Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 43 SIGRARNIR á Færeyjum og Lithá- en fleyta Íslandi heldur betur upp styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, en nýr listi var gefinn út í gær. Á honum eru Ísland og Skotland jöfn í 59. sætinu en fyr- ir mánuði var Ísland í 70. sæti og hafði þá fallið um tólf sæti frá ára- mótum. Ísland er nú í 30. sæti í hópi 50 Evrópuþjóða en samtals eru 204 þjóðir heims á FIFA-listanum. Brasilía er áfram í toppsætinu og síðan koma Frakkland og Spánn. Argentína og Holland lyfta sér upp í 4. og 5. sætið, á kostnað Þýska- lands sem dettur niður í 6. sætið. Tyrkir fara upp fyrir Englendinga í 7. sætið, Bandaríkjamenn eru ní- undu og Tékkar tíundu. Ísland ellefu sæti upp  KA lék án þriggja sterkra leik- manna gegn Val. Dean Martin hvíldi sig en hann hefur verið meiddur. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson var í leikbanni og Daninn Ronnie Hart- vig er í Danmörku að taka próf.  JÓHANN Georg Möller lék síðari hálfleikinn fyrir Val. Hann hafði skorað á Akureyri með liðum sínum síðustu fjögur ár en í gær klikkaði eitthvað og hann komst ekki á blað.  KA og Valur hafa ekki mæst í efstu deild síðan 1992. Síðasti leik- maður KA til að skora gegn Val í efstu deild var Gunnar Gíslason.  VALUR vann sinn fjórða leik í röð gegn KA í efstu deild. Síðast vann KA 1:0 árið 1991. Af 25 leikjum þess- ara liða hafa Valsmenn unnið 14 en KA aðeins 5. Þar af var einn leikur sem KA vann á kæru, árið 1982. Markatalan er 46:23 Valí hag.  KR-ingar léku án Sigurvins Ólafs- sonar, Veigars Páls Gunnarssonar og Garðars Jóhannssonar sem allir eru meiddir.  JÓHANN B. Guðmundsson var á skotskónum í 3. umferð norsku bik- arkeppninnar í knattspyrnu í gær. Jóhann skoraði fyrsta mark Lyn sem lagði Ham-Kam, 3:2. Helgi Sig- urðsson var eins og Jóhann B. í byrj- unarliði Lyn.  HARALDUR Ingólfsson skoraði eitt marka Raufoss í vítaspyrnu- keppni í leik liðsins gegn Hönefoss, en staðan var 2:2 að loknum venju- legum leiktíma og framlengingu. Raufoss skoraði úr fjórum spyrnum en Hönefoss aðeins úr einni, 6:3.  ÁRNI Gautur Arason lék síðari hálfleikinn fyrir Rosenborg sem sigraði Lofoten, 6:1, eftir að hafa lent undir í upphafi síðari hálfleiks.  INDRIÐI Sigurðsson var í byrj- unarliði Lilleström sem marði 2:1- sigur á Fredrikstad. Gylfi Einarsson lék síðari hálfleikinn og Davíð Þór Viðarsson síðustu 20 mínúturnar.  TRYGGVI Guðmundsson var í liði Stabæk sem vann nauman sigur á Moss, 2:1.  BJARNI Þorsteinsson lék allan tímann fyrir Molde sem tapaði á heimavelli fyrir Skeid, 1:0. FÓLK Grindvíkingar hafa í gegnum tíð-ina ekki átt góðu gengi að fagna gegn vesturbæjarliðinu og fyrir leik- inn í gærkvöldi höfðu KR-ingar unnið tíu af 16 rimmum liðanna en Grindvíkingar að- eins tvo og til að kór- óna gott tak KR-inga á suðurnesjalið- inu hafði því ekki tekist að vinna KR í síðustu níu viðureignum.Liðsmenn Grindvíkinga hafa sjálfsagt ekki ver- ið með hugann við þessa tölfræði því allt frá því Garðar Örn Hinriksson flautaði leikinn á var greinilegt að Grindvíkingar voru mættir í vestur- bæinn til að taka stigin þrjú sem í boði voru og endurtaka leikinn frá árinu 1997 þegar Zoran Ljubicic tryggði Grindvíkingum fyrsta sigur þeirra í vesturbænum. Gestirnir