Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 25 DR. HOWARD Gardner lagði grundvöll að fjölgreindarkenningunni í bók sinni Frames of Mind. Áður en Gardner setti fram sínar hugmyndir var talið að menn hefðu eina greind sem allir hæfileikar okkar grundvöll- uðust á. Gardner benti á að betra væri að tala um átta greindir: Mál- greind, rök-/stærðfræðigreind, rým- isgreind, tónlistargreind, líkams-/ hreyfigreind, sjálfsþekkingargreind, samskiptagreind og umhverf- isgreind. Skýr afmörkun þessara greinda er ekki til, og þær skarast að einhverju leyti. Þrátt fyrir að dr. Howard Gardner hafi sett fram þessa faglegu og fræðilegu kenningu er hún ekki ný. Almenningur hefur árum saman vitað að menn eru eins mis- jafnir og þeir eru margir. Fjölgreind- arkenningin er miklu betri en einnar- greindarkenningin, því hún viðurkennir og leggur áherslu á að til eru margar greindir sem grundvalla mismunandi hæfileika einstaklinga. Oft hefur verið sagt að David Beck- ham sé heimskur. Þá er verið að vísa til þess hve fátt „gáfulegt“ kemur út úr honum. Þannig er verið að stimpla hann, allan, sem heimskan fyrir að vera með lélega málgreind og litla þekkingu á þjóðfélagsmálum. Öllum er þó ljóst að David Beckham er með einstaka líkams-/hreyfigreind, og meðal gáfuðustu manna á þessari jörð á því sviði. En því miður fyrir Beckham er hans sterka hlið ekki við- urkennd sem greindarsvið og hann því einfaldlega talinn heimskur fyrir að vera slakur á því greindarsviði (málgreind) sem helst er viðurkennt. Í íslenskum grunnskólum er hóp- miðað mál- og stærðfræðigreindar- nám. Það þýðir að kennsluaðferðir og námsefni taka mið af þörfum hóps og byggjast að langmestu leyti á mál- greind og stærðfræðigreind. Núver- andi kerfi reynir þannig að steypa alla í sama mót í stað þess að leyfa hverjum einstaklingi að þroskast út frá eigin þörfum og áhuga. Ekkert er eins ósanngjarnt og sama meðhöndl- un ólíkra einstaklinga. Í Aðalnámskrá grunnskólans í kafla um markmið og hlutverk grunnskóla segir: „Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins.“ Þetta er nákvæmlega það sem ætti að vera markmið grunn- skólans. Til að ná því markmiði þarf að breyta aðalnámskrá og kennsluað- ferðum í grunnskólum. Hættum að leggja áherslu á fyrir- fram ákveðna þætti á tilteknum greindarsviðum. Leggjum heldur áherslu á öll greindarsviðin. Þarfir nemendanna eiga að liggja til grund- vallar náminu, og byggjast á sífellt vaxandi sérfræðiþekkingu kennara og annarra á uppeldissviði. Með ein- staklingsmiðuðu fjölgreindarnámi er ekki einungis líklegra að markmiðum um „alhliða þroska“ verði náð, heldur einnig að betri árangur náist á öllum sviðum menntunar. Nóg er komið af því að börnum á Íslandi sé mismunað fyrir að vera greind á mismunandi sviðum. Snill- ingar í smíði, list, íþróttum, sam- skiptum og ýmsum öðrum sviðum fá „lélegt á samræmdu“ og eru þar af leiðandi stimplaðir „heimskir“ því samræmdu prófin eru „hið eina sanna viðmið“ um verðleika nemenda. Það er nóg komið af því að krakkar þurfi að glíma við brostna sjálfsmynd vegna ofuráherslu á gamlar hug- myndir. Það er kominn tími til að breyta. Einstaklings- miðað fjöl- greindarnám Eftir Kristin Má Ársælsson og Guðrúnu Ástu Tryggvadóttur Kristinn Már stundar nám í heimspeki og félagsfræði við HÍ. Guðrún Ásta er kennaranemi við KHÍ. Guðrún ÁstaKristinn Már UNDIRRITAÐUR rak augun í grátklökka