Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svanborg Elin-bergsdóttir fædd- ist í Ólafsvík 1. maí 1950. Hún lést á Líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi að morgni fimmtudags- ins 26. júní síðastlið- ins. Foreldrar henn- ar eru Gestheiður Guðrún Stefánsdótt- ir, f. 21. desember 1926 og Elinbergur Sveinsson f. 14. júlí 1926. Bræður Svan- borgar eru Sigurður, f. 23. apríl 1949, Sveinn Þór, f. 28. september 1956 og Stefán Rafn, f. 16. desember 1961. Hinn 26. desember 1971 giftist Svanborg Birgi B. Gunnarssyni, f. 1. janúar 1951. Foreldrar hans eru Ebba Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 23. september 1931 og Gunnar Björgvin Jónsson, f. 1. ágúst 1916, d. 30. júlí 1983. Svanborg og Birg- ir skildu. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru 1) Bergur Heiðar, versl- unarstjóri, f. 2. júní 1968. Sam- býliskona hans er Guðbjörg Er- lingsdóttir, f. 5. september 1964. Sonur þeirra er Dag- ur Leó, f. 26. maí 1994. 2) Birgir Örn, viðskiptafræðingur, f. 9. desember 1975. Sambýliskona hans er Telma Garðars- dóttir, f. 27. maí 1973. Börn þeirra eru Victor, f. 5. októ- ber 1998 og Tekla, f. 7. júní 2001. Eftirlifandi sam- býlismaður Svan- borgar er Birgir Lárusson, f. 12. nóvember 1951. Svanborg bjó í Ólafsvík allt til ársins 1983 er hún fluttist til Reykjavíkur með syni sína tvo. Í Ólafsvík vann hún ýmis störf en lengst af sem læknaritari hjá heilsugæslustöð bæjarins. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur starf- aði hún aðallega við skrifstofu- störf þar til veikindi hennar gerðu henni ókleift að stunda fulla vinnu. Útför Svanborgar verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég vil minnast á flugferðina sem við bæði fórum í án þess að þekkjast. Við félagarnir að fara í stutta skemmtiferð til Kaupmannahafnar. Ég kasta kveðju á sessunaut minn sem var Svana. Hún segist vera að fara til Danmerkur til að heimsækja bróður sinn og frændfólk, ferð sem synir hennar gáfu henni í afmælisgjöf og brosir þessu breiða fallega brosi sem kom beint frá sálinni, bros sem átti eftir að fylgja henni alla tíð síðan. Þegar til Khafnar var komið skildu leiðir okkar en við færibandið tek ég eftir að hún er eitthvað ráðvillt og einmana með allar töskurnar. Ég býð henni aðstoð mína til að koma tösk- unum út úr flughöfninni og til örygg- is skildi ég eftir símanúmer mitt ef eitthvað kæmi upp á. En mánuði síð- ar hringir síminn. Fljótlega upp frá því myndast djúpstæð og sterk kynni sem leiddu til okkar sterka ástarsam- bands. Á lífsbraut okkar voru ein- hverjar hæðir sem okkur tókst að fara yfir eins og gengur og gerist í lífi fólks. Minningarnar hlaðast upp núna, allar ferðirnar sem við fórum í vítt og breitt um landið, allar góðar og afslappandi hvíldarferðir. Við þurftum ekki að tala svo mikið sam- an, við vissum hug, hugsanir og til- finningar hvort annars, bara nálægð- in dugði yfirleitt alveg í okkar látlausa og nægjusama lífi sem var laust við fals og alla tilgerð, sambandi sem var byggt á fullkomnu trausti, virðingu og heiðarleika. Við gáfum hvort öðru loforð um að lifa saman allt til æviloka. Því máttum við bæði treysta. Það þurfti enga gjörninga til að staðfesta það. Núna þegar sléttlendi lífsbrautar- innar ætti að vera komið, börnin í góðum málum, barnabörnin yndis- legu sem veita gleði og ánægju kom- in, þá