Morgunblaðið - 11.07.2003, Page 37

Morgunblaðið - 11.07.2003, Page 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 37 ✝ Kristín EmmaFinnbogadóttir fæddist á Þorsteins- stöðum 13. maí 1952. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 29. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Finnbogi Margeir Stefánsson, f. 6. feb. 1919, d. 12. ágúst 1995, og Fríða Emma Eðvarðsdótt- ir, f. í Þýskalandi 31. maí 1927, nú búsett á Sauðárkróki. Systk- ini Kristínar eru Berta Margrét, f. 7. nóv. 1954, Böðvar Hreinn, f. 24. maí 1957, og Stefanía Fjóla, 2. feb. 1959. Kristín giftist 9. júlí 1975 Guð- birni Jósep Guðjónssyni, f. 9. júlí 1955, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Guðjón Eðvarð, f. 21. apríl 1975, sambýliskona hans er Sandra Björk Gunnarsdótt- ir, f. 15. janúar 1976. Hún á þrjú börn, Daníel Ágúst, Ásdísi Birtu og Örvar Reyr. 2) Finnborg Elsa, f. 29 mars 1978, gift Benedikt Elvari Jónssyni, f. 14. okt. 1971, og eiga þau börnin Eyjólf Böðvar, Elvar Krist- in og Eið Helga. 3) Heimir Logi, f. 12 mars 1986. Sambýlismaður Kristínar frá 1994 var Kristinn Valberg Gam- alíelsson, f. 30. maí 1945, d. 8. maí 1998. Útför Kristínar fer fram frá Mælifellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kæra systir. Mig langar að minnast þín í fáum orðum, en alltaf er erfitt að skrifa á blað sem okkur langar til að segja. Snöggt fráfall þitt kom okkur öllum á óvart og erfitt er að sætta sig við að ung kona í blóma lífsins sem við héldum að væri við ágæta heilsu væri tekin svo snögglega frá börnum sínum þrem, barnabörnum og okkur öllum, oft er erfitt að skilja tilgangin í lífinu, en ég held þó að einhver sé hann. Og bestu árin í lifi þínu tel ég vera þau fáu ár sem þú bjóst með Kristni, en því miður urðu þau allt of fá, og þú sagðir einmitt við mig þá að nú skildir þú mitt hjónaband. Alltaf var gaman þegar fjöl- skyldurnar okkar komu saman og tekin var gítarinn og sungin öll gömlu og góðu lögin sem voru allt- af sungin í gamla daga heima hjá okkur systkinunum og mamma spilaði undir. Ég veit þú vildir helst vera frammi í dal á ættaróðalinu eins og við kölluðum það en seinustu ár gastu verið þar alltof lítið, vegna mikillar vinnu, því þú þurftir að vinna mikið til að ná endum sam- an. Ég trúi því að þú hafir verið kölluð til annara starfa hinu megin landamæranna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Guðjón, Finnborg, Heimir og fjölskyldur ykkar, Guð blessi ykkur öll í sorg ykkar. Stefanía Fjóla Finnbogadóttir. Sunnudagsmorguninn 29. júní var hringt í mig og mér tjáð að Kristín systir mín væri dáin, þetta var mér og fjölskyldu minni mikið áfall og erfitt að sætta sig við, enda þú á besta aldri,og vinskapur okkar sérstaklega góður. Það er smáhuggun að vita að nú ertu laus undan þeim þrautum sem þig hafa hrjáð undanfarin ár og þú hafðir á orði í vor hvað þrekið væri alltaf að minnka og augljóst í dag hvað olli því. Það er erfitt að sætta sig við að sjúkdómsgreining þín skuli hafa verið röng með alla þessa góðu lækna og góða heilbrigðiskerfi sem við búum við í dag. Það er margs að minnast frá liðnum árum en ekki hægt að telja allt upp hér, og nú í þessari sorg rifjast margt upp sem við höfðum gert saman, ég minnist fjallaferða sem við fórum í saman og þér þótti alltaf svo gaman á fjöllum, þar vildir þú helst vera, það var eins og það færðist yfir þig sérstök ró þegar komið var á fjöll. Það er ótrúlegt að daginn áður en þú áttir að fara í fyrstu ferðina yfir Kjöl með Eldhestum þar sem þú ætlaðir að vinna í sumar skyldir þú enda ævina, en vonandi ertu komin í ferðalag um þær slóðir sem þú vildir helst vera. Það er mér ómetanlegt að hafa verið með þér á fimmtugsafmæli þínu sem þú hélst svo myndarlega upp á að Gljúfri í Ölfusi í maí á síð- asta ári ásamt móður okkar, fjöl- skyldum systkinabarna og nokkr- um vina þinna, þú hafðir ætíð svo gaman af söng og þarna sungum við saman eina helgi