Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 18

Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LEIKSKÓLAR í Kópavogsbæ hafa um nokkurra ára skeið verið lokaðir í fjórar vikur yfir sumarleyfistímann. Gerður Guðmundsdóttir, leikskóla- ráðgjafi hjá Kópavogsbæ, segir að lokanirnar hafi komið nokkuð vel út, bæði fyrir starfsfólk sem og börn og foreldra. „Við lokum ekki leikskólunum öll- um í einu en þetta skarast þannig að í hálfan mánuð eru allir skólarnir lokaðir,“ segir Gerður. Hún segir að í þeim tilfellum sem mjög erfitt sé fyrir foreldra að fá frí á sama tíma og leikskóli barnsins sé lokaður, eigi þeir kost á að flytja barnið í einhvern þann leikskóla sem opinn sé. Það er þó ekki mögulegt í þær tvær vikur sem leikskólarnir eru allir lokaðir. Gerður segir það heyra til undan- tekninga að foreldrar noti þennan möguleika. Yfirleitt virðist þeir vera nokkuð sáttir við fyrirkomulagið eins og það er og segist hún ekki hafa fengið neinar kvartanir inn á borð til sín vegna lokananna. Erfitt að fá afleysingafólk Gerður segir að fyrir nokkrum ár- um hafi verið gerð tilraun til að hafa opið allt sumarið á einum leikskóla bæjarins en horfið hafi verið frá því fyrirkomulagi. Hún segir ástæðuna meðal annars þá að börnunum geti reynst erfitt að vera í leikskólanum á þeim sem tíma sem það starfsfólk sem þau tengjast hvað best sé jafn- vel í fríi og jafnframt vinirnir. „Það verður líka að horfa til þess að við er- um með stóran starfsmannahóp inni í leikskólunum sem á frá fjórum og allt upp í sex vikna orlofsrétt þar sem við erum með mikið af gamal- reyndu fólki sem búið er að ávinna sér 30 daga orlofsrétt. Þá er orðið nokkuð erfitt að brúa bilið hvað varð- ar afleysingar,“ segir Gerður. Hún segir lokanirnar alltaf tilkynntar með góðum fyrirvara, yfirleitt í jan- úar eða febrúar til þess að fólk geti gert viðeigandi ráðstafanir. Þá sé ákveðin röð á því hvenær sumars frí- ið sé í hverjum skóla og þannig viti flestir við hverju er að búast með löngum fyrirvara. Fjögurra vikna sumarlokanir leikskóla í Kópavogi Fyrirkomulagið gott Kópavogur FRAMKVÆMDIR við Reykjanes- braut við Kirkjugarðinn í Hafn- arfirði eru nú í fullum gangi. Verið er að stækka kirkjugarðinn og stefnt á frekari stækkun en með þeim stækkunum er reiknað með að hann dugi næstu 15 árin, segir Arn- ór Sigurðsson kirkjugarðsvörður. „Það er verið að stækka hann til suðvesturs og svo þegar fram- kvæmdirnar verða búnar þá fáum við smásvæði til norðurs,“ segir Arnór. Hann segir stjórn kirkju- garðsins hafa falast eftir nýju landi til afnota þegar plássið klárast, til dæmis í Kjóadal, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Aðkoman að kirkjugarðinum er öll í uppnámi vegna fram- kvæmdanna, segir Arnór: „Það er verið að gera nýja innkeyrslu í garðinn sem verður beint á móti þar sem Hvammabrautin er núna.“ Áætlað er að flytja Reykjanes- brautina út fyrir garðinn, og verð- ur þá Reykjanesbrautin eins og hún er í dag innanbæjargata í Hafn- arfirði. Unnið að stækkun kirkjugarðsins Morgunblaðið/Jim Smart Framkvæmdir við Reykjanesbraut eru komnar nálægt Kirkjugarði Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður BARNAVERND Reykjavíkur bár- ust í fyrra yfir tvö þúsund tilkynn- ingar vegna barna. Tilkynningarnar voru allar á grundvelli nýrra barna- verndarlaga sem eiga að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Í málum 60% þeirra barna, sem fengu aðstoð í fyrra á grundvelli barnaverndarlaganna, barst tilkynn- ing til Barnaverndar. