Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Steinar Þór Guðgeirsson, þjálfariFram, var mjög ánægður í leikslok, enda fyrsti sigur liðsins í deildinni í höfn. „Ég er mjög ánægður enda var þetta rosa- lega mikilvægur sig- ur. Íslandsmótið er mjög jafnt og það er enginn leikur auðveldur í mótinu. Það hefur sýnt sig í sumar að þau lið sem sýna meiri baráttu sigra og við sönnuðum það í kvöld að það er ekkert lið sem getur bókað sigur gegn okkur. Það sem ég var sérstaklega ánægður með var hvernig liðið vann sig til baka eftir að hafa lent undir og strákarnir sýndu að þeir hafa lært af mistökunum sem þeir gerðu í Eyjum. Leikmennirnir mínir sýndu með því að jafna metin og komast yfir að það býr ýmislegt í þeim og innkoma Kristjáns var frábær og hann sýndi að hann er ótrúlegur upp við mark- ið.“ Spilamennska Framara var Steinari að skapi. „Við spiluðum vel og boltinn gekk vel á milli manna. Leikaðferðin gekk upp hjá okkur en hins vegar fengum við tvö klaufaleg mörk og við þurfum að passa að fá ekki svona ódýr mörk á okkur í næstu leikjum.“ Kristján Brooks, hetja Framara, vonar að frammistaða sín verði til þess að hann verði í byrjunarliðinu næst. „Ég var ekki sáttur við að vera settur úr liðinu og það var mjög gott að koma inn á og skora tvö mörk. Þessi sigur var mikilvægur og ég vona að þessi úrslit verði til þess að við séum komnir á beinu brautina. Mikil- vægur sigur Eftir Atla Sævarsson HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH, var hundóánægður með úrslitin og taldi að einbeitingarleysi hefði orð- ið FH-ingum að falli. „Við áttum að vera öruggir með sigurinn eftir að við komumst yfir en einbeitingarleysi varð okkur að falli. Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum en við eigum ekki að gefa svoleiðis mörk miðað við alla stóru leikmennina í liðinu. Það var skandall hjá okkur að gera þessi mistök og svona einbeiting- arleysi á ekki að sjást hjá okkur,“ sagði Heimir við Morgunblaðið. Heimir Guðjónsson var mjög ósáttur við spilamennsku FH-inga í fyrri hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var mjög lé- legur hjá okkur og við gátum varla annað en skánað í þeim síðari. Við bættum okkur í byrjun fyrri hálf- leiks og náðum að komast yfir. Við fengum nokkur ágætis færi til að skora fleiri mörk en þetta féll ekki fyrir okkur í kvöld. Aðalmálið er hins vegar einbeitingarleysið í lið- inu eftir að við náðum forystunni og það kostaði okkur sigurinn.“ „Þetta var skand- all hjá okkur“ Það mátti búast við mörkum íKaplakrikanum því FH og Fram eru vön að skora þegar þau eig- ast við í deildinni. Og það brást ekki í gær- kvöld, enda þótt leik- urinn væri í rólegra lagi lengi vel. Bæði lið léku góðan fótbolta á löngum köflum, þau vilja bæði spila boltanum vel í gegnum miðjuna en FH-ingum gekk mun betur en Frömurum lengi vel að byggja upp hættulegar sóknir út frá því. Fh var betri aðilinn í fyrri hálfleik og það var gegn gangi mála þegar Andri Fannar Ottósson skoraði undir lok hans, 1:0 fyrir Fram. Eftir hlé hertu FH-ingar tökin og höfðu skorað tvö mörk að 20 mínútum liðnum, fyrst Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son og síðan Jónas Grani Garðarsson og ekkert annað en FH-sigur virtist í spilunum. Þeir héldu áfram að sækja fyrst eftir annað markið en um það leyti breytti Steinar Guðgeirsson, þjálfari Fram, um leikaðferð. Hann sendi Kristján Brooks og Þorbjörn Atla Sveinsson í framlínuna, breytti yfir í 4-3-3 og þar með gaf hann tóninn fyrir geysifjörugan lokakafla. Þor- björn Atli lék þar sinn fyrsta leik frá því á síðasta ári. Síðasta stundarfjórð- unginn sóttu liðin af krafti á víxl. Kristján jafnaði, 2:2, og eftir það fengu bæði liðin dauðafæri til að ná forystunni. Jónas Grani skaut yfir mark Fram á óskiljanlegan hátt eftir að hafa leikið varnarmenn grátt og hinum megin nýttu Ingvar Ólason og Þorbjörn Atli ekki upplögð færi. En það var Kristján sem átti lokaorðið, með marki sem án efa hleypir nýju lífi í Safamýrarliðið og galopnar neðri hlutann í deildinni. Kristján kom til bjargar VARAMAÐURINN Kristján Brooks var aðeins með Frömurum í tæp- ar 20 mínútur í Kaplakrika í gærkvöld. Þessi