sem er mér og fjölskyldu minni ómetanlegt, þá var oft tekið lagið þegar þú komst hingað norður í tengslum við Þorrablót eða heima í stofu við góð tækifæri, Þar varst þú ómissandi. Ég vil þakka þér fyrir þá mörgu góðu pistla sem þú settir saman fyrir mig um hin ýmsu mál og fluttir voru á skemmtunum við mikinn fögnuð. Þá eru til margar skemmtilegar vísur og textar sem þú hefur sett saman um ævina en ekki komið fyrir almenningssjónir. Þá vil ég þakka það sem þú hefur fyrir mig gert á liðnum árum og verður hlý minning um þig. Alltaf lagðir þú þig fram um að taka sem best á móti okkur þegar við komum suður til þín og vildir allt fyrir okkur gera. Þá var alltaf svo auðvelt að ræða við þig um hin ýmsu mál sem manni lá á hjarta, þú varst alltaf svo úrræðagóð og komst með við- unandi niðurstöðu í flest mál. Það var þér kappsmál að Heimir sonur þinn héldi áfram skólagöngu eftir að grunnskóla lyki og þú lagðir mikið á þig til að hann gæti verið á Laugarvatni síðasta vetur, ég lofa því að ég mun hjálpa til eins og ég get til að hann geti haldið áfram þar næsta vetur. Þá mun ég hlúa að börnum þín- um og fjölskyldum eins og ég get í þeirri miklu sorg sem þau og við öll berjumst við þessa daga. Ég votta börnum þínum og fjöl- skyldum mína dýpstu samúð. Böðvar Finnbogason. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Það eru 32 ár liðin síðan við kvöddumst, meyjarnar á Kvenna- skóla Blönduóss, eftir veturinn 1970–1971. Þá féllu mörg tár. Nú fellum við tár vegna skyndilegs fráfalls skólasystur okkar, Krist- ínar. Það eru ekki nema þrjár vik- ur síðan að við hittumst nokkrar skólasystur með Kristínu, við vor- um að fagna með Binnu vinkonu í tilefni afmælis hennar. Þá töluðum við um það að við værum svo heppnar að vera allar á lífi. Það var margt rifjað upp af Kvennó þetta kvöld, öll böllin og rúnturinn með strákunum. Við vinkonurnar á herbergi 3 (Lýdó) neðri hæð töl- uðum oft langt fram á nótt. Ekki má gleyma öllum spádómunum hjá Kristínu, sama hvort það var í bolla eða spil. Ég held hún hafi spáð fyrir mig á hverju kvöldi. Kristín bar ekki tilfinningar sín- ar á torg. Hún var vinur vina sinna og skemmtilegur félagi. Nú þegar komið er að kveðju- stund viljum við skólasystur henn- ar þakka henni samfylgdina. Við vottum móður, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Elsku Kristín, hittumst síðar. F.h. skólasystra á Kvennaskól- anum, Blönduósi 1970 til 1971, Sólborg Þórarinsdóttir. Í dag er til grafar borin vinkona mín Kristín Emma Finnbogadóttir og langar mjg að minnast hennar með nokkrum orðum. Minningarn- ar streyma fram frá liðnum árum þegar við áttum báðar heima í Lýtingsstaðahreppnum. Þó að við Kristín höfum alist upp í sömu sveit kynntist ég henni ekki fyrr en við vorum orðnar fullorðnar er við unnum saman í garðyrkjustöð- inni hjá Jónínu í Laugarmýri og varð það upphafið að mikilli og góðri vináttu. Eftir að Kristín kynntist Kristni Gamalíelssyni flutti hún suður til hans að Þóru- stöðum í Ölfusi ásamt Heimi syni sínum. Ógleymanlegur er tíminn þegar ég var hjá henni og Kristni á Þórustöðum haustið 1994. Þá skynjaði ég það mjög vel hvað samband þeirra var gott. Einhvern tímann sagði Kristín við mig að það hefði enginn nema Kristinn fengið hana til að flytja frá Þor- steinsstöðum þar sem hún hafði átt heima allt sitt líf. Eins og nærri má geta var það mikið áfall fyrir Kristínu þegar Kristinn lést langt fyrir aldur fram í maí 1998. Eftir fráfall Kristins fluttu þau mæðgin aftur í Skagafjörðinn og voru þar í einn vetur og fluttu þá í Hveragerði. Þegar ég svo flutti í Hveragerði fyrir tæpum tveimur árum var það ómetanlegt fyrir mig að hafa Kristínu til að leita til, hún var alltaf til staðar þegar ég þurfti á henni að halda, alltaf svo róleg og notaleg sama hvað á gekk. Eig- um við Björgvin henni og Heimi mikið að þakka. Þegar ég læt hug- ann reika til síðustu tveggja ára kemur margt upp í hugann. Efst í