Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 23 „ÉG KEYRI 30 til 40.000 km hér á ári. Ætli það þýði ekki að ég ferðist mikið um landið,“ segir Thorsten Henn þegar hann er spurður að því hvort hann fari mikið um. „Það er breytilegt hvert ég fer, en svæðið fyr- ir norðan Mýrdalsjökul, Fjallabaks- leið og þar í kring, er í uppáhaldi. Ég ferðast um til að mynda. Ég leita gjarnan að óvenjulegum sjónar- hornum af þekktum stöðum. Það er búið að mynda Skógarfoss með regn- boga hundrað sinnum, en ég reyni að finna ný sjónarhorn á staðina.“ Thorsten fæddist í Þýskalandi árið 1969 og stundaði ljósmyndanám í Hamborg. Árið 1998 flutti hann til Ís- lands og hefur síðan starfað hér við ljósmyndun. Á þessum árum hefur hann náð afar góðum tökum á tungu- málinu. Með íslenskt blóð í æðum „Ég hef alltaf verið áhugamaður um náttúru en fyrsta ferð mín hingað til Íslands var samt algjör tilviljun. Ég var sextán ára gamall að ferðast um Evrópu og fékk far með vörubíl- stjóra sem var að fara með Norrænu. Ég kom blankur til Reykjavíkur og hringdi heim í mömmu og bað hana að senda mér pening. Hún varð orðlaus þegar ég sagði henni hvar ég væri. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá Ísland og það var ást við fyrstu sýn. Náttúra landsins er virkilega sérstök, ekki lík neinu sem ég hafði áður séð.“ Ári síðar kom Thors- ten aftur og tók þátt í alþjóðlegum leiðangri sem fór fótgangandi yf- ir landið. Svo liðu tíu ár þangað til hann kom í þriðja sinn, árið 1996. „Þá var ég búinn að gera ýmislegt í millitíð- inni. Var búinn með meistaranám í ljós- myndun og búinn að stofna fyrirtæki í Aust- urríki, en ég sérhæfði mig í að setja upp slædssýningar. Ég hugsaði alltaf mikið um Ísland, og hafði prófað að dvelja lengi í öðrum löndum, eins og á Sikiley, í Bandaríkjunum, Mexíkó og Gvatemala. Ég var alltaf að hugsa um að koma aftur til Íslands. Ég kom loksins árið 1996 til að mynda í slædssýningu fyrir aust- urríska ferðaskrifstofu. Viku áður en ég átti að fara heim lenti ég í mótor- hjólaslysi rétt hjá Hvolsvelli. Ég vaknaði upp beinbrotinn á sjúkrahúsi og læknarnir sögðu að ég ætti að liggja í þrjár vikur. Ég hafði ekki þolinmæði í það, var sendur heim eftir tíu daga – en ætli íslenska blóðið sem mér var gefið á spítalanum hafi ekki dregið mig svona fljótlega aftur til landsins,“ segir Thor- sten og hlær. Tveimur árum síðar var hann fluttur hingað og ekki löngu síðar genginn í hjónaband. „Ég hef verið að mynda hér síðan ég kom. Ég var fyrst að vinna með slædssýningar, sem gekk ágætlega, en svo var þessi markaður dauður; tölvan og sýningaforrit sáu til þess. Þá fór ég alfarið að mynda og það er líka mjög gaman.“ Þetta er algjörlega ég Elstu myndirnar í Íslandslitum eru frá árinu 1996 en flestar teknar á síð- ustu þremur árum. „Ég raða mynd- unum í bókina eftir litblænum á þeim. Það er gaman að vinna með svona konsept. Og það er yfirhöfuð mjög gaman að vinna bók sem þessa. Dags- daglega er ég mikið að vinna í auglýs- ingum, sem er gert eftir hugmyndum kúnnans; það er líka skemmtilegt en þetta er algjörlega ég. Myndirnar byrjuðu að safnast upp hjá mér og þá fæddist hugmyndin að koma þeim út á bók – ég er ekki svo hrokafullur að hafa ætlað að koma sérstaklega til landsins til að gera ljósmyndabók,“ segir hann og bros- ir.“ En Ísland er svo rosalega litríkt, litirnir sérstakir, og það var gaman að láta litina ráða við flæðið í bókinni en engu að síður er myndbyggingin langmikilvægasti þátturinn í mynd- unum.“ Myndirnar merkir Thorsten með nafni staðarins þar sem þær eru teknar og GPS-staðsetningu þeirra. „Ég vil hafa nafn staðanna með myndunum. Ég er sjálfur útlend- ingur og veit hvað erlendu fólki finnst gaman að sjá og heyra öll þessi nöfn. Íslenskan verður aldrei alheims- tungumál en hún er samt sem áður rosalega flott mál. Þetta eru þó engir leynistaðir sem ég vil sitja einn að, það geta allir farið þangað. Ísland er ekkert leyndarmál.