Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 38

Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldóra Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1926. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni í Reykjavík hinn 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon, f. 10. júlí 1876, d. 1957, og Sigríður Helga- dóttir, f. 16. sept- ember 1889, d. 18. mars 1980. Halldóra var yngst af níu systkinum, en þrjú þeirra eru nú á lífi. Þau eru Magnús, María og Sigurmunda. Foreldrar Halldóru sáu lengi um rekstur Verka- mannaskýlisins við Tryggvagötu í Reykjavík og ólst hún þar upp. Eiginmaður Halldóru var Baldvin Lúðvík Sigurðsson, frá Hælavík á Hornströndum, f. 26. janúar 1928, d. 12. maí 1990. Bjuggu þau í Reykjavík allan sinn búskap. Þau eignuðust sjö börn, en fyrir átti Halldóra son- inn Sævar Jensson, f. 1. febrúar 1949, d. 7. mars 1980. Börn Hall- dóru og Baldvins eru: 1) Anna og eiga þau eina dóttur, Bjarn- eyju Lindu, b) Silju, f. 18. ágúst 1985, c) Ernu Rakel, f. 18. febr- úar 1991; 4) Hafþór, f. 6. júlí 1957, og á hann tvo syni. Með Sigurlínu Skaftadóttur á hann Eirík Axel, f. 28. apríl 1976, í sambúð með Björgu Ágústu Kristinsdóttir; og með Steinunni E. Þorsteinsdóttur á hann Jó- hann Þóri, f. 5. júní 1986. 5) Sig- urður Stefán, f. 2. október 1958, 6) Arnór, f. 8. desember 1961, en hann ólst upp hjá föðursystur sinni Sigurborgu Sigurðardóttur og manni hennar Jóhanni Björg- vinssyni bónda í Grænuhlíð á Reyðarfirði. Arnór er kvæntur Susan Pichotta frá Bandaríkjun- um og eru þau búsett í Banda- ríkjunum. Þau eiga eina dóttur, Lailu Sigurborgu, f. 3. apríl 2001. 7) Þórir, f. 2. apríl 1963, d. 12. apríl 1980. Halldóra og Baldvin bjuggu lengst af í Ásgarði 141 í Reykja- vík en þaðan fluttu þau á árinu 1979 í Bergstaðastræti 43A þar sem þau bjuggu saman til ævi- loka Baldvins og bjó Halldóra þar til ársins 1997 er hún flutti í Lönguhlíð 3 í Reykjavík. Hinn 7. janúar 2002 flutti Hall- dóra þaðan á hjúkrunarheimilið Sóltún, þar sem hún dvldi til ævi- loka. Útför Halldóru fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. María, f. 5. október 1952, gift Hrafni Karlssyni, f. 29. maí 1950, og eiga þau fjögur börn: a) Karen Ósk, f. 23. júní 1971, í sambúð með Jóni Hlyni Gunnlaugssyni, f. 16. desember 1968, og eiga þau saman eina dóttur, Söru Dís, en fyrir á Karen dótturina Sigrúnu Maríu Svavarsdóttur, b) Baldvin, f. 20. ágúst 1973, í sambúð með Guðleifu Sunnu Sævarsdóttur, þau eiga soninn Guðmund Hrafn, c) Sæþór Árna, f. 7. nóvember 1980, d) Elfu Dögg, f. 3. mars 1994; 2) Garðar, f. 26. nóvember 1954, og á hann þrjú börn með fyrrverandi eig- inkonu sinni, Kristínu Viðars- dóttur. Börn þeirra eru a) Þórir f. 14. september 1988, b) Viðar, f. 6. desember 1991 og c) Védís, f. 6. desember 1991; 3) Baldvin, f. 25. júní 1956, kvæntur Bjarneyju Lindu Ingvarsdóttur, f. 20. ágúst 1954, og eiga þau þrjár dætur: a) Ellen Rós, f. 8. apríl 1979, í sam- búð með Heiðari Má Antonssyni Elsku mamma mín, nú er komið að kveðjustund í bili og langar mig að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er ekki ætlun mín að fara að rekja hér æviferil þinn, heldur bara að kasta á þig kveðju. Mig grunaði ekki, þegar síminn hringdi árla morguns hinn 1. júlí síðastliðinn að þú værir öll, þó oft áður hafi ég búist við því að fá slíka upphringingu. Þú, sem vegna erfiðra veikinda þinna undanfarin ár, varst svo oft nærri því að falla fyrir manninum með ljá- inn, stóðst þig eins og hetja við að komast á fætur aftur því þú áttir svo margt ógert áður en yfir lyki, eins og þú orðaðir það sjálf. Það sem ég hafði svo oft búist við og óttast svo- lítið í gegnum veikindi þín undanfar- in ár, var nú orðið, og