marksækni leikmaður hafði ekki skorað mark á tímabilinu og missti sæti sitt í byrjunarlið- inu fyrir leikinn við FH. Þegar hann kom til sögunnar var staða Framara erfið, 2:1 fyrir FH, og enn einn ósigurinn blasti við Safa- mýrarliðinu. En það var Kristján sem breytti öllu, hann skoraði tví- vegis á lokakaflanum og sigurmarkið, 3:2, hálfri þriðju mínútu áður en Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka. Þar með færði hann Fram sinn fyrsta sigur á tímabilinu og kom jafnframt í veg fyrir að Hafnfirðingar næðu forystunni í deildinni. Víðir Sigurðsson skrifar KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Þróttur R. - ÍBV ....19.15 1. deild karla: Njarðvíkurvöllur: Njarðvík - Breiðablik..20 Víkingsvöllur: Víkingur R. - Stjarnan......20 2. deild karla: Fjölnisvöllur: Fjölnir - Léttir....................20 3. deild karla: Fífan: Drangur - Númi ..............................20 Þorlákshafnarvöllur: Ægir - Freyr ..........20 Vilhjálmsvöllur: Höttur - Leiknir F. ........20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeild FH - Fram .................................................2:3 KR - Grindavík ..........................................1:2 ÍA - Fylkir..................................................1:1 KA - Valur..................................................1:2 Staðan: Fylkir 7 4 1 2 12:6 13 FH 7 3 2 2 12:9 11 ÍA 7 2 4 1 9:6 10 KR 7 3 1 3 8:10 10 ÍBV 6 3 0 3 12:10 9 Þróttur R. 6 3 0 3 9:9 9 Valur 7 3 0 4 10:13 9 Grindavík 7 3 0 4 9:12 9 KA 6 2 2 2 9:8 8 Fram 6 1 2 3 7:14 5 Markahæstir: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 7 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 4 Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 4 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 4 Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 3 Guðjón H. Sveinsson, ÍA............................. 3 Hreinn Hringsson, KA ............................... 3 Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur.................. 3 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR .............. 3 Sören Hermansen, Þróttur R. ................... 3 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylkir............... 2 Gunnar Þór Pétursson, Fylkir ................... 2 Hjálmar Þórarinsson, Þróttur R. .............. 2 Kristján Brooks, Fram ............................... 2 Pálmi Rafn Pálmason, KA.......................... 2 Steinar Tenden, KA .................................... 2 Tommy Nielsen, FH ................................... 2 Veigar Páll Gunnarsson, KR...................... 2 1. deild kvenna A-RIÐILL: Breiðablik-2 - RKV ...................................6:2 Staðan: Breiðablik-2 5 5 0 0 37:6 15 HK/Víkingur 5 3 1 1 15:5 10 RKV 5 3 1 1 16:14 10 ÍR 6 3 0 3 26:14 9 Fjölnir 5 3 0 2 15:13 9 Þróttur/Hauk.-2 5 0 0 5 4:29 0 HSH 5 0 0 5 7:39 0 B-RIÐILL: Fjarðabyggð - Höttur ...............................2:0 Staðan: Fjarðabyggð 6 5 0 1 20:8 15 Höttur 5 4 0 1 18:4 12 Tindastóll 2 2 0 0 13:1 6 Sindri 3 2 0 1 8:7 6 Leiftur/Dalvík 5 1 0 4 12:25 3 Einherji 4 0 0 4 5:17 0 Leiknir F. 3 0 0 3 2:16 0 Noregur Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Ålesund - Hödd......................................... 4:2 Fredrikstad - Lilleström ......................... 1:2 HamKam - Lyn......................................... 2:3 Levanger - Tromsö .................................. 0:3 Lofoten - Rosenborg ................................ 1:6 Mandalskameratene - Start .................... 3:0 Molde - Skeid ............................................ 0:1 Moss - Stabæk .......................................... 1:2 Odd Grenland - Örn Horten .................... 1:2 Raufoss - Hönefoss ...................................2:2  Raufoss vann 6:3 eftir vítaspyrnukeppni. Sogndal - Byåsen...................................... 1:0 Tromsdalen - Bodö/Glimt ........................ 1:2 Vålerenga - Sandefjord............................ 2:1 Viking - Nest Sotra .................................. 