Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 11 UNG stúlka frá Djúpavogi vakti athygli um síðustu helgi þegar hún lenti í öðru sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni í golfi. Stúlkan heitir Ásta Birna Magn- úsdóttir, fædd árið 1988 og hefur stundað íþróttir frá því hún var átta ára. Ásta Birna hefur aðallega æft frjálsar íþróttir og varð Austur- landsmeistari í spjótkasti og lang- stökki sumarið 2002. Eftir að ný sundlaug var tekin í notkun á Djúpavogi í desember sl. hefur hún æft sund af kappi og þykir efnileg í sundinu eins og í flestu sem hún tekur sér fyrir hendur. Ásta Birna byrjaði að stunda golf fyrir fimm árum og hefur aðallega notið leiðsagnar móðurbróður síns, Jóns Rúnars Björnssonar. Fréttaritari Morgunblaðsins settist niður með þeim Ástu Birnu og Jóni Rúnari á fallegum júnímorgni í nýju húsi Golfklúbbs Djúpavogs. Golfklúbbur Djúpavogs var stofnaður árið 1991. Það voru nokkrir Djúpavogsbúar sem tóku sig saman og stofnuðu klúbbinn. Fyrsti formaður var Ólafur Ragn- arsson, þáverandi sveitarstjóri. Tveimur árum síðar var fyrst spil- að á vellinum en 1998 var hann endanlega tilbúinn. „Völlurinn þykir góður, stórt landsvæði og gott pláss,“ segir Jón Rúnar. Golf- skáli GKD var tekinn í notkun 24. maí sl. og í tilefni af því var hald- ið stærsta opna golfmótið hjá klúbbnum fram að þessu. Mótið þótti takast mjög vel og tóku 60 manns þátt víðs vegar að af land- inu. Stefnt er að því að mótið verði árlegt og unnið er að því að halda fleiri mót. Þrjátíu manns eru skáðir í GKD, þar af tíu undir 16 ára aldri. Efnilegur unglingur Ásta Birna er ein af fáum stelp- um sem stunda golfið á Djúpavogi en hún byrjaði að keppa í fullorð- insflokki á innanfélagsmótum fljótlega eftir að hún byrjaði að spila. Hún fór fljótt að vinna til verðlauna, varð í öðru sæti á Meistaramóti GKD 1999 og vann Landsbankamót sama ár. Fyrsta mótið á vegum GSÍ sem sem Ásta Birna fór á var svo Íslandsmót unglinga í holukeppni sem haldið var hjá Keili í Hafnarfirði. Þar lenti hún í öðru sæti sem verður að teljast frábær árangur. Jón Rúnar var henni til aðstoðar og eru þau sammála um að mótið hafi verið til fyrirmyndar í alla staði. Það var mikil reynsla fyrir Ástu Birnu að taka þátt í slíku móti en framundan eru svo fleiri mót sem þau stefna á að taka þátt í. Jón Rúnar hefur að mestu leyti séð um að þjálfa Ástu Birnu en einnig hef- ur Halldór Birgisson frá Golf- klúbbi Hornafjarðar komið og að- stoðað klúbbfélaga. Eftir Íslandsmótið bauðst henni svo að fara suður og æfa undir stjórn Harðar H. Arnarssonar aðstoð- arlandsliðsþjálfara. Framtíðin er því björt hjá þessari ungu íþrótta- konu frá Djúpavogi. Breytingar Jón Rúnar hefur sjálfur stundað golf frá því klúbburinn var stofn- aður en í apríl 2002 lenti hann í alvarlegu vinnuslysi sem breytti lífi hans. Hann missti annan fótinn fyrir neðan hné og hefur síðan þá ekki getað stundað golfið af full- um krafti. Hann er þó alls ekki á því að gefast upp og ætlar að spila áfram. Hann fer reglulega í sjúkraþjálfun og syndir og hreyfir sig eins og hann getur. Jón Rúnar hefur unnið mikið og gott starf fyrir GKD og stefnir á að fara til Skotlands og læra umhirðu golf- valla en það er tveggja ára há- skólanám. Hann hefur verið dug- legur við að aðstoða unga kylfinga á vellinum en félagið hefur ekki efni á að hafa þjálfara í vinnu. Klúbbfélagar hafa því lagt mikið upp úr að fá golfkennara að sunn- an eða frá Hornafirði nokkra daga í senn. Hann gerir ekki mikið úr sínum þætti varðandi árangur Ástu Birnu en er ánægður með að þau skuli vera komin í samband við góðan þjálfara fyrir sunnan. Hann telur hana geta náð miklum árangri því hún sé líkamlega vel á sig komin og hafi einbeitingu og vilja til þess að ná langt. Það hjálpi henni að hafa