eitt andartak fannst mér tíminn stöðvast. Við höfðum kvöldið áður ákveðið að ég kæmi til þín um miðjan þennan dag, þegar Elfa Döggin mín væri farin í sumarbúðirnar. Það fór á annan veg og eftir sitjum við hljóð, ég og fjöl- skylda mín, í bljúgri bæn og þökk- um þér samfylgdina. Með andláti þínu hafa tónar þínir þagnað, og minningarnar sækja nú á hugann. Ég man sem lítið barn, að þú kennd- ir okkur systkinunum ógrynni söng- laga og oft sungum við þau saman. Þú varst alls staðar hrókur alls fagnaðar. Í hinum árlegu berjaferð- um stórfjölskyldunnar, systkina þinna og fjölskyldna þeirra varstu gjarnan forsöngvarinn, sem gafst tóninn svo hægt væri að syngja lög eins og „Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti“ eða „Sestu hérna hjá mér ástin mín“ svo fátt eitt sé nefnt. Þetta rifjaðist allt svo vel upp fyrir okkur ekki alls fyrir löngu, þegar ég fékk tækifæri til að vera með þér á góugleðinni í Sóltúninu. Þá sungum við saman þegar Raggi Bjarna, hinn eini sanni, kom og skemmti íbúum Sóltúns með söng sínum og fékk alla til að syngja með. Þú geislaðir af gleði þrátt fyrir það að vera þá nýlega búin að liggja á sjúkrahúsi fárveik. Við skemmtum okkur mjög vel saman þetta kvöld. Þú elskaðir lífið þó ekki hafi það allt- af farið um þig mjúkum höndum. Eftir að þú komst í Sóltúnið var eins og þú öðlaðist nýtt líf þar sem þú gast notið þín miklu betur en þú hafðir oft gert áður. Ég leyfi mér að lokum fyrir þína hönd að koma til skila því þakklæti sem þú barst í brjósti til alls starfsfólksins í Sól- túninu og íbúanna sem þú virtist eiga svo auðvelt með að kynnast og tengjast. Sjálfri er mér ofarlega í huga þakklæti fyrir þau tækifæri sem ég fékk til að taka þátt í sum- arfagnaði, vetrarfagnaði, jólahlað- borði og góugleði með móður minni þar sem hún naut sín vel. Þú varst einnig mjög þakklát öllu starfsfólki lungnadeildar Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi fyrir góða umönnun í sjúkradvölum þín- um þar. Mig langar elsku mamma að kveðja þig með barnalegum ljóðlín- um sem urðu til er ég var við nám í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og vann ritgerðarverk- efni upp úr ljóðabók sem bar titilinn „Til móður minnar“. Voru þessar ljóðlínur hugrenningar mínar til þín að lokinni þeirri vinnu, en þær hljóða svo: Þegar þunga þröngvar að þínu unga hjarta. Getur mamma gefið það sem gleði veitir bjarta. Hvíldu í friði elsku mamma mín, og berðu pabba og bræðrum mínum Sævari og Þóri ástarkveðjur frá mér. Öðrum aðstandendum þínum votta ég mína dýpstu samúð, og bið þeim guðs blessunar. Þín elskandi dóttir, Anna María. Mig langar að kveðja hana ömmu mína með nokkrum orðum. Það er með söknuði að ég kveð þig, elsku Dóra amma og um leið minnist ég margra stunda sem við áttum saman í gegnum árin. Hlátur og léttleiki var allsráðandi í návist þinni og þýddi lítið að vera þungur á brún. Eitt það besta sem ég minnist og jafnframt það sem ég mun sakna hvað mest er faðmlag þitt. Þegar þú umluktir mig með örmum þínum vildi ég helst ekki sleppa takinu. Núna verð ég hins vegar að gera það, elsku amma mín. Þú munt ávallt eiga stórt pláss í hjarta mínu og minningar um þig munu aldrei hverfa úr huga mér. Ég minnist þín með bros í hjarta en tár í augum. Þínum anda fylgdi glens og gleði gamansemin auðnu þinni réði, því skaltu halda áfram hinum megin með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar mínu lífi lýkur ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já það verður gam- an. (Lýður Ægisson.) Hvíl í friði. Þinn Baldvin. Elsku besta amma mín, mig lang- ar að segja þér svo margt. Nú ertu komin til guðs og allir englarnir vaka yfir þér og passa okkur öll hin. Mér fannst svo gaman þegar ég