3:0 Svíþjóð Halmstad - Hammarby.............................3:1 Staðan: Djurgården 11 7 1 3 26:10 22 Hammarby 11 6 4 1 17:11 22 AIK 11 6 2 3 20:13 20 Örebro 11 6 1 4 19:18 19 Malmö 11 5 3 3 17:12 18 Helsingborg 11 5 3 3 14:14 18 Halmstad 11 5 2 4 18:15 17 Elfsborg 11 4 4 3 14:17 16 Örgryte 11 4 2 5 14:19 14 Gautaborg 11 3 4 4 18:13 13 Sundsvall 11 2 4 5 11:15 10 Landskrona 11 2 4 5 13:18 10 Öster 11 2 2 7 10:20 8 Enköping 11 1 2 8 11:27 5 NÚ ER ljóst að Jóhannes Karl Guð- jónsson, leikmaður Real Betis og ís- lenska landsliðsins, mun ekki leika með Aston Villa í ensku úrvals- deildinni á næstu leiktíð. Doug Ell- is, stjórnarformaður Aston Villa, skýrði frá því í fyrrakvöld að David O’Leary, knattspyrnustjóri, hefði ekki áhuga á að kaupa Jóhannes. „Aston Villa er komið með nýjan knattspyrnustjóra sem hefur aðrar hugmyndir en forveri hans og hann vill ekki kaupa Jóhannes. Ég vil þakka Jóhannesi fyrir þann tíma sem hann var hjá okkur og ég óska honum alls hins besta í framtíð- inni,“ sagði Doug Ellis sem lét þess ennfremur getið að hann hefði rætt við Jóhannes og föður hans, Guðjón Þórðarson, og þeir hefðu sýnt mál- inu skilning. Lengi vel leit út fyrir að Villa ætlaði að kaupa Jóhannes en eftir að David O’Leary tók við af Graham Taylor sem knatt- spyrnustjóri minnkaði áhugi liðsins á íslenska landsliðsmanninum. Jóhannes Karl ekki til Villa FH 2:3 Fram Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 7. umferð Kaplakriki Miðvikudaginn 25. júní 2003 Aðstæður: Hliðarvindur, rigning í seinni hálfleik, 11 stiga hiti. Ágætur völlur. Áhorfendur: Um 750 Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 5 Aðstoðardómarar: Sigurður Þór Þórsson, Ingvar Guðfinnsson Skot á mark: 14(7) - 9(4) Hornspyrnur: 4 - 3 Rangstöður: 1 - 5 Leikskipulag: 4-4-2 Daði Lárusson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M Sverrir Garðarsson Tommy Nielsen M Freyr Bjarnason Baldur Bett M Heimir Guðjónsson M Jónas Grani Garðarsson M Jón Þorgrímur Stefánsson Atli Viðar Björnsson M Hermann Albertsson (Emil Hallfreðsson 63.) Gunnar Sigurðsson Ragnar Árnason Baldur Þór Bjarnason Eggert Stefánsson M Gunnar Þór Gunnarsson M Daði Guðmundsson (Kristján Brooks 72.) M Freyr Karlsson M (Viðar Guðjónsson 84.) Ágúst Gylfason M Ingvar Ólason Andri Fannar Ottósson M Guðmundur Steinarsson (Þorbjörn Atli Sveinsson 67.) 0:1 (43.) Guðmundur Steinarsson sendi boltann fyrir mark FH frá hægri og rétt utan markteigs, móts við stöngina nær, kom Andri Fannar Ottósson, kastaði sér fram og skoraði með laglegum skalla, niður í markhornið fjær. 1:1 (55.) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson fékk boltann um 15 metrum fyrir framan miðju, á hægri kantinum, og sendi hann inn að marki Fram. Jónas Grani Garðarsson truflaði Gunnar Sigurðsson markvörð og boltinn sigldi óáreittur framhjá þeim báðum og í markhornið fjær. 2:1 (66.) Atli Viðar Björnsson braust laglega inn í vítateig Framara hægra megin og komst inn undir markteig. Þar tók Jónas Grani Garðarsson við bolt- anum af honum og skoraði með viðstöðulausu skoti. 2:2 (79.) Ágúst Gylfason tók hornspyrnu frá vinstri og sendi boltann fyrir mark FH. Ingvar Ólason fleytti honum áfram með höfðinu, á Kristján Brooks sem var aðeins einn metra frá marki og stýrði honum í netið. 2:3 (88.) Ágúst Gylfason tók stutta hornspyrnu frá hægri, gaf á Andra Fannar sem sendi boltann fyrir og í markteignum var Kristján Brooks mættur og sneiddi boltann með höfðinu í markið. Gul spjöld: Ágúst Gylfason, Fram (32.) fyrir brot Andri Fannar Ottósson, Fram (75.) fyrir brot Rauð spjöld: Engin Golfklúbbur Hveragerðis Opna Búnaðarbankamótið verður haldið laugardaginn 28. júní 2003 á Gufudalsvelli í Hveragerði. Leikið verður Texas scramble. Verðlaun fyrir þrjú efstu liðin og tvenn nándarverðlaun frá golfbúðinni Strandgötu 28 Hafnarfirði. Rástímar frá kl. 8–10 og 13-15. Skráning í síma 659 4022 og á golf.is Þátttökugjald kr. 2.500. Styrktaraðilar: Búnaðarbankinn Hveragerði Golfbúðin Strandgötu 28, Hafnarfirði. Valkyrjumótið Opið kvennamót á Svarfhólsvelli við Selfoss sunnudaginn 29. júní Leikin verður punktakeppni með fullri forgjöf, rástímar frá kl. 10.00. Fjöldi góðra vinninga að hætti Valkyrja. Mótsgjald kr. 2.500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.