Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Jafnréttismál innflytjenda
Munur milli
Norðurlanda
RÁÐSTEFNANFjölmenning ogjafnrétti kynjanna
á Norðurlöndum var hald-
in í Malmö nýlega. Til-
gangurinn var að skoða
samband milli jafnréttis-
mála og innflytjendamála.
Ísland sendi 19 fulltrúa
þangað og var Valgerður
H. Bjarnadóttir ein þeirra.
Litið var á þátttöku Ís-
lands sem eins konar und-
irbúning fyrir það verkefni
að styrkja stöðu erlendra
kvenna á Íslandi og á ráð-
stefnunni kom meðal ann-
ars fram að staða nýbúa-
kvenna hér og í Finnlandi
væri hugsanlega betri en á
hinum Norðurlöndunum.
Af hverju stafar þessi
munur?
„Samsetning hópanna er mis-
munandi. Það er fólk frá öðrum
löndum sem býr hér og í Finn-
landi en í Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku. Í Finnlandi er áberandi
hópur innflyjenda frá Sómalíu og
það er mikið af Afríkubúum. Hér
á landi er aftur á móti mjög mikið
um Austur-Evrópubúa og Asíu-
búa, en nánast ekki til Tyrkir og
Norður-Afríkubúar sem meira er
af á hinum Norðurlöndunum.
Múslimar eru meira áberandi þar
og það hefur áhrif á stöðu kvenna í
þjóðfélaginu. Margar konur koma
hingað til lands til þess að vinna,
mennta sig eða þá til að kynnast
nýjum aðstæðum. Austur-Evr-
ópukonurnar eru margar með há-
skólamenntun og sumar hverjar
hafa fengið störf við hæfi. Það er
samt almennt þannig að þessar
konur fá ekki starf við sitt hæfi og
það sama gildir um karla sem
koma til landsins.“
Ná þau áhrifum í samfélaginu?
„Það að þau eru útlend er
ákveðin hindrun til að ná áhrifum.
Staðreyndin er sú að erlendir rík-
isborgarar eiga mjög erfitt með að
ná áhrifum í þessum löndum. Það
er helst að einstaka karlmenn nái
frama í atvinnulífinu en það er
mjög sjaldgæft að þau nái áhrifum
í pólitík. Hér á landi er staðan sú
að það eru miklu frekar konur
sem eru talsmenn útlendinga og
þeir einstaklingar sem hafa komið
nálægt pólitík eru konur.“
Hvernig stendur á því?
„Það geta verið margar ástæð-
ur, en ég held að það sé meðal
annars það að konur eru stór hóp-
ur meðal innflytjenda. Þær koma
hingað oft sem sjálfstæðir ein-
staklingar, á meðan þær koma oft
sem eiginkonur og eru hluti af
fjölskyldu til hinna Norður-
landanna.“
Hvernig hafa innflytjendur tek-
ið því að verið sé að skoða jafn-
réttismál á meðal þeirra?
„Það er gaman að finna að um
leið og við réttum fram litla fing-
urinn í áttina til útlendingasam-
félagsins með það að ræða jafn-
réttismálin, þá á jákvæðan hátt,
var gripið í alla höndina. Áhuginn
var mikill, sérstaklega
á meðal kvenna, því við
höfðum fyrst og fremst
samband við konur.
Það var líka gaman að
því að það voru nokkrir
karlmenn sem sýndu þessu mik-
inn áhuga og meðal annars Tosh-
iki Toma. Hans reynsla er sú að
annarsvegar sýni íslenskar konur
málefnum útlendinga miklu meiri
áhuga og stuðning en íslenskir
karlar og hinsvegar séu útlendar
konur miklu duglegri við að vinna
að því að bæta stöðu sína en út-
lendir karlar.
Hvernig koma Íslendingar
fram við nýbúa?
„Það var samdóma álit allra
sem komu frá Íslandi og sérstak-
lega þeirra sem búið hafa hér
lengi að fjandskapur í þeirra garð
hefur farið mjög vaxandi á und-
anförnum árum.“
Hvernig stendur á því?
„Það er hægt að geta sér þess
til að þegar útlendingum fjölgar
þá fari einhverjir að upplifa þá
sem ógn. Ég held að það sé stór
hluti ástæðunnar. Nýbúar eru
orðnir sýnilegir í þjóðfélaginu og
breytingin hefur gerst mjög hratt.