kom hún þessi mikla brekka sem aldrei var klifin til fulls, þetta djúpstæða mein sem hún var búin að ganga með mánuðum eða árum sam- an án þess að til þess sæist. Svo lúmskt var það þrátt fyrir allar rann- sóknirnar, myndatökur, speglanir og blóðrannsóknir. Það var ekki fyrr en sjúkdómurinn var langt genginn sem hann fannst. Af æðruleysi tókum við á þessum mikla sjúkdómi, reyndum að berjast af alefli en því miður þrátt fyrir hennar mikla dugnað og sterka vilja og að leggja allt í sölurnar þá tókst það ekki. Núna þegar farið er yfir farinn veg sem var alltof stuttur í okkar sam- bandi koma upp í hugann allar fram- tíðarsýnirnar okkar, skipta um hús- næði, ferðast eða bara njóta lífsins, allt framtíðarsýnir sem aldrei rætast. Strákarnir hennar, foreldrar hennar og bræður hennar eru ákaflega sterkur hópur sem stóð þétt saman til að efla hana enn frekar í þessari hörðu baráttu að ógleymdum vinkon- um og frænkum. Eftir situr minningin um trausta, heiðarlega og tilfinningaríka konu. Megi sú minning lifa. Birgir Lárusson. Elskuleg mamma mín. Þessu er loks lokið og friður kominn í þitt fal- lega hjarta. Baráttuþrek þitt var ótrúlegt og verður það mér vísir að því hvernig hægt verður að glíma við vandamál framtíðarinnar, sama hver þau munu verða. Efst í huga mér er söknuður og stolt. Söknuður vegna þess að nú þegar allt bjart blasti við eftir mikla baráttu síðastliðið sumar ertu tekin frá mér. Einnig stolt yfir því að hafa átt þig fyrir móður og vin sem ég gat alltaf leitað til er vanda bar að garði. Sama hvað erfiðleikar okkur hrjáðu var hjarta þitt opið fyrir öllum þeim er þig þekktu. Þú gerðir alltaf þitt besta með því einu að láta hjarta þitt ráða för. Þú gafst mér allt það er móðir getur gefið barni sínu. Hreina ást, huggun og leið að sáttum. Leið sem snerti hug allra er að máli komu. Lausnin var einföld og snerist um að setja sig í spor annarra. Þannig lærði ég að virða náungann og sýna honum tillitssemi. Þrátt fyrir mikla erfiðleika í lífi okkar var það markmið þitt í lífinu að koma þaki yfir höfuð fjölskyldunnar og sjá til þess að okkur bræðurna skorti aldrei neitt. Við upplifðum mjög erfiða tíma saman. Þessa tíma er erfitt að geyma í hjarta sínu en um leið er það þó mikilvægt. Það þjapp- aði okkur saman og kenndi okkur margt um hversu lífið getur breyst á skömmum tíma. Stund okkar síðastliðið sumar þeg- ar þú komst aftur var ómetanleg. Þá var mamma mín komin aftur eins og ég þekkti hana best. Þú hafðir horfið á braut í langan tíma en varst nú komin aftur eftir að hafa tekist á við lífið að nýju í réttu ljósi. Þessi stutta heimsókn þín þetta sumarkvöld er besta minning mín um þig. Hún var kannski ósköp látlaus, en fyrir okkur bæði var hún það besta sem við höf- um átt. Það gladdi líka hjarta mitt þegar þú minntist þessarar stundar við mig á dánarbeði þínum, því þín upplifun var sú sama. Það er kannski þess vegna sem það er svo erfitt að kveðja þig. Ég bara get ekki sleppt þér því það var svo gott að fá þig aft- ur. Victor er mjög dapur. Honum líður illa yfir því að amma komi ekki aftur. Hann vill bara að þú hoppir niður úr skýjunum og komir aftur heim. Ef þú kemst ekki þá fer hann reglulega með bænirnar til þess að biðja Guð, Jesú, Batman, Superman og Spid- erman að passa ömmu sína vel. Skynjun hans er ótrúleg og því sann- ur vitnisburður um það hversu hlýjan