Morgunblaðið - 11.07.2003, Page 46
ÍÞRÓTTIR
46 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BJARKI Sigurðsson handknatt-
leiksmaður hefur ákveðið að
ganga til liðs við sitt gamla félag
Víking, en Bjarki hefur leikið
með Aftureldingu nær sleitulaust
síðustu átta ár, aukinheldur verið
þjálfari liðsins undanfarin þrjú
ár. Samningur Bjarka við Aftur-
eldingu rann út í vor og sagði
Bjarki þá að hann ætlaði að taka
sér frí frá þjálfun um einhvern
ótiltekinn tíma og sú ákvörðun
stendur.
„Ástæðan er einfaldlega sú að
mig langar til þess að ljúka ferl-
inum hjá félaginu sem ég ólst
upp í,“ sagði Bjarki í samtali við
Morgunblaðið spurður um ástæðu
félagsskiptanna.
„Ég yfirgef herbúðir Aftureld-
ingar í sátt við félagið og þá sem
hjá því vinna. Í Aftureldingu hef-
ur mér liðið vel, félagið hefur
gert margt mjög gott fyrir mig á
þeim tíma sem ég hef verið í því.
Á móti kemur einnig að ég tel
mig hafa skilað því til baka til
Aftureldingar sem mér var
mögulegt. Mig langar hins vegar
að leika síðustu leiki mína á ferl-
inum hjá því félagi sem ól mig
upp sem handknattleiksmann frá
barnsaldri til fullorðinsára,“
sagði Bjarki og bætti því við að
hann væri ekki að kveðja Mos-
fellsbæinn heldur aðeins hand-
knattleikslið Aftureldingar.
Bjarki var m.a. fyrirliði Aftur-
eldingar vorið 1999 þegar liðið
varð Íslands- og bikarmeistari.
Bjarki Sigurðsson
til Víkings
FORSETI alþjóða knattspyrnu-
sambandsins, FIFA, Sepp Blatter,
vill fækka liðum í öllum deildum
Evrópu niður í 16 lið til að forðast
ofálag á leikmönnum. „Ég tel að
þrjátíu deildarleikir sé nóg því ofan
á deildarleikina bætast bikarleikir,
Evrópuleikir og svo landsleikir hjá
fjölda leikmanna. Ég ætla að flytja
þessa tillögu á þingi sambandsins
sem haldið verður í Katar í október.
Í mínum huga verður að gera eitt-
hvað í þessum málum því ef leik-
menn eiga að leika endalaust mun
það bitna á gæðum knattspyrn-
unnar og leikmenn munu meiðast
enn meira og jafnvel láta lífið. Ég
veit að þessi hugmynd mín mun
ekki falla alls staðar í kramið og
slíkar breytingar eiga sér ekki stað
á einni nóttu,“ sagði Sepp Blatter.
Mikil umræða hefur verið um álag
á knattspyrnumönnum eftir fráfall
Marc Vivien Foe í leik Kamerúna
og Kólumbíu í Alfu-keppninni sem
fram fór í Frakklandi í júní mánuði.
Krufning á Foe sýndi hins vegar að
um hjartagalla væri að ræða og því
ekki hægt að kenna álagi um.
Sepp Blatter vill
fækka liðum
Reuters
Sepp Blatter
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla,
Landsbankadeild
Valur – Fylkir ...........................................1:0
Hálfdán Gíslason 67.
KA – Grindavík.........................................1:2
Steinar Tenden 68. – Óli Stefán Flóvents-
son 75., Ray Anthony Jónsson 81.
ÍA – ÍBV .....................................................0:3
– Atli Jóhannsson 23., 49., Gunnar Heiðar
Þorvaldsson 61.
Staðan:
Þróttur R. 9 6 0 3 17:11 18
Fylkir 9 5 1 3 13:7 16
Grindavík 9 5 0 4 14:15 15
KR 9 4 2 3 10:11 14
ÍBV 9 4 1 4 15:12 13
Valur 9 4 0 5 12:15 12
FH 9 3 2 4 14:15 11
ÍA 9 2 4 3 11:12 10
KA 8 2 2 4 10:11 8
Fram 8 2 2 4 10:17 8
Markahæstu menn:
Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 9
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 8
Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 5
Sören Hermansen, Þróttur R. ................... 5
Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 4
Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 4
Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 4
Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylkir............... 3
Guðjón H. Sveinsson, ÍA............................. 3
Hreinn Hringsson, KA ............................... 3
Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur.................. 3
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR .............. 3
Steinar Tenden, KA .................................... 3
Tommy Nielsen, FH ................................... 3
Veigar Páll Gunnarsson, KR...................... 3
Atli Jóhannsson, ÍBV.................................. 2
Ágúst Gylfason, Fram................................. 2
Grétar Rafn Steinsson, ÍA.......................... 2
Guðmundur A. Bjarnason, Grindavík ....... 2
Gunnar Þór Pétursson, Fylkir ................... 2
Hálfdán Gíslason, Valur.............................. 2
Hjálmar Þórarinsson, Þróttur R. .............. 2
Ingvar Ólason, Fram .................................. 2
Kristján Brooks, Fram ............................... 2
Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík .............. 2
Óli Stefán Flóventsson, Grindavík ............ 2
Pálmi Rafn Pálmason, KA.......................... 2
Ray Anthony Jónsson, Grindavík.............. 2
Stefán Þór Þórðarson, ÍA........................... 2
Efsta deild kvenna,
Landsbankadeild
Stjarnan – ÍBV ..........................................0:0
Staðan:
KR 9 8 1 0 44:6 25
Valur 8 6 1 1 29:10 19
Breiðablik 8 6 0 2 26:15 18
ÍBV 8 5 1 2 31:10 16
Stjarnan 8 2 1 5 11:18 7
FH 9 2 0 7 6:33 6
Þór/KA/KS 8 1 0 7 5:26 3
Þróttur/Haukar 8 1 0 7 7:41 3
1. deild karla
HK – Haukar .............................................2:0
Hörður Már Magnússon 17., Davíð Magn-
ússon 69.
