðja sætið fyrir vikið. Í keppninni um stærsta fiskinn bar hin sjö ára gamla Rebekka Þór- hallsdóttir, af leikjanámskeiði Öld- unnar, sigur úr býtum. Hún veiddi 750 gramma þorsk og fékk bikar og veiðistöng frá Veiðibúðinni við lækinn í verðlaun. Geir Bjarnason, æskulýðsfulltrúi í Hafnarfirði, segir að íþrótta- og leikjanámskeiðin í Hafnarfjarðar- bæ standi fyrir dorgveiðikeppninni á Flensborgarbryggju og hafi gert árlega í ein fimmtán ár. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum 6–12 ára og tóku um 300 börn þátt í keppninni á þriðjudag og létu hvassviðri lítið á sig fá. Foreldrar, afar og systkini aðstoðuðu kepp- endur ásamt fjölmennu starfsliði leikjanámskeiðanna. „Margir krakkanna eru að prófa að dorga í fyrsta skipti. Þeim er leiðbeint með færi, en við leggjum þeim til öll veiðarfæri og beitu. Ég held að langflestir hafi fengið eitt- hvað. Við reynum að hvetja þau til að sleppa fiskunum þannig að hægt sé að veiða þá aftur. Sumir vilja það ekki og mæðurnar hafa kvartað nokkrum dögum seinna þegar það kemur vond lykt úr föt- unum, því stundum eiga þau það til að gleyma fiskunum í vösunum,“ bendir hann á. Hann segir að börnin hafi mokað upp fiskum og langflestir hafi veitt eitthvað. Aflinn samanstóð aðal- lega af ufsa og kola, en eitthvað var veitt af þyrsklingum, mar- hnútum og lýsu. „Það datt enginn út í núna, en þau hafa dottið út í því þetta er svo mikið kapp. Við erum með bát þarna frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar sem siglir um, en yfirleitt erum við fljótari að teygja okkur út og ná þeim,“ lýsir hann. Morgunblaðið/Árni Torfason Bjarni Freyr, Margrét og Knútur Atli voru önnum kafin á Flensborgarbryggju. Stelpurnar aflaklær Hafnarfjarðar Hafnarfjörður BÆJARRÁÐSMENN Samfylking- arinnar í Hafnarfirði óskuðu bókað á fundi bæjarráðs 23. júní síðastliðinn að í tilefni umræðu um breytingar sem fyrirhugaðar væru í stjórnkerfi Hafnarfjarðar væri það mikilvægt að sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir því að umræddar tillögur byggjast á umfangsmikilli vinnu sem ráðgjafar og hin pólitíska stjórnsýsla hafa unnið að í allan vetur. Í bókuninni segir að um sé að ræða annan áfanga í breytingu á stjórnsýslu og þjónustukerfi Hafn- arfjarðarbæjar sem meðal annars eigi að leiða til aukinnar þjónustu og kostnaðarvitundar, markvissari stjórnunar og aukinnar samhæfing- ar milli sviða. Auk þess eigi breyt- ingarnar að tryggja greiðari aðgang viðskiptavina og gera Hafnarfjörð hæfari í samkeppni sveitarfélaga. „Í þeirri vinnu sem farið hefur verið í gegnum hafa fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins nær aldrei verið á móti né dregið úr því breytingarferli sem átt hefur sér stað, til dæmis með nýrri tillögugerð, sem gekk þvert á tillögur þær sem nú eru lagðar fram. Samstaða hefur átt sér milli pólítísku flokkanna í þessum efnum. Það skýt- ur því skökku við að nú á lokastigum þessa ferlis setji fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins sig í þá stöðu að geta ekki tekið undir tillögur sem meðal ann- ars eiga að leiða til lengri tíma lækk- unar á rekstrarkostnaði sveitarfé- lagsins, en um leið að auka þjónustu þess hvort tveggja innan bæjarkerf- isins svo og gagnvart bæjarbúum,“ segir í bókuninni. Umræddar tillög- ur séu í samræmi við stefnuyfirlýs- ingu Samfylkingarinnar sem lögð var fram í bæjarstjórn 11. júní 2001. Fyrirhugaðar breyt- ingar byggðar á um- fangsmikilli vinnu Hafnarfjörður BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að óska eftir rökstuðningi fyrir vali for- valshóps á ráðgjafahópum vegna skipulags Mýrargötu og Slippsvæðis og minnisblaði um aðferðafræðina við forvalið. Lögð voru fram bréf Gests Ólafssonar, arkitekts og skipu- lagsfræðings, og Guðjóns Bjarnasonar arkitekts um hæfnismat þeirra hópa sem tóku þátt í forvalinu. Afgreiðslu málsins var frest- að. Borgarráð óskar eftir rökstuðningi Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.