grein í Morgunblaðinu laugardaginn 7. júní sl. eftir núver- andi sveitarstjóra Raufarhafnar- hrepps, þar sem í fyrirsögn er farið fram á skilning og umburðarlyndi gagnvart Raufar- hafnarbúum í þeim erfiðleikum sem að byggðarlaginu steðja. Í upphafi greinarinnar skammast sveitarstjórinn út í fjöl- miðla og eitt augnablik hélt undir- ritaður að sveitarstjórinn núverandi ætlaði sér að leiðrétta þá gegndar- lausu vitleysu sem tröllriðið hefur allri umfjöllun um fjármál Raufar- hafnarhrepps sl. misseri, en það var ekki svo gott. Fjölmiðlafárið hafði allt í einu snúist gegn þeim sjálfum, beint og óbeint, með blaðaskrifum um kvótaleigu einstakra aðila. Þá var allt í einu hægt að dýfa penna í blek og snúast til varnar. Undirritaður hefur margoft ætlað sér að svara þeirri vitleysu sjálfur sem fréttamenn hafa borið á borð fyrir þjóðina, en staðist þá freist- ingu þar til nú. Um þverbak keyrði þegar Óli Björn, ritstjóri DV, full- yrti í þættinum Hrafnaþingi í út- varpi Sögu, að Raufarhafnar- hreppur hefi tapað 280 m.kr. á fjárfestingum í hlutabréfum á „gráa markaðnum“. Í þætti sínum vikuna á undan hélt Gísli Sigurgeirsson, fréttamaður RÚVAK, því fram og hafði eftir áreiðanlegum heimildum, að Rauf- arhafnarhreppur hefði tapað 200 m.kr. á umræddum hlutabréfum og sl. haust fullyrti sveitarstjórinn á Raufarhöfn að þetta væru a.m.k. 75 m.kr. Það sjá það allir heilvita menn að þessi málflutningur er með ólík- indum og ekki annað hægt en tjá sig um þessa endaleysu á opinberum vettvangi. Í allri þessari umræðu hefur und- irritaður verið persónugerður, það er honum að kenna hvernig komið er. Þetta hefur passað núverandi sveitarstjórn ákaflega vel enda hef- ur hún fengið vorkunn og samúð allra og þannig tekist að beina aug- um fjölmiðla frá hinum raunveru- lega vanda Raufarhafnarhrepps, getuleysis þeirra sjálfra til þess að takast á við þá erfiðleika sem fólgn- ir eru í rekstri sveitarfélags þar sem fólksfækkun og versnandi at- vinnuástand gerir mönnum erfitt fyrir. Þar sem undirritaður hefur ítrek- að verið bendlaður við þessi mál og persóna hans dregin í svaðið af sveitarstjórnarmönnum og stjórn- endum á Raufarhöfn með óritskoð- aðri aðstoð fjölmiðla verður gerð til- raun til þess að svara fyrir sig hér. Í fyrsta lagi skal það tekið fram að undirritaður hefur aldrei selt hlutabréf með tapi, en getur aug- ljóslega ekki borið ábyrgð á gjörn- ingum núverandi sveitarstjórnar í þeim efnum. Í öðru lagi tapaði Raufarhafnar- hreppur hvorki 280, 200 né 75 millj- ónum á fjárfestingum í hlutabréf- um. Hið sanna er að fjárfestingar Raufarhafnarhrepps í hlutabréfum höfðu lækkað um 35 m. krónur sl. haust. Þetta er að vísu allt of mikið og skal undirritaður verða fyrsti maður til að viðurkenna það. En þó er allur munur á þeirri tölu og þeim tölum sem fjölmiðlar hafa gasprað um undanfarin misseri, við undirleik sveitarstjórnar. Núverandi sveitarstjórn hefur þrálátlega leitast við að draga inn í umræðuna þá fjármuni sem lagðir voru í tilraunir til eflingar og upp- byggingar atvinnulífs á Raufarhöfn og Kópaskeri. Þeim hefur þótt slíkt háttalag jafngilda fjárfestingum í hlutafélögum á „markaði“ og notað öll tækifæri til þess að gagnrýna þá viðleitni fyrrverandi meirihluta sveitarstjórnar til þess að efla at- vinnulíf á Raufarhöfn og þar með búsetu á svæðinu. Þá er komið að kjarna málsins, hverju hefðu þessar 35 m. breytt