“ Ísland er ekkert leyndarmál Litbrigði landsins er þema Íslandslita, nýrrar ljósmyndabókar Thor- stens Henn. Höfundur- inn er fæddur í Þýska- landi en flutti til Íslands fyrir fimm árum, og hef- ur starfað hér við ljós- myndun síðan. Ljósmynd/Thorsten HennLindaá N 65 14’443 W 16 10’654. Thorsten Henn DANSKA jazztríóið Sophisticated Ladies, ásamt norsku söngkonunni Hilde Hefte, er nú hér á landi. Tríóið skipa Marie Schmidt píanó- leikari, Helle Marstrand bassa- leikari og Benita Haastrup tromm- ari. Þær hafa leikið lengi sam- an og voru m.a. um skeið hljóm- sveit söngvarans og básúnuleikar- ans Richards Boones, en það var hann sem fékk þær til að leika sam- an. Þær stöllur hafa einnig leikið með fjölmörgum öðrum jazzleikur- um. Hilde og Sophisticated Ladies munu koma fram á minningartón- leikum um Jón Kaldal í Reykjavík í kvöld, tónlistarhátíðinni á Ólafsfirði á föstudag, en aðaltónleikar þeirra eru lokatónleikar 16. djasshátíðar Egilsstaða á laugardagskvöld. Það er Norræni menningarsjóðurinn sem styður tónleikaferð þeirra til Ís- lands. Norrænn jazz Hilde Hefte ♦ ♦ ♦ TÍNUGERÐ verður kynnt í dag á Minjasafni Austurlands, Egilsstöð- um, kl. 13 til 17. Hlynur og Edda á Miðhúsum sýna gestum og gang- andi undirstöðuatriði tínugerðar, en tínur eru box úr sveigðu birki, sem voru skreyttar með saumi úr birkirót. Yfir sumartímann eru fimmtu- dagar á Minjasafni Austurlands þjóðháttadagar, þar sem fólk sýnir handverk og forna hætti í margs- konar sýnikennslu. Frekari upp- lýsingar á slóðinni www.minjasafn- .is Tínugerð á Egilsstöðum Út er komin ljóða- bókin 2004 eftir Hauk Má Helga- son. „2004 er pólitískt ástfangin bók, læðist um og bítur fólk í boss- ann – fyrir nýju ár- in til höfuðs þeim liðnu – blaut eins og hafið. Horn í blæðandi síðu nasískrar þjóðar. Haukur Már er 25 ára „altmulig- maður“ í landamæralausri hug- myndafaktoríu Nýhils. Hann er með grátt hár og eitthvað í ljóðum hans er beintengt mjöðminni á honum og hæl- unum svo þegar hann les þá skekur hann sig, lyftist upp og niður, rekur upp fingurinn eins og til að leggja áherslu á „akkúratið“ í orðunum.“ Út- gefandi er Nýhil. Bókina er hægt að nálgast í öllum vandaðri bókabúðum eða með því að senda tölvupóst á ny- hil@nyhil.com. Verð: 2.000 kr. Ljóð STÚDENTALEIKHÚSIÐ mun sýna tvær sýningar á Sweeny Todd, morðóða rakar- anum við Hafnargötuna. Ekki náðist að sýna nema eina sýn- ingu á vorsýningunni í mars síðastliðnum vegna húsnæðis- skorts, sem skapaðist af skorti á sýningarleyfum húsnæðisins. Meðlimir leikhússins láta slíkt bakfall ekki á sig fá og hyggjast taka upp sýningar að nýju, seg- ir í fréttatilkynningu. Sýningarnar fara fram á föstudag kl. 20 og laugardag kl. 20. Sýnt er í Tjarnarbíói og eru miðapantanir í síma 8810155 eða á studentaleikhus@hotma- il.com. Miðaverð er 500 krónur fyrir háskólanema og 1.000 krónur fyrir aðra. Morðóður rakari í Tjarnarbíói MÁLVERKASÝNING Sigríðar S. Pálsdóttur stendur nú yfir í Þrastar- lundi. Þar sýnir hún 20 olíumyndir sem allar eru til sölu. Sigríður hefur stundað nám í olíumálun og teikn- ingu í FB og námsflokkum Reykja- víkur. Einnig stendur nú yfir sýning á verkum Sigríðar á Kaffi Nauthól. Sýningarnar standa báðar til 7. júlí. Sigríður sýnir málverk ♦ ♦ ♦ Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Áslaugar Woustra Fin- sen og Rebekku Gunnarsdóttur, „Aftur í Heimahagana“ lýkur á sunnudag. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Sýningu lýkur ♦ ♦ ♦ HAGSTÆTT VERÐ RAFSTÖÐVAR m/HONDA MÓTOR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.