huga mér nú er ferð sem ég fór með Kristínu suður Kjöl í fyrra- sumar þar sem hún var ráðskona fyrir ferðamenn á vegum Eld- hesta. Kristín naut þess að vera uppí óbyggðum, og talaði hún stundum um að hún vildi helst allt- af vera uppá fjöllum. Hún var enn á ný búin að ráða sig hjá Eldhest- um sem ráðskona í hestaferðum um hálendið og átti fyrsta ferðin norður Kjöl að hefjast 30. júní og ákveðið var að ég færi með henni, en okkur var ekki ætlað að fara þessa ferð saman því Kristínu var ætlað annað…Önnur ferð á aðrar slóðir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Að lokum vil ég þakka Kristínu allar góðu samverustundirnar í gegnum árin og votta aðstandend- um hennar mína innilegustu sam- úð. Guðmunda Sigfúsdóttir. Vinkona okkar og fyrrum ná- granni, Kristín Finnbogadóttir, er fallin frá. Fréttin um andlát henn- ar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Kristín var nýkomin að norð- an úr „vorferðinni“ og var full til- hlökkunar að undirbúa ferð á fjöll þar sem hún ætlaði að gegna hlut- verki matráðskonu. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Kristín var góður vinur, traust og áreiðanleg. Hún var vinnusöm með afbrigðum og bar umhyggju fyrir velferð annarra, bæði manna og málleysingja. Kæra Kristín það er dapurlegt til þess að hugsa að samverustund- ir okkar verða ekki fleiri hér á jörð. Gott er að eiga góðs að minn- ast. Að leiðarlokum færum við Kristínu alúðarþakkir fyrir trausta vináttu og samfylgd um leið og við vottum ættingjum og vinum samúð á erfiðri stundu. Fjölskyldan Kjarri. Mig langar að minnast vinkonu minnar Kristínar Emmu Finn- bogadóttur. Það var yndislegt að fá að kynn- ast þér, kæra vinkona, gott að sjá glaðvært andlit þitt þegar ég kom, sem lýsti upp allt Hveragerði. Eins og við gerðum að gamni okkar, léttleikinn í fyrirrúmi eins og allt- af, skröfuðum við langt fram á nætur með kaffibolla. Þegar þú hringdir í mig og varst svo glöð hvað Heimir stóð sig á meðan þú varðst fyrir norðan og hvað þú varst búin að koma börn- unum þínum vel til manns, og þeg- ar þú sagðir mér hvað það var gaman að fara norður á heimaslóð- irnar í Skagafjörðinn sem átti stór- an sess í hjarta þér, söngskemmt- anirnar, þorrablótin, afmælin, stemmningin sem myndaðist í kringum það. Þegar þú komst aft- ur og varst að segja frá, það kitlaði hláturtaugarnar hjá okkur, þú sást alltaf skoplegu hliðina, og höfðum gaman af. Og hvað fallegur söngur fyllti hjartað þitt af gleði og kær- leik. Og hvað þú hlakkaðir til að fara í fjallaferðirnar með Eldhest- um sem voru þitt líf og yndi. Ég veit að þú ert komin á góðan stað. Ég bið góðan Guð að styrkja börnin þín og fjölskyldur þeirra, systkinin þín og mömmu, í þessari miklu sorg, megi hann vaka yfir ykkur öllum. Inga Stefánsdóttir. KRISTÍN EMMA FINNBOGADÓTTIR Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍNBORG INGVADÓTTIR, Þórunnarstræti 136, Akureyri, áður til heimilis í Hlíð, Langanesi, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánu- daginn 30. júní. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyflækningadeild I og II FSA og Heima- hlynningar á Akureyri fyrir góða umönnun. Páll Jónasson, Þórhallur Kristjánsson, Zeynep Özcan, Jónas Helgi Pálsson, Janne Kathrin Strømmmen og barnabörn. Við þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og útför móður okkar, VIGDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR, áður til heimilis í Stórholti 28, Reykjavík. Einnig þökkum við starfsfólki Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Fyrir hönd fjölskyldna okkar, Þórir Sigurbjörnsson, Auður Sigurbjörnsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs frænda okkar, JÓHANNS BERGMANNS GUÐMUNDSSONAR (frænda), Melstað, Klapparstíg 16, Ytri-Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Garðvangi, Garði. Þórunn Magnúsdóttir, Þórhanna og Hrefna Guðmundsdætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.