Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 45 SIGURBJÖRN Hreiðarsson, fyrir- liði Valsmanna, var að vonum hress að leik loknum en hann skoraði sig- urmark Vals. „Við vorum búnir að tapa fjórum leikjum og fengum svo á okkur klaufamark í fyrri hálfleik. Við komum svo mjög grimmir inn í seinni hálfleikinn. Þetta var mikill vinnusigur, við spiluðum ágætlega á köflum en sigurinn var liðsheildar- innar. Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum bara að spila okkar bolta. Okkur hafði gengið illa í síð- ustu leikjum og menn voru sammála um það að hver og einn gæti bætt sig um nokkur prósent. Við bættum fyrst og fremst við vinnuna í dag en við getum bætt margt annað,“ sagði Sigurbjörn.“ Jóhann Hreiðarsson, bróðir Sig- urbjörns, skoraði jöfnunarmark Vals í leiknum en það var hans fimmta mark í deildinni í sumar. „Jóhann jafnaði fyrir okkur svo ég varð að bæta um betur. Það er samkeppni milli okkar. Staðan er núna 5:3 fyrir stubbinn en við spyrjum að leikslok- um, en það er liðsheildin sem skiptir máli. Kannski við fáum gullskóinn saman í haust, hver veit?“ Sigur liðsheildarinnar KA 1:2 Valur Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin, 7. umferð Akureyrarvöllur Miðvikudaginn 25. júní 2003 Aðstæður: Sunnan kaldi, þurrt og 18 stiga hiti.Völlurinn góður. Áhorfendur: 649 Dómari: Erlendur Eiríksson, Fram, 4 Aðstoðardómarar: Einar Guðmundsson, Guðmundur H. Jónsson Skot á mark: 14(6) - 13(4) Hornspyrnur: 4 - 4 Rangstöður: 4 - 2 Leikskipulag: 4-5-1 Sören Byskov Steinn V. Gunnarsson (Örlygur Þór Helgason 61.) Slobodan Milisic M Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson Steingrímur Örn Eiðsson Pálmi Rafn Pálmason M Jón Örvar Eiríksson Óli Þór Birgisson (Þorvaldur Örlygsson 75.) Elmar Dan Sigþórsson M Jóhann Helgason (Steinar Tenden 75.) Hreinn Hringsson Ólafur Þór Gunnarsson Elvar Lúðvík Guðjónsson (Birkir Már Sævarsson 66.) Ármann Smári Björnsson M Guðni Rúnar Helgason M Sigurður Sæberg Þorsteinsson Matthías Guðmundsson (Stefán Helgi Jónsson 66.) Sigurbjörn Hreiðarsson M Baldvin Hallgrímsson (Jóhann Georg Möller 46.) Jóhann H. Hreiðarsson M Bjarni Ólafur Eiríksson M Hálfdán Gíslason 1:0 (25.) Slobodan Milisic tók aukaspyrnu og sendi inn til hægri á Pálma Rafn Pétursson sem skallaði knöttinn inn í vítateig. Elmar Dan Sigþórsson potaði boltanum í netið af stuttu færi. 1:1 (47.) Knötturinn skoppaði út úr KA-vörninni eftir hornspyrnu Valsmanna og Jóhann Hreiðarsson var þar tilbúinn utan vítateigs og þrumaði knett- inum í mark KA. 1:2 (74.) Aukaspyrna var dæmd á KA talsvert fyrir utan vítateig. Sigurbjörn Hreiðarsson lét vaða undan vindi og hrökk boltinn í ysta manninn í varnarvegg KA, breytti um stefnu og þeyttist í fjærhornið. Sören Bys- kov var kominn úr jafnvægi á marklínunni. Gul spjöld: Óli Þór Birgisson, KA (10.) fyrir brot. Ólafur Þór Gunnarsson, Val (55.) fyrir mótmæli. Jón Örvar Eiríksson, KA (73.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin Valsmenn byrjuðu betur og press-uðu stíft á fyrstu mínútunum en KA fékk sín fyrstu hálffæri á 19. mín. þegar varnarmenn Vals komust á síð- ustu stundu fyrir skot sóknarmanna KA. Á 21. mín. átti Sören Byskov glæfralegt úthlaup úr marki KA en Valsmönnum tókst ekki að færa sér það í nyt. Elmar Dan Sigþórsson kom svo heima- mönnum frekar óvænt yfir á 25. mín- útu. Pálmi Rafn Pálmason var á auð- um sjó fyrir framan mark Vals á 36. mín. en náði ekki almennilega til boltans. Besta færi Vals kom á 38. mín. þegar Sören varði fast skot Jó- hanns Hreiðarssonar með fótunum. Bæði liðin stilltu upp í 4-5-1 þar sem