Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 44

Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 44
KNATTSPYRNA 44 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG held að þetta séu fyrstu skot mín á markið í sumar,“ sagði Eyjamaðurinn Atli Jóhannson sem skoraði tvívegis gegn Skaga- mönnum í gær og var besti maður liðsins í 3:0 sigurleik gegn ÍA. Þess ber að geta að þetta eru fyrstu mörk Atla í sumar í Lands- bankadeildinni. „Magnús (Gylfa- son) þjálfari okkar lagði áherslu á að við héldum stöðum okkar á vellinum og við áttum að berjast um hvern einasta bolta og það tókst afbragðsvel. Það var á brattann að sækja fyrir ÍA eftir að þeir urðu manni færri en við nýttum vel þau færi sem við feng- um í þessum leik. Ég held að liðið sé að slípast betur saman og ég er bjartsýnn á framhaldið, náum við að leika af sömu getu í næstu leikjum,“ sagði Atli. Gerðum flest rétt Magnús Gylfason þjálfari ÍBV viðurkenndi fúslega að hann hefði vel getað unað við jafntefli á Akranesi en var ánægður með hvernig herbragð hans hefði lukkast. „Við gerðum flest rétt í þessum leik og ég er afar ánægð- ur með að hafa náð þremur stig- um. Það var markmiðið að halda hreinu og það hefur verið okkar sterkasta hlið það sem af er og ég tel að við höfum ekki gefið nein færi á okkur í þessum leik.“ Magnús var ekki viss um að lið hans væri í toppbaráttunni með 13 stig er mótið væri hálfnað en væri á þeim stað sem hann hefði vonast til áður en mótið hófst. „Eigum við ekki að segja að við séum um miðja deild og við erum á þeim stað sem við ætluðum okk- ur enda vitað að sumarið gæti orðið okkur erfitt. Ég er sáttur við 13 stig og nú er bara að tak- ast á við næstu verkefni með sama hugarfari. Þetta var fínn leikur hjá okkur enda höfum við átt í vandræðum með að skora eftir að Steingrímur Jóhannesson meiddist á höfði og það er óvíst hvort eða hvenær hann verður með á ný. En það var gaman að sjá hvernig við leystum okkar vanda í þessum leik,“ sagði Magn- ús þjálfari Eyjamanna eftir sig- urinn góða á Skagamönnum. „Bjartsýnn á framhaldið“ ÍA 0:3 ÍBV Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 9. umferð Akranesvöllur Fimmtudaginn 10. júlí 2003. Aðstæður: Strekkingsvindur af norð- austri, þurrt, skýjað, völlurinn góður. Hiti um 12 stig. Áhorfendur: 1.015. Dómari: Garðar Örn Hinriksson, Þrótt- ur R., 4. Aðstoðardómarar: Ólafur Kjartansson, Eyjólfur Finnsson. Skot á mark: 9(3) –8(4) Hornspyrnur: 5 – 3 Rangstöður: 5 – 4 Leikskipulag: 4-4-2 Þórður Þórðarson Pálmi Haraldsson Reynir Leósson Gunnlaugur Jónsson Aleksandar Linta Baldur Aðalsteinsson (Guðjón H. Sveinsson 29.) Grétar Rafn Steinsson M Julian Johnsson M Ellert Jón Björnsson (Kári Steinn Reynisson 53.) Garðar Gunnlaugsson (Hjörtur J. Hjartarson 68.) Stefán Þór Þórðarson Birkir Kristinsson Unnar Hólm Ólafsson M Tryggvi Bjarnason M Ian Jeffs M (Pétur Runólfsson 83.) Hjalti Jóhannesson M Andri Ólafsson (Bjarni Rúnar Einarsson 75.) Bjarnólfur Lárusson M Bjarni Geir Viðarsson M Tom Betts Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Hjalti Jónsson 88.) Atli Jóhannsson MM 0:1 (23.) Ian Jeffs fékk knöttinn óvænt við vítateig Skagamanna, lék upp að endamörkum og gaf fyrir markið þar sem Atli Jóhannsson var mættur við markteig og skoraði af stuttu færi. 0:2 (49.) Eftir mikið klafs í vítateig ÍA eftir hornspyrnu ÍBV barst knötturinn til Atla Jóhannssonar sem skallaði hann í markið af stuttu færi. 0:3 (61.) ÍBV fékk innkast við miðlínu, knötturinn barst til Atla Jóhannssonar sem gaf stungusendingu inn fyrir flata vörn ÍA og hljóp Gunnar Heiðar Þorvaldsson alla vörn ÍA af sér og skoraði frá vítateigslínu. Þórður Þórðarson markvörður íA hafði hendur á knettinum en það dugði ekki til. Gul spjöld: Stefán Þór Þórðarson, ÍA (45.) fyrir brot.  