Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK
40 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanleg Mána-
foss og Haukur og út
fara Örfirisey, Arnar-
fell og Goðafoss.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag fara Bootes og Pol-
ar Princess.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9-12
bað og opin handa-
vinnustofa, kl. 9-12.30
bókband og öskjugerð,
kl. 9.45-10 helgistund,
kl. 10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13-16.30 opin
smíða og handavinnu-
stofa. Kl. 13.30 lengri
ganga. Púttvöllur op-
inn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-
16 hárgreiðsla, kl. 8.30-
14.30 bað, kl. 9-16
handavinna, kl. 9-17
fótaaðgerð, kl. 14-15
dans.
Félagsstarfið, Dalbraut
27. Kl. 8-16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9-12
íkonagerð, kl. 10-13,
verslunin opin, kl. 13-16
spilað.
Félagsstarfið, Dalbraut
18-20. Kl. 9 bað og opin
handavinnustofa, kl. 14
söngstund.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9-12 bað,
kl. 9-16 opin vinnustofa,
kl. 13.30 söngtími, kl.
15.15 dans.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Glerlist
kl. 13, bingó kl. 13.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði. S.
588 2111. Brids í dag kl.
13.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 10.30 helgi-
stund. Frá hádegi spila-
salur og vinnustofur
opnar. Á morgun kl.
9.30 eru sund og leik-
fimiæfingar í Breið-
holtslaug. Upplýsingar
á staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, leiðbeinandi á staðn-
um kl. 9.30-16.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9-17,
handavinnustofan opin
frá kl. 13-16.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
10 boccia, 13.30 fé-
lagsvist. Hársnyrting
og fótaaðgerðir.
Vesturgata 7. Kl. 9-16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15-12 bað,
kl. 9.15-15.30, handa-
vinna, kl. 10-11 boccia, ,
kl. 13-14 leikfimi.
Hraunbær 105. Kl. 9
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi (út júní),
kl. 14 félagsvist.
Norðurbrún 1. Kl. 9-
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 13-
16.45 leir, kl. 10-11
ganga.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla, kl.
9.30 opin vinnustofa og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerð og boccia
æfing, kl. 13 hand-
mennt og spilað.
Sumarorlof eldri borg-
ara í Skálholti. Boðið
er upp á fjóra dvalar-
hópa á tímabilinu 18.
júní til 14. júlí. Allar
nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Elli-
málaráðs Reykjavíkur-
prófastsdæma í síma
557 1666 og einnig á
netinu www. gamlinoi.is
Bergmál, vina og líkn-
arfélag. Sumarferð fé-
lagsins verður að Skóg-
um undir Eyjafjöllum
sunnudaginn 29. júní.
Lagt af stað frá Hamra-
hlíð 17 kl. 10. Þátttaka
tilkynnist í síma 552-
1567 (Karl Vignir), 568-
1418 (Þóranna Þór-
arins) og 555-1675 (Jón-
ína Arndal). Ferð þessi
er öllum opin.
Brúðubílinn
Brúðubílinn, verður
næst á ferðinni 7. júlí.
Minningarkort
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minningar-
kort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eftir-
töldum stöðum: í síma
588- 9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæjar-
apóteki, Hafnarfjarð-
arapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elías-
dóttur, Ísafirði.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd
á skrifstofutími í síma
552-4440 frá kl 11-15.
Kortin má einnig panta
á vefslóðinni:
http://www.parkinson.-
is/sam_minning-
arkort.asp
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna,
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9-13, s. 562-
5605, bréfsími 562-5715.
Minningarkort
Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar (KH), er
hægt að fá í Bókabúð
Böðvars, Reykjavíkur-
vegi 64, 220 Hafnarfirði
s. 565-1630 og á skrif-
stofu KH, Suðurgötu
44, 2. hæð, sími á skrif-
stofu 544-5959.
Í dag er fimmtudagur
26. júní 177. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Allt sem þér viljið,
að aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra. Þetta
er lögmálið og spámennirnir.