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík fyrir árið 2002. Tilkynningar sem bárust vegna barna eldri en 13 ára voru fleiri en tilkynningar vegna barna yngri en 13 ára, eða 1.130 á móti 882. Flestar vegna gruns um glæpsamlega hegðun Langflestar tilkynningar vegna eldri barnanna bárust vegna gruns um afbrot, skemmdarverk eða árás- arhneigð barnsins, eða 519 tilkynn- ingar. Næst á eftir komu tilkynning- ar vegna gruns um vanrækslu barns, eða 100 tilkynningar. Vegna yngri barnanna komu flestar tilkynningar vegna gruns um áfengis- eða vímu- efnaneyslu foreldra, eða 306 tilkynn- ingar og þar á eftir komu 262 til- kynningar vegna gruns um vanrækslu barns. Flestar tilkynningar frá lögreglu Tilkynningar vegna gruns um að barn væri beitt kynferðislegu ofbeldi voru alls 90, 55 vegna barna yngri en 13 ára og 35 vegna barna eldri en 13 ára. Tilkynningar vegna gruns um að barn væri beitt líkamlegu ofbeldi voru alls 83, 56 vegna barna yngri en 13 ára en 27 vegna barna eldri en 13 ára. Langflestar tilkynningar bárust frá lögreglu, eða 936. Þar á eftir komu tilkynningar frá nágrönnum eða vinum, eða 255, og þá 186 til- kynningar frá foreldrum barns. Til- kynningar bárust annars víða að, meðal annars frá heilbrigðisstarfs- mönnum, ættingjum, starfsmönnum félagsþjónustu, skóla og leikskóla. Ársskýrsla Félagsþjónustunnar í Reykjavík Yfir tvö þúsund tilkynn- ingar til Barnaverndar Reykjavík www.nowfoods.com VINNU við sameiningu dreifikerfa Og Vodafone í Eyjafirði og nágrenni er nú lokið, en eftir samruna Íslands- síma og Tals rak félagið tvö kerfi á svæðinu. Tæknimenn félagsins hafa að undanförnu unnið að sameining- unni og er henni nú lokið á þann hátt að viðskiptavinir Og Vodafone eru nú allir í einu og öflugra kerfi norðan heiða. Helstu breytingar felast í því að sendum á svæðinu hefur verið fjölgað og afkastageta þeirra sem fyr- ir voru aukin til muna. Fram kemur í frétt frá félaginu að þeir sem áður nýttu sér kerfi Tals finni strax mun á bættri þjónustu í miðbæ Akureyrar, á Glerártorgi og þegar ekið er á milli Akureyrar og Dalvíkur. Þeir sem aft- ur nýttu sér kerfi Íslandssíma á Norðurlandi munu hins vegar strax njóta betri þjónustu í Fnjóskadal, Þelamörk og Húsavík. Þannig hafa styrkleikar beggja kerfa verið sam- einaðir í eitt sem að sögn verður við- skiptavinum til hagsbóta. Og Vodafone hefur einnig aukið þjónustu sína og sölustarf á Akureyri með því að opna verslun við göngu- götuna í Hafnarstræti en þar er hægt að kaupa alla helstu þjónustu félags- ins. Unnið hefur verið að því frá liðnu hausti er félögin voru sameinuð að sameina farsímakerfin. Því er nú sem áður segir lokið á Norðurlandi og á Suðurnesjum og vinna stendur yfir á Suðurlandi, en fram undan er samein- ing á höfuðborgarsvæðinu. Og Vodafone í Eyjafirði Dreifikerfið eflt SÝNING á myndum eftir Daða Guð- björnsson verður opnuð í Safnasafn- inu – Alþýðulistasafni Íslands á Sval- barðsströnd, Eyjafirði, á morgun, laugardaginn 12. júlí kl. 14. Daði hefur um árabil verið einn af atkvæðamestu listamönnum þjóðar- innar og verið virkur í umræðum og sýningarhaldi segir í frétt um sýn- inguna. Einnig að hann hafi vakið at- hygli fyrir beinskeytta nálgun við yf- irborð hlutanna og svipt hulunni af því sem þar leynist undir, draumum, kenndum og væntingum. „Á sýningu Daða er úrval af uppáhaldsmótífum hans, þ.