Það er kannski eðlilegt að það
verði einhver andstaða sem bygg-
ist fyrst og fremst á vanþekkingu
og fordómum. Hér á landi er í
gangi tvennskonar viðmót. Ann-
ars vegar mjög opið viðmót þar
sem þeim er tekið fagnandi og
hinsvegar fordómaviðmót.“
Eru til hagsmunasamtök nýbúa
á Íslandi?
„Nei, en átak sem fór í gang
fyrir ráðstefnuna kveikti löngun
hjá mörgum til þess að fara að
gera eitthvað meira í því að fara
að skipuleggja sig og stofna hags-
munasamtök. Staðreyndin virðist
vera sú að erlendar konur hér á
landi og í Finnlandi virðast vera
kröftugri, miðað við karlana, í að
koma sér áfram. Á hinn bóginn
eru konur á hinum Norðurlönd-
unum duglegri við að skipuleggja
sig. Þar hafa þær stofnað samtök
sem eru mjög virk og öflug. Það er
full ástæða til þess að gera átak
hér á landi í málefnum
útlendinga. Þá þarf að
skoða þau út frá kynja-
sjónarmiði, vegna þess
að hér á landi sem og
annars staðar kemur
kynjamunurinn mjög vel í ljós á
meðal nýbúa. Ástæður þess að
konur koma til nýs lands eru oft
aðrar en ástæður karla. Nýbúar
koma inn í samfélag þar sem oft er
meira formlegt jafnrétti en þar
sem þeir voru áður. Þetta er já-
kvætt fyrir konur en það er oft
erfitt fyrir karla að sætta sig við
þetta, það verður flókin breyting
fyrir þá.“
Valgerður H. Bjarnadóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
fæddist á Akureyri í janúar 1954
og ólst þar upp. Hún útskrifaðist
sem félagsráðgjafi í Noregi árið
1980 og starfaði við það í nokkur
ár. Síðan leiddist hún út í pólitík
og kvennabaráttu og frá 1985
hefur hún unnið að jafnréttis-
málum og fullorðinsfræðslu. Hún
fór í háskóla í San Fransisco þar
sem hún fór í BA-nám í heildræn-
um fræðum og lauk síðan mast-
ersnámi í femínískri trúarheims-
speki við sama skóla árið 2001.
Hún er nú framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu.
Nýbúakonur
frjálsari hér
en erlendis?
MIKIÐ rigndi í gær í Mýrdalnum
en hópur af ferðamönnum lét það
ekki á sig fá og hélt áfram sinni
för. Þetta var hópur starfsmanna
frá fyrirtækinu Medcare Flaga
sem var að fara í árlega göngu-
ferð. Jón Gauti Jónsson, leið-
sögumaður hjá Íslenskum fjalla-
leiðsögumönnum, sagði að
hópurinn hefði lagt af stað frá
Öldufelli á Álftaversafrétti farið
yfir jökul og komið niður í Höfða-
brekkuafrétti og gengið síðan frá
tjaldstæðinu í Þakgili og endað í
Vík.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Á göngu í ausandi rigningu
Fagradal. Morgunblaðið.
EKKERT veggjald verður inn-
heimt vegna umferðar um Hval-
fjarðargöngin í dag, frá klukkan 7
að morgni til klukkan 7 í fyrra-
málið laugardaginn 12. júlí. Til-
efnið er að fimm ár eru liðin frá
því að göngin voru formlega opn-
uð. Í dag mun Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra sækja heim
forsvarsmenn Spalar sem rekur
göngin, og mun samgönguráð-
herra taka formlega í notkun nýtt
fjarskiptakerfi Spalar sem notað
verður við göngin. Nýja fjar-
skiptakerfið á að auka enn á ör-
yggi vegfarenda um göngin.
Á vefsíðu Spalar kemur fram
að gera megi ráð fyrir mikilli um-
ferð um göngin í dag, enda ber af-
mælið upp á föstudag. „Ætla má
að verðmæti gjafar afmælis-
barnsins, til þeirra vegfarenda
sem hennar fá notið, verði á bilinu
7–10 milljónir króna,“ segir í vef-
síðunni.