í stöðunni eins og hún er í dag á Raufarhöfn? Myndi sveitarstjórn leggja þessa fjármuni fram sem hlutafé Jökli ehf. til handa? Í ljósi andúðar þeirra á afskiptum sveitar- félaga af atvinnulífinu er það dregið í efa og erum við þá komin á upp- hafsreit. Vandinn á Raufarhöfn snýst ekki um það hvort sveitarfélagið fjárfesti í hlutabréfum eður ei. Vandinn er sá, og eingöngu sá, að samfara mik- illi fækkun íbúa hrundi rækjustofn- inn í Öxarfirði og loðna nánast hætti að berast til Raufarhafnar með þeim afleiðingum að tekjur sveitar- félagsins hrundu. Illa gekk, og nánast ekki hægt, að bregðast við þessu hruni með stór- kostlegum samdrætti í útgjöldum. Það er ekki valkostur fyrir nokkurt sveitarfélag, undir þessu kring- umstæðum, að skerða þjónustu við íbúana í takt við tekjurýrnunina. Raufarhafnarbúar verða að sætta sig við lágmarksþjónustu fyrir og frekari skerðing hennar ýtir undir enn meiri fækkun íbúa, sem aftur skerðir tekjur sveitarfélagsins og svo koll af kolli. Lesendur kannski spyrja sig í hvað Raufarhafnarhreppur setti megnið af þeim fjármunum sem hann fékk fyrir söluna á hlutabréf- unum í Jökli hf. Því er fljótsvarað, þeir voru not- aðir til að greiða niður skuldir, í leikskólann, grunnskólann, hafnar- framkvæmdir, umhverfismál, íþrótta- og tómstundamál, eflingu atvinnulífsins á starfssvæði sveitar- félagsins, almennan rekstur og síð- ast enn ekki síst, í ljósi stórkostlega vel úthugsaðra tillagna starfshóps um aðgerðir á Raufarhöfn, endur- bætur á Hótel Norðurljósum. Sem sagt stærsti hlutinn af þess- um margumtöluðu fjármunum fór í rekstur þeirra málaflokka sem sveitarfélögum er uppálagt sam- kvæmt lögum að sinna og til efl- ingar ferðamannaiðnaðar, atvinnu- lífs og í hafnarframkvæmdir. Í ljósi þessa að núverandi sjálf- kjörin sveitarstjórn Raufarhafnar- hrepps hefur notað öll tækifæri til þessa, að bera fyrir sig tap af völd- um undirritaðs sem ástæðu þeirra erfiðleika sem nú steðja að byggðar- laginu hefur hún engan skilning né vorkunn úr þeirri átt. Annað gildir um óbreytta íbúa á Raufarhöfn, þeir eiga samúð mína alla, tilneyddir að gera sér að góðu stjórnarfarið sem í boði er. Undirritaður vonar að með skrifum þessum hafi lesendur og þá fréttamenn sérstaklega áttað sig á því að ekki er allt sem sýnist í fréttaflutningnum að norðan. Sé frekari skýringa þörf verða þær góðfúslega veittar. Sýna hverju skilning? Eftir Reyni Þorsteinsson Höfundur er fyrrverandi sveit- arstjóri Raufarhafnarhrepps. UMRÆÐA síðustu daga hefur annars vegar snúist um athafna- skáld í Reykjavík sem voru svo vit- laus að „fatta“ ekki að 150 millj. kr. sem lagðar voru í rekst- ur þeirra voru ekki bara himnasending heldur illa fengið fé og hins vegar fólk sem missir allt sitt við uppsagnir á Raufarhöfn vegna þess að „óskabarn þjóðarinnar“, Eimskip, og undirfélög töpuðu hvorki meira né minna en 50 millj- ónum króna á að borga þessu lág- launadóti á Raufinni kaup fyrir 8– 10 tíma dagvinnu. Það er augljóst að það getur ekki gengið lengur að mylja pen- inga undir þetta sviplausa fólk í dreifbýli Íslands. Það gengur ekki að henda 50 millj. kr. í atvinnurekstur á hjara veraldar árlega, bara vegna þess að gengisstefnan er í frjálsu falli – eins og það heitir á nútímaíslensku – og þess vegna er útflutningsvara Íslendinga seld á undirverði. Þetta þolir mín þjóð ekki. Við sem lærð- um að vitna í skáldin, sbr. greinar- heiti