hug hann ber til þín. Tekla er hins vegar of ung til að skilja allt það sem er að gerast í lífinu þessa dagana. Hún skynjar þó sorg- ina hjá okkur og tekur fullan þátt í henni eins og öðru enda þrjósk eins og amma sín. Telma á eftir að sakna þín mikið. Þú varst henni ekki bara tengdamóð- ir heldur líka vinkona. Þið gátuð rætt hluti sem við bræðurnir gátum aldrei rætt við þig um. Þið áttuð góðar stundir saman og er það mér mik- ilvægt að þú hafir tekið svona vel á móti henni er við kynntumst. Þið náð- uð strax vel saman og er þetta því mikil sorg fyrir hana að missa þig. Það var gott að geta verið hjá þér þessar síðustu vikur, ástin mín. Það var erfitt að sjá þig þjást og geta ekk- ert að gert til þess að lina þjáningar þínar. Þú varst sannkölluð hetja og barátta þín var ótrúleg. Við fundum fyrir gleði þinni yfir því að hafa okkur öll hjá þér og yndislegt að sjá þig kveðja alla svo fallega fyrir ferðina löngu. Hvíldin er komin og það skipt- ir öllu. Tíminn mun styrkja minn- inguna um bestu mömmu í heimi og vil ég fá að kveðja þig með sömu orð- um og þú kvaddir mig þennan örlaga- ríka morgun: Ég elska þig. Birgir Örn. Elsku Svana amma. Þú varst amma mín í huga og hjarta. Við hitt- umst fyrst þegar þú hélst á mér viku gömlum og dáðist að mér. Þú brostir alltaf svo hlýlega til mín og varst svo góð við mig. Við áttum allt of fáar en góðar stundir saman. Þín verður saknað þegar farið er til Bigga afa. Guð geymi þig, amma mín. Birgir Jarl Aðalsteinsson. Fallin er í valinn í blóma lífsins, hún Svana, einstaklega kær systir mín. Synir hennar syrgja nú móður sína, foreldrar mínir syrgja nú barn sitt, bræður og fjölskyldur sakna sárt einu systur sinnar. Réttlæti, ranglæti! Sanngirni eða ósanngirni? Hún Svana systir varð- veitti og gætti vel barnstrúarinnar sinnar og okkar allra; hún stefnir nú á fund genginna ættingja og vina. Stundum fannst mér hún einnig vera forlagatrúar, að hverjum manni væri fyrirfram búin örlög sín. Ef eitt- hvað slíkt er til þá voru henni Svönu búin margvísleg forlög hamingju og óhamingju, láns og óláns. Hún arkaði lífsins ólgusjó vanheilsu sl. ár með reisn stoltrar, kjarkaðrar og duglegr- ar móður tveggja sona sinna og fjöl- skyldna þeirra. Umhyggja fyrir vel- ferð annarra, hluttekning og gjafmildi einkenndi persónuleika hennar alla tíð, líka þegar hún átti sjálf við erfiðleika að glíma. Lífssaga Svönu segir sögu glæsi- leiks hennar og atgervis; fjallkona á þjóðhátíðardegi í heimabæ, fegurðar- drottning í héraði, handverk og hann- yrðir, heimilishald elju og atorku, hin besta móðir húss og sona. „Maístjörnuna“ kölluðu mamma og pabbi hana ætíð því hún er fædd 1. maí sem ætíð var svo eftirminnilegur dagur í lífi fjölskyldunnar okkar vegna forystustarfs pabba fyrir verkalýðsfélagið í Ólafsvík. Því hafði dagurinn sá ávallt tvöfalt gildi um margra ára skeið því tíður var gesta- gangur ræðumanna og skemmti- krafta á heimili okkar þennan dag í mat og kaffi, afmælisveislan þennan merka dag. Fæðingu Svönu bar svo brátt að að grípa þurfti til þess ráðs að leggja hana í þvottabala meðan vaggan var útbúin handa litlu sætu stelpunni for- eldra sinna. Stolt var mamma af þeim systkinum Sigga og Svönu þegar hún hafði klætt þau upp á sunnudögum og horfði á eftir þeim leiðast hönd í hönd niður í pláss að heimsækja ömmur sínar og afa. Þannig rifjast upp fyrstu árin í