Njarðvík – Afturelding............................3:1
Jón Fannar Karlsson 25., Eyþór Guðnason
44., Sverrir Þór Sverrisson 50. – Andri
Steinn Birgisson 4.
Staðan:
Keflavík 8 7 0 1 24:9 21
Þór 9 4 3 2 20:15 15
Víkingur R. 8 4 3 1 10:6 15
Njarðvík 9 3 2 4 15:16 11
Haukar 9 3 2 4 13:14 11
HK 9 3 2 4 11:12 11
Afturelding 9 3 2 4 11:16 11
Breiðablik 8 3 1 4 7:9 10
Stjarnan 8 1 4 3 10:13 7
Leiftur/Dalvík 9 2 1 6 9:20 7
Markahæstir:
Jóhann Þórhallsson, Þór............................. 9
Magnús S.Þorsteinsson, Keflavík.............. 7
Þórarinn Kristjánsson, Keflavík................ 7
Stefán Örn Arnarson, Víkingi .................... 5
KÖRFUKNATTLEIKUR
Hraðmót ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla:
ÍR – Grindavík ...................................... 79:87
KR – Fjölnir........................................ 101:74
Keflavík – Haukar .............................. 112:92
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Stjörnuvöllur: Stjarnan - Breiðablik ........20
Víkingsvöllur: Víkingur - Keflavík ...........20
2. deild karla:
Sauðárkróksvöllur: Tindastóll - ÍR ..........20
Þróttarvöllur: Léttir - Víðir.......................20
3. deild karla:
Tungubakkav.: Deiglan - Víkingur Ó .......20
Skallagrímsv.: Skallagrímur - Drangur...20
Þorlákshafnarvöllur: Ægir - Leiknir R....20
Eyrarbakkavöllur: Freyr - Afríka............20
Sandgerðisvöllur: Reynir S. - Árborg ......20
Blönduósvöllur: Hvöt - Neisti H. ..............20
Grenivíkurvöllur: Magni - Vaskur ............20
Vopnafjarðarvöllur: Einherji - Huginn....20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Hraðmót ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla:
Keflavík - Grindavík...................................18
ÍR - KR...................................................19.30
Fjölnir - Haukar .........................................21
Í KVÖLD
ÚRSLIT
Strax í byrjun leiks sást að Stjarn-an ætlaði sér að spila sterkan
varnarleik og reyna að beita skyndi-
sóknum þegar færi
gæfist. Gestirnir
náðu ekki að skapa
sér neitt marktæki-
færi fyrr en á 22.
mínútu þegar Margrét Lára Viðars-
dóttir átti skalla af fimm metra færi
sem María Björg Ágústsdóttir varði
vel. Margrét var klaufi að gera ekki
betur því hún skallaði beint á Maríu.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks
gerðist ekkert markvert og hvorugt
liðanna var nálægt því að skora. Eyja-
stúlkur voru miklu meira með bolt-
ann, en Stjarnan hélt sig til baka og
átti ekki í erfiðleikum með að brjóta á
bak aftur sóknarlotur gestanna.
Í síðari hálfleik var nánast það
sama uppi á teningnum og í þeim
fyrri. Fyrsta færið kom ekki fyrr en á
70. mínútu þegar besti leikmaður
ÍBV, Karen Burke, átti ágætisskot
sem María Björg náði að verja með
naumindum. Fyrsta færi Stjörnunnar
í leiknum kom tveimur mínútum síðar
þegar Auður Skúladóttir átti skalla
rétt framhjá marki ÍBV. Á 80. mínútu
var Mhairi Gilmour klaufi að koma
gestunum ekki yfir en þá fékk hún
mjög gott færi en skaut yfir markið af
10 metra færi. Undir lok leiksins voru
heimamenn nálægt því að tryggja sér
stigin þrjú en þá fékk Guðrún Halla
Finnsdóttir ágætisskotfæri, eftir vel
útfærða aukaspyrnu Auðar Skúla-
dóttur, en Rachel Brown, markvörð-
ur ÍBV, varði vel fast skot Guðrúnar.