Umferðarmetið frá opn-
unardegi 1998 óhaggað
11.800 bílar fóru um Hvalfjarð-
argöng á fyrsta sólarhringnum
eftir að þau voru tekin í notkun í
júlí 1998. Um er að ræða umferð-
armet sem hefur staðið óhaggað
síðan. „Mesta umferð í göngunum
frá því byrjað var að innheimta
veggjald, 20. júlí 1998, var hins
vegar föstudaginn fyrir verslun-
armannahelgi 2001, alls 9.100
bílar á sólarhring. Til samanburð-
ar má geta þess að á sunnudögum
núna í júnímánuði 2003 fóru að
jafnaði um og yfir 6.000 bílar um
göngin á einum sólarhring,“ segir
á heimasíðu Spalar.
Ókeypis um Hval-
fjarðargöngin í dag
TUTTUGU og eins árs gamall mað-
ur hefur verið dæmdur í hálfs árs
fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðs-
dómi Reykjaness og gert að greiða
fórnarlambi sínu 300.000 krónur í
skaðabætur og 140.000 krónur í eigin
málskostnað og brotaþola.
Árásin átti sér stað við veitinga-
hús við Strandgötu í Hafnarfirði í
október í fyrra. Afleiðingar hennar
voru þær að efri kjálki, botn augn-
tóftar og hliðarveggur augntóftar
brotnuðu auk þess sem brotnaði úr
aftasta jaxli í neðri góm. Í niðurstöð-
um dómara kom fram að árásin hafi
verið hrottafengin og hefði hæglega
getað leitt til stórkostlegra líkams-
meiðsla og örkumla.
Af refsingunni er fullnustu helm-
ings hennar, þriggja mánaða, frestað
til þriggja ára og fellur hún niður að
þeim tíma liðnum haldi maðurinn
skilorðið.
Hálfs árs
fangelsi
fyrir árás
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segist hafa fullan hug á að
svara spurningum þeim sem Krist-
ín Michelsen varpar fram í bréfi
sínu til Morgunblaðsins hinn 26.
júní sl. undir yfirskriftinni „Ís-
lenska réttar- og heilbrigðiskerfið
eins og það birtist mér og mínum.“
Bréfritari beinir spurningum sínum
til heilbrigðisráðherra, félagsmála-
ráðherra og Alþingis.
Forsaga málsins er sú að þá 19
ára sonur Kristínar hlaut varanleg-
an heilaskaða eftir líkamsárás í
miðbæ Reykjavíkur árið 1998. Er
hann nú 75% öryrki og lýsir Kristín
langri þrautagöngu innan kerfisins
í kjölfar slyssins og segir að réttur
sonar hennar og foreldranna hafi
verið fótum troðinn á ýmsan hátt.
Jón Kristjánsson sagðist í samtali
við Morgunblaðið ekki telja að það
stæði upp á heilbrigðisráðherra að
svara öllum spurningum Kristínar,
en þau atriði myndi hann aftur á
móti láta kanna sem heyra undir
verksvið síns ráðuneytis.
„Ég get látið fara yfir þau atriði
sem að mér snúa í þessu, þ.e. varð-
andi tryggingastofnun og læknis-
vottorð,“ segir Jón. Kristín spyr
m.a. hvers vegna Tryggingastofnun
geri ekki upp mál sjálfkrafa, þegar
örorkumat liggur fyrir og segist
ekki hafa vitað það fyrr en í desem-
ber 2001 að fjölskyldan sjálf ætti að
biðja um örorkubætur. Ennfremur
spyr hún: „Læknisvottorð geta
kostað allt að 70.000 kr., er þetta
eðlilegt? Og fyrir þessu þarf að
leggja út og allsendis óvíst hvort
þetta fæst endurgreitt.“
„Ég hef ekki slík dæmi í hönd-
unum en ég mun kanna hvað liggur
að baki,“ segir Jón Kristjánsson.
Kristín segist ennfremur í bréfi
sínu hafa viljað þiggja áfallahjálp ef
hún hefði verið boðin. „Þegar fólk
lendir í svona aðstæðum er maður
gjörsamlega ófær um að hugsa um
eitthvað annað. Höfuðið tæmist
einhvern veginn og verður dofið.
Það þarf að segja manni sömu hlut-
ina aftur og aftur,“ segir í bréfi
hennar.
„Við erum með áfallahjálpar-
teymi á spítölunum og áfallahjálp
er í boði í heilbrigðiskerfinu,“ segir
Jón. „Það mál hlýtur þá að snúa til
kynningar á þeirri þjónustu sem
fyrir hendi er.“
Jón mun fara yfir bréf Kristínar
og svara fljótlega.
Heilbrigðisráðherra kannar réttindamál öryrkja
Kveðst svara fyrir at-
riði um heilbrigðismál