Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 35

Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 35 hvað meira, kannski m.a. vegna þess að við áttum sama afmælisdag; báðar fæddar hinn 1. maí og varð hún því 53 ára í vor en ég 40 ára. Vegna aldurs- munarins var sambandið frekar hefð- bundið framan af, ýmsar samveru- stundir stórfjölskyldunnar, hún passaði okkur systkinin á sínum ung- lingsárunum en síðan passaði ég strákana hennar á mínum unglings- árum. Eftir því sem við eldumst verð- ur aldurinn afstæður og það hefur átt við um okkur nokkrar frænkurnar frá Ólafsvík en við tókum okkur til og höfum hist reglulega í svokölluðum frænkuklúbbi. Þessar stundir hafa verið mjög skemmtilegar og þá verið mikið spjallað, hlegið og borðað og verður Svönu sárt saknað. Við Svana áttum mjög góðar stundir saman um síðustu jól þegar við sáum saman um að undirbúa jóla- ball Hafnarhvolsættarinnar. Okkur gafst þá góður tími til að spjalla en eins og oft vill verða hjá okkur mömmunum vorum við nú aðallega að monta okkur af börnunum og fólk- inu okkar. Hún var mjög stolt af strákunum sínum, þeim Bergi og Birgi, og hafa þeir staðið sig eins og hetjur í veikindum hennar eins og öll fjölskyldan, því ekki var liðið langt af vetri þegar hún greindist með þann sjúkdóm sem sigraði. Eins og svo oft áður í veikindum hennar barðist hún hetjulega og ætlaði engan veginn að gefa eftir. Ég bið algóðan Guð að styrkja og vernda þá Berg og Birgi, svo og alla aðra ástvini í sorg þeirra. Anna Margrét. Elsku hjartans Svana mín. Mig langar í örfáum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir samfylgdina. Líf okkar var alltaf samtvinnað og þú ert sú af frænkum mínum sem ég var í mestu sambandi við um dagana. Þú og mamma voruð líka alltaf svo góðar vinkonur. Á tímabili fannst mér meira að segja að einhver ruglingur hlyti að hafa átt sér stað og þú værir ábyggilega dóttir hennar mömmu. Olli þetta miklum vangaveltum um hver væri þá eiginlega mamma mín. Ég á ekkert nema ánægjulegar minningar tengdar þér, sem ég geymi fyrir mig og mína, og þú varst okkur öllum alltaf svo hlý. Ég man hvað þú varst glöð þegar ég eignaðist dóttur á afmælisdaginn þinn 1. maí 1984. Þess vegna fannst mér sjálf- sagt að láta hana heita Svanborgu al- veg eins og þú og amma í Ólafsvík. Unnur Svanborg bað fyrir þér á hverju kvöldi síðan þú veiktist og ég veit að bænirnar hennar fylgja þér þangað sem þú ert farin. Ég er ekki sátt við að þú skyldir þurfa að fara svona snögglega en ég veit að við hittumst aftur þegar minn tími kem- ur. Þá gefst okkur kannski tækifæri til að gera það sem við áttum eftir að gera og við vorum búnar að ákveða fyrir löngu. Sofðu rótt, fallega frænk- an mín, guð og englar gæti þín og geymi þig. Ég og fjölskylda mín sendum öll- um sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Svönu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigríður Huld Konráðsdóttir. Elsku Svana mín. Nú er þessari erfiðu baráttu lokið. Þessa síðustu mánuði hefur barátta þín við veikind- in verið bæði hörð og erfið .Við erum búnar að þekkjast í 33 ár og höfum haft mismikið samband, eins og gengur, í gegnum árin . Þessa síðustu mánuði höfum við hist nánast á hverj- um degi og hafa þessar stundir okkar verið mér afar dýrmætar og haft þroskandi áhrif á mig. Þú varst svo sterk og dugleg og þú ætlaðir svo sannarlega að sigra. Þú varst búin að takast á við svo margt í þínu lífi en þegar fór að birta til og framtíðin blasti við, komu vondu fréttirnar. Ég hugsaði með mér: Af hverju þú sem varst búin að fá þinn skammt og meira til? Þrátt fyrir öll skrefin sem þú tókst, eitt áfram og tvö afturábak (eins og þú sagðir stundum ), í þess- ari baráttu þá varstu alltaf með von- ina efsta í huga. Við sögðum oft hvor við aðra á erfiðum stundum: „En við verðum að halda í vonina“. Annar eins vilji og kraftur er ekki öllum gef- inn. Þú ert hetja, hetjan mín. Við vor- um nokkrum sinnum spurðar að því hvort við værum systur, ekki af því að við værum svo líkar, heldur báðar dökkar og svona áþekkar. Þú sagðir einu sinni þegar þú varst spurð að þessu: „Hún er ég.