Morgunblaðið - 11.07.2003, Page 14

Morgunblaðið - 11.07.2003, Page 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ljóst hvað olli slysinu en sjón- arvottar sögðu rútuna hafa lent í árekstri við flutningabíl. Að sögn lögreglu bentu bremsuför á slys- staðnum til þess að árekstur hefði orðið. Talsmaður fyrirtækisins sem rak rútuna sagði hana hafa verið nýja og hafa verið skoðaða fyrir fáeinum dögum. AÐ MINNSTA kosti 22 fórust og 20 slösuðust í gær þegar tveggja hæða fólksflutningabíll fór út af brú á hraðbraut í Hong Kong og féll um 50 metra niður í dalverpi. Að sögn talsmanns lögreglunnar í borginni er þetta eitthvert mesta umferðarslys sem þar hefur nokk- urn tíma orðið. Ekki var fyllilega AP 22 fórust í Hong Kong YFIRVÖLD í Moskvu sögðu í gær að búast mætti við hrinu hryðju- verka í borginni eftir að tétsensk kona reyndi að sprengja veitingahús í miðborginni í loft upp, nokkrum dögum eftir sprengjuárásir sem kostuðu sextán manns lífið. Þótt árás konunnar hefði mistek- ist beið sprengjusérfræðingur bana þegar hann reyndi að gera sprengj- una óvirka. Lögreglan í Moskvu skýrði enn- fremur frá því í gær að hún hefði fengið upplýsingar um að hópur tét- senskra uppreisnarmanna hefði und- irbúið hrinu sprengjutilræða um miðjan mánuðinn. Talið var að upp- reisnarmennirnir hygðust beita sömu aðferð og palestínskar hreyf- ingar sem hafa staðið fyrir sjálfs- morðsárásum á Ísraela. Júrí Shúvalov, aðaltalsmaður rússneska innanríkisráðuneytisins, sagði að sprengjutilræðin á laugar- dag og misheppnuð árás konunnar í gær gætu verið upphafið að þessari hryðjuverkahrinu. „Við fengum upp- lýsingarnar frá heimildarmönnum á Norður-Kákasus svæðinu en við vit- um ekki nákvæmlega hvar þessir glæpir verða framdir,“ sagði hann. Skildi eftir sprengju í bakpoka Fjórir viðskiptavinir voru í veit- ingahúsinu laust fyrir miðnætti að staðartíma þegar dyraverðir í veit- ingahúsinu tóku eftir því að konan skildi eftir bakpoka nálægt inngangi hússins. Hún var handtekin skömmu síðar og lögreglan lokaði götunni. Sprengjusérfræðingar fóru á stað- inn og einn þeirra beið bana í mikilli sprengingu tæpum þremur klukku- stundum síðar þegar hann reyndi að gera sprengjuna óvirka. „Allar rúður veitingahússins brotnuðu og jafnvel rúður í húsi handan götunnar,“ sagði Sergej Ger- asímov, sem rekur veitingahúsið. „Sprengjusérfræðingurinn sprakk í loft upp og líkamshlutarnir féllu nið- ur nálægt veitingahúsinu.“ Veitingahúsið er um þrjá km frá Kreml. Sjónarvottur sagði að lög- reglan hefði reynt fimm sinnum að nota vélmenni til að gera sprengjuna óvirka áður en sprengjusérfræðing- urinn reyndi það sjálfur. Konan var færð í traust fangelsi, Lefortovo, og yfirheyrð. Hún er 22 ára ekkja manns sem féll í stríðinu í Tétsníu. Lögreglan handtók einnig hugsanlegan vitorðsmann, Tétsena á þrítugsaldri. Lögreglan sagði að konan kynni að tengjast tveimur tétsenskum kon- um sem sprengdu sig í loft upp á úti- tónleikum í Moskvu á laugardag. AP Rússneskur sprengjusérfræðingur nálgast hér sprengju sem hann reyndi að gera óvirka við veitingahús í Moskvu í fyrrinótt. Hann beið bana í sprengingu sem sést á myndinni til hægri. Óttast hrinu hryðjuverka í Moskvu Moskvu. AFP. BRESKA ríkisútvarpið, BBC, hefur á fréttavef sínum eftir „mjög háttsett- um“, breskum embættismönnum að þeir telji ekki lengur mjög líklegt að gereyðingarvopn finnist í Írak. Telji þeir að vopnin hafi verið til, en hafi verið eyðilögð áður en stríðið hófst. Robin Cook, fyrrverandi utanríkis- ráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að þetta væru „mikil tíðindi“. Sjálfur teldi hann einnig ólíklegt að herir bandamanna, sem nú leita að gereyðingavopnum Íraka, muni finna miklar birgðir af þeim. Blair gerði þá meintu ógn er stafaði af gereyðingavopnum Íraka að meg- inréttlætingu þess að Bretar tækju þátt í herförinni til Íraks. Hann sætir nú auknum þrýstingi vegna þess að engin slík vopn hafa komið í leitirnar, en hann sagði þingnefnd fyrr í vik- unni að hann væri þess fullviss að vís- bendingar um gereyðingavopnaáætl- un myndu finnast í Írak. Cook, sem sagði af sér í mótmæla- skyni við stefnu Blairs í Íraksmálinu, tjáði BBC að sér þætti það ekki sér- lega trúlegt að í Írak væri „stórt og mikið vopnabúr sem enn hefur ekki fundist“. Segir að vísbendingar um vopnaáætlanir dugi ekki Cook sagði ennfremur að ekkert nema vísbendingar um að Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, hefði framleitt vopn í trássi við bann Sameinuðu þjóðanna, gæti réttlætt ákvörðun breskra stjórnvalda að fara í stríð. Vísbendingar um vopnaáætl- anir dygðu ekki til. „Þingið samþykkti að fara í stríð vegna þess að því var sagt að Saddam ætti raunveruleg gereyðingarvopn,“ sagði Cook. „Okkur var tjáð að svo mikið lægi við að hefja herförina að ekki væri tími til að gefa Hans Blix og vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna nokkra mánuði til viðbótar eins og þeir báðu um til að ljúka verki sínu.“ „Ólíklegt“ að gereyð- ingarvopn finnist London. AP. BANDARÍSKIR sérfræðingar í afvopnunarmálum segjast vera undrandi á ummælum Donalds Rumsfelds, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, um að Bandaríkin hefðu ekki hafið stríðið í Írak vegna nýrra sann- ana fyrir því að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum, heldur vegna þess að Bandaríkjastjórn hefði séð gögnin, sem þegar voru til, í nýju ljósi eftir hryðju- verkin 11. september 2001. Joseph Cirincione, sem stjórnar baráttu Carnegie En- dowment for International Peace gegn útbreiðslu gereyð- ingarvopna, kvaðst vera „hneykslaður“ á þessum um- mælum Rumsfelds, sem hann viðhafði þegar hann bar vitni fyrir hermálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings í fyrra- dag. Cirincione sagði að emb- ættismenn stjórnar George W. Bush forseta hefðu ítrekað hald- ið því fram að til væru nýjar sannanir fyrir gereyðingar- vopnaáætlunum Íraka. Fréttavefur BBC hafði enn- fremur eftir Cirincione að sú staðreynd að bandaríska her- námsliðið hefur ekki fundið nein gereyðingarvopn í Írak sýndi að vopnaeftirlit Sameinuðu þjóð- anna í landinu hefði verið árang- ursríkara en áður var talið. Skýrslur „rangfærðar“ BBC hafði eftir Greg Thiel- mann, fyrrverandi yfirmanni hermálasviðs leyniþjónustu- og rannsóknadeildar bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórn Bush hefði „rangfært“ leyniþjónustuskýrslur um Írak með „villandi útdráttum“ og „ónákvæmri framsetningu“ í mikilvægum yfirlýsingum. Thielmann, sem lét af emb- ætti í október, tók fram að Colin Powell utanríkisráðherra hefði ekki endurtekið staðhæfingar Bush forseta um kjarnavopna- áætlun Íraka þegar ráðherrann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í febrúar. Thielmann kvaðst hafa verið „undrandi og hneykslaður“ þeg- ar hann heyrði Bush halda því fram í stefnuræðu sinni að Írak- ar hefðu reynt að þróa kjarna- vopn. Embættismenn í Hvíta hús- inu viðurkenndu á þriðjudag að ásakanir um að Írakar hefðu reynt að kaupa úran í Afríkurík- inu Níger hefðu byggst á föls- uðum skjölum. Hneyksl- aðir á um- mælum Rumsfelds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.