var minni og þú gast sofið hérna hjá okkur alltaf á gamlárskvöld. Þá gát- um við boðið hvor annarri góða nótt eins og við mamma gerum alltaf. Ég býð þér góða nótt, og sofðu rótt í alla nótt, guð geymi þig. Ég mun alltaf sakna þín, elsku amma mín. Þín Elfa Dögg. Elsku Dóra amma er dáin. Eins og svo oft vill verða fannst mér þetta allt of snemmt. En við getum víst lítið stjórnað vegi örlag- anna og kannski var þetta ekki of snemmt fyrir hana. Hún var búin að vera léleg til heilsunnar undanfarið ár, liggja á spítala nokkrum sinnum og einu sinni var hún mjög hætt komin, en læknarnir komu henni til og sögðu svo að hún hefði ekki náð svona vel heilsu aftur nema af því að hún var svo andlega hress. Það er einmitt það sem við mun- um við ömmu. Hún var mjög hlát- urmild og hress, alveg var sama hvað bjátaði á, alltaf var stutt í hlát- urinn. Enda á ég eftir að sakna þess mest að heyra hana ekki hlæja og grínast oftar. Hún hafði líka gaman af því að syngja og söng ófá lögin fyrir mig þegar ég var lítil. Mörg þeirra lifa með mér enn. Hún var alls staðar gleðigjafi og fór ekki á milli mála hvar hún var, það bar ætíð á henni. Hún var meira að segja fengin til að segja brandara í húsmæðrafélaginu og skemmti þar nokkur kvöld og hafði mikið gaman af. Amma gaf okkur mikla ást, við föðmuðumst og kysstumst alltaf hæ og bæ, það tíðkaðist bara við ömmu. Hún var alltaf hlý og góð, gaf sér nægan tíma til að spjalla, spila og grínast og hafa gaman. Það skapast stórt skarð í fjöl- skylduna við fráfall ömmu og það verður seint fyllt. Við sem eftir er- um höfum hvort annað til að muna hana og minnast hennar. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarð- arströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró.– Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Karen Ósk. HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Birgir Baldurssonfæddist á Vopna- firði 31. október 1940. Hann lést á Amts- sjúkrahúsinu í Hró- arskeldu í Danmörku 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Baldur Eiríks- son skrifstofustjóri, f. á Ísafirði 14. júlí 1913, d. 13. ágúst 1988, og Hólmfríður Svein- björnsdóttir húsmóð- ir, f. í Vopnafirði 22. júlí 1911, d. 19. sept- ember 1967, en þau bjuggu á Siglufirði. Birgir ólst frá unga aldri upp hjá föðurafa sínum og -ömmu, hjónunum Eiríki B. Finnssyni verkstjóra, f. að Kirkju- bóli í Valþjófsdal í Önundarfirði 10. nóvember 1875, d. 9. nóvember 1956, og Kristínu S. Einarsdóttur húsmóður, f. á Hríshóli í Reykhóla- sveit 29. ágúst 1888, d. 18. maí 1968, sem bjuggu í Neðstakaup- stað á Ísafirði. Eftirlifandi systkini Birgis eru Guðmundur Eiríksson, f. 1937, tvíburarnir Kristín og Daníel, f. 1942, Elsa, f. 1945, Anna Þóra, f. 1950 og Eiríkur, f. 1952. Hinn 10. júlí 1959 kvæntist Birg- ir Ólafíu Auðunsdóttur banka- starfsmanni í Reykjavík, f. 17. nóv- ember 1937. Foreldrar hennar voru hjónin Auðunn Sigurðsson lögreglumaður, f. 22. september 1904, d. 4. apríl 1970, og Ragnheið- ur Sigurðardóttir húsmóðir, f. 8. desember 1909, d. 26. janúar 1998. Birgir og Ólafía eign- uðust tvo syni. Þeir eru: 1) Ragnar Auð- unn arkitekt í Reykjavík, f. 23. jan- úar 1960, kvæntur Maríu Vigdísi Sverr- isdóttur hjúkrunar- fræðingi, f. 1. desem- ber 1963, og eiga þau tvö börn: a) Sæunni, f. 1993 og b) Arnar Snæ, f. 1994. 