sóknarmaðurinn átti að fá stuðning þegar tilefni gafst. Hreinn Hringsson var æði einmana í fremstu víglínu KA því miðjan var döpur. Hann færði sig síðan út á hægri væng og Elmar Dan var fremstur. Hjá Val var Hálfdán Gísla- son fremstur en Bjarni Ólafur Ei- ríksson og bræðurnir Jóhann og Sig- urbjörn Hreiðarssynir voru líka sókndjarfir. Valsmenn náðu betri tökum á miðjunni. Í seinni hálfleik komu Valsarar grimmir inn á völlinn og jöfnuðu strax á 47. mínútu með góðu marki frá Jóhanni Hreiðarssyni. Bæði liðin áttu þokkaleg færi og áður nefndur Jóhann það besta á 70. mín. þegar hann skallaði framhjá marki KA. Margt virtist þó benda til þess að lið- in ætluðu að sættast á jafntefli en Sigurbjörn Hreiðarsson var ekki á sama máli og kom Val yfir úr auka- spyrnu á 74. mínútu. KA-menn lögðu að sjálfsögðu allt kapp á að jafna og skiptu Þorvaldi Örlygssyni og Steinari Tenden inn á en sennilega kom þessi skipting of seint. Steinar fékk enga háa bolta til að moða úr frammi og KA gekk ekk- ert betur að ná tökum á miðjunni þar sem Valsmenn voru ákveðnari. Í raun var lítið bit í sókn KA þótt til- efnin væru næg til að blása í her- lúðra en vörn liðsins opnaðist hins vegar á 86. mín. þegar Hálfdán Gíslason skaut framhjá marki KA úr dauðafæri. Leiktíminn fjaraði síðan út og baráttuglaðir Valsmenn fögn- uðu sigri. Dean Martin lék ekki með KA vegna meiðsla og var hans sárt sakn- að. Þá var Þorvaldur Makan í leik- banni. Liðið náði sér ekki nógu vel á strik þrátt fyrir allgóð tilþrif á köfl- um og kannski höfðu menn hugann við Evrópukeppnina. Pálmi Rafn Pálmason gerði marga laglega hluti, Slobodan Milisic var yfirvegaður í vörninni og Elmar Dan Sigþórsson barðist vel. Hjá Val sáu bræðurnir Sigurbjörn og Jóhann um að af- greiða andstæðingana en auk þeirra áttu Bjarni Eiríksson og Ármann Smári Björnsson mjög góðan leik. „Þetta var alls ekki nógu gott hjá okkur. Við vorum yfir í hálfleik og mættum hreinlega ekki nógu ákveðnir í seinni hálfleikinn,“ sagði Steinn V. Gunnarsson, fyrirliði KA. „Við hefðum þurft að standast álagið fyrsta korterið í hálfleiknum en þeir skoruðu strax á fyrstu mínútunni og satt að segja komumst við ekki nógu vel inn í leikinn eftir það. Okkur gekk illa að byggja upp spilið og þeir voru hreinlega sterkari og verð- skulduðu sigur. Menn eiga að gíra sig upp í hvern leik og klára hann á fullu. Nú verðum við bara að gleyma þessu og stefna að sigri í næsta leik.“ Bræðurnir af- greiddu KA-menn VALSMENN réttu úr kútnum eftir dapurt gengi í síðustu umferðum og kræktu í langþráð þrjú stig með því að sigra KA á Akureyrarvelli í blíðskaparveðri í gærkvöld. Lokatölur urðu 2:1 Valsmönnum í vil og skutust þeir upp í 7. sæti deildarinnar en KA-menn sigu niður í 9. sæti en þeir eiga þó leik til góða gegn Fram, sem vermir botnsætið. KA hefur gengið illa gegn Val í efstu deild og aðeins unnið þrjá heimaleiki, þrisvar hefur orðið jafntefli en nú hefur Valur sigrað í sex leikjum á Akureyri. Liðin hafa reyndar ekki mæst í efstu deild síðan sumarið 1992. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jóhann Hreiðarsson Valsari skoraði fyrra mark liðs síns í 2:1 sigri gegn KA. Jóhann Helgason KA-maður er til varnar. Olís Char-Broil grillmótið Opna Olís Char-Broil mótið verður haldið laugardaginn 26. júlí á Hamarsvelli. Ræst verður út frá kl. 7.30 til 9.30 og 11.30 til 13.30. Rástímapantanir á golf.is/gb og í síma 437 1663. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Hámarks forgjöf: 24 karlar/28 konur. Vegleg verðlaun. Mótsgjald kr. 2.800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.