Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 39
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 39 Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. BREYTINGAR FRAMUNDAN SUMAR ÚTSALAN hefst á morgun 20-50% af öllum skóm dömu - herra og barnaskór Frábært úrval afsláttur Í KJÖLFAR dóms nú nýverið yfir tveimur ungum mönnum, annar fékk tvö ár en hinn 3 ár og voru foreldrum fórnarlambsins dæmdar u.þ.b. 2,5 milljónir vegna andláts. Ég hef ríka þörf fyrir að segja frá minni reynslu, en ég er á því að dómar yfir ofbeldis- mönnum séu allt of vægir samanber mitt mál. Í mínu tilfelli hafa þessir drengir ekki setið inni. Í september 1998 varð 19 ára son- ur minn fyrir því slysi að vera laminn í götuna, í miðborg Reykjavíkur, hann höfuðkúpubrotnar og það blæðir inn á heilann og hann hlýtur af varanlegan heilaskaða. Það tók nærri þrjú ár að að fá niðurstöðu fyrir dómstólum. Tveir drengir voru ákærðir. Annar fékk skilorð í þrjú ár, en ef hann bryti af sér þá ætti hann að sitja inni í 7 mánuði, hinn var dæmd- ur saklaus, þrátt fyrir að í tvígang hafi verið bent á hann í sakbendingu. Þetta mál var það alvarlegt að lög- reglan kærir málið og syni mínum er úthlutaður réttargæslumaður. Mál þetta fór einnig fyrir hæstarétt og var sent þaðan aftur heim í hérað. Í dag, tæpum fimm árum seinna, er sonur minn 75% öryrki. Hann býr heima, getur ekki unnið fulla vinnu og er að miklu leyti upp á foreldrana kominn. Mér finnst í öllu þessu máli að réttur okkar foreldranna og sonar okkar hafa verið fótum troðinn á ýmsan hátt. 1) Okkur er skipaður réttargæslu- maður og við höfum EKKERT um það að segja hvort okkur líkar vel eða ekki. Allur þessi málarekstur, bæði fyrir héraðsdómi og hæstarétti, kom okkur ekki við, í það minnsta var málið rekið þannig fyrir dómstól- um. 2) Okkur var sagt að fá okkur lög- fræðing en þá kom babb í bátinn. Hvaða lögfræðing? Það er enginn sem mælir með eða á móti lögfræð- ingi, hvort heldur sem þú snýrð þér til lögfræðings eða til lögfræðinga- félagsins. Þú rennir gjörsamlega blint í sjóinn. 3) Syni mínum voru dæmdar 3,1 millj. úr ríkissjóði sem eru hámarks- bætur. 4) Sonur minn gæti búið í fé- lagslegri íbúð en hana er ekki hægt að fá, vegna langs biðlista. Á meðan verður hann að vera hjá okkur for- eldrunum, sem þýðir mikið álag og viðbragðsstaða 24 tíma sólarhrings- ins. Geðlyf eru mjög vel þekkt á mínu heimili síðan þetta gerðist. 5) Áfallahjálp hefur ekki verið veitt af hálfu hins obinbera. Við höf- um þurft að borga sjálf bæði fyir sál- fræðinga og geðlækna og það er alls ekki ódýrt. 6) Einkamál er ekki enn byrjað, en það er verið að bíða eftir úrskurði um gjafsókn, þar sem ekki er líklegt að þeir sem eru sóttir til saka séu borg- unarmenn. Ef svo er þarf sonur minn að borga úr sínum vasa þau hundruð þúsunda sem þetta gæti kostað hann. Og er hann einungis að leita réttar síns. 7) Sonur minn hefur ekki enn þann dag í dag fengið örorkubætur fyrstu tvö árin eftir slys. Þarf að sækja þær til TR með hjálp lögfræðings og óvíst hvort fáist greitt. Hugleiðingar:  Við hefðum þegið áfallahjálp ef hún hefði verið boðin. Þegar fólk lendir í svona aðstæðum er maður gjörsamlega ófær um að hugsa um eitthvað annað. Höfuðið tæmist einhvern veginn og verður dofið. Það þarf að segja manni sömu hlutina aftur og aftur.  Það þarf að vera einhver mann- eskja sem tekur mann að sér og leiðbeinir manni áfram, svo öll orka okkar fari ekki í að finna hjól- ið upp aftur.  Mál fyrir dómstóli gæti verið ónýtt ef rannsóknaraðilar fara í einhverju vitlaust að.  