Stjarnan spilaði leikinn mjög skyn-
samlega og hefðu með smá heppni
getað sigrað í leiknum. Varnarmenn-
irnr með Auði Skúladóttur í farar-
broddi léku mjög vel. ÍBV náði sér
ekki á strik og hættulegasti sóknar-
maðurinn, Olga Færseth, fékk ekkert
færi í leiknum en hún var undir góðri
gæslu varnarmanna Stjörnunnar.
Morgunblaðið/Sverrir
Karen Burke berst um boltann við Stjörnustúlkurnar Auði Skúladóttur og Elfu Björk Erlingsdóttur.
Stjarnan og ÍBV
skildu jöfn
Atli
Sævarsson
skrifar
STJARNAN og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik í
Garðabæ í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.
Eyjastúlkur sóttu meira í leiknum en heimamenn héldu sig til baka
og spiluðu sterkan varnarleik sem tryggði þeim eitt stig.
KNATTSPYRNUMAÐURINN Ív-
ar Sigurjónsson er genginn til liðs
við 1. deildarlið Breiðabliks frá
Þrótti. Ívar, sem er 27 ára, verður í
leikmannahópi Breiðabliks þegar
Blikar halda í Garðabæinn í dag og
leika við Stjörnuna.
ÞORVALDUR Makan Sigbjörns-
son, fyrirliði KA, fór af leikvelli í gær
eftir að hafa fengið höfuðhögg.
Ástæða þótti til að láta líta á Þorvald
og var hann fluttur með sjúkrabíl til
skoðunar á sjúkrahús.
ÞEGAR leikmenn norska úvals-
deildarliðsins Lillestrøm mættu á
fyrstu æfingu sína eftir tveggja
vikna sumarfrí fengu þeir skýr skila-
boð frá forráðamönnum liðsins. Þar
var þeim bent á þá staðreynd að ef
þeir tækju ekki á sig verulega launa-
lækkun væri útlit fyrir að félagið
yrði gjaldþrota áður en langt um liði.
MEÐ liðinu leika fjórir íslenskir
leikmenn, Indriði Sigurðsson, Rík-
harður Daðason, Gylfi Einarsson og
Davíð Þór Viðarsson. Per Mathisen
talsmaður Lilleström segir við stað-
arblaðið Romerikesbladet að nú séu
flest sund lokuð og aðeins sameig-
inlegt átak allra þeirra sem komi að
félaginu geti komið félaginu yfir erf-
iðasta hjallinn. Ef ekki þá blasi
gjaldþrot við hjá félaginu.
KRISTJÁN Gissurarson, stangar-
stökkvari úr Breiðabliki, vann í gær
til silfurverðlauna á heimsmeistara-
móti öldunga í frjálsíþróttum sem
fram fer um þessar mundir á Púerto
Ríkó. Kristján stökk 4,10 metra í
flokki 50–55 ára og var 15 sentímetr-
um á eftir Bretanum Allan Williams,
sem vann til gullverðlauna.
CRISTIAN Chivu, sem lék með
Ajax á síðustu leiktíð, mun ekki fá að
ganga til liðs við Roma nema félagið
greiði skuld sína gagnvart Sporting
Cristal. Roma hefur ekki ennþá
borgað Sporting fyrir leikmanninn
Gustavo Vassallo Ferrari og því hef-
ur FIFA ákveðið að Chivu fái ekki að
ganga til liðs við Roma fyrr en liðið
hefur gert upp skuld sína við Sport-
ing.
ILIJA Petkovic hefur verið ráðinn
landsliðsþjálfari Serbíu og Svart-
fjallalands í knattspyrnu. Petkovic
tekur við af Dejan Savicevic sem
sagði starfi sínu lausu í júní mánuði
eftir slakt gengi liðsins í undan-
keppni Evrópumóts landsliða.
VICENTE DEL BOSQUE, fyrr-
verandi knattspyrnustjóri Real
Madrid, hefur greint frá því að for-
ráðamenn Chelsea hafi haft sam-
band við sig og athugað hvort hann
hafi áhuga á að taka við Chelsea. Del
Bosque ætlar ekki að íhuga það að
taka við liðinu á meðan Claudio
Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea,
er samningsbundinn félaginu.
FÓLK
Breytingar á UEFA-keppninni
STJÓRN Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, tilkynnti í dag um
stórfelldar breytingar á UEFA-keppninni sem taka gildi keppn-
istímabilið 2004–2005 en þá verður tekin upp riðlakeppni og færri
lið fá tækifæri til þess að taka þátt en áður.
UEFA-keppnin verður þrískipt, í fyrstu verður útsláttarkeppni á
milli 80 liða, en 96 lið hafa tekið þátt undanfarna áratugi. Það verða
40 lið sem komast áfram í riðlakeppni en riðlarnir verða alls átta.
Þrjú efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram og við þann hóp
bætast átta lið sem falla úr leik í Meistaradeild Evrópu, alls 32 lið.
Þau munu leika í útsláttarkeppni þar til úrslit ráðast í keppninni.
Þau lið sem leika til úrslita leika 15 leiki í keppninni en í riðla-
keppninni verður ekki leikin tvöföld umferð en þess í stað mætast
liðin aðeins einu sinni í riðlakeppninni.