(Matt. 7, 12.)
Vefþjóðviljinn er ekkihrifinn af landbún-
aðarstefnu ESB. „Í sept-
ember á þessu ári munu
viðskiptaráðherrar aðild-
arríkja Heimsvið-
skiptastofnunarinnar,
WTO, hittast í Cancún í
Mexíkó til að ræða aukið
viðskiptafrelsi milli
landa. Þessi fundur er
þáttur í svokallaðri
Doha-lotu, en hún snýst
meðal annars um frelsi í
viðskiptum með landbún-
aðarafurðir.
Rétt eins og fyrri dag-inn veldur sameig-
inleg landbúnaðarstefna
Evrópusambandsins,
CAP, vandræðum. Við-
skiptaráðherrar þrjátíu
aðildarríkja WTO hittust
í Egyptalandi um helgina
og komust að þeirri nið-
urstöðu að sú staðreynd
að Evrópusambandinu
hefur ekki tekist að laga
landbúnaðarstefnu sína
standi í vegi fyrir ár-
angri af Doha-lotunni.
Helsta fyrirstaðan fyrirnauðsynlegum breyt-
ingum á landbúnaðar-
stefnunni er afstaða
Frakka, en forseti
Frakklands staðfesti síð-
astliðinn föstudag að
framkomnar tillögur um
breytingar á stefnunni
væru óásættanlegar fyrir
Frakka.
Frakkland er eittþeirra ríkja sem fær
hvað mesta styrki vegna
sameiginlegu landbún-
aðarstefnunnar, en hún
var fyrsta sameiginlega
stefna Evrópusambands-
ins – eins og það heitir
núna – og tekin upp með
Rómarsáttmálanum
1958.
Litið var á landbún-aðarstefnu sam-
bandsins sem bitling fyr-
ir Frakka í staðinn fyrir
tollavarnir fyrir iðnfram-
leiðslu sem settar voru
upp í þágu Þjóðverja.
Landbúnaðarstefnaþessa tollabandalags
byggist á sameiginlegum
innri markaði fyrir land-
búnaðarvörur á verði
sem er yfir heimsmark-
aðsverði. Tollvarnir og
tæknilegar hindranir
koma í veg fyrir eðlilega
samkeppni erlendra
vara, auk þess sem
bændur fá styrki frá
sambandinu til að halda
áfram óarðbærri fram-
leiðslu sinni.
Yfir 5.000 mismunandireglur eru í gildi
vegna landbúnaðarstefn-
unnar og skrifræðið er
umfangsmikið. Meðal
þess sem embættismenn
sambandsins taka sér
fyrir hendur er að
ákveða verð landbún-
aðarafurða, en ýmiss
konar vinnu- og stýri-
hópar hittast reglulega
til að vinna að framgangi
stefnunnar. Oft eru
haldnir verðákvörðunar-
fundir í þessum hópum í
hverri viku.“
STAKSTEINAR
Frakkar forðast breyt-
ingar á landbún-
aðarstefnu ESB
Víkverji skrifar...
ÞEIR VORU heldur meinleysis-legir víkingarnir sem stigu á
land í Hafnarfjarðarhöfn eigi alls
fyrir löngu í tengslum við víkinga-
hátíð þar í bæ. Þarna voru góðlegir
kallar með mikið skegg og yngri
víkingar í stíl við rólega hippa í ull-
arskyrtum og eitthvað var af vopna-
dóti líka. Fyrr á öldum hefði land-
taka víkinga þótt eitt það
skelfilegasta sem fyrir gat komið í
þorpum og bæjum enda yfirleitt
ekki um neinar kurteisisheimsóknir
að ræða þegar víkingarnir voru
annars vegar.
x x x
VÍKVERJI veltir því fyrir sérhvort börnum er í dag sagt frá
því hvaða erindi víkingarnir áttu
oftast þegar þeir héldu í víking. Var
það ekki að ræna og rupla, hneppa
fólk í ánauð og koma heim með eins
mikinn ránsfeng og mögulegt var?
