Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 185. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Marvel
malar gull
Hulk og Köngulóarmaður
drjúg tekjulind | Fólk 52
Sérgreinin er
360° fiskar
Úr prentinu í
uppstoppun | Daglegt líf B7
Heilbrigðir
og glaðir
Forvarnastarf í framhaldsskólum
skilar árangri | Menntun 27
MEIRIHLUTI er fyrir því á danska
þinginu að grípa til ráðstafana gegn
verðsvindli á útsölum. Kallað er eftir
virkara eftirliti með því að lögum um
eðlilega viðskiptahætti sé framfylgt og
harðari refsingum beitt við brotum, svo
sem þegar verzlunarrekendur gefa upp
hærra verð fyrir útsölulækkun en varan
var í raun seld á.
„Við sjáum allt of gróf dæmi um búðir
sem svindla á viðskiptavinunum. Ég vil
biðja ráðherrann að sjá til þess að virk-
ara eftirlit verði haft með verzlunum,“
hefur Jyllandsposten eftir Anne Grete
Holmsgaard, neytendamálatalsmanni
þingflokks Socialistisk Folkeparti (SF). Í
sama streng taka talsmenn Danska þjóð-
arflokksins og smáflokksins Enheds-
listen. Talsmenn Jafnaðarmannaflokks-
ins, sem er í stjórnarandstöðu, segja
einnig að þörf sé á strangara eftirliti, en
talsmenn stjórnarforystuflokksins
Venstre segja að það verði að vera hlut-
verk samtaka verzlunarinnar að taka á
málum sem þessum.
Lars Quistgaard Bay, talsmaður sam-
taka danskra smásölukaupmanna, segir
samtökin ekki ætla sér að leika lögreglu
gagnvart félagsmönnum sínum.
Tekið á út-
sölusvindli
GEORGE W Bush, forseti Banda-
ríkjanna, viðurkenndi í gær, að við
öryggisvandamál væri að etja í
Írak en þá höfðu borist fréttir um,
að tveir bandarískir hermenn
hefðu fallið í árásum í landinu.
„Því er ekki að leyna, að það er
við öryggisvandamál að etja í
Írak,“ sagði Bush en hann er nú í
fimm daga ferð um Afríku og var í
gær í Botswana. Sagði hann, að það
tæki Íraka meira en 100 daga að
átta sig á, að þeir væru frjálsir og
frelsinu fylgdi ábyrgð.
Tommy Franks, hershöfðingi í
Bandaríkjaher sem leiddi innrás
herja bandamanna í Írak, tjáði her-
málanefnd fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings í gær, að búast mætti við
því að bandarískir hermenn yrðu
enn í Írak eftir fjögur ár. Ekki sé
heldur við því að búast að mikið
verði fækkað í hernámsliðinu frá
því sem nú er fyrr en einhvern tím-
ann á næsta ári. Um 148.000
bandarískir hermenn eru nú í Írak.
Þá varaði hershöfðinginn við því að
launsátursárásir á liðsmenn her-
námsliðsins, sem ítrekað hafa átt
sér stað að undanförnu, myndu
halda áfram. Síðan 1. maí, þegar
Bush lýsti yfir sigri í stríðinu, hefur
31 hermaður fallið í Írak.
Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, tjáði
þingnefndinni í fyrradag að kostn-
aðurinn við veru Bandaríkjahers í
Írak væri tæpir fjórir milljarðar
dollara, um 300 milljarðar ísl. kr., á
mánuði, og þar við bættist tæpur
milljarður dollara, um 70 milljarðar
kr., vegna Afganistans.
Sagði Rumsfeld, að nú væri her-
lið frá 19 öðrum ríkjum í Írak en
allt að 90 hefðu verið beðin um að
leggja til liðsstyrk, þar á meðal
Þýskaland og Frakkland. Dominiq-
ue de Villepin, utanríkisráðherra
Frakklands, sagði í gær, að því að-
eins myndu Frakkar taka þátt í
friðargæslu í Írak, að hún yrði á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Tók
talsmaður þýska varnarmálaráðu-
neytisins undir það og sagði, að
engin beiðni um herlið hefði borist
frá Bandaríkjunum.
Bush viðurkennir ör-
yggisvandamál í Írak
Bandarískir hermenn sagðir senni-
lega enn verða í Írak eftir fjögur ár
Gaborone, Washington. AFP.
ÞRÁTT fyrir deilur innan palestínsku
heimastjórnarinnar áttu ísraelski varnar-
málaráðherrann Shaul Mofaz og
Mohammed Dahlan, sem fer með öryggis-
mál í heimastjórninni, tveggja tíma fund
síðdegis í gær, á landamörkum Ísraels og
Gaza-svæðisins. Viðræðurnar snerust
fyrst og fremst um palestínska fanga í ísr-
aelskum fangelsum, sem róttækar hreyf-
ingar Palestínumanna krefjast að verði
látnir lausir ef þær eigi að halda vopnahlé
það sem þær lýstu yfir á dögunum.
Að sögn ísraelska ríkisútvarpsins krafð-
ist Mofaz þess að palestínsk yfirvöld gripu
til aðgerða gegn herskáum hópum Palest-
ínumanna á meðan á vopnahléinu stæði.