2) Krist- ján Hólmar kerfis- fræðingur í Reykja- vík, f. 26. september 1967, sambýliskona hans er Gyða Sigurbjörg Karls- dóttir geislafræðingur, f. 20. jan- úar 1971. Birgir og Ólafía skildu. Birgir fluttist til Kaupmanna- hafnar árið 1985 og kvæntist þar Miu Schödt Mortensen skrifstofu- manni, f. 1. apríl 1944. Mia á tvo syni, Frank og Allan og eitt barna- barn, Lenu. Birgir var rafmagns- tæknifræðingur að mennt og stundaði nám í Bretlandi. Hann starfaði lengst af hjá varnarliðinu í Keflavík, um hríð í Bandaríkjunum og síðan 1985 í Danmörku, þar sem hann fékk tækifæri til að taka þátt í stórum verkefnum, s.s. á Kastrup- flugvelli, við Stórabeltisbrú, Eyr- arsundsgöngin og nú síðast neðan- jarðarlestina í Kaupmannahöfn. Bálför Birgis fór fram í Dan- mörku hinn 2. júlí sl., en minning- arathöfn verður í Árbæjarkirkju í dag og hefst hún klukkan 15. Jarð- sett verður í Gufuneskirkjugarði. Bróðir okkar, Birgir Baldursson, er látinn eftir erfið veikindi sem stað- ið hafa undanfarið ár. Á slíkum tíma- mótum er margs að minnast í stórum systkinahópi. Birgir ólst frá unga aldri upp á Ísafirði hjá afa og ömmu. Á þeim árum voru ferðalög milli þessara staða töluvert meira fyrir- tæki en þau eru í dag og ferðir því ekki tíðar, meira notast við síma og bréfaskriftir. Ferðalög vestur á Ísa- fjörð á þessum árum eru því minn- isstæð, einkum þegar fjölskyldan sigldi með Esjunni vestur til að vera viðstödd fermingu Birgis. Síðar kom hann og dvaldi stundum á Siglufirði á sumrum og vann í síldinni eins og margt ungt fólk gerði á þeim árum. Á Ísafirði átt Birgir sér gott skjól hjá afa og ömmu í „Neðsta“, en þau bjuggu í Faktorshúsinu í Neðsta- kaupstað á Ísafirði. Þarna í fjörunni var ævintýraheimur fyrir ungan dreng og undi hann sér þar við leik og starf, því viðfangsefnin sem um- hverfið bauð upp á voru mörg. Strax á unga aldri stefndi hugur hans til flugnáms, en slys olli því að ekkert gat orðið úr þeim áformum. Hann var ætíð mikill áhugamaður um flug og margfróður um þau mál. Reyndar var hann margfróður um margvísleg málefni og við hann var gaman að spjalla um heima og geima. Þá var hann einnig radíóamatör og átti sú tómstundaiðja hug hans alla tíð. Átti hann samskipti við fjölmarga aðila vítt og breitt um heiminn, suma ára- tugum saman. Eftir að Birgir fluttist til Dan- merkur hélt hann miklum tengslum við ættingja og vini á Íslandi og fylgdist vel með þróun mála hér heima. Svo vel að á stundum virtist sem hann vissi oft betur um menn og málefni en við sem bjuggum heima. Gott var að sækja hann og Miu heim og njóta samvista við þau á notalegu heimili þeirra. Sitja í garðstofunni innan um öll blómin og nytjajurtirn- ar sem þau ræktuðu þar og ávallt sýndi Birgir okkur garðinn sem hann hafði tekið ástfóstri við og ræktaði vel. Auðfundið var að í Kaupmanna- höfn átti hann gott og gjöfult líf. Þar vann hann kannski stærstu sigra sína bæði í lífi og starfi. Að leiðarlokum hvarflar hugurinn yfir farinn veg og liðnar samveru- stundir. Með Kristínu, elstu systur- inni, og Birgi var ávallt sérstaklega kært, en hún dvaldi mest okkar systkina á Ísafirði við sumarstörf. Anna Þóra þakkar fyrir öll árin í Sig- túninu og hún og fjölskylda hennar fyrir margar ánægjustundir ýmist Svíþjóðar- eða Danmerkurmegin við Eyrarsundið. Eiríkur þakkar nota- legar samverustundir á ferðum sín- um til Kaupmannahafnar og systk- inabörn sem dvalið hafa við nám og störf í Danmörku og Svíþjóð þakka fyrir góða aðstoð, leiðbeiningar og ánægjulegar samverustundir. Hugurinn dvelur hjá Miu, Ragnari og Kidda og fjölskyldum þeirra og þeim vottum við innilega samúð okk- ar og biðjum góðan Guð að blessa þau. Við systkinin, makar okkar, börn og barnabörn kveðjum Birgi og þökkum allar liðnar stundir. Blessuð sé minning hans. Guðmundur, Kristín, Daníel, Elsa, Anna Þóra og Eiríkur. Kveðja frá systur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hafðu þökk fyrir allt, elsku bróðir, og Guð geymi þig. Kristín G. Baldursdóttir. BIRGIR BALDURSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfar- ardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.