stundað frjálsar íþróttir og sund en senn komi að því að hún þurfi að velja á milli íþróttagreina. Hvað varðar Golfklúbb Djúpavogs er Jón Rúnar bjartsýnn á framtíðina. Hann segir árangur Ástu Birnu örugglega eiga eftir að hafa hvetjandi áhrif á golfmenn á Djúpavogi. Klúbb- félagar séu stoltir af stelpunni og stefnan sé að byggja upp sterkan klúbb sem gefi klúbbunum fyrir sunnan ekkert eftir. „Hér er ágæt- is völlur, umhverfið er fallegt og aðstaða öll hin besta,“ sagði Jón Rúnar að lokum. Ásta Birna Magnúsdóttir æfir spjótkast, langstökk, sund og golf af kappi Efnileg í flestu sem hún tekur sér fyrir hendur Ásta Birna Magnúsdóttir hefur not- ið leiðsagnar móðurbróður síns, Jóns Rúnars Björnssonar. Djúpavogi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Í léttri sveiflu á golfvellinum. Ásta Birna Magnúsdóttir með kylfuna. REKTORAR Háskóla Íslands og Kennaraháskólans ákváðu síðasta vor að láta kanna hvaða leiðir komi til greina varðandi aukið samstarf og var aðallega horft til uppeldis- og menntunarfræða. Í framhaldinu var skipaður starfshópur til að kanna málið og skilaði hann skýrslu sinni í desember sl. um kosti og galla frek- ara samstarfs og sameiningar. Í skýrslunni er fjallað um þróun skóla erlendis og hvernig aukin sam- vinna milli skóla hefur gengið. Al- mennt má segja að undanfarin ár hafi þróunin legið í átt að auknum samruna milli háskóla. Smærri, sér- hæfðari einingar hafa sameinast og úr hafa orðið stærri og fjölbreyttari einingar. Þannig hefur t.a.m. sjálf- stæðum kennaraháskólum fækkað og þeir í auknum mæli runnið inn í stærri skóla. Sameining mun auka fjöl- breytni og rekstrarhagræði Ýmsar leiðir standa til boða við samstarf skólanna og fela þær í sér mismikinn samruna. Þær leiðir sem teknar eru fyrir í skýrslunni eru annars vegar samstarfsleið, sem myndi þýða að gerður yrði sam- starfssamningur milli skólanna og kraftar þeirra sameinaðir á ákveðnum sviðum og hins vegar sameining, en þá yrðu skólarnir sameinaðir í einn skóla og sett yrði á stofn deild í uppeldis- og menntunar- fræðum. Að mati skýrsluhöfunda myndi sameiningarleiðin hafa í för með sér meiri hagræðingu í rekstri og betri nýtingu fjármuna heldur en ef samstarfsleiðin yrði farin. Auk þess leiddi sameining til þess að stærri og öflugri háskóli yrði til og slíkur skóli væri betur í stakk búinn til að taka þátt í alþjóðlegu sam- starfi, byggja upp ný rannsóknarsvið og námsleiðir og efla stoðþjónustu. Aukin stærð leiðir til aukinnar fjöl- breytni í kennslu og mikill styrkur leynist í möguleikum á þverfaglegu námi. Ef skólarnir tækju á hinn bóg- inn upp samstarf myndi fjölbreytnin afmarkast við ákveðin svið. Reynsla af sameiningu skóla sýnir að skoðanaágreiningur, deilur og jafnvel átök um málið hafa oft valdið því að markmiðin með sameining- unni hafa ekki náðst. Mikilvægt er því að skólarnir séu ekki þvingaðir til sameiningar heldur komi frumkvæði frá þeim sjálfum. Þrátt fyrir að sú leið sé að jafnaði átakameiri er það niðurstaða skýrsluhöfunda að sam- eining sé vænlegri kostur heldur en aukið samstarf milli skólanna. Skýrsla um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans Sameining frek- ar en samstarf FLUGFÉLAG Íslands og ferðaþjón- ustufyrirtækið Tanni Travel á Eski- firði bjóða nú upp á ferðir inn á virkjanasvæðið við Kárahnjúka. Farþegar koma úr flugi og fara með hópferðabifreið upp á hálend- ið, þar sem svokallaður Kára- hnjúkahringur er farinn. Þá er far- ið upp úr Fljótsdal við Bessastaði, inn Fljótsdalsheiði og yfir á Kára- hnjúkasvæðið. Þaðan yfir Jökulsá á Dal á nýrri brú við Gíga og út Brú- ardali og Skógarháls, með viðkomu á Laugarvöllum. Þá er haldið út Jökulsdalsheiði eða Jökuldal og gjarnan höfð viðkoma annaðhvort í Sænautaseli eða Klausturseli og út á Héraðið þar sem ferðin endar. Vaxandi straumur ferðamanna leggur leið sína um þessar slóðir og hefur þessi samvinna hlotið góðar viðtökur ferðalanga. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Ferðalangar skoða framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun af vesturbakka Hafrahvammagljúfra, eða Dimmugljúfra eins og þau eru einnig nefnd. Skipulagðar skoðunar- ferðir um virkjanasvæði VALNEFND Ingjaldshóls- prestakalls ákvað á fundi sínum 18. júní síðastliðinn að leggja til við biskup Íslands að Ragn- heiður Karitas Pétursdóttir guðfræðingur verði skipuð sóknarprestur í Ingjaldshóls- prestakalli. Sjö umsækjendur voru um embættið. Embætti sóknarprests í Ingjaldshólsprestakalli er veitt frá 1. september 2003. Vígslu- biskup Skálholtsumdæmis boð- ar valnefnd prestakallsins sam- an en í henni sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups. Kirkjumálaráð- herra skipar í embættið til fimm ára, segir í frétt frá Bisk- upsstofu. Valið í Ingj- aldshóls- prestakalli BOGI Nilsson ríkissaksóknari telur ekki efni til að áfrýja dómi Héraðs- dóms Reykjaness yfir þrítugum Bandaríkjamanni sem hlaut hálfs árs fangelsi á föstudag fyrir þátt sinn í skipulagðri brotastarfsemi sem fólst í að aðstoða sex Kínverja við að komast ólöglega inn á Scheng- en-svæðið, til Íslands og áfram til Bandaríkjanna. Dóminum þótti sannað að ákærði hefði brotið gegn 3. mgr. 57. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002. sem kveður á um sektir og allt að sex ára fangelsi. Bogi segir að með tilliti til refsi- rammans og þess sem fyrir hafi legið um aðgerðir ákærða, þá virðist sem dómur héraðsdóms hafi verið viðun- andi. „Ákærði virðist hafa aðstoðað fólkið á leiðinni hingað til lands, en ekki tókst að varpa skýru ljósi á hvernig hinni ætluðu starfsemi var háttað,“ segir Bogi. „Refsiramminn er sektir og allt að sex ára fangelsi. Ef litið er á refsirammann og það sem raunverulega liggur fyrir um aðgerðir ákærða, þá er refsiákvörð- un héraðsdóms viðunandi.“ Málið er hið fyrsta sinnar tegund- ar sem dæmt er hér á landi. Til sam- anburðar má nefna að í aprílbyrjun voru fjórir sakborningar dæmdir í fangelsi af héraðsdómstól í Óðins- véum í Danmörku fyrir að smygla 60 manns til landsins. Bogi tekur ekki afstöðu til þess hvort málin séu sam- bærileg og segir að meta verði mála- vexti í hverju tilviki fyrir sig. Telur dóm um mansal viðunandi AFGREIÐSLA lögreglustjór- ans í Reykjavík mun miðviku- daginn 2. júlí nk. flytjast frá lögreglustöðinni við Hverfis- götu í Borgartún 7. Í tilkynn- ingu frá lögreglunni segir að með stærra húsnæði verði hægt að sameina á einum stað alla afgreiðslu embættisins vegna ökuskírteina, skotvopna, skemmtanaleyfa og margvís- legra annarra leyfa sem lög- reglan veitir. Það húsnæði sem losnar á lögreglustöðinni verð- ur notað til að bæta aðstöðu rannsóknadeildar embættisins sem hefur búið við þröngan kost síðustu árin. Þjónustan við borgarana verði jafn góð eða betri Stefnt er að því að þjónusta við borgarana verði a.m.k. jafn góð og hingað til og vonandi betri. Afgreiðsla og útgáfa vegna skotvopnamála, skemmtanaleyfa og annarra mála sem verið hafa í leyfadeild embættisins færast inn í af- greiðsluna. Þessi breyting mun taka nokkurn tíma og eru veit- ingamenn, skotveiðimenn og aðrir sem leita þurfa til emb- ættisins vegna þessa beðnir að sýna þolinmæði fyrst í stað meðan breytingarnar ganga yf- ir. Afgreiðslan verður eins og fyrr segir í Borgartúni 7 og er gengið inn frá Borgartúni á horni byggingarinnar. Aðkoma og bílastæði eru með ágætum rétt við afgreiðsluna. Af- greiðslutími er eins og fyrr frá 8.45 til 16 mánudaga til föstu- daga. Lögreglustjórinn í Reykjavík Afgreiðsl- an flytur í Borg- artún 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.