voru gífurlega vel stemmdir og andlausir KR-ingar vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið. Fyrri hálfleikurinn var nánast eign Grindvíkinga og KR-ingar máttu teljast heppnir að vera ekki nema einu marki undir þegar hálf- leikurinn var úti því áður en Óli Stef- án Flóventsson skoraði markið á 28. mínútu höfðu Grindvíkingar gert harða hríð að KR-markinu. KR gekk líkt og í mörgum leikjum í sumar illa að skapa sér færi og leikur þeirra af- ar ómarkviss og bitlaus. Grindvíkingar léku af mikilli skyn- semi í síðari hálfleik og héldu KR- ingum algjörlega í skefjum. Grind- víkingar, sem færðu sig örlítið aftar á völlinn í síðari hálfleik, beittu stór- hættulegum skyndisóknum. Óli Stef- án fékk upp úr einni slíkri upplagt færi á 54. mínútu þegar hann skaut yfir KR-markið eftir undirbúning Al- freðs Jóhannssonar en hálftíma síðar höfðu þeir hlutverkaskipti. Alfreð skoraði eftir fínan undirbúning Óla. KR-ingar náðu aðeins að klóra í bakkann undir lokin þegar Sigurður Ragnar skoraði fallegt mark en nær komust þeir ekki. Grindavíkurliðið lék án alls vafa sinn besta leik í sumar. Leikur þeirra var afar heilsteyptur, liðsheildin öfl- ug og baráttan í liðinu aðdáunarverð. Sinisa Kekic var aftur kominn í sína gömlu stöðu í vörninni og hann og Ólafur Örn Bjarnason voru eins og kóngar í ríki sínu. Óðinn Árnason átti góðan leik í bakvarðarstöðunni, skil- aði boltanum vel frá sér og var dug- legur að taka þátt í sókninni. Paul McShane var óþreytandi á miðjunni með Óla Stefán og Eyþór Atla í fínu formi og í fremstu víglínu gerði hinn stóri og sterki Alfreð Jóhannsson varnarmönnum KR-inga lífið leitt. KR-liðinu má líkja við bíl sem á við alvarlegar gangtruflanir að stríða. Það gengur hvorki né rekur hjá meistaraliðinu og sérstaklega er sóknarleikurinn mikill höfuðverkur. Skarðið sem Veigar Páll Gunnarsson og Sigurvin Ólafsson hafa skilið eftir sig hafa KR-ingar ekki náð að fylla en þeir tvímenningar eru meiddir og á meðan vantar leikstjórnanda í liðið sem Sigurvin er og leikmann til að fríska upp á sóknina en þar hefur Veigar farið mikinn þegar hans hefur notið við. Kristján Örn Sigurðsson komst skammlaust frá hlutverki sínu og var skásti leikmaðurinn í slöppu og andlausu liði KR. Tvíburarnir Arnar og Bjarki voru langt frá sínu besta og voru mest í því að dúlla með knöttinn úti á vellinum, Einar Þór Daníelsson er ekki nema skugginn af sjálfum sér og meðan þessir menn ná sér ekki á strik ásamt því að KR-inga skortir tilfinnanlega Sigurvin og Veigar má reikna með því að meist- ararnir haldi áfram að hökta. Grindavík miklu betri GRINDVÍKINGAR gripu KR-inga heldur betur í bólinu á KR-vellinum í gær og unnu verðskuldaðan 2:1 sigur. Með viljann að vopni ásamt gífurlegri baráttu höfðu Grindvíkingar meistarana undir nánast á öllum sviðum og eftir afar brösótt gengi hafa lærisveinar Bjarna Jó- hannssonar nú unnið tvo leiki í röð. Það sama verður ekki sagt um lið KR-inga. Þeir hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum og eru ekki nema svipur hjá sjón miðað við síðustu leiktíð. Guðmundur Hilmarsson skrifar Morgunblaðið/Árni Torfason KR 1: 2 Grindavík Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 7. umferð KR-völlur Miðvikudaginn 25. júní, 2003 Aðstæður: Stinningskaldi af austri, rign- ing með köflum og 12 stiga hiti. Völlurinn góður. Áhorfendur: 1.661 Dómari: Garðar Örn Hinriksson, Þrótt- ur R., 3 Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson, Gunnar Gylfason Skot á mark: 7(3) – 11(4) Hornspyrnur: 4 – 6 Rangstöður: 2 – 1 Leikskipulag: 4-5-1 Kristján Finnbogason M Sigþór Júlíusson (Sigursteinn Gíslason 83.) Kristján Örn Sigurðsson M Gunnar Einarsson Jökull I. Elísabetarson Bjarki B. Gunnlaugsson Kristinn Hafliðason Þórhallur Örn Hinriksson Einar Þór Daníelsson Arnar B. Gunnlaugsson (Arnar Jón Sigurgeirsson 79.) Sigurður Ragnar Eyjólfsson Ólafur Gottskálksson M Óðinn Árnason M Sinisa Kekic M Ólafur Örn Bjarnason M Gestur Gylfason Óli Stefán Flóventsson M Paul McShane MM Guðmundur A. Bjarnason Eyþór Atli Einarsson M Ray Anthony Jónsson M (Michael Jónsson 73.) Alfreð Elías Jóhannsson M (Helgi Jónas Guðfinnsson 85.) 0:1 (28.) Eyþór Atli Einarsson tók langt innkast upp við vítateig KR-inga. Boltinn sveif yfir varnarmenn KR og þar kom Óli Stefán Flóventsson aðvífandi og skallaði knöttinn í netið. 0:2 (83.) Óðinn Árnason átti góða sendingu upp hægri kantinn. Þar tók Óli Stef- án við boltanum, lék á varnarmann KR upp við endamörkin og átti glæsilega fyrirgjöf beint á kollinn á Alfreð Elíasi Jóhannssyni sem skallaði í netið. 1:2 (87.) Sigursteinn Gíslason átti sendingu inn í vítateig Grindvíkinga. Þórhall- ur Hinriksson skallaði til Sigurðar Ragnars Eyjólfssoar sem skoraði með fallegri bakfallsspyrnu. Gul spjöld: Sinisa Kekic, Grindavík (25.) fyrir brot  Paul McShane, Grindavík (34.) fyrir mótmæli  Óli Stefán Flóventsson, Grindavík (36.) fyrir brot  Þórhallur Örn Hinriksson, KR (59.) fyrir brot  Ray Anthony Jónsson, Grindavík (67.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin. HÓPUR fjárfesta undir forystu Baldurs Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra breska fjármálafyr- irtækisins Avalon Finance Ltd, komst í gær að samkomulagi við Peter Doyle, eiganda knattspyrnu- félagsins Barnsley, um kaup á 60 prósenta hlut í félaginu. Baldur sagði við Morgunblaðið í gær að samkomulagið væri skilyrt og nú færi í hönd 4–5 daga endur- skoðunarvinna þar sem farið yrði yf- ir öll gögn hjá Barnsley og gengið úr skugga um að staða félagsins væri sú sem kynnt hefði verið. „Ef þetta gengur allt eðlilega fyr- ir sig munum við taka yfir félagið um miðja næstu viku, og ég er bjart- sýnn á að svo verði,“ sagði Baldur en fyrirtæki hans verður á meðal hlut- hafa í Barnsley ef svo fer sem horfir. Baldur sagðist ekki vilja tjá sig um þau ummæli Guðjóns Þórðar- sonar að hann væri búinn að slíta samstarfinu við Baldur og fjárfest- ana. „Við Guðjón höfum rætt mikið saman að undanförnu, líka í dag, og staðan hvað hann varðar er alveg óbreytt,“ sagði Baldur Sigurðsson. Í Morgunblaðinu í gær sagði Guð- jón að trúnaðarbrestur hefði orðið þeirra á milli og hann myndi ekki eiga frekari samskipti við Baldur fyrir vikið. Það var í kjölfar þess að Baldur sagði að Guðjón færi ekki fyrir hópi fjárfestanna, og að ekki væri sjálfgefið að hann yrði knatt- spyrnustjóri Barnsley ef af kaup- unum yrði, heldur kæmi hann til greina eins og margir fleiri. Baldur og félagar sömdu við Barnsley

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.