Guðjón H. Sveinsson, ÍA (56.) fyrir brot.  Aleksandar Linta, ÍA (71.) fyrir brot.  Gunnlaugur Jónsson, ÍA (76.) fyrir brot. Rauð spjöld: Stefán Þór Þórðarson, ÍA (45.) fyrir mótmæli.  Hápunktar fyrri hálfleiks voru ná-kvæmlega þrír, upphafsspyrna Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra Akra- ness, sem setti þar með formlega írska daga sem verða á Akranesi næstu daga, mark Atla Jó- hannssonar á 23. mínútu og tvö gul spjöld Skagamannsins Stefáns Þórð- arsonar á 45. mínútu og þar með léku heimamenn einum færri í síðari hálf- leik. Reyndar var Stefán ekki enn kominn í búningsherbergi ÍA áður en flautað var til leikhlés og staðan var slæm hjá heimamönnum. Leikmenn ÍBV flýttu sér hægt í öll- um sínum aðgerðum frá fyrstu mín- útu og ætluðu sér ekki að glata stiginu sem þeir höfðu með sér þegar leik- urinn hófst en seigla þeirra skilaði sér þegar á leið. Vörn ÍBV var þétt fyrir og fengu leikmenn ÍA ekkert svigrúm til þess að athafna sig í sóknarleikn- um. Sóknir ÍA voru máttlausar og er greinilegt að sjálfstraust leikmanna liðsins er í lágmarki og mátti heyra saumnál detta á Akranesvelli þegar á leið leikinn enda yfir litlu að gleðjast – og reyndar voru flestir stuðnings- menn ÍA farnir áður en leikurinn var úti. Í upphafi síðari hálfleiks gerði Atli Jóhannsson nánast út um leikinn er hann bætti við öðru marki fyrir ÍBV á 49. mínútu og eftir markið hertu gest- irnir tökin í vörninni og einbeittu sér að því að halda fengnum hlut. Skaga- menn fengu þrjú færi í síðari hálfleik sem eitthvað reyndi á vörn ÍBV, Bjar- nólfur Lárusson bjargaði á línu eftir hornspyrnu, Julian Johansson skall- aði í hliðarnetið á 56. mínútu og vara- maðurinn Hjörtur Hjartarson átti fínt færi undir lok leiksins. Hápunktar síðari hálfleiks urðu að- eins tveir, mark Atla á 49. mínútu og mark Gunnars Heiðars Þorvaldsson- ar á 61. mínútu, áttunda mark Gunn- ars í deildinni. Herbragð ÍBV heppnaðist fullkom- lega í gær og áttu heimamenn engin svör gegn leikaðferð gestanna. Sókn- in var bitlaus þrátt fyrir að menn hefðu verið færðir til í stöðum og aðrir fengju tækifæri á að sanna sig. „Erum í botnbaráttunni“ Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, var ekki að skafa af hlutunum í bún- ingsherbergjum liðsins eftir leikinn og sagði að menn þar á bæ þyrftu að girða sig í brók. „Við verðum að horf- ast í augu við það að við erum í botn- baráttunni og munum ekki gera stór- kostlega hluti á þessu Íslandsmóti eins og staðan er í dag. Við höfum fengið tækifæri til þess að laga stöðu okkar í deildinni í sl. fjórum umferð- um en höfum ekki nýtt okkur þá möguleika. Ég veit ekki hvað er að hjá okkur en það lítur út fyrir að við leikum ekki saman sem lið, við erum 11 einstaklingar úti á vellinum sem ná ekki saman. Við verðum að kippa þessu í liðinn fyrir næsta leik okkar gegn FH,“ sagði Gunnlaugur Jóns- son. kvað að átti Paul McShane en hann hitti ekki markið. Áhorfendur reyndu að hressa sig í hléinu með kaffi og kakói og vonuðust eflaust eftir að tesopinn margfrægi myndi gera slíkt hið sama fyrir leikmennina. Seinni hálfleikur hófst hins vegar á svip- uðum nótum og einkenndu þann fyrri. Markskotum fór hins vegar smám saman fjölgandi og munaði þar mestu um að Grindvíkingar voru óhræddir við að láta vaða undan norðankaldanum. Hins veg- ar var það KA sem náði forystunni með laglegu skallamarki