Annars yrði ekki um neina raunverulega
þróun í átt að friði að ræða.
Dahlan sagði fyrir fundinn með Mofaz
að hann myndi krefjast lausnar allra
þeirra u.þ.b. 6.000 palestínsku fanga sem
talið er að dúsi í ísraelskum fangelsum.
Ísraelsstjórn hefur til þessa aðeins talið
koma til greina að sleppa um 350 föngum
og talsmenn hennar hafa bent á að kröfur
um lausn fanga séu ekki hluti af friðarveg-
vísinum svonefnda.
Ráðherrar
ræða
fangamálið
Palestínumenn krefjast
lausnar þúsunda fanga
úr ísraelskum fangelsum
Jerúsalem, Gaza-borg. AP, AFP.
Shaul Mofaz Mohammed Dahlan
ÍRANSKIR landar tvíburasystranna Laleh og Ladan
Bijani fara með bænir yfir líkkistum þeirra í Khom-
eini-stórmoskunni í Teheran í gær. Systurnar, sem
voru samvaxnar á höfði, létu lífið á skurðarborðinu í
Singapúr, þar sem læknar gerðu tilraun til að að-
skilja þær.
APBeðið fyrir tvíburasystrunum
BREZKA ríkisstjórnin sætir nú
þrýstingi að hindra að brezkir rík-
isborgarar sem sakaðir eru um að-
ild að hryðjuverkum og Banda-
ríkjamenn hafa haldið föngnum í
Guantanamo á Kúbu frá því stríð-
inu í Afganistan lauk, verði dregn-
ir fyrir bandarískan herdómstól
sem gæti dæmt þá til dauða. Tals-
maður brezka forsætisráðuneytis-
ins sagði í gær, að viðræður stæðu
yfir milli brezkra og bandarískra
stjórnvalda um hugsanlegt framsal
sakborninganna til Bretlands.
Áður höfðu brezkir ráðamenn
lýst andstöðu við að bandarískur
herdómstóll réttaði yfir mönnun-
um tveimur. Tony Blair forsætis-
ráðherra sagði á miðvikudag að
hann hefði komið því skýrt á fram-
færi við Bandaríkjastjórn að rétt-
arhöld yfir mönnunum yrðu að
fara fram í samræmi við alþjóða-
lög.
Yfir 200 þingmenn á brezka
þinginu hafa skrifað undir áskorun
um að mennirnir verði framseldir.
Vilja fram-
sal fanga frá
Guantanamo
Lundúnum. AP.
RAUNÁVÖXTUN lífeyrissjóða
verður líklega yfir 5% á fyrrihluta
þessa árs, að sögn Hrafns Magn-
ússonar, framkvæmdastjóra
Landssambands lífeyrissjóða.
Hann segir að allt bendi til að raun-
ávöxtun sjóðanna verði jákvæð fyr-
ir árið í heild, eftir þriggja ára sam-
fellda neikvæða ávöxtun.
„Raunávöxtun íslensku lífeyris-
sjóðanna var að meðaltali um 7% á
árunum 1991 til 1998 og það yrði
frábær fjárfestingarárangur ef
raunávöxtun sjóðanna í ár yrði á
svipuðum nótum,“ segir Hrafn.
Hann segir að áætlað sé að ávöxt-
unin í fyrra hafi verið neikvæð um
3%, hún hafi verið nei-
kvæð um 1,9% árið
2001 og neikvæð um
0,7% árið 2000. Árið
1999 hafi skorið sig
mjög úr, því þá hafi
ávöxtunin verið 12%.
Hrafn segir að
hækkanir á erlendum
hlutabréfamörkuðum
hafi verið miklar það
sem af er þessu ári, en
á móti komi að íslenska krónan hafi
verið óvenjusterk gagnvart Banda-
ríkjadal. Að vísu hafi krónan gefið
töluvert eftir gagnvart
dalnum í júní, sem auki
raunávöxtun lífeyris-
sjóðanna í erlendum
eignum, einkum hluta-
bréfum. Evran hafi hins
vegar styrkst verulega
frá áramótum, bæði
gagnvart íslensku krón-
unni og dalnum, sem sé
jákvæð þróun fyrir líf-
eyrissjóðina.
Þá segir Hrafn að vísitala Aðal-
lista í Kauphöll Íslands hafi hækkað
um 7,5% frá áramótum og velta með
hlutabréf í Kauphöllinni hafi verið
góð. Afföll húsbréfa hafi minnkað
mikið og nú séu húsbréf seld á yf-
irverði.
Flestir lífeyrissjóðir færi hús-
bréfin á kaupkröfu og því hafi
minnkandi afföll engin áhrif á
raunávöxtunina.
Þeir lífeyrisjóðir sem færi
skuldabréf á markaðskröfu muni
hins vegar geta sýnt betri raun-
ávöxtun á þessu ári. Við saman-
burð milli einstakra lífeyrissjóða
hvað varðar raunávöxtun þurfi að
líta til þessara mismunandi upp-
gjörsaðferða innlendra skulda-
bréfa, einkum húsbréfa.
Raunávöxtun líklega yfir 5%
Þrjú neikvæð ár að baki
♦ ♦ ♦