“ Við vorum svo nátengdar, það var einhver ósýnileg- ur þráður sem tengdi okkur saman. Alltaf var stutt í grínið, þú sást oft spaugilegu hliðarnar á málunum, og gátum við hlegið dátt að hinum ýmsu uppákomum. Við vorum eins og hjón sem voru búin að vera gift í áratugi, við gátum talað um alla heima og geima en líka þagað saman og okkur leið vel með það. Við studdum hvor aðra á erfiðum tímum í lífi okkar beggja. Þó þú værir svona veik, þá gastu samt gefið mér styrk og þú hvattir mig áfram í því sem ég var að gera, þú varst alltaf að hugsa um að allir hefðu það sem best. Við ætluðum að gera svo margt saman, þegar þér batnaði en enginn veit hvenær kallið kemur. Þú varst svo stolt af sonum þínum Bergi og Birgi og tengdadætrunum Guðbjörgu og Telmu og ekki síst barnabörnunum sem áttu hug þinn allan. Elsku kerlingin mín, Guð geymi þig (þar til við hittumst á ný). Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Þín vinkona Hrönn. Elsku Svana. Þú ert mér svo kær eftir svo stutt kynni. Ég frétti andlát þitt núna í morg- unsárið frá annarri vinkonu og með- ferðarfélaga. Minningarnar streyma fram í hugann. Flestar góðar en ein minning um það sem var skemmti- legt en er núna dapurlegt með hlið- sjón af þinni stuttu ævi. Við dvöldum saman á Vík í 28 daga og það er svo sannarlega besta sam- búð sem ég hef verið í en þegar ég kvaddi þig formlega þá og átti af því tilefni að segja einhver spök orð um rósina á kveðjuskjalinu þínu gantaðis ég með rósina, sem blómstrar en fölnar síðan og deyr. Við hlógum að þessu og glöddumst svo sannarlega á þessum merkisdegi í lífi okkar saman en mér rataðist svo sannarlega satt orð á munn þó að ég vissi það ekki þá. Svana mín. Þú blómstraðir svo sannarlega og það var svo gaman og gott fyrir mig að fylgjast með þér en svo gripu örlögin í taumana og þú lést langt fyrir aldur fram. Stundum er lífið svo ósanngjarnt en ég er heppin að eiga góðar minn- ingar um þig sem ég mun varðveita um aldur og ævi. Guð veri með þér, elsku Svana mín, og ástvinum þínum í sorginni. Kær kveðja, Birna Jennadóttir. Elsku ættingjar og vinir mínir. Ég skrifa þessar línur til að láta ykkur vita að ég syrgi Svönu með ykkur. Þótt ég hafi alltaf haft af henni spurn- ir var það mjög nýlega að sá mögu- leiki, að hún væri hætt komin, varð mér skiljanlegur. Fréttin um andlát hennar var samt áfall, ótrúlega sorg- leg staðreynd. Svana var elsta vinkona mín, frá því við fæddumst báðar í maí á næst- um sama stað. Hún var, fyrir utan fullorðna fólkið, tengiliður minn við Ólafsvík. Við skrifuðumst á og bárum okkur saman. Hún var svo miklu myndarlegri en ég í öllum verkum, flink í höndunum og dugleg í öllum greinum. Það var aldrei nema gott á milli okkar. Mér fannst alla tíð gam- an að vera með henni. Hún var athug- ul og hreinskilin, fyndin og, umfram allt, góð. Það var bæði þægilegt og spennandi að vera með Svönu. Ég man hvað mér fannst gaman að fá hana í heimsókn til Fíladelfíu þeg- ar ég var ófrísk að Ásdísi. Ég bakaði köku (bara eina) og þegar hún sagði: „Fín kaka, Dagný!“ var ég ánægðari en nokkurn grunar. Neal tók eftir þessu, svo enn í dag, ef ég hef lagt mig fram, segir hann þetta og við minnumst heimsóknar Svönu. Það var frábært að spjalla um heima og geima og við minntumst þess þegar hún gekk með Berg Heiðar og við löbbuðum og löbbuðum um á Akra- nesi. Það var uppspretta óendanlegr- ar hamingju hennar að hafa eignast Berg Heiðar og Birgi Örn, þessa fal- legu og vel gerðu stráka. Ég dáðist alla tíð að dugnaðinum í henni Svönu og af því lífsins ólgusjór brotnaði oft harkalega á henni beið ég eftir lygnu henni til handa. Það syrgir mig djúpt að nú er lífssiglingu hennar