Steinars Tenden á 68. mínútu og næstu mínútur voru heimamenn með frís- kasta móti. En áður en þeir náðu að láta kné fylgja kviði jöfnuðu gestirnir og þann stundarfjórðung sem eftir lifði leiks voru þeir sterkari aðilinn. Jafnframt lifnaði yfir leiknum og liðin fóru að leggja meiri áherslu á að sækja. Það voru Grindvíkingar sem náðu að gera sér meiri mat úr sínum sóknum en Aðstæður til knattspyrnuiðkun-ar voru nöturlegar; norðan- átt, rigning og skítakuldi. Enda var knattspyrnan sem í boði var ekki upp á marga fiska og leikurinn hrein- lega leiðinlegur á að horfa lengst af. Fyrri hálfleikur var skelfilega illa leikinn; leik- mönnum varð hvað eftir annað fótaskortur á blautum og hálum vellinum og tilburðir til samleiks fóru að mestu út um þúfur. Greini- legt var að hvorugt liðið vildi tapa leiknum og engin áhætta var tekin. Fyrsta markfærið kom um miðjan hálfleikinn þegar Ólafur Gott- skálksson bjargaði í horn skoti Þorvalds M. Sigbjörnssonar KA- manns. Heimamenn voru illskárra liðið í hálfleiknum og fengu annað færi skömmu fyrir hlé þegar Pálmi Rafn Pálmason skaut aftur fyrir sig af markteig en boltinn fór yfir. Grindvíkingar ógnuðu marki KA lítið og eina skotið sem eitthvað KA og sigurmarkið sem Ray Anth- ony Jónsson skoraði var glæsilegt og yljaði áhorfendum nokkuð. Að minnsta kosti þeim sem voru á bandi Grindvíkinga. Ray hefði átt að skora annað mark í blálokin þegar hann komst einn gegn Sören markverði en skaut hárfínt framhjá. Grindvíkingar fögnuðu að vonum vel í leikslok og staða þeirra í deildinni er nú orðin allt önnur en fyrir nokkrum vikum. Liðið virtist traust, vörnin gaf fá færi á sér og þótt knattspyrnan væri ekki alltaf áferðarfalleg gáfu aðstæðurnar ekki tilefni til neinna hundakúnsta. Liðsmenn KA voru vonsviknir í leikslok, enda áttu þeir lengst af síst minna í leiknum. Liðið fær fá mörk á sig, reyndar næstfæst allra liða í deildinni það sem af er, en mætti stundum vera beittara fram á völlinn. Þorvaldur Örlygsson lék ekki með þeim að þessu sinni og skarð hans á miðjunni er geysilega vandfyllt. Auk þess voru reynslu- boltarnir Hreinn Hringsson og Slobodan Milisic á bekknum og báðir hresstu þeir upp á liðið þeg- ar þeir komu inn á. En á meðan liðið nær ekki stigum úr jöfnum leikjum verður róðurinn erfiður hjá því. Fylkismennirnir Kristján Valdimarsson, Finnur Kolbeinsson og Helgi Valur Daníelsson reyna hér að aftra Valsmanninum Matthíasi Guðmundssyni frá að ná knettinum í leik liðanna á Hlíðarenda í gær þar sem Valur fór með sigur af hólmi. Fjórði sigur Grindavíkur í röð GRINDVÍKINGAR héldu sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla áfram í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af KA á Akureyri, 2:1. Þetta var fjórði sigurleikur þeirra í röð og að hálfnuðu móti hafa þeir skotist upp í þriðja sæti deildarinnar, eftir dapra byrjun. KA-menn sitja hins vegar á botninum, ásamt Fram, en liðin eiga eftir að leika frestaðan innbyrðisleik. Valur Sæmundsson skrifar Eyjamenn skelltu andlausu liði ÍA Leikgleði, barátta, áræðni og vilji einkenndu aðeins annað liðið í viðureign ÍA og ÍBV í 9. umferð Landsbankadeildar karla í knatt- spyrnu í gær. Heimamenn sýndu engin merki um að þeim langaði í stigin þrjú sem í boði voru á meðan leikmenn ÍBV gerðu það sem gera þurfti og skoruðu þrjú mörk gegn engu. Botnbaráttan er því hlutskipti ÍA þessa stundina enda er liðið í áttunda sæti með 10 stig á meðan ÍBV andar í hálsmálið á liðunum í „efri hluta“ deildarinnar með 13 stig og er liðið í fimmta sæti. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.