Af hverju eru foreldrum einungis dæmdar bætur ef um andlát er að ræða? Í mínu tilfelli er um að ræða ómældan kostnað og fyrirhöfn og verður svo um alla framtíð vegna þessa. Fyrir nú utan alla þá rösk- un sem hefur orðið á okkar högum.  Af hverju eru ekki fleiri félagsleg- ar íbúðir? Það var enginn stjórn- málaflokkur í síðustu kosningum sem hafði þetta sérstaklega á sinni stefnuskrá, samt eru yfir 3.000 manns á biðlista eftir félagslegu húsnæði.  Ég er sannfærð um að réttarkerf- ið og dómskerfið væri annað í dag, ef einhver ráðherrana væri í minni stöðu.  Ég skora á alþingi og ráðherra að endurskoða hið fyrsta og þyngja dóma yfir ofbeldismönnum.  Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að koma sér upp betri áfallahjálp og eftirfylgni í samráði við t.d. lög- fræðingafélagið.  Ég vil einnig skora á nýjan félags- málaráðherra að gera eitthvað í þessum löngu biðlistum eftir fé- lagslegri íbúð og það STRAX.  Mér hefur dottið í hug að leita til EFTA, en hvaðan eiga peningarn- ir að koma?  Ég er komin að þeirri niðurstöðu að ALLIR þyrftu að eiga 2–3 millj- ónir inni á banka til að mæta ein- hverju í þessum dúr.  Læknisvottorð geta kostað allt að 70.000 kr., er þetta eðlilegt? Og fyrir þessu þarf að leggja út og allsendist óvíst er hvort þetta fæst endurgreitt.  Því gerir ekki Tryggingastofnun upp mál, sjálfkrafa, þegar örorku- mat liggur fyrir? Í mínu tilfelli vissum við ekki að VIÐ ættum að biðja um örorkubætur fyrr en í desember 2001. Það var „nýr“ lög- fræðingur sem sagði okkur það.  Hver er framtíð mín og sonar míns? Ég óska eftir svari sem fyrst frá heilbrigðisráðherra, félagsmálaráð- herra og alþingi. KRISTÍN MICHELSEN, Melabraut 23, Seltjarnarnesi. Íslenska réttar- og heilbrigðiskerfið eins og það birtist mér og mínum Frá Kristínu Michelsen: Dregið í aðra umferð bikarsins Dregið hefur verið í aðra umferð Bikarkeppni Bridssambands Íslands, en fresturinn til að ljúka leikjum í fyrstu umferð rann út sl. sunnudag. Úrslit í fyrstu umferð voru eftirfar- andi:1. umferð Sigurður B. -Norðang. – Frímann S. 73-132. Gylfi B.-Öldung. – Kristján B. S. 124 - 113 Hrafnhildur Skúlad. – Gísli Þórarins. 63 - 99 Páll Þ. -Shell – Rúnar E. 82 - 109 Víðir Jónsson – Þórólfur Jónasson 50 - 183 Örn Ragnarss. – Ingvar P. Jóh. 73 - 124 Bjarni Sveinss. – Guðm. Ágústss. 118 - 81 Skýið/Helgi B. -Sp. /Ólafur J. 66-117 Aðalsteinn Sveinss.-Ólöf Þorsteinsd. 68 - 54 Fagrabrekka/Óskar Elíasson-Kristinn Krist- insson 79 - 83 2. umferð: Ingvar Páll – Friends Teymi – Orkuveita Reykjavíkur Þórólfur Jónasson – Bjarni Sveinsson Suðurnesjasveitin – Baldur Bjartmarsson Árni G. Helgason – Félagsþjónustan Norðangarri - Tryggingastofan Gísli Þórarinsson - Skaginn Shell sk. Húsavík – Sparisjóðurinn í Kef. Eðvarð Hallgrímsson – Ógæfa ehf. Samskipti – Hársnyrtin Vildísar Símon Símonarson – Guðmundur S. Herm. Vinir – Aðalsteinn Sveinsson Íslenskir aðalverktakar – Anna G. Nielsen Kristinn Kristinsson – Strengur Subaru – Gylfi Baldursson Sparisj. Sigluf. og Mýrars. – Guðm. S. Alheimstvímenningur í Sumarbrids Föstudaginn 6. júní var spilaður Alheimstvímenningur um víða ver- öld. Einn riðill fór fram í sumarbrids og tóku 29 pör þátt. Spilaður var Mitchell tvímenningur, 14 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 364 og efstu pör voru: NS Runólfur Jónsson – Gísli Þórarinsson 463 Halldór Þorvaldss. – Baldur Bjartm. 440 Guðlaugur Sveinss. – Guðlaugur Bessas. 407 Erlendur Jónss. – Vilhjálmur Sig. jr. 394 AV Sigrún Þorvarðard. – Rúna Baldvinsd. 426 Gísli Steingrss. – Sveinn R. Þorvaldss. 