Og drekka sig fulla þess á milli, eða
oftar? Byggðu víkingarnir ekki
veldi sitt á byltingarkenndum skip-
um sem gerðu þeim kleift að gera
skyndiárásir á bæi og sigla upp ár?
Hefði víkingur hikað við að höggva
hausinn af öldruðum biskupi fyrir
gullkertastjaka? Ætli víkingarnir í
Hafnarfirði séu spurðir út í þessa
hluti af gestum sínum? Víkverji hef-
ur ekki hugmynd um það. Kannski
ætti hann bara að heilsa upp á þá
og fá þessa hluti á hreint. Varla
verður höggvið af honum höfuðið
þótt hann líti inn, enda ætti víking-
unum nú að vera ljóst að slíkt varð-
ar við almenn hegningarlög frá
1940.
x x x
NÚ ER er öldin önnur og Íslend-ingar eru hvattir til að koma á
víkingahátíðina í Hafnarfirði og sjá
víkingasmiði að verki og ýmsa
handavinnu. Ef gestirnir þora, eða
svo hljómaði niðurlag útvarps-
auglýsingar fyrir skemmstu. Vík-
verja snarbrá. Hvað er málið? Á
fólk á hættu að verða hneppt í
ánauð og sett í handavinnu fram á
haust? Kannski þurfa gestir að
tæma hvert mjaðarhornið af fætur
öðru uns þeir velta undir borð?
Víkverji minnist þess að á þess-
um hátíðum hafi verið sýndar bar-
dagalistir og vopnameðferð og al-
menningi kannski leyft að prófa að
sveifla sverði. En þróuðu víking-
arnir á sínum tíma með sér sér-
staka bardagalist? Reyndu þeir
ekki bara að skaka vopnum sínum
út í loftið í von um einhver yrði fyrir
högginu þá sjaldan sem þeir mættu
meiri fyrirstöðu en vopnlausum
börnum og gamalmennum?Og köst-
uðu grjóti sem óðir væru?
Víkingarnir voru þó frábærir
smiðir og lagnir í höndunum en
grimmir voru þeir engu að síður.
Víkverji er klár á því að hann hefði
orðið ömurlegur víkingur. Ekki
hugnast honum rán eða ofbeldi og
því síður handavinnan. Spurning
með mjöðinn í hófi og vel gæti hann
hugsað sér að kasta grjóti, en þá
bara í mark.
Morgunblaðið/Þorkell
Íslendingur á siglingu.
Leiðrétting
Í BRÉFI sem birtist í Vel-
vakanda mánudaginn 23.
júní undir fyrirsögninni
„Dónaskapur hinna bleiku
kvenna“ gagnrýnir Guðleif
K. Jóhannesdóttir útnefn-
ingu Þorgerðar Katrínar
sem tíkar ársins. Með
bleiku konunum er hún án
efa að vísa til átaksins
„Málum bæinn bleikan“ en
að því átaki stóðu Femín-
istafélag Íslands, Kvenrétt-
indafélag Íslands, Kvenna-
kirkjan, Kvennasögusafn
Íslands, Bandalag kvenna í
Reykjavík, Rannsóknar-
stofa í kvenna- og kynja-
fræðum, Vera og Bríet.
Enginn úr þessum hópi
stóð fyrir umræddri út-
nefningu. Tík ársins var
valin af hópi hægri sinn-
aðra kvenna sem kalla sam-
tök sín Tíkina og gefa út
vefritið tíkin.is. Nafninu er
alls ekki ætlað að vera niðr-
andi, þvert á móti vilja þær
afmá neikvæða merkingu
orðsins en um leið vísar það
til orðsins pólitík.
Ráð Femínistafélags
Íslands.
