Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur hafnað beiðni Bandalags ís- lenskra leigubílstjóra um að fé- lagsmenn þeirra geti fengið lækkuð vörugjöld af leigubifreið- um, að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum, kaupi þeir bíl á 18 mánaða fresti í stað 36 eins og gildir í dag. Daníel Björnsson, formaður Bif- reiðastjórafélagsins Frama, segir marga leigubílstjóra endurnýja bíla sína örar en á þriggja ára fresti og því sé þetta sanngjörn krafa. Hann bendir einnig á að bíla- leigur geti endurnýjað sína bíla á 18 mánaða fresti og fengið vöru- gjöld lækkuð að þeim tíma liðnum. Þessi mismunun skerði stöðu leigubílstjóra í samkeppni við fyr- irtæki sem leigi út bíla. Fjármálaráðuneytið hafnaði þessu erindi Bandalags íslenskra leigubílstjóra með þeim rökum að umræddar atvinnugreinar, leigu- bílstjórar og bílaleigur, störfuðu ekki á sama markaði. Því væri ekki um samkeppni að ræða á milli þeirra og engin mismunun fælist í fyrrgreindum reglum. Vildu vita hvort ákvörðun stæðist samkeppnislög Þessari niðurstöðu áfrýjuðu leigubílstjórar til Samkeppnis- stofnunar og óskuðu eftir áliti á því hvort umrætt svar ráðuneyt- isins stæðist samkeppnislög. Samkeppnisstofnun komst að sömu niðurstöðu; þ.e. að þessi þjónusta væri ekki veitt á sama samkeppnismarkaði. Ekki sé full- nægjandi staðganga á milli þess að leigja bílaleigubíl og kaupa þjón- ustu leigubílstjóra. Vísaði stofnun- in í samkeppnislög þar sem gert er ráð fyrir að staðgengdarþjónusta sé þjónusta sem að fullu eða veru- legu leyti geti komið í stað ann- arrar. Bentu á samkeppni í auglýsingu Aftur sendi Bandalag íslenskra leigubílstjóra Samkeppnisstofnun bréf þar sem óskað var eftir því að hún tæki á ný til skoðunar áð- urgreint málefni í ljósi nokkurra auglýsinga frá bílaleigunni Hertz. Þar er fólk hvatt til að taka bíla- leigubíl í stað leigubíls. Þessu erindi hafnaði Samkeppn- isstofnun og var sú ákvörðun kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála 26. maí sl. Í úrskurði nefnd- arinnar frá 3. júlí sl. segir að Bandalag íslenskra leigubílstjóra hafði með beiðnum sínum til Sam- keppnisstofnunar aðeins óbeinna hagsmuna að gæta af málsúrslitum þar sem um álitsbeiðni var að ræða. Því verði að gera talsverðar kröfur til áfrýjanda að hann styðji málatilbúnað sinn með fullnægj- andi rökum til þess að skylt sé að hrinda af stað rannsókn í málinu. Staðfesti því áfrýjunarnefndin höfnun Samkeppnisstofnunar. Fundur á næstunni hjá Frama með lögfræðingi Daníel Björnsson segir að Frami muni halda fund á næstu dögum með lögfræðingi félagsins. Þá verði þetta mál skoðað betur og ákveðið hvernig brugðist verði við þessari niðurstöðu. Leigubílstjórar og bílaleigur Starfa ekki á sama markaði ÞESSI skemmtilega mynd var tekin í Drangey við upp- haf lundavertíðarinnar í sumar. Hér veiðir Steinar Pét- ursson fyrsta lundann sinn í sumar sem virðist frekar ósáttur við að vera stöðvaður á flugi sínu. Morgunblaðið/Haukur Snorrason Fangar fyrsta lunda vertíðarinnar STARFSMAÐUR Impregilo hjá Kárahnjúkavirkjun slasaðist þegar hann fór of snemma ofan í frárennsl- isgöng sem nýbúið var að sprengja í með þeim afleiðingum að hann and- aði að sér hættulegum gufum frá sprengingunni. Fyrst um sinn fann maðurinn ekki fyrir óþægindum en nokkrum klukkustundum seinna fór hann að kenna verkja og var honum þegar í stað komið í hendur hjúkrunarfræð- ings á staðnum. Þar var honum gefið súrefni og lagaðist ástand hans mik- ið við það. Hann var svo fluttur til Reykjavíkur þar sem hann fór á lungnadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss til frekari aðhlynningar í nokkra daga. Maðurinn náði sér að fullu og hefur snúið aftur til starfa. Leó Sigurðsson, heilsu-, öryggis- og umhverfisfulltrúi Impregilo á virkjanasvæðinu, staðfestir að slys hafi orðið og að maðurinn hafi nú jafnað sig. Hann sagði að um leið og maðurinn fór að finna til óþæginda hafi farið af stað skipulagt ferli við að koma starfsmanninum undir lækn- ishendur. „Þetta er áhættusöm framkvæmd og því miður geta svona slys orðið og til að geta brugðist við þeim þá höf- um við komið upp öryggiskerfi á svæðinu. Það sýndi sig í þessu tilviki að kerfið virkar mjög vel. Í kjölfar slyssins var farið yfir öryggisatriði með starfsmönnum og brýnt fyrir þeim að gæta fyllsta öryggis við sprengingar,“ segir Leó. Starfsmaðurinn