í upphafi, hættum að vitna í bókmenntir á síðasta áratug lið- innar aldar og höfum síðan vitnað í athafnaskáldin. Drengina sem myndast svo vel í glanstímarit- unum, drengina sem voru svo snjallir að þeir gátu veðsett eignir sínar á tvöföldu matsverði til þess að skapa verðmæta vöru, ekki fisk- fjanda til útflutnings, heldur enda- lausa síbylju á ljósvakanum. Við, dreifbýlingarnir, fólkið á Norður- slóð, sem getum ekki fengið einnar milljónar kr. lán út á nýbyggt hús án veðbanda, hrífumst af því að drengirnir fyrir sunnan, með flotta útlitið, fá þó alltént lán hjá lána- stofnunum út á tvöfalt verðgildi íbúða sinna í Reykjavík. Það eru ekki bara athafna- skáldin sem gera það gott og hafa útlit sem hæfir fjölmiðlum, við eig- um líka farsæla athafnabændur, menn sem lifa ekki á skítastyrkjum á mörkum hins byggilega heims, vaðandi þúfnakargann á sauð- skinnsskóm. Nei. við eigum bænd- ur sem stækka og byggja upp bú sín með aðstoð iðnaðarmanna og þeirra sem trúa á „frjálsa verð- myndun“. Þegar þessir athafna- bændur geta ekki lengur borgað, eiga enga „frjálsa peninga“ lengur, setja þeir þumalskrúfu á bankana og fá hjá fjármálaspekúlöntum þeirra stofnana ekki milljón hér og milljón þar, heldur milljarða króna, væntanlega með veði í jörðum sem fengist ekki króna fyrir í Evrópu vegna þess að þær geta ekki end- urnýtt húsdýraáburðinn. Hvar eru núna málsvarar ís- lenskrar náttúru? Eru þeir veður- tepptir á hálendi Austurlands eða kemur þeim ekki við láglaunafólkið í landinu? Eru athafnaskáldin, sem að sögn íslenskra fjölmiðla urðu fyrir þeim persónulega, mannlega harmleik að taka óvart við hundr- uðum milljóna króna, bestu vinir fólksins sem barðist fyrir náttúru Íslands á Austurvelli? Vont er þeirra ranglæti, en verra þeirra réttlæti. Réttlætið í heimi frjálsrar mark- aðshyggju snýst um að dýrka at- hafnaskáld, sem því miður misstu af tímanum í skólanum þegar kennt var um rétta hegðun og ranga, vel fengið fé og illa fengið. Lokum sem fyrst frystihúsum dreifbýlisins og sendum okkur öll suður til að skúra skítinn undan harmsögulegum óknyttastrákum. Hættum að hugsa í réttlátum vinnulaunum fyrir vel unnin störf, hugsum heldur í myndum úr glans- tímaritum. Grátum ógæfu strák- anna sem lentu í því að fá á annað hundrað milljónir króna óvart í rekstur sinn úr pyngju okkar lág- launafólksins. Hættum að nöldra. Hvenær drepur maður mann? Eftir Ágústu Þorkelsdóttur Höfundur er læknaritari og- fyrrverandi bóndi. Er vinningur í lokinu? Utanlandsferðir, siglingar, sjónvörp og fjöldinn allur af öðrum glæsilegum vinningum. , , . Púðurfarða - TEINT EXPERT CONFORT Verulega þunn áferð sem veitir þér unaðslega tilfinningu allan daginn. Þekur vel og gefur náttúrulegt og matt yfirbragð. Mattan krem farða - TEINT TENDRE MAT Mjúkur farði sem þekur vel og veitir þér silkimjúka teygjanlega áferð. Kynning í Clöru Kringlunni fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. júní. Við erum í sumarskapi og gefum líka 20% afslátt af öllum varalitum. Guerlain kynnir tvo nýja andlitsfarða Aðrir útsölustaðir: Andorra, Hafnafirði Betri Líðan, Akureyri Clara, Kringlunni Hygea, Krynglunni Hygea, Laugavegi Hygea, Smáralind Keflavíkur Apótek Nýtt Útlit, Selfossi Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Snyrtistofan Guerlain Snyrtistofan Nelori Stella, Bankastræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.