Eftirliti ábótavant
ÉG SKRÁÐI son minn og
frænda hans í sundnám-
skeið hjá Ægi og hélt með
þá í Breiðholtslaug. Þar
borgaði ég fyrir þá og sendi
inn í klefa eftir að hafa
fengið vilyrði fyrir því. Þeir
fóru inn, en þar tók enginn
á móti þeim. Þeir héldu því
næst út og fóru í djúpu
laugina. Þar svömluðu þeir
óáreittir, enginn skipti sér
af þeim. Ósyndur drengur-
inn hékk á bakkanum í
djúpu lauginni án þess að
vera áminntur. Ég hafði
samband við Ægi, þeir
sögðust enga ábyrgð bera í
þessu máli. Það er furðu-
legt að félagið telji sig enga
ábyrgð bera á þessu þar
sem þeir halda þessi nám-
skeið. Þeir hafa hækkað
gjaldskrá sína um 90% pr.
dag og ættu því að geta
passað börnin betur. Að
þetta skuli geta gerst.
Börnin eru þarna eftirlits-
laus í lauginni. Ég vil hér
með vara fólk við því ef það
fer með börn sín þarna að
enginn ber ábyrgð á þeim.
Þau eru þarna á ábyrgð
foreldra sem eru ekki á
staðnum.
Sigrún Thorarensen.
Mynd af húsinu á Nöf
EF EINHVER á mynd frá
Hofsósi þar sem húsið á
Nöf sést eða af húsinu á
Nöf er sá hinn sami beðinn
að hafa samband í síma
847 8537.
Tapað/fundið
Gleraugu töpuðust
GLERAUGU með mjóum
spöngum töpuðust í miðbæ
Kópavogs. Hafi einhver
fundið gleraugun er sá hinn
sami beðinn að hafa sam-
band í síma 868 0067.
Fundarlaun í boði.
Dýrahald
Birtu vantar
nýtt heimili
ELSKU litla kisan, hún
Birta, þarf nýtt heimili.
Hún þarf að búa á rólegu
heimili þar sem engar aðr-
ar kisur eru til staðar. Birta
dvelur nú á heimili ásamt
öðrum kisum en verður fyr-
ir einelti og líður kvalir.
Hún er smávaxin og mjög
falleg, róleg og gáfuð.
Áhugasamir geta haft sam-
band í síma 562 3814 eða
869 8786.
Mæðgin vantar
heimili
VEGNA flutninga vantar
mæðgin gott heimili. Þau
eru fimm og sjö ára gömul.
Kettirnir eru vanir útiveru
og eru gæfir. Upplýsingar í
síma 557 6315 eða 860 5568.
Kettlingar
fást gefins
FJÓRIR kettlingar, níu
vikna, þrír högnar og ein
læða fást gefins. Upplýs-
ingar hjá Magnúsi í síma
698 6402.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Ferðamenn Í Búðahrauni á Snæfellsnesi.
LÁRÉTT
1 nægir, 4 sitja að völd-
um, 7 stuttnefjan, 8 trjá-
mylsnu, 9 gyðja, 11 fund-
vís, 13 púkar, 14 logið,
15 fals, 17 skaði, 20 lipur,
22 drekka, 23 storkar,
24 úldin, 25 vægar.
LÓÐRÉTT
skart, 2 oflátungs,
3 brún, 4 kusks, 5 hímir,
6 svarar, 10 Evrópubúi,
12 afkvæmi, 13 stefna,
15 megnar, 16 fnykur,
18 orustan, 19 líkams-
hlutar, 20 hafði uppi á,
21 nöldur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 skrapatól, 8 allan, 9 óværð, 10 aum, 11 apann,
13 síður, 15 gulls, 18 halda, 21 ker, 22 mynda, 23 öskra,
24 samningur.
Lóðrétt: 2 kelda, 3 annan, 4 atóms, 5 óþægð, 6 dama, 7
æður, 12 Níl, 14 íma, 15 gums, 16 lynda, 17 skarn, 18
hrönn, 19 lukku, 20 afar.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16