Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 19 Austurstræti 17, 3. hæð, 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Stórglæsilegar siglingar í ágúst - Síðustu forvöð að bóka Þú baðar þig í vellystingum á einhverjum glæsilegustu skipum veraldar, á meðan þú ferðast um einhverjar fallegustu siglingaleiðir veraldar. Golden Princess í Miðjarðarhafinu 9.-23. ágúst Barcelona - Monte Carlo - Livorno - Pisa - Flórens - Napólí - Aþena - Efesus Istanbúl - Feneyjar - Mílanó - Íslensk fararstjórn - Sun Princess í Alaska og Kanada 7.-24. ágúst Anchorage - Denali þjóðgarðurinn - Seward - Collage fjörðurinn - Glacier Bay Skagway - Juneau - Ketchikan - Vancouver - Whistler - Victoria - Seattle - Íslensk fararastjórn - STÍLL ehf. hefur keypt Vinnandi menn og hinn 1. júlí næstkomandi verður til stærsta auglýsingastofa og skiltagerð utan höfuðborgarsvæðis- ins, þegar fyrirtækin sameina krafta sína undir nafni Stíls ehf. Höfuð- stöðvar hins nýja fyrirtækis verða á Óseyri 2 á Akureyri og verður fjöldi starfsmanna átta til tíu manns. Stíll ehf. var stofnað árið 1980 og hefur alla tíð verið með rekstur á Ak- ureyri í auglýsingagerð, skiltagerð og fatamerkingum ásamt annarri þjónustu tengdri auglýsinga- og markaðsmálum. Vinnandi menn hef- ur verið í rekstri frá árinu 1996 við auglýsinga- og skiltagerð ásamt þjónustu tengdri auglýsinga- og markaðsmálum. G. Ómar Pétursson verður fram- kvæmdastjóri auglýsingastofu og skiltagerðar og Arnar Birgisson verður framkvæmdastjóri verslun- arsviðs og fatamerkinga. G. Ómar sagði við Morgunblaðið að þetta ætti sér stuttan aðdraganda og að markmiðið með þessari sam- einingu væri að byggja upp stærsta og öflugasta þjónustufyrirtæki í aug- lýsinga- og markaðsmálum á lands- byggðinni. „Þetta verður til þess að við eigum auðveldara með að sækja verkefni, til dæmis til Reykjavíkur, en við höfum getað gert í sitthvoru lagi. Bæði fyrirtækin hafa verið að vinna fyrir aðila í Reykjavík og átt í samstarfi við aðila þar. Við höfum unnið verkefnin hér fyrir norðan og svo sent þau suður og reyndar út um allt land. Það er ekkert í kortunum að koma okkur upp aðstöðu í Reykjavík, en auðvitað ræðst það á því hvernig árangri við náum þar,“ sagði G. Ómar við Morgunblaðið. Samstarfssamningur við Odda Stíll ehf. hefur gert samstarfs- samning við Odda hf. og mun hinn 27. júlí opna nýja þjónustuverslun með rekstrarvörur fyrir einstak- linga, fyrirtæki og stofnanir á Óseyri 2. „Við erum að taka stóran hluta af jarðhæðinni undir verslunina eða um 110 fermetra. Þannig að það verður hin glæsilegasta verslun með góðu úrvali. Við leggjum einnig sérstaka áherslu á þjónustu við fyrirtæki og stofnanir með reglulegum heim- sóknum til þeirra,“ sagði G. Ómar. Stíll ehf. hefur einnig gert sam- starfssamning við Bros sem sérhæf- ir sig í hvers konar auglýsingavörum og merkingum. Eignarhald í Stíl ehf. eftir kaupin eru þannig að Sjöfn hf. á 60% hlut og Arnar Birgisson og G. Ómar Péturs- son 20% hlut hvor. Í stjórn hins nýja félags verða Baldur Guðnason stjórnarformaður, Steingrímur Pét- ursson, Arnar Birgisson og G. Ómar Pétursson. Stíll ehf. kaupir Vinn- andi menn Stærsta auglýsingastofa og skiltagerð landsbyggðarinnar verður til MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir við Akureyrarsundlaug og margir hafa lýst yfir undrun sinni við sundlaugarverði á tímasetningu framkvæmdanna. Gísli Kristinn Lórenzson, for- stöðumaður Akureyrarsundlaugar, sagði að aðsóknin að lauginni í sum- ar hefði verið góð þrátt fyrir fram- kvæmdirnar. „Það er verið að taka gömlu laugina og snúa henni