lokið svona snemma. Ég finn aðeins huggun í þeirri vitn- eskju að ást hennar og ykkar allra skein alltaf gagnkvæm eins og vitar við hafið. Ég faðma ykkur öll í anda. Í ást og samúð. Dagný. Á björtum sumardegi berst mér andlátsfregn Svanborgar Elinbergs- dóttur, eða Svönu eins og hún var alltaf kölluð. Mér varð hugsað til ann- ars sólríks sumardags fyrir 26 árum þegar ég byrjaði að vinna á Heilsu- gæslunni í Ólafsvík. Hún tók á móti mér með bros á vör og blik í brúnu fallegu augunum sínum, bauð mig velkomna til starfa og alveg sérstak- lega til heimabæjarins hennar Ólafs- víkur. Svana var hörkuduglegur starfs- kraftur, var allt í senn á þessum ár- um, ritari, símadama og gjaldkeri og stundum aðstoðaði hún við ýmislegt sem laut að hjúkrunarstörfum, gerði allt sem gera þurfti og þegar hún var beðin um það. Það er nú þannig á fá- mennum vinnustöðum að fólk kynn- ist mjög náið, oft höfðum við líka góð- an tíma til skrafs og ráðagerða þegar stofa var opin á Hellissandi. Svana var sterkur persónuleiki, bæði hress og skemmtileg en gat á stundum verið viðkvæm og auðsærð. Hún var myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, og mér finnst eins og hún hafi alltaf verið sístarf- andi eða með eitthvað í höndunum. Fyrir fáeinum dögum las ég ljóð sem mér fannst eiga við á kveðju- stund. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni, minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess, að færa leið ég finni fyrir skrefíð hvert á lífs mín braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum, frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer. (Þýðandi Sigurbjörn Einarsson.) Ég og fjölskylda mín þökkum Svönu samfylgdina og vottum að- standendum hennar okkar dýpstu samúð. Kolbrún Þóra Björnsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BERGÞÓR FINNBOGASON kennari frá Hítardal, Sólvöllum 13, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 12. júlí kl. 13.30. María Friðriksdóttir, Teitur Bergþórsson, Guðný María Hauksdóttir, Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, Guðmundur Örn Böðvarsson, Friðrik Hafþór Magnússon, Sólveig Höskuldsdóttir, Einar Baldvin Sveinsson, Jóna Sólmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Bröttugötu 2, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 8. júlí. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Ásta Kristinsdóttir, Ragnar Guðnason, Sigfríð Kristinsdóttir, Jón Kristófersson, Jóna Björg Kristinsdóttir, Erling Þór Pálsson, Eygló Kristinsdóttir, Grímur Guðnason, Guðrún Ragnarsdóttir, Þorvarður V. Þorvaldsson, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, STEFANÍA HELGA SIGURÐARDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Kambi, Eyjafjarðarsveit, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, föstudag- inn 4. júlí. Útför hennar verður gerð frá Munkaþverárkirkju þriðjudaginn 15. júlí klukkan 13.30. Börn, tengdabörn og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS BJARNADÓTTIR, Kirkjubóli, Dýrafirði, sem lést fimmtudaginn 3. júlí, verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 12. júlí klukkan 14.00. Bjarni Guðmundsson, Ásdís B. Geirdal, Gunnar Guðmundsson, Gíslína Lóa Kristinsdóttir, Guðmundur Grétar Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Knútur Bjarnason, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR frá Gautsstöðum, áður til heimilis að Tjarnarlundi 6d, sem lést fimmtudaginn 3. júlí sl. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar er bent á félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga, FAASAN/ FAAS. Kristinn Sigurðsson, Sigríður Kristinsdóttir, Stefán Sigurðsson, Guðrún Gísladóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Karl Rúnar Guðbjartsson, Atli Brynjar Sigurðsson, Sigríður Rósa Sigurðardóttir, Magnús Jón Antonsson, Jóhannes Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.