fór of snemma ofan í göngin ÞRIGGJA ára drengur varð fyrir alvarlegu eitrunarslysi um miðjan júní á sveitabæ á Norðurlandi. Drengurinn saup á þvottaefni fyrir mjólkurkerfi en efnið, sem er mjög ætandi, brenndi hann illa í vélinda. Hann var fluttur á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík þar sem hann var meðhöndlaður. Drengurinn, sem heitir Angantýr Máni Gautason, var í rannsókn á sjúkrahúsinu í gær og eftir hana þykir ljóst að hann muni ná sér að fullu, að sögn foreldra drengsins, þeirra Írisar Gunnarsdóttur og Arnars Gauta Finnssonar. „Honum líður ofsalega vel núna,“ sagði Íris í gær er fjölskyldan var á heimleið norður í land eftir rann- sóknina. „Við rannsóknina kom í ljós að engar þrengingar eru í vél- indanu, en læknarnir höfðu búist við því og jafnvel að það myndi lokast. Allt lítur rosalega vel út. Þetta er alveg ótrúlegt.“ Haldið sofandi fyrstu dagana Angantýr litli var á fljótandi fæði í viku fyrir rannsóknina og stóð sig eins og hetja að sögn móður sinnar. „Við fórum suður föstudaginn 13. júní og honum var haldið sofandi fram á mánudag, þá var hann vak- inn,“ útskýrir Íris. „Við fengum svo að fara norður í leyfi í síðustu viku. Svo var hann útskrifaður í dag [í gær] því þetta leit allt svo vel út.“ Íris segir erfitt að útskýra hvern- ig sér og manni sínum hafi orðið við er slysið varð. „Manni nátt- úrulega dauðbregður, ég get ekki lýst því. Það er hræðilegt að lenda í þessu. En einhvern veginn reyndi maður að vera bjartsýnn á þetta allt saman, við vorum ótrúlega bjartsýn að þetta yrði allt í lagi, þó að læknarnir hafi verið mjög svart- sýnir á það.“ Angantýr er enn með slöngu út úr maganum en hún verður tekin 19. ágúst nk. Hann verður svo í eft- irliti í ár til viðbótar, þá á öll hætta að vera liðin hjá, að sögn Írisar. „Við sluppum alveg ótrúlega vel með þetta allt saman,“ sagði hún að lokum. Jafn alvarleg eitrun af völd- um ætandi efna hefur ekki orðið síðan 1985 en þá varð eins árs gam- all drengur fyrir lífshættulegri eitrun í Hafnarfirði. Sá tók inn eina sléttfulla teskeið af þvottaefni fyrir uppþvottavélar. Afleiðingar þess slyss voru skelfilegar en vélinda og stór hluti maga hans eyðilögðust. Í tilkynningu frá Árvekni er fólk hvatt til að huga að hættulegum efnum á og við heimili sín. „Lítil börn eru hvatvís og ein leið þeirra til að kanna umhverfi sitt er að setja hluti í munninn, það er því æskilegt að geyma öll hættuleg efni í læstum hirslum,“ segir í tilkynn- ingunni. Hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um hvernig koma má í veg fyrir eitranir á heimasíðu Ár- vekni, www.arvekni.is. Þriggja ára drengur varð fyrir alvarlegu eitrunarslysi Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Fjölskyldan komin heim. Arnar Gauti Finnsson heldur á Aþenu Sól og Íris Rún Gunnarsdóttir heldur á Angantý Mána. Saup á þvotta- efni fyrir mjólkur- kerfi SVEINBJÖRN Sveinbjörnsson Keflvíkingur er eins og bræður hans tveir áhugamaður um gamla BMW-bíla. Hann hefur undanfarin þrjú ár nostrað við einn slíkan, árgerð 1977, og fékk bræður sína, sem eru bílamál- arar, til að sprauta bílinn fyrir sig fallega sægrænan. „Síðan, þegar þeir sprauta hann loksins, þá breyta þeir litn- um til að stríða mér,“ segir Sveinbjörn. Útkoman varð eins og sjá má á myndinni; bíllinn varð alllangt frá því að vera sæ- grænn og þess í stað æpandi eit- urgrænn. Sveinbjörn tók þetta þó ekki nærri sér og hafði gaman af glensi bræðra sinna. Þess utan var grikkurinn honum að kostn- aðarlausu og bræður hans hafa boðist til að sprauta bílinn aftur seinna, í réttum lit. Auk þess sá Sveinbjörn nýtt tækifæri með þessum nýja lit: „Fyrst hann var svona skrambi grænn þá fannst mér tilvalið, þar sem kvikmyndin Hulk var að fara í sýningar hér á landi, að setja á hann auglýsingaborða upp á gamanið.“ Hann setti sig því í samband við aðstandendur myndarinnar sem tóku vel í til- lögu Sveinbjörns. „Bíllinn vekur vissulega at- hygli á götum, “ segir Svein- björn. „Og í sjálfu sér er ekkert að þessum lit. Honum verður samt breytt þótt hann fái ef til vill að vera svona næstu mán- uðina.“ Morgunblaðið/Jim Smart Allsérstæður litur og áberandi: Sveinbjörn Sveinbjörnsson á bílnum góða og hann tekur ekki nærri sér hrekk bræðra sinna. Hulk á fjór- um hjólum Hrekkur varð að auglýsingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.