við, um leið er dýpið minnkað, dúkur settur inn í hana, innipottur tengd- ur við laugina og hún hækkuð upp. Það er verið að reisa varðturn en í honum verða eftirlitsmyndavélar og einnig tvær snyrtingar fyrir al- menning. Jafnframt er verið að gera sérstakt barnasvæði fyrir börn á aldrinum 0–6 ára, þar verða meðal annars leiktæki, rennibraut, sveppur og busllaug. Þegar breyt- ingunum lýkur verður allt svæðið í sömu hæð svo aðgangur fyrir hjóla- stóla verður mjög góður. Okkur líst ágætlega á sumarið, en það sem við höfum mestar áhyggjur af er að okkur vantar nokkuð mikið svæði í notkun enn þá, vegna fram- kvæmdanna. Ég skal viðurkenna að þær eru í gangi á óheppilegum tíma og ekki á þeim tíma sem ég hefði óskað eftir. Það er samt erfitt að segja hvenær sé besti tíminn, því á haustin byrjar kennsla skólasunds og þá er búist við frosti. Fólk sagði við okkur að það hefði verið hægt að gera þetta í vetur, en það bjóst enginn við því að það yrði enginn snjór hér í vetur og yrði bara 15 stiga hiti,“ sagði Gísli. Framkvæmdum á að ljúka 15. júlí en það verður að koma í ljós hvort það eigi eftir að ganga eftir. „Þetta er mjög erfið staða og við fáum miklar skammir fyrir þetta en það eru margir sem sýna þessu mjög góðan skilning. Það verða all- ir ánægðir þegar framkvæmdum lýkur og gleyma þessu. Við verðum þá með eitt flottasta svæði landsins, ef ekki það flottasta. Við erum að gera hér góða hluti en þetta tekur allt sinn tíma,“ sagði Gísli. Eitt flottasta svæði lands- ins, ef ekki það flottasta Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gamla laugin hefur mikið breyst og verður tekin í notkun innan skamms. Gísli Kr. Lórenzson, forstöðumaður Akureyrarsundlaugar ALLT frá árinu 1996 hefur Jazz- klúbbur Akureyrar skipulagt fjöl- breytta og eftirsótta tónleika á Listasumri á Akureyri. Jón Hlöðver Áskelsson, formaður Jazzklúbbs Akureyrar, segir að heit- ir fimmtudagar í Deiglunni séu orðn- ir ómissandi þáttur í listalífi margra og væru þegar farnir að virka sem aðdráttarafl því margir ferðamenn, bæði innlendir og erlendir væru farnir að ganga að þeim sem vísum. „Síðastliðin sjö sumur höfum við efnt til um 70 heitra fimmtudaga og er þetta því í áttunda sinn sem við stöndum fyrir þeim. Það er ekki fjarri að telja að um 6.000 manns hafi sótt tónleika þessa. Sumarið í ár er að sjálfsögðu hlaðið góðum tækifær- um fyrir djassáhugafólk.“ Fyrsti heiti fimmtudagurinn í Deiglunni verður í kvöld kl. 21.30 og mun tríóið B3 spila en þar eru á ferð- inni Ásgeir Jón Ásgeirsson, gítar, Agnar Már Magnússon, hammond- orgel og Erik Qvick, trommur. „Efnisskráin er skemmtileg og á henni er músík eftir Larry Goldins orgelleikara og Peter Bernstein gít- arleikara, blönduð tónlist af djassi, fönki og blús svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Jón Hlöðver. Seld verða áskriftarkort á átta heita fimmtudaga á 4.000 kr. og fást þau keypt á skrifstofu Gilfélagsins í Ketilhúsinu, svo og við innganginn, en annars er verð á einstaka tónleika 800 krónur. Margir ferðamenn ganga að djassinum sem vísum Skemmtun verður í húsi Hjálpræð- ishersins í dag kl. 17.30. Ýmis skemmtiatriði verða í boði hjá börn- unum sem fengu húsnæðið lánað til að halda skemmtunina, en þau eru að safna fé til styrktar heimili litlu ljós- anna, sem er munaðarleysingjaheim- ili á Indlandi. Fyrir 16 ára og eldri kostar 500, fyrir yngri en 16 ára kost- ar 300 en ókeypis er fyrir yngri en 3 ára. Nú þegar hafa krakkarnir safnað um 10.000 kr með tombólum og vona þau að sem flestir mæti. Í DAG VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.