411 Einar L. Pétursson – Einar Kr. Pálsson 392 Gunnar B. Helgason – Örvar Óskarsson 391 Sannarlega glæsilegur árangur hjá Sigrúnu og Rúnu en þær eru nýút- skrifaðar úr Bridsskólanum. Efstu pörin í hvora átt fengu glæsi- leg humarverðlaun frá Hafliða. Þegar búið var að reikna út allan heiminn, alls 6088 pör, þá stóðu Run- ólfur og Gísli sig best af pörunum sem spiluðu í Sumarbridge og enduðu í 75. sæti. Sannarlega glæsilegur árangur. Efstu pörin úr Sumarbrids voru: Runólfur Jónsson – Gísli Þórarinss. 66.19% Halldór Þorvaldss. – Baldur Bjartm. 61.12% Sigrún Þorvarðard. – Rúna Baldv. 58.86% Guðlaugur Sv. – Guðlaugur Bessas. 57.87% Alheimstvímenningurinn var líka spilaður laugardaginn 7. júní og þá auðvitað með nýjum spilum. 12 pör spiluðu í sumarbrids og spilaður var Barómeter tvímenningur, 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Efstu pör voru: Erlendur Jónss. – Þröstur Ingimarss. +51 Ólöf H. Þorsteinsd. – Sveinn R. Eiríkss. +36 Harpa Fold Ingólfsd. – María Haraldsd. +17 Guðlaugur Sveinsson – Jón Stefánsson +13 Skorið hjá Erlendi og Þresti var einkar glæsilegt eða 68,9% sem er langhæsta skor í sumarbridge 2003 til þessa. Þeir voru leystir út með hum- arverðlaunum frá Hafliða. Röð efstu para breyttist aðeins þegar borið var saman á heimsvísu. 5905 pör voru með og efstu pörin í sumarbrids voru: Ólöf H. Þorst. – Sveinn R. Eiríkss. 65.62% Harpa F. Ingólfsd. – María Har. 59.36% Erlendur Jónss. – Þröstur Ingim. 58.83% Sumarbridge er spilað öll virk kvöld. Monrad Barómeter á mánu- dögum og miðvikudögum annars Snúnings Mitchell. Spilarar geta tek- ið þátt í Verðlaunapotti á mánu-, mið- viku- og föstudögum auk þess sem Miðnætursveitakeppnin verður á sín- um stað að tvímenningnum loknum á föstudögum. Spilarar sem eru 20 ára og yngri og nemar sem voru í brids sem valgrein borga 300 kr. en aðrir 700 kr. Umsjónarmaður sumarbrids er Sveinn R. Eiríksson, s. 899-0928 og Frá bridsfélagi eldri borgara í Hafnarfirði. Föstudaginn 20 júní var spilaður Mitchel tvímenningur hjá eldri borg- urum í Hafnarfirði. Norður/suður riðill Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 113 Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 108 Sævar Magnússon – Bjarnar Ingim. 108 Austur/vestur riðill Jón Sævaldsson – Sófus Berth. 128 Jón R. Guðmundsson – Jón Ól. Bjarnason 98 Guðmundur Árnas. – Maddý Guðmundsd. 94 Þriðjudaginn 24 júní var spilaður Mitchel tvímenningur. Úrslit urðu þessi: Norður/suður riðill Bragi Björnss. –Auðunn Guðmundss. 127 Árni Bjarnas. –Þorvarður S. Guðm. 115 Ásgeir Sölvason –Guðni Ólafsson 94 Austur/vestur riðill Jón Sævaldss. –Sófus Berthelsen 116 Jón Gunnarss. –Kristján Þorlákss. 110 Sverrir Gunnarss. –Kamma Andrésd. 102 Félag eldri borgara í Kópavogi Þar spiluðu 14 pör 6. júní og úrslit- in urðu þessi: NS Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsdóttir 196 Júlíus Guðmundss. – Oliver Kristóferss. 191 Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðars. 187 AV Ásta Erlingsdóttir – Gísli Kristjánss. 184 Aðalheiður Torfad. – Ragnar Ásmundss. 183 Jóhann Benediktss. – Pétur Antonsson 172 Það mættu 18 pör 13. júní og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 252 Ragnar Björnss. - Ólafur Lárusson 249 Júlíus Guðmss. - Óskar Karlss. 234 Í Austur/vestur skoruðu eftirtalin pör mest: Jóhann Benediktss. - Pétur Antonss. 255 Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 253 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 251 Spilað er alla föstudaga í Gjábakka og hefst spilamennska kl. 13.15. Allir velkomnir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.