lífi systur minnar í mörgum minningarmyndum pabba og mömmu sem sækja á sorgmædda huga þeirra þessa dagana. Elsku hjartans besta systir. Ég þakka þér kærleiksríka samfylgd, umhyggju þína og gjafmildi í minn garð og fjölskyldu minnar allt frá fyrstu tíð. Það sefar sorg mína að hafa haft tækifæri til rúmrar kveðju- stundar þar sem æðruleysi þitt og styrkur tókust hressilega á við illvíg- an sjúkdóm sem fáum eirir. Sömu hlýju minningarnar fylla hjörtu fjölskyldu minnar allrar sem þú umvafðir öllum stundum hlut- tekningu og umhyggju, ætíð til stað- ar að hlúa að öllum. Sú minning verð- ur okkur öllum dýrmæt. Birta tilveru þinnar lýsir upp minningar okkar bræðranna um elskulega systur. Megi sú birta sefa sorg og söknuð Bergs Heiðars og Birgis Arnar og fjölskyldna þeirra, síðast en ekki síst foreldra okkar en samband ykkar var alltaf sterkt og sérstakt. Elsku Svana. Velkomin heim aftur í víkina fallegu við fjörðinn sem nú skartar sínu fegursta sólarlagi sem aldrei fyrr. Dagur lífs þíns er kominn að kvöldi. Hvíl þú í friði, elsku besta systir mín. Sveinn Þór og fjölskylda. Elsku Svana. Tárin streymdu nið- ur þegar við fengum þær slæmu fréttir að þú værir komin með krabbamein, þau streyma enn. Þú áttir marga góða að í þessari erfiðu baráttu. En nú er baráttunni lokið og þér líður vel. Sú minning sem er mér efst í huga er brosið þitt, Svana mín. Og að heyra í þér hlæjandi að gríninu í pabba mínum. Ég man að þér þótti ómissandi að hafa útsýni frá stofunni yfir Snæfellsnesið, geta horft til heimaslóða. Það er erfitt að sjá hann pabba minn missa svona góða konu. Þú reyndist honum svo vel. Þú varst yndisleg kona og þín er sárt saknað, við munum hugsa til þín og biðja. Þú lifir áfram í huga okkar og þar er lífið eilíft. Snertirðu eitt einasta hjarta með gjörð þinni nærðu meiri árangri en þúsund manns sem beygja höfuð sitt í bæn.“ (Mahatma Gandhi.) Elsku pabbi, Bergur, Birgir og aðrir aðstandendur Guð gefi okkur styrk í þessari sorg. Hrafnhildur Birgisdóttir (Habbý), Aðalsteinn Sigurðsson. Elsku Svana. Einhvers staðar einhvern tímann aftur liggur leið þín um veginn til mín… (M. Eiríksson.) Þessi ljóðlínur komu í hugann minn þegar ég fékk upphringingu um andlát þitt. Eftir að hafa verið með þér síðustu daga þína og fylgst með baráttu þinni við illvígan sjúkdóm, af aðdáun yfir að þú sættir þig við það óumflýjanlega. Og þó svo að þú yrðir að lúta í lægra haldi nú, var baráttuvilji ein- kennandi fyrir þig. Af ótrúlegri seiglu komstu svo oft í gegnum boða- föll lífsins. Ég mun minnast þín þann- ig og minnast einstakrar umhyggju þinnar fyrir fjölskyldu minni. Ég mun líka minnast þín með þökk fyrir allar þær góðu stundir, sem við höf- um átt saman síðustu tuttugu ár og sérstaklega heimsóknar þinnar til okkar til Danmerkur vorið 2000. Ég bið góðan Guð að gefa okkur öllum sem syrgjum styrk á þessum tímum. Megi minning þín lifa meðal okkur. Þín verður sárt saknað. Þín mágkona Elísabet. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni er slær allt, hvað fyrir er: grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. (Hallgr. Pét.) Erindi þetta úr Passíusálmunum kom okkur í hug er við fréttum lát bróðurdóttur okkar, Svanborgar, eða Svönu eins og hún var jafnan kölluð. Það var á baráttu- og hátíðisdegi verkalýðshreyfingarinnar 1. maí sem lítil stúlka fæddist vestur í Ólafsvík fyrir röskum 53 árum. Þetta var sannarlega gleðidagur í fjölskyldunni þegar þessi Maístjarna fæddist því afi hennar og faðir stóðu um langt árabil í forustu verkamanna og sjó- manna á staðnum. Afmæli hennar mun þó æði oft hafa staðið í skugga þeirra almennu hátíðahalda sem fjöl- skyldu hennar þótti rétt og skylt að standa að í byggðarlaginu þennan dag. Þessi frænka okkar óx úr grasi í hlýjum fjölskyldufaðmi í Ólafsvík og vakti hvarvetna athygli á barnsaldri fyrir óvenjulega fegurð og mildi í svip og allri framgöngu. Hún reyndist líka hafa fengið marga aðra góða kosti í vöggugjöf. Við föðursysturnar vorum því sannarlega stoltar og glaðar að eiga svo glæsilega frænku í okkar fjölskylduranni. Árin liðu og er Svana varð full- þroska taldist hún með glæsilegustu ungum stúlkum. Og þó fjölskyldu- fundum fækkaði með árunum og við systkinin dreifðumst sitt í hverja átt- ina með okkar fjölskyldum var ávallt sami hlýleikinn og vinsemdin sem stafaði frá henni þegar fundum bar saman. Á síðustu árum átti hún við alvar- leg veikindi að stríða, en bar sig jafn- an vel og þegar lokastundirnar nálg- uðust og séð varð að hverju stefndi sýndi hún okkur yfir hve miklum sál- arstyrkleika hún bjó um leið og hún naut frábærrar umhyggju sinna nán- ustu. Við minnumst Svönu frænku okk- ar í ljóma ljúfra minninga frá æsku- og samveruárunum í Ólafsvík og vottum sonum hennar og fjölskyldum þeirra, sambýlismanni, foreldum og öðrum aðstandendum innilegustu samúð og biðjum guð að blessa þeim minninguna og milda söknuðinn. Við kveðjum hana með ljóðlínum Jónasar Hallgrímssonar: Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. María, Sólveig og Sæunn. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pét.) Þegar við hugsum til baka og minnumst stunda sem við áttum með Svönu frænku okkar, kemur fyrst upp í hugann hve okkur þótti Svana falleg og fín með sitt dökka krullaða hár og brúnu augu þegar við vorum litlar. Það kom okkur því ekki á óvart seinna meir þegar hún var valin feg- urðardrottning Snæfellinga, 17 ára gömul. Við áttum margar góðar stundir á heimili Svönu í Ólafsvík. Þar var spjallað um allt mögulegt og ekki síst pólitík en á henni hafði Svana ákveðnar skoðanir, enda konan mjög pólitísk. Eins og kvenna er gjarnan siður stofnuðum við frænkur saumaklúbb ásamt fleirum. Þar var margt sér til gamans gert annað en að sýsla við hannyrðir og er sérstaklega eftir- minnileg ferð á þjóðhátíð á Búðum 1974, sem Svana vitnaði oft í við okk- ur. Þá minnumst við hennar á fót- boltavellinum þegar hún var að hvetja Birgi son sinn til dáða. Hin síðari ár höfum við hitt Svönu öðru hvoru og hefur þá gjarnan verið slegið á létta strengi. Einnig stofn- uðum við frænkuklúbb ásamt fleiri frænkum til að hittast oftar og styrkja fjölskylduböndin og áttum þar ánægulegar samverustundir með henni. Við og fjölskyldur okkar þökkum Svönu samfylgdina og minnumst hennar með söknuði. Einnig vottum við fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að veita þeim styrk í sorginni. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Sigríður, Sjöfn, Guðrún og Þórheiður. Elskuleg frænka mín, hún Svan- borg, eða Svana eins og hún var alltaf kölluð, verður borin til grafar heima í Ólafsvík í dag. Í mínum huga var Svana ekki bara frænka mín, eitt- SVANBORG ELINBERGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.