á m. beib, bíll og broskall,“ eins og segir í tilkynningu. Safnasafnið – Alþýðulistasafn Ís- lands er í stórum garði við hringveg- inn, 12 kílómetra norðan við Akur- eyri en þar eru árlega settar upp margar sýningar, bæði úti og inni. Safnið er opið daglega frá kl. 10 til 12, en hægt er að panta tíma fyrir hópa á morgnana og kvöldin. Daði Guðbjörnsson sýnir í Safnasafninu FJÖLBREYTILEG dagskrá verð- ur á vegum Minjasafnsins á Ak- ureyri á Íslenska safnadeginum sem er næsta sunnudag, 13. júlí. Minjaganga um Þingmannaveg yfir Vaðlaheiði verður farin frá Minjasafninu kl. 10 um morgunin. Leiðsögumaður verður fornleifa- fræðingurinn Sigurður Bergsteins- son sem sýnir fyrst minjar á Vaðla- þingi og síðan fleiri minjar sem verða á vegi göngufólks yfir heið- ina. Í Laufási verður sýning á munum sem gamla bænum hafa borist á þessu ári og kennir þar margra grasa. Í gamla prestshúsinu verða þjóðlegar og staðgóðar veitingar til sölu. Í Minjasafninu á Akureyri hefur sumarsýningin Dansi, dansi dúkkan mín notið mikilla vinsælda hjá ung- um sem öldnum. Í safinu er, auk fastasýninganna um Eyjafjörð og Akureyri, leikfangahorn fyrir börn- in þar sem þau geta horfið í leik inn í tíma íslenska sveitasamfélagsins um miðja síðustu öld. Skráning í ferðina er á skrifstofu Minjasafnsins en henni lýkur á föstudag, 11. júlí, kl. 16. Minjasafn- ið er opið alla daga yfir sumartím- ann frá kl. 11–17 og gamli bærinn í Laufási er opinn frá kl. 10–18. Minjaganga um Þingmannaveg MIKIÐ hefur verið um það undanfar- ið að erlendir ferðamenn hafi komið á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar og beðið um göngukort en þau eru ekki til. Sigurbjörg Árnadóttir, starfsmað- ur félagsins, sagði við Morgunblaðið að þau ættu til kort af Glerárdalnum, Vaðlaheiði og Öskjuveginum. „En við eigum ekki til göngukort eins og erlendir ferðamenn eru vanir að vera með í ferðum sínum, það er að segja kort með hæðarlínum. Ég held að fyrsta kortið sem er svona útbúið komi í sumar en það verður af Trölla- skaganum. Hann er nokkurs konar alpar Íslands og það er ekki hægt að láta ferðafólk ganga eftir venjulegum kortum þar. Það er mjög lítið af merktum gönguleiðum og því eru góð kort nauðsynleg,“ sagði Sigurbjörg. „Við bjóðum bæði upp á stuttar ferðir í nágrenni Akureyrar sem og lengri ferðir. Í sumar förum við til dæmis tvisvar Öskjuveginn, þann 21. og 25. júlí, en þetta eru sjö daga ferðir sem eru mjög vinsælar hjá útlending- um. Ferðafélagið er í fyrsta skipti að fara í ferð í Reykjafjörð á Ströndum. Þetta er fimm daga ferð sem hefst í Norðurfirði á Ströndum þann 23. júlí. Þátttakendur verða að koma sér þangað á eigin vegum, en þaðan verð- ur siglt í Reykjafjörð. Þrír heilir göngudagar eru í ferðinni og ætlunin er að ganga einn daginn yfir Reykja- fjarðarháls að rústum bæjarins í Þaralátursfirði og síðan út fyrir Þara- látursnesið og til baka í Reykjafjörð. Einnig verður vaðið yfir Reykjafjarð- arósinn, gengið upp Geirólfsgnúp og farið í Skjaldabjarnarvík og í þriðju gönguferðinni verður gengið á Drangjökul. Þessi ferð kostar fé- lagsmenn 22.000 kr. en fyrir aðra kostar 25.000. Hægt er að fá nánari upplýsingar á skrifstofunni hjá okkur sem er opin virka daga frá 16–10 og í síma 462-2720. Áhugasamir geta líka haft samband við Jakob Kárason, sem verður